Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Síða 42
UMSJÓN: KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON, kgk@dv.is Magnea Magnúsdóttir RITHÖFUNDUR Magnea fædd- ist á Kleifum í Kaldbaks- vík á Strönd- um. Hún var átta mánuði í farskóla, gekk í Gagnfræða- skóla Ísafjarð- ar í einn vetur, í Húsmæðraskólann að Staðarfelli í Dölum og tóvinnuskóla á Sval- barða í Eyjafirði. Magnea hefur lengst af búið á Akureyri og unnið þar ýmis verka- mannastörf sem og umönnunar- störf. Magnea hefur sent frá sér þrjár skáldsögur: Karlsen stýrimaður, útg. 1962; Hold og hjarta, 1964, og Í álögum, 1968. Þá komu út eft- ir hana fimmtán barnabækur, þ.á m. Hönnu Maríu-bækurnar sem eru orðnar sex talsins, Tobíasar- bækurnar sem eru fjórar og Sossu- bækurnar sem eru fimm talsins en fyrir tvær þeirra fékk Magnea barnabókaverðlaun Reykjavíkur- borgar en önnur þeirra var tilnefnd til H.C. Andersen-verðlaunanna. Fjölskylda Magnea giftist 1.8. 1953 Friðriki Baldri Halldórssyni, f. 19.12.1929, d. 16.2. 1988, bónda og síðar verka- manni. Hann var sonur Halldórs Friðrikssonar og Rósu Sveinbjarn- ardóttur sem voru bændur í Eyja- firði. Börn Magneu og Friðriks Bald- urs eru Sigrún Sigurmunda Bald- ursdóttir, f. 5.9.1952, fyrrv. bóndi og sinnir nú umönnun í Hlíð, dvalarheimili aldraðra á Akureyri, var gift Jens Jónssyni, og eiga þau fjögur börn; Borghildur Rún Bald- ursdóttir, f. 8.11. 1956, húsmóðir á Akureyri, gift Gunnbirni Jenssyni rennismið og eiga þau tvo syni; Magnús Halldór, f. 4.4. 1964, fyrrv. markaðsstjóri ÚA en starfar nú á vegum þeirra í Bandaríkjunum, kvæntur Eyrúnu Magnúsdóttur sjúkraliða, og eiga þau fjögur börn; Jóhann Sigurbjörn, f. 16.6. 1965, starfsmaður við verksmiðju á Ak- ureyri, kvæntur Írisi Jóhannsdótt- ur viðskiptafræðingi, og eiga þau þrjú börn. Fósturdóttir Magneu er Guðrún Ingibjörg Andrésdóttir, f. 10.12. 1960, starfsmaður við sambýli á Akureyri, gift Sveini Egilssyni, og eiga þau þrjá syni. Langömmubörn Magneu eru nú átta talsins. Systkini Magneu: Sigrún Jó- hanna Magnúsdóttir, f. 29.6. 1928, d. 12.2. 1944; Hákon Gunnar Magnússon, f. 18.2.1933, skipstjóri í Reykjavík; Sigmundur Magnús- son, f. 7.3. 1939, vélstjóri í Hafn- arfirði; Sigurjón Magnússon, f. 1.3.1944, d. 16.3. 2007, húsasmiður í Reykjavík. Fóstursystir Magneu: Sigrún Guðmunda Jósteinsdóttir, f. 12.7. 1944, verkakona, búsett á Akureyri. Foreldrar Magneu: Magn- ús Magnússon, f. 26.2.1897, d. 28.2.1965, bóndi og sjómaður á Kleifum, og Guðbjörg Guðmunds- dóttir, f. 20.12. 1904, d. 29.3. 1991, húsmóðir. 80 ÁRA Á SUNNUDAG 95 ÁRA Á LAUGARDAG Zóphónías Pálsson FYRRV. SKIPULAGSSTJÓRI RÍKISINS Zóphónías fæddist á Hvanneyri í Borgarfirði. Hann lauk stúdents- prófi frá MR 1934, cand.geom.-prófi í landmælingaverkfræði frá Den kgl. Veterinær og Landbohojskole í Kaupmannahöfn 1939, stundaði framhaldsnám í landmælingafræð- um við Geodætisk Institut í Kaup- mannahöfn 1944 og í myndmæl- ingum og kortagerð hjá Army Map Service í Washington í Bandaríkjun- um 1957. Þá hlaut hann konunglega löggildingu sem mælingaverkfræð- ingur í Danmörku 1943. Zóphónías var verkfræðingur hjá Geodætisk Institut 1939-42, hjá borgarverkfræðingi Kaupmanna- hafnar 1942-43, var deildarverk- fræðingur hjá Geodætisk Institut í Kaupmannahöfn 1943-45, verkfræð- ingur hjá Skipulagi ríkisins 1945- 54, yfirverkfræðingur þar frá 1950, skipulagsstjóri ríkisins 1954-85. Þá stundaði hann ráðgjafarstörf hjá Skipulagi ríkisins 1986-90 og hjá ut- anríkisráðuneytinu 1991-95. Zóphónías var kennari við tækni- skóla í Odense í Danmörku 1944-45, og við Iðnskólann í Reykjavík 1945- 54, prófdómari þar frá 1955, var prófdómari í landmælingum við HÍ 1947-89, fulltrúi Íslands vegna hnatt- mælinga Bandaríkjamanna 1953, í Skálholtsnefnd 1954-56, í skipulags- nefnd Reykjavíkur 1954-85, í bygg- inganefnd Reykjavíkur 1954-78, fulltrúi Íslands í NKB 1955-65 og á árlegum fundum norrænna skipu- lagsembættismanna 1960-85, skip- aður af VFÍ 1962 til að gera tillögu að framtíðarskipan kennslu í landmæl- ingum við HÍ, prófdómari í skipu- lagsfræðum og samgöngutækni við HÍ 1974-86 og hefur setið í ýmsum opinberum nefndum. Fjölskylda Zóphónías kvæntist 20.12. 1940, Lís Pálsson, f. Nellemann, 25.1. 1921, d. 29.10. 2009, kennara við MR og HÍ. Hún var dóttir Nicolaj Nellemann landmælingaverkfræðings sem rak mjög umfangsmikla verkfræðiþjón- ustu í Danmörku, og Grethe Nellem- ann húsmóður. Börn Zóphóníasar og Lís eru Páll, f. 12.7. 1942, tæknifræðingur í Vest- mannaeyjum; Hjalti, f. 21.2. 1944, skrifstofustjóri í dómsmálaráðu- neytinu; Bjarki, f. 13.6. 1946, arki- tekt í Basel í Sviss; Margrét, f. 13.10. 1953, kennari og myndlistarmaður í Reykjavík. Systkini Zóphóníasar: Unnur, f. 23.5. 1913, ekkja eftir Sigtrygg Klem- ensson, síðast bankastjóra Seðla- bankans; Páll Agnar, f. 9.5. 1919, d. 10.7. 2003, yfirdýralæknir, var kvæntur Kirsten Henriksen dýra- lækni frá Kaupmannahöfn; Hannes, f. 5.10. 1920, fyrrv. aðstoðarbanka- stjóri Búnaðarbankans, kvænt- ur Sigrúnu Helgadóttur; Vigdís, f. 13.1. 1924, fyrrv. kennari við KHÍ, ekkja eftir Baldvin Halldórsson leik- ara; Hjalti, f. 1.11. 1922, d. 24.10. 2002, framkvæmdastjóri hjá SÍS, var kvæntur Ingigerði Karlsdóttur, hús- móður og fyrrv. flugfreyju. Foreldrar Zóphóníasar voru Páll Zóphóníasson f. 18.11. 1886, d. 1.12. 1964, skólastjóri bændaskól- ans á Hólum, búnaðarmálastjóri, og alþm., og k.h., Guðrún Hannes- dóttir, f. 11.5. 1881 í Deildartungu í Reykholtsdal, d. 11.11. 1963, hús- freyja. Ætt Páll var bróðir Péturs ættfræðings. Páll var sonur Zóphóníasar, prófasts í Viðvík Halldórssonar, b. á Brekku í Svarfaðardal Rögnvaldssonar. Móðir Páls var Jóhanna Sofía, systir Jarþrúðar, konu Hannesar Þor- steinssonar, ritstjóra og þjóðskjala- varðar, en hálfsystur Jóhönnu voru Þóra, kona Jóns Magnússonar for- sætisráðherra, og Elínborg, kona Geirs vígslubiskups Sæmundsson- ar. Bróðir Jóhönnu Sofíu var Pétur, prestur á Kálfafellsstað, faðir Jóns, prófasts þar. Jóhanna var dóttir Jóns, alþm. og dómstjóra, bróður Brynj- ólfs Fjölnismanns og Péturs bisk- ups. Jón, ásamt Boga Benediktssyni, afa Jóhönnu Sofíu á Staðarfelli, tóku saman Sýslumannaævir. Jón var sonur Péturs, prófasts á Víðivöllum Péturssonar, pr. á Tjörn á Vatnsnesi Halldórssonar, bróður Ingibjargar, ættmóður Samsonarættar, ömmu Jónasar á Stóra-Kambi. Móðir Jóns var Þóra Brynjólfsdóttir, gullsmiðs Halldórssonar, biskups á Hólum Brynjólfssonar. Móðir Jóhönnu Sofíu var Jóhanna Sofía Bogadóttir, fræði- manns á Staðarfelli Benediktssonar, ættföður Staðarfellsættar. Systkini Guðrúnar Þuríðar bjuggu öll í Borgarfirði: Helga á Skáney; Vig- dís á Oddsstöðum; Hallfríður á Kletti, og Jón Hannesson í Deildartungu. Guðrún Þuríður var dóttir Hannes- ar, hreppstjóra í Deildartungu, bróð- ur Jóns í Stóra-Ási, Þorsteins á Húsa- felli, Einars á Steindórsstöðum og Sigurðar á Vilmundarstöðum. Hann- es var sonur Magnúsar, hreppstjóra á Vilmundarstöðum Jónssonar, b. þar Auðunssonar. Móðir Guðrúnar Þuríðar var Vig- dís Jónsdóttir, b. á Signýjarstöðum Jónssonar, ættföður Deildartungu- ættar Þorvaldssonar. Páll fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann var í Glerárskóla, lauk stúdentsprófi frá Verkmenntaskól- anum á Akureyri og lauk íþrótta- kennaraprófi frá Íþróttakennara- skóla Íslands á Laugarvatni 1994. Páll var íþróttakennari við Hrafnagilsskóla 1995-96 og við Síðuskóla á Akureyri 1996-2010. Hann hefur verið framkvæmda- stjóri knattspyrnudeildar Þórs á Ak- ureyri frá sl. áramótum. Páll æfði og keppti í knatt- spyrnu og handbolta með Þór frá barnsaldri, keppti í öllum aldurs- flokkum. Hann lék með meistara- flokki Þórs í handbolta í áratug og með meist- araflokki Þórs í knattspyrnu í áratug auk þess sem hann lék þrjú ár með Leiftri og tvö ár með KA. Páll þjálf- aði yngri flokka Þórs í handbolta á árunum 1993-97 og hefur þjálf- að yngri flokka Þórs í knattspyrnu frá 1995. Fjölskylda Eiginkona Páls er Jórunn Jóhannes- dóttir, f. 4.1. 1970, leikskólakennari. Dætur Páls og Jórunnar eru Amanda Mist Pálsdóttir, f. 20.7. 1995; Andrea Mist Pálsdóttir, f. 25.10. 1998. Systkini Páls eru Steindór Gísla- son, f. 1973, viðskiptafræðingur og einkaþjálfari í Bandaríkjun- um; Gísli Rúnar Gíslason, f. 1976, klippari á Akureyri; Kristín Gísla- dóttir, f. 1983, verslunarmaður hjá Vodafone á Akureyri. Foreldrar Páls eru Gísli Stein- dórsson, f. 12.10. 1951, trésmiður á Akureyri, og Hólmfríður Margrét Einarsdóttir, f. 28.5. 1954, leik- skólakennari. KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is 40 ÁRA Á LAUGARDAG Páll Viðar Gíslason ÍÞRÓTTAKENNARI OG FRAMKVÆMDASTJÓRI KNATTSPYRNUDEILDAR ÞÓRS Á AKUREYRI Jóhannes Árnason LÖGMAÐUR OG KÖRFUBOLTAÞJÁLFARI Jóhannes fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Vesturbænum. Hann var í Melaskóla og Hagaskóla, lauk stúdentsprófi frá MR 2001, lauk MA-prófi í lögfræði frá HÍ 2007. Þá lærði hann á trompet í Tón- menntaskólanum í Reykjavík og lauk 6. stigi á trompet hjá Björgvini Þ. Valdimarssyni. Jóhannes vann á pylsuvagnin- um Bæjarins bestu með skóla á ár- unum 1997-2008. Jóhannes opnaði eigin lög- mannsstofu við Klapparstíginn í Reykjavík með tveimur æskuvin- um árið 2008 og hefur starfrækt hana síðan. Jóhannes hóf að æfa körfu- bolta, handbolta og knattspyrnu með KR er hann var átta ára, æfði og keppti í handbolta og knatt- spyrnu til sextán ára aldurs en keppti í öllum aldursflokkum í körfubolta og keppti með meist- araflokki KR á árunum 1997-2003, með ÍS 2002-2003, með Ármanni - Þrótti 2003-2004, með ÍS 2004- 2006 og var þá spilandi þjálfari með ÍS, og var þjálfari meistara- flokks kvenna í KR 2006-2009. Jóhannes var Íslandsmeistari með KR 2000 og gerði meistara- flokk kvenna í KR að bik- armeisturum 2009. Þá hefur hann oft orðið Reykjavíkur- meistari. Fjölskylda Eiginkona Jó- hannesar er Hanna Björgheim Torp, f. 17.1. 1980, læknir við Landspítala – háskólasjúkra- hús. Börn Jóhannesar og Hönnu eru tvíburarnir Ásta Margrét og Embla Guðlaug, f. 7.3. 2006. Systkini Jóhannesar eru Lárus Árnason, f. 4.9. 1969, viðskipta- fræðingur í New York; Þór Árna- son, f. 24.1. 1974, barnalækn- ir í Michigan í Bandaríkjunum; Anna Lind Traustadóttir, f. 10.3. 1984, nemi í íslensku við HÍ. Foreldrar Jóhannesar eru Árni V. Þórsson, f. 15.5. 1942, barna- læknir í Reykjavík, og Kristín Blön- dal, f. 5.10. 1944, d. 11.12. 1992, kennari. Seinni kona Árna er Ragna Ey- steinsdóttir, f. 15.6. 1961, húsmóð- ir. 30 ÁRA Á SUNNUDAG 42 FÖSTUDAGUR 16. apríl 2010 ÆTTFRÆÐI smaar@dv. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.