Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Síða 33
...uppistandi
Jóns Gnarrs
í Landnáms-
setrinu
Enginn hér á landi
stenst Jóni snúning
þegar kemur að uppistandi.
... The Blind Side
Mynd
sem
lætur
þér líða
vel.
... Muramasa: The
Demon Blade
Fínasti hasarleikur
sem Wii-notendur
á öllum aldri ættu
að geta skemmt
sér yfir.
Clash of the Titans
Þunn,
einvíð og
þreytuleg
að mestu
leyti.
FÓKUS 16. apríl 2010 FÖSTUDAGUR 33
Margþætt sýning verður opnuð í Listasafni Íslands á laugardaginn:
Dyndilyndi við Laufásveg
FÖSTUDAGUR
n Lausir Halar á Nasa
FM Belfast
og Retro
Stefson
ætla að
leika
lausum
hölum og
blása til
mikillar
gleði á
Nasa á
föstudags-
kvöldið.
Miðaverð
í forsölu er aðeins 1.600 kr. en hækkar
sé keypt við innganginn. Tónleikarnir
hefjast klukkan 23.30 en síðast þegar
þessar sveitir leiddu saman hesta sína
var uppselt og stemningin mögnuð og
er óhætt að segja að árinu hafi verið
lokað með stæl.
n Jagúar á
Selfossi
Ein besta
funk-sveit
Norður-
landa og
þó víðar
væri leitað,
Jagúar,
leikur á
Vetrartón-
leikaröð
Hvíta-
hússins á
Selfossi á
föstudags-
kvöldið. Þetta er viðburður sem enginn
tónlistarunnandi má missa af. Húsið
opnar klukkan 22.00 en miðaverðið er
2.000 krónur. Eftir tónleikana verður
opið á efri hæðinni þar sem DJ Funky
fried chicken mun þeyta skífum
LAUGARDAGUR
n Sálin snýr aftur á Nasa
Vinsælasta hljómsveit landsins verður
með tónleika á Nasa á laugardags-
kvöldið. Nokkuð er nú um liðið frá því
að sveitin tróð þar upp síðast, en að
venju verða þar viðruð öll helstu lög
sveitarinnar, allt frá elsta til yngsta
smells. Forsala miða verður á staðnum
á föstudaginn milli klukkan 13.00-17.00
en ljóst er að alvöru Sálaraðdáendur
vilja ekki missa af þessu.
n VON hjá Siggu Beinteins
Laugardagskvöldið 17. apríl verður
sjálf Sigga Beinteins með tónleika á
SPOT í Kópavogi ásamt hljómsveitinni
VON. Miðasala hefst klukkan 23.00 en
miðaverðið er aðeins 1.500 krónur.
Þessu vill engin missa af enda Sigga ein
af bestu söngkonum þjóðarinnar.
n Nemendamúsík í Salnum
Kennarar og nemendur Tónlistarskólans
í Kópavogi leika tónlist eftir Þorkel
Sigurbjörnsson, Oliver Messiaen, Atla
Heimi Sveinsson, George Crumb og
Hilmar Þórðarson í Salnum á laugardag-
inn klukkan 13.00. Miðaverð er þúsund
krónur.
n Tvennir tónleikar með Sinfó
Sinfonían verður með tónleika á
laugardaginn. Hún leikur tónverkið
Maximús trítlar í tónlistarskólann II. Tón-
leikarnir verða í Háskólabíói að vanda en
miðaverðið er sautján hundruð krónur
og hefjast tónleikarnir klukkan 17.00.
Hvað er að
GERAST?
Dyndilyndi – verði gjafa gagnstreymi
er heiti sýningar sem opnuð verður
í Listasafni Íslands á laugardaginn
klukkan 15. Um er að ræða marg-
þættan listrænan viðburð, allt í senn
listsýningu, listnám og menningar-
hátíð. Í sextán daga verður Listasafn
Íslands samkomustaður ólíkra dýra-
tegunda í eiginlegum og óeiginlegum
skilningi. Þar verða uppákomur af
ýmsu tagi, listsmiðjur, leikþættir, tón-
leikar og endurmenntunarnámskeið.
Allt á þetta rætur í listbúðunum
Himinn, jörð og byggðin á milli sem
settar voru upp í Myndlistaskólan-
um í Reykjavík á síðasta ári. Fjöldi
grunnskólabarna tekur þátt í listbúð-
um Dyndilyndis og enn önnur börn
koma að hátíðinni með þátttöku í
viðburðum. Auk þessa geta gest-
ir og gangandi skráð sig í listsmiðjur
Dyndilyndis.
Aðrir þátttakendur eru Margrét H.
