Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Qupperneq 46
46 FÖSTUDAGUR 16. apríl 2010 Pilgrim Lockwood, skip-stjóri á breska togaranum Colinda, vissi ekki alveg hvað hann átti að gera við furðulegt verkfæri sem skorið hafði verið úr hreindýrshornum. Árið var 1931 og verkfærið hafði fest í neti Colindu á hafsbotni á sandgrynn- ingum á miðjum Norðursjónum. Árum síðar kom í ljós að hreindýrs- hornið reyndist vera að minnsta kosti fjögur þúsund ára gamalt. Við það fóru vísindamenn að rannsaka svæðið og í ljós kom að gríðarstór landbrú var á milli Bretlands og meginlands Evrópu á steinöld. Gríðarstórt landflæmi Gönguleiðin á milli Lundúna og Amsterdam hefur ekki verið geng- in í um sex þúsund ár enda hvarf hún í sæ. Doggerland er nafnið sem fornleifafræðingar og jarð- fræðingar nota um gríðarlega stórt landflæmi í sunnanverðum Norð- ursjónum sem tengdi Bretland við meginland Evrópu um og eft- ir síðustu ísöld. Rannsóknir hafa sýnt fram á að hið stóra landsvæði Doggerlands teygði sig frá, þar sem nú er, austurströnd Bretlands til Hollands og vesturstranda Dan- merkur og Þýskalands. Doggerland virðist hafa verið gróðursælt land þar sem fjöldi manna bjó á stein- öld. Loðfílaleifar Árið 1931 dró fiskiskip Pilgrims Lockwood, eins og áður segir, myndarlegt hreindýrshorn upp úr sandgrynningunum á hafsvæðinu Dogger bank sem liggur í Norð- ursjónum, miðja vegu á milli Hol- lands og Bretlands. Hornið hafði verið brýnt niður svo það mynd- aði oddhvasst blað á öðrum end- anum. Mælingar benda til að það sé um 4.000 til 10.000 ára gamalt, frá þeim tíma er Doggerland var sífrerasvæði og ísöldin nýafstað- in. Talið er að það hafi verið notað sem áhald við fiskveiðar, hugsan- lega sem spjót er steinaldarmenn notuðu til að veiða fisk. Í kjölfar- ið hafa ýmsir aðrir gripir fundist á þessum slóðum, sem forfeður nú- tímamanna notuðu sem vopn og áhöld. Þá hafa skip dregið upp lík- amsleifar ýmissa furðudýra, þar á meðal loðfíla og ljóna. Sökk hægt í sæ Á síðasta jökulskeiði, fyrir um tíu þúsund árum, þakti gríðarlega stór jökull Bretlandseyjar og lönd- in sem nú liggja við Norðursjóinn. Hæð sjávarins var þá um 120 metr- um lægri en hún er í dag. Dogg- erland var þá láglend túndra sem breyttist hratt þegar ísaldarjökull- inn hvarf. Fyrir um átta þúsund árum var Doggerland frjósamt hérað með mikið lífríki, stór fenja- svæði, lón og vötn. Sumir telja að svæðið hafi verið gjöfulasta svæði Evrópu á steinöld, matar- kista fyrir steinaldarmenn sem veiddu dýr, fugla og fiska. Rannsóknir sýna að Doggerland sökk ekki í sæ á einni nóttu, heldur á nokkuð löngum tíma. Tal- ið er að sjávarlínan hafi hækkað um einn eða tvo metra á öld og að flætt hafi yfir ólíka kima landsins á löngum tíma. „Breytingin sást þó mjög vel yfir heila kynslóð, en menn þurftu alls ekki að hlaupa í skjól upp til fjalla,“ segir Nic Flemming, sjávarfornleifafræð- ingur á Haffræðistofnun South- amptonháskóla á Englandi. Landið varð auðlind Vitað er að eignarréttur var ekki í hávegum hafður í steinaldar- samfélagi veiðimanna og safnara. Hins vegar þykir ljóst að um leið og landsvæðið minnkaði varð óspillt land að sífellt dýrmætari auðlind. Bresku fornleifafræðingarