Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Page 21
FRÉTTIR 16. apríl 2010 FÖSTUDAGUR 23 HÖFUÐPAUR HRUNSINS vegar miklu hærri en þetta og námu lánveitingar til samstæðunnar tæp- lega 86 prósent af eiginfjárgrunni Glitnis þegar bankinn féll og tölu- vert meira en 25 prósent í hinum bönkunum, meðal annars tæp 70 prósent hjá Landsbankanum. Aðrir stórir fjárfestar í hinum bönkunum fóru sömuleiðis yfir þetta 25 prósent hlutfall en Baugur var langverstur að þessu leyti þar sem áhætturnar voru í öllum bönkunum. Reglur brotnar Sú staðhæfing Jóns Ásgeirs í þekktri blaðagrein sem hann skrifaði í árs- lok 2008, sem bar yfirskriftina „ Setti ég Ísland á hausinn“, að hann hafi byggt sín fyrirtæki upp af kappi í samræmi við leikreglur getur því ekki talist hafa verið sönn. Þá lá fyrir að um langt skeið fyrir fall ís- lenska bankakerfisins hafi áhættan af Baugi og tengdum félögum verið langt yfir lögbundnu hámarki. Þetta er víða gagnrýnt harkalega í skýrsl- unni og er sagt að áhættustýring- ar bankanna hafi ekki staðið sig í stykkinu. „Rannsóknarnefnd Alþingis telur að samþjöppun áhættu hjá íslensku bönkunum hafi verið orðin hættu- lega mikil þó nokkru fyrir fall þeirra. Bæði á þetta við um lánveitingar til ákveðinna hópa innan hvers banka en jafnframt að sömu hópar hafi myndað stórar áhættur í fleiri en einum banka. Af þeim sökum hafi kerfisleg áhætta vegna útlána verið orðin veruleg. Skýrasta dæmið um þetta er Baugur Group og fyrirtæki honum tengd. Í öllum þremur stóru bönkunum og Straumi-Burðar- ási var Baugshópurinn orðinn of stór áhætta. Það er ámælisvert að áhættustýringar bankanna hafi leyft þessari áhættu að byggjast upp,“ segir í skýrslunni en skýringin á or- sök þess að áhættan fékk að byggjast upp er í það minnsta tvíþætt. Áhættan felst annars vegar í þeirri staðreynd að Baugur og tengdir að- ilar mynduðu svo stóra áhættu í bankakerfinu í heild sinni að bank- arnir gátu ekki kippt að sér hönd- um og hætt að fjármagna samstæð- una því slík aðgerð hefði getað leitt til kerfishruns. „Af þeim sökum hafi kerfisleg áhætta vegna útlána verið orðin veruleg. Skýrasta dæmið um þetta er Baugur Group og fyrirtæki honum tengd. Í öllum þremur stóru bönkunum og Straumi-Burðar ási var Baugshópurinn orðinn of stór áhætta.“ Hins vegar felst hún í þeirri staðreynd að Jón Ásgeir Jóhannes- son og Baugur höfðu eigendavald yfir Glitni og hinir bankarnir höfðu mikilla hagsmuna að gæta í Baugi og Jón Ásgeir gat því hlutast til um lánafyrirgreiðslu til félaga sem voru í hans eigu. Stærstu skuldir í Kaupþingi 1998 ehf. 41 milljarður Baugur Group 22 milljarðar BG Newco 5 13 milljarðar F-Capital 12 milljarðar Stærstu skuldir í Landsbankanum BG Holding 48 milljarðar Baugur Group 27 milljarðar Styrkur Inverst 6 milljarðar Barney 4 milljarðar Stærstu skuldir í Glitni Baugur Group 27 milljarðar 101 Capital 12 milljarðar Styrkur Invest 8 milljarðar Highland Acquisition 7 milljarðar Stærstu skuldir í Straumi BG Holding 6 milljarðar Stoðir Invest 5 milljarðar Baugur Group 4 milljarðar BG Capital 4 milljarðar Samtals skuldir Gaums og tengdra félaga Í Kaupþingi: 103 milljarðar Í Landsbankanum: 96 milljarðar Í Glitni: 55 milljarðar Í Straumi: 23 milljarðar Samtals: 277 milljarðar Áhættuskuld- bindingar Gaums og tengdra félaga: FRAMHALD Á NÆSTU SÍÐU Alltaf tekinn út Í skýrslu rannsóknarnefndar Al- þingis er nánast alltaf gerður greinarmunur á Baugi, félagi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, og öðrum félög- um sem skulduðu hvað mest í íslenska bankakerfinu. Baugur skuldaði mest og kerfisáhættan af Baugi var mest og má skilja skýrsluna sem svo að Baugur hafi verið verið verst íslensku félaganna. MYND BIG Tengslin við Landsbankann Myndin úr frönsku Ölpunum sem lak nýverið á netið þykir sýna þau nánu tengsl sem voru á milli Baugs og Landsbankans. Hún var tekin í apr- íl árið 2007 og voru gestirnir í gleðskapnum að fagna viðskiptum með Iceland-keðjuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.