Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Side 34
34 FÖSTUDAGUR 16. apríl 2010 VIÐTAL HVER ER FÖTLUN ÞÍN? „Fötlun mín heitir trufluð vöðva- spenna eða dystonia á ensku sem þýðir að ég get ekki stjórnað hönd- um og fótum. Einnig er ég heyrnar- laus og nota táknmálstúlk í námi og á fundum en er með kuðungsígræðslu á hægra eyra sem hjálpar mér að heyra. Ég nota rafmagnshjólastól sem ég stýri með hökustýripinna og gengur vel og ég stjórna tölvu með augunum mínum sem er frábært! Eins er ég með gangráð fyrir heilann sem hjálpar mér að stjórna hreyf- ingum mínum. Ég er þakklát fyrir öll þessi tæki sem ég hef í dag! Fötl- un mín varð til vegna læknamistaka þegar ég fæddist og ég hef ekki get- að fyrirgefið þessi mistök. Ég veit bara ekki hvort ég mun nokkurn tím- ann geta fyrirgefið en það er Guðs að dæma, ekki mitt.“ HVAÐ ERTU MENNTUÐ? „Ég er táknmálsfræðingur að mennt og ætla að bæta við mig gráðu í fötl- unarfræði.“ HVERNIG KYNNTISTU EIGINMANNINUM? „Við Kevin Buggle kynntumst á net- inu og fórum að hittast. Það var bara ást við fyrstu snertingu því við vorum bæði tilbúin að hefja nýtt samband. Ég var búin að biðja til Guðs um mann handa mér því ég var einmana og hélt að ég ætti eftir að eyða æv- innni ein. Mig langaði líka í barn en það var ekki hægt að bjóða börnum upp á þær aðstæður sem ég  bjó við þá en ég bjó í lítilli íbúð með köttum mínum þar til ég fékk notendastýrða persónulega aðstoð. Notendastýrð persónuleg aðstoð þýðir að ég fæ fjármagn mánaðarlega til að borga fólki mínu laun og það hefur geng- ið vel, þar til í desember. Þá fékk ég tilkynningu frá Svæðisskrifstofu mál- efna fatlaðra Reykjaness um að það ætti að lækka greiðslurnar um 7%. Auðvitað neitaði ég að skrifa undir. Sú barátta er enn í gangi. Ég hef talað við Árna Pál félagsmálaráðherra en bíð ennþá eftir svari frá honum.“ HVER ER KEVIN BUGGLE? „Góð spurning! Kevin er yndislegur maður sem tókst að hrífa mig upp úr skónum. Eða stólnum frekar! Ég er mjög ástfangin af honum og í dag erum við hamingjusöm saman. Vin- ir okkar kalla okkur turtildúfur því við erum alltaf að kyssast. Kevin er hálf- íslenskur og hálfbandarískur, þetta er góður strákur sem sér MIG á bak við fötlunina og ég elska það! Vá! Hann vinnur með mér að fyrirtækinu okk- ar en hann er tæknifræðingur að mennt. Hann ólst upp í Flórída en flutti hingað árið 2002 þar sem móð- ir hans bjó í Vestmannaeyjum. Það er fyndið en ég vissi alltaf að ég yrði tengd Bandaríkjunum. Ég vissi bara ekki hvernig.“ HVERNIG FYRIRTÆKI REKIÐ ÞIÐ? „Fyrirtækið okkar, Ásta Sól, sérhæf- ir sig í tölvuráðgjöf og tölvuviðgerð- um fyrir fatlað fólk. Ég er menntuð sem táknmálsfræðingur frá Háskóla Íslands en hef sérhæft mig í tölvu- ráðgjöf fyrir mikið fatlað fólk en sjálf skrifa ég á tölvu með höku og aug- um. Kevin hefur sérhæft sig í að setja upp og gera við tölvur. Það er ástríða okkar að reyna að finna leiðir til tjá- skipta fyrir fatlað fólk sem á erfitt með mál. Við bjóðum upp á tölvu- ráðgjöf og viðgerðir fyrir sanngjarnt verð. Hægt er að hafa samband við okkur í síma 8665000 eða á netfangið asdisjenna@simnet.is.“ HAFÐIRÐU TRÚ Á AÐ ÞÚ ÆTTIR EFTIR AÐ FINNA OG UPPLIFA ÁSTINA? „Ég missti aldrei trúna á því að ég gæti eignast mann og börn því fötlun er ekki til í mínum huga.“ VARSTU STRESSUÐ ÞEGAR ÞÚ HITTIR KEVIN FYRST? „Nei, ég var ekki stressuð. Eða jú kannski smá. Ég var stressuð þegar hann kom heim, þá svitnaði ég að- eins og talaði aðeins of mikið. Við höfðum talað mikið saman á Skype.“ HVERNIG TÓK FJÖLSKYLDAN KÆRASTANUM? „Fjölskyldan tók Kevin vel og kom öll í brúðkaup okkar og líka fjölskylda hans sem kom alla leið frá Bandaríkj- unum.“ HVERNIG VAR BRÚÐKAUPSDAGURINN? „Við giftum okkur 1. ágúst 2009. Dag- urinn okkar byrjaði klukkan 9 á því að ég vakti Kevin, eins og venjulega, og rak hann heim til mömmu sinn- ar þar sem fjölskyldan hans var en tengdamamma býr í næstu blokk. Ég er heppin að eiga góðar vinkon- ur því þær komu til mín og hjálp- uðu mér með brúðarkjólinn, förðun- ina og annað. Kevin sagði mér síðar að þegar ég kom í kirkjuna þá hafði hann hugsað: „Vá, hvað Ásdís er fal- leg.“ Þetta var falleg athöfn, pabbi leiddi mig inn kirkjugólfið sem var æðislegt. Ég vildi bara fara inn og ná í manninn minn, svo spennt var ég. Messan var á táknmáli og svo var sungið og haldin veisla í safnaðar- heimili kirkjunnar. Þetta var æðis- legt.“ HVERNIG VAR BRÚÐARKJÓLLINN? „Ég lét sauma og hanna kjól í sam- ræmi við fötlun mína. Hann heppn- aðist mjög vel. Hjólastóllinn minn var líka klæddur í hvítt í tilefni dags- ins. Hann er hluti af mér svo hann þurfti líka að fara í sparifötin. Maður þarf að nota hugmyndaflugið þegar maður er fatlaður.“ ERTU HAMINGJUSÖM? „Já, ég er hamingjusöm núna en það vantar bara eitt til að fullkomna tilveruna, barn okkar Kevins. Vel- gengni mín hefur gengið vonum framar því ég er ekki lengur í stofu- fangelsi. Mamma hefði pottþétt orð- ið stolt af mér.“ ÆTLARÐU AÐ LÁTA DRAUMINN UM AÐ VERÐA MÓÐIR RÆTAST? „Ég hélt að ég gæti orðið ófrísk en örlögin beindu okkur í aðra átt. Við erum að skoða málið með stað- göngumóðurfyrirtæki í Bandaríkj- unum. Það væri greinilega besta leiðin fyrir okkur því ég má ekki ættleiða, sem er mikil synd finnst okkur og fáránlegt! Allt þetta mót- læti gerir samband okkar bara sterkara og við gefumst ekki upp fyrr en við fáum barn. Ef það ætti að leyfa staðgöngumæðrun hér þá finnst okkur að fatlað fólk, sem er andlega heilt, ætti að vera með. Það er fáránlegt að fatlað fólk megi ekki ættleiða! Sjáið bara mig, ég get hugsað um barn með hjálp eigin- manns míns og hjálparfólks míns! Við eigum gott heimili og höfum gott starfsfólk. Barnið mun læra að mamma hennar/hans er bara eins og aðrar mömmur. Ég er með fimm starfsmenn sem skiptast á vökt- um og ég veit um mikið fatlaðar konur í Bandaríkjunum sem hafa eignast tvö og upp í fimm börn og þeim gengur vel af því að þær hafa gott stuðningsnet í kringum sig. Ég hef gott hjálparkerfi og á góða fjöl- skyldu og vini sem við getum reitt okkur á.“ Ásdís Jenna Ástráðsdóttir hefur ekki látið fötlun sína hamla því að lifa innihaldsríku lífi. Ásdís Jenna er heyrnar- laus og getur ekki stjórnað höndum og fótum. Í dag er hún með háskólapróf, gift og ástfangin upp fyrir haus. Þau hjónin mega ekki ættleiða en stefna til Bandaríkjanna næsta haust til að láta draum sinn um barn rætast með hjálp staðgöngumóð- ur. Ásdís Jenna segir mikla fordóma gagnvart fötluðu fólki á Íslandi en hún berst fyrir mannréttindum fatlaðra. Ásdís er ekki lengur reið yfir sínu hlutskipti og er farin að sætta sig við apaköttinn, eins og hún kallar fötlun sína. Ást við fyrstu snertingu Kevin er hálf-íslenskur og hálfbandarískur, þetta er góður strák- ur sem sér MIG á bak við fötlunina og ég elska það! BRÚÐKAUPSDAGURINN Ásdís Jenna og Kevin giftu sig 1. ágúst í fyrra. Faðir hennar leiddi Ásdísi inn kirkjugólfið en sjálf segist hún helst hafa viljað hlaupa inn til að ná í manninn. Svo spennt hafi hún verið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.