Blöndal myndlistarkona og leiðang-
ursstjóri sýningarinnar, Tinna Gunn-
arsdóttir vöruhönnuður, Huginn
Þór Arason myndlistarmaður, Krist-
ín Ómarsdóttir rithöfundur, Magga
Stína, tónlistarmaður og strengja-
stýrir, Harpa Arnardóttir leikkona,
Mundi athafnamaður, Kristinn G.
Harðarson myndlistarmaður, Me-
gas, tónlistar- og textaverkamaður,
Margrét Bjarnadóttir danshöfundur,
Hilmar Örn Hilmarsson tónverka-
maður, Rikke Houd hljóðheimilda-
smiður, Rán Flygenring, grafískur
hönnuður, Borghildur Ína Sölvadótt-
ir, grafískur hönnuður, Elísabet Indra
Ragnarsdóttir dagskrárgerðarkona,
Sara María Skúladóttir klæðskeri,
Hildigunnur Birgisdóttir myndlistar-
kona, Theresa Himmer, arkitekt og
hönnuður, og Kristján Eggertsson
arkitekt.
Sýningin er liður í Barnamenn-
ingarhátíð í Reykjavík 2010. Nánar
um hátíðina á dyndilyndi.is.
... leikritinu
Hænuungarnir
Hver leikarinn
öðrum betri í
þessu frábæra
verki.
... The Lovely Bones
Draumkennt yfirbragð í
ágætri mynd.
Ungur listamaður Sýning-
in er liður í Barnamenning-
arhátíð í Reykjavík 2010.
vinnuna með sér að hann þyrði varla
að hafa þá eftir. „En hann sagði með-
al annars að það væri mjög sjaldan
sem hann hefði unnið með leikara
sem hefði svona góða þekkingu og
færni í slagsmálaatriðum. Ég ákvað
að vera ekkert að útskýra fyrir honum
að ég væri eiginlega færari í líkamlega
þættinum en í þeim leikræna,“ segir
Magnús í léttum dúr.
Chan þekkti þó til Magnúsar í hlut-
verki Íþróttaálfsins í Latabæ, eða Lazy-
Town eins og þættirnir heita í banda-
rísku sjónvarpi og víðar. „Ástæðan fyrir
því að ég gerði þetta var eiginlega af því
að mig langaði til að koma Latabæ til
Kína. Það eru þrír Kínverjar sem eru
mjög þekktir og Jackie Chan er einn
þeirra. Óhollusta og offita eykst gríðar-
lega hratt í Kína og kínversk stjórnvöld
ætla að reyna að gera eitthvað í málun-
um. Jackie Chan hefur mikinn áhuga á
þessum málum og við ræddum þau
mikið. Ég fór til Kína með honum og
hitti hans fólk og við erum að reyna að
koma á fundum við heilbrigðisráðu-
neytið og mennta-
málaráðuneytið
þar í landi á ráð-
stefnunni Sjang-
hai Expo sem fram
fer í september,“
segir Magnús en
á þeirri ráðstefnu
verður Jackie
Chan heiðursgest-
ur.
Magnús er
stórhuga sem
fyrr. Hann seg-
ir forsetafrú Bandaríkjanna, Michelle
Obama, hafa tekið Latabæ upp á sína
arma fyrr á árinu og nú séu hann og
aðrir forsvarsmenn „bæjarins“ að
vinna í því að koma þættinum til Kína
og svo vonandi í framhaldinu til Jap-
ans, Indlands og Rússlands.
„Kínverjar eru nú að berjast við
sama vandamál og Bandaríkjamenn
og vilja gera eitthvað í sínum mál-
um. Latibær passar þar mjög vel inn
í. Hann er heldur ekki amerískt pró-
gramm og kemur því ekki með pólitík í
pokanum. Það er dálítið gott.“
Lét undan suðinu
Líkt og kannski einhverjir muna sendi
Magnús sérstakt myndband til for-
svarsmanna The Spy Next Door sem
varð til þess að hann fékk hlutverkið.
Hann segir þrá sína eftir hlutverkinu
ekki hafa ráðið þar för heldur sé smá
saga þar á bak við.
„Þetta var þannig að aðalfram-
leiðandi myndarinnar, Bob Simonds,
á fjórar dætur sem elska Latabæ og
hann sá mig þar og leist vel á. Hann
hringdi í mig til að fá mig í prufu fyrir
vonda kallinn í The Spy Next Door en
ég hafði engan áhuga á því. En hann
suðaði í mér sem varð til þess að ég
hitti leikstjórann næst þegar ég var í
LA. Þeir hringdu svo strax aftur í mig
og sögðust vilja heyra mig lesa ein-
hvern texta. Ég sagðist ekki vilja það,
vera mjög tímabundinn og svona og
þeir ættu því bara að finna einhvern
annan í þetta.
Svo hringdu þeir enn einu sinni
í mig á föstudegi, sögðust ekki vilja
neinn annan, en þyrftu samt að sjá
mig í einhverjum öðrum fötum en
bláa búningi Íþróttaálfsins og þannig
vera vissir um að ég gæti litið út eins
og vondur kall. Ég sagðist bara senda
þeim myndband, hóaði í vini mína
á sunnudegi, við tókum þetta upp,
klipptum saman og sendum um
kvöldið. Þeir hringdu um hæl og sögðu
að ég væri ráðinn.
Það þótti líka mjög sérstakt að ég
skyldi setja mistökin aftast. Það er ekki
venjan í „casting“-myndbandi. Ef þú
ert að reyna að fá vinnu þá sleppirðu
venjulega mistökunum á þeim mynd-
böndum,“ segir Magnús léttur.
Vinnur að Latabæjarmynd
Fleiri Hollywood-hlutverk eru ekki í
pípunum hjá Magnúsi, þrátt fyrir að
stöðugt sé verið að bjóða honum ýmis
hlutverk. Hann segist líka hafa nóg að
gera við undirbúning Latabæjarmynd-
ar. „Ég er að vinna með tólf handrits-
höfundum, hitti forstjóra Dream-
Works í gær [þriðjudag] og sat með
honum á einkafundi í einn og hálfan
tíma. Það var mjög ánægjulegur fund-
ur þannig að það er alltaf eitthvað að
gerast.“
Magnús tekur þó fram að það sé
nokkuð í að myndin verði að veru-
leika. „Þetta tekur svo rosalegan tíma,
kannski þrjú, fjögur ár. Það fer bara
eitt ár í að koma öllu niður og finna
nákvæmlega út um hvað myndin á að
vera. Maður þarf bara að vera duglegur
í að vinna að því. En það er gríðarleg-
ur áhugi fyrir þessu. Ég hitti líka Law-
rence Bender sem hefur framleitt all-
ar myndir Tarantinos og hann hefur
mikinn áhuga á að taka Latabæ lengra
með mér. Þannig að það er fullt að ger-
ast.“
Skömmu fyrir jól var sagt frá því
í fjölmiðlum, bæði hér á landi og til
dæmis í breskum blöðum, að Latibær
rambaði nánast á barmi gjaldþrots.
Magnús gefur lítið fyrir þann frétta-
flutning.
„Ég held að íslensku blöðin hafi
hlaupið töluvert á sig. Það eru auð-
vitað allir að vinna að því á Íslandi að
endurskipuleggja sín félög. Blöðin
skrifuðu svo um að Latibær væri að
því, þær fréttir eru þýddar út og hef-
ur kannski þær afleiðingar að fullt af
Íslendingum missa vinnuna. Ég held
því að við Íslendingar ættum aðeins að
passa okkur, við ættum að hlúa að okk-
ar vörumerkjum og okkar bisness. Við
þurfum á því að halda. Ég held að allir,
blaðamenn og aðrir, þurfi að hjálpast
að við það.“
Lítur upp til Helga í Góu
Magnús segir því Latabæ ekki
standa öðruvísi en flest önn-
ur íslensk fyrirtæki að þessu
leyti. „Ég held að Latibær hafi
alla þá möguleika og öll þau
vandræði sem venjuleg fyr-
irtæki á Íslandi búa við í bar-
áttunni í dag. Það tekur sextán
ár að byggja upp fyrirtæki og
þrjátíu ár að hagnast á þeim.
Þú sérð menn sem hafa ver-
ið duglegir að vinna eins og
Helga í Góu, menn sem vinna
gríðarlega hart og mikið við að
byggja upp sín fyrirtæki. Helgi
er maður sem ég lít gríðarlega
upp til, þó hann sé akkúrat í öf-
ugum geira við mig.“
Talandi um peninga; blaðamaður
uppgötvar allt í einu að hann gleymdi
að spyrja um launatékka Magnús-
ar fyrir The Spy Next Door. „Þegar þú
ert svona í fyrstu mynd ertu ansi neð-
arlega á skalanum. Þú ert jafnvel með
lægri laun en ljósamaðurinn. En þetta
var bara fínt. Þetta var heldur ekki gert
út af peningunum heldur út af ánægj-
unni af því að fá að leika á móti Jackie
Chan.“
kristjanh@dv.is
Magnús Scheving Hitti nýverið
manninn sem framleitt hefur allar
myndir Quentins Tarantino vegna
undirbúnings myndar um Latabæ.
Chan í hasar Magnús segir Jackie
Chan hafa hrósað sér fyrir getu sína í
slagsmálaatriðum í The Spy Next Door.