Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 16. apríl 2010 FRÉTTIR Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara og dómsmálayfirvalda vegna banka- hrunsins,fagnar skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis. „Það er frábært að skýrslan skuli nú liggja fyrir. Það er afar þýðingar- mikið fyrir íslensku þjóðina að hafa nú sýnt fram á að hún gat komið á fót sannleiksnefnd og leitt rannsókn á bankahruninu til lykta. Þetta er líka mikilvægt fyrir framhald málsins. Í skýrslunni er útskýrt hvað gerðist. Sérstök nefnd þingmanna getur nú gaumgæft mál ráðherra sem tald- ir eru hafa brugðist skyldum sínum eða sýnt vanrækslu í störfum. Þetta er mjög mikilvægt og ég legg sérstaka áherslu á að þetta hafa menn ekki gert í Bandaríkjunum eða í Bretlandi. Vel hefði mátt hugsa sér að sann- leikans hefði verið leitað varðandi fasteignalánasjóðinn AIG í Banda- ríkjunum eða varðandi þrengingar Northern Rock-bankans í Bretlandi. Allra mikilvægast er að nú veit ís- lenska þjóðin um öll lánin sem veitt voru og flokkast geta undir mark- aðsmisnotkun. Þetta er jafnvel mik- ilvægara en réttarhöld yfir einstaka manni því nú þegar eru margir þeirra berskjaldaðir frammi fyrir þessum sannindum.“ Hægt er að segja að íslenska þjóð- in hafi fengið í hendur sjálfstæðan og hlutlægan sannleika með skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. „Þjóð- in hefur að minnsta kosti fengið tækifæri og möguleika til þess að gera sér grein fyrir því sem gerðist,“ segir Eva. Óvenjulegar aðstæður Í skýrslunni er bent á þrjá fyrrverandi ráðherra og fjóra embættismenn sem að mati nefndarinnar hafa gerst sekir um vanrækslu og mistök í störfum sínum. Nokkur óvissa ríkir enn um hvað verði um mál ráðherr- anna en einkum þó um þrjá fyrrver- andi seðlabankastjóra og fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Þess má geta að Björgvin G. Sigurðsson, einn ráðherranna þriggja, situr enn á þingi. Hann ákvað í gær að víkja tímabundið af þingi til þess að trufla ekki störf sérstakrar þingmanna- nefndar. Sú nefnd fjallar um fram- hald málsins á fundi í dag. „Það sem þarf að gera verður gert. Það sem hægt er að gera verður gert,“ segir Eva Joly. „Aðstæðurnar á Ís- landi eru afar óvenjulegar og hafa í rauninni hafnað utan allra hefða. Við þannig aðstæður leita menn þeirra tækja sem að gagni geta komið. Ef á þyrfti að halda væri hægt að setja á fót sérstakan dómstól eða setja sér- stök lög. En hér eru sem sagt til lög og stofnun til þess að taka á máli ráð- herranna og það getur vel verið að það reynist nothæft úrræði. Það er Alþingis að fjalla um þetta sem og ríkissaksóknara og ríkislögmanns. Þegar aðstæðurnar eru svo óvenju- legar sem raun ber vitni er ekki hægt lengur að hugsa þetta eftir venjuleg- um brautum.“ Dæmi frá Frakklandi Eva Joly fékk Roland Dumas, utan- ríkisráðherra í stjórn Mitterands, dæmdan í tengslum við Elf-hneyksl- ið í Frakklandi sem hún byrjaði að vinna að sem rannsóknardómari þegar á tíunda áratugnum. Dumas varð uppvís að mútuþægni og spill- ingu og fékk sex mánaða fangelsis- dóm og tvö ár skilorðsbundið til við- bótar. Eva bendir á að til séu fleiri en ein leið til að rétta yfir brotlegum ráðherrum. „Í Frakklandi kom upp mál þar sem heilbrigðisráðherrann var tal- inn hafa gerst sekur um afglöp þeg- ar leyft var að nota eyðnismitað blóð til lækninga. Blóðið hafði verið tek- ið meðal fanga þar sem nær fimmti hver fangi var HIV-smitaður þannig að líkurnar voru yfirgnæfandi á að blóðið væri smitað. Hann var talinn hafa haft vitneskju um hættuna en leyfði engu að síður notkun blóðsins í lækningaskyni. Í því tilviki var ekki til neinn dómstóll til þess að rétta yfir ráðherranum og því var gripið til þess að setja á fót sérstakan dóm- stól, eins konar hæstarétt eða lands- dóm. Hann var skipaður mönnum sem þingið valdi en fyrir honum fór dómari frá hæstarétti í Frakklandi. Þetta er sem sagt dómstóll sem tek- ur á ábyrgð og yfirsjónum ráðherra.“ Skýrslan flýtir vinnunni „Að því er varðar Roland Dumas taldi ég að hann hefði gerst sekur um mútuþægni varðandi sölu á her- gögnum til Taívan. Ef um það eitt hefði verið að ræða hefði það vænt- anlega fallið undir dómstólinn sem fjallar um athafnir ráðherra. En það sem hann var á endanum dæmdur fyrir var að hafa miðlað miklum fjár- munum til ástkonu sinnar. Það hafði ekki beinlínis með athafnir hans að gera sem ráðherra og því hafnaði mál hans fyrir almennum dómstól- um. Hvaða stefnu mál taka getur ráð- ist af því hvaða brot koma upp úr kaf- inu við rannsókn. Þessi aðferð sem ég hef nefnt snýr að stjórnmálamönnum og verkum þeirra. Mál embættismanna fara fyrir venjulega dómstóla verði þeir ákærðir á grundvelli frekari rann- sókna. Hvort þeir hafi með athöfnum sínum eða athafnaleysi brotið lög. Þetta er verkefni réttarkerfisins. Það fer eftir eðli mála hvaða stefnu þau taka, hvort um refsimál er að ræða eða mál af öðrum toga. Skýrsla rann- sóknarnefndar Alþingis geymir mik- ið af upplýsingum og staðreyndum sem geta veitt leiðsögn um framhald mála og flýtt vinnunni.“ Leiðin til að ræna þjóð... Í viðtali við DV um miðjan júní í fyrra sagði Eva Joly að alltaf væri reynt að grafa undan rannsóknarstarfi og gera það tortryggilegt. „En það hef- ur reynst þýðingarlaust til þessa. Það er ekki hægt að skipa borgurum að þegja. Og alls ekki ætti að þagga niður í þeim sem búa yfir reynslu og þekkingu. Tjáningarfrelsið er grund- vallarmannréttindi. Það að mega tjá skoðanir sínar opinberlega er grund- vallarréttindi. Og það má alltaf gera ráð fyrir því að þeir sem mögulega hafa framið efnahagsbrot og eiga hagsmuna að gæta haldi uppi vörn- um með ógnunum og tilraunum til þöggunar.“ Skýrsla rannsóknarnefndar Al- þingis liggur nú fyrir og bendir til þess að innan bankanna hafi græðgi og áhættusækni orsakað fall þeirra. Þjóðin er fjúkandi ill út í bankamenn og slælegt eftirlit stjórnvalda og eftir- litsstofnana. „Stundum er vitnað í bókartitil- inn „The Best Way to Rob a Bank is to Own One“ (Besta leiðin til að ræna banka er að eiga hann.) Það mætti ef til vill orða þetta svo að leiðin til að ræna þjóð sé að eiga banka,“ segir Eva Joly. Eva Joly, ráðgjafi dómsmálayfirvalda og sérstaks saksóknara, fagnar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og segir að með henni sé þjóðin komin lengra en til dæmis Bretar varðandi Northern Rock-bankann. Hún segir að upplýsingarnar í skýrslunni séu allt eins mikilvægar þjóðinni og réttarhöld yfir mönnum sem þegar hafi verið afhjúpaðir og standi nú berskjaldaðir. Í samtali við Jóhann Hauksson tekur Eva dæmi um málaferli yfir frönskum ráðherrum sem gerst höfðu brotlegir. „ÞAÐ SEM ÞARF AÐ GERA VERÐUR GERT“ Eva Joly er þrautreyndur lögfræðingur og starfaði lengi sem rannsóknardómari í Frakklandi. Kenning hennar er sú að dómskerfinu í öllum löndum reynist auðveldara að dæma niður fyrir sig en upp fyrr sig. Þetta merkir að dómskerfið tekur mildilega eða jafnvel alls ekki á fólki í efstu lögum samfélagsins. Sjálf hefur Joly sett fram þrjár grundvallarreglur um réttlátt réttarkerfi í bók sinni „Justice under Siege“. n Gagnsæi er eðlileg fylgiregla frelsis; gagnsæi án frelsis brýtur í bága við mannréttindi. Frelsi og ógagnsæi greiðir leið til lögbrota. n Lagaleg hnattvæðing er lífsnauðsynleg hnattvæðingu viðskiptanna. Löndum, sem hylma yfir lögbrot og fjársvik, ætti að meina um forréttindi í bankastarfsemi. n Lögbrot valdamanna skaða mikilvæga hagsmuni þjóða. Hert viðurlög, heimild til eignaupptöku og aðgætni í bankastarfsemi eru varnir sem grípa verður til gegn slíkri samfélagsógn. Þrjár reglur Evu Joly Lögbrot valda-manna skaða mikilvæga hagsmuni þjóða. JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Sannleiksnefnd „Það er afar þýðingarmikið fyrir íslensku þjóðina að hafa nú sýnt fram á að hún gat komið á fót sannleiksnefnd og leitt rannsókn á bankahruninu til lykta.“ MYND RAKEL ÓSK SIGURÐARDÓTTIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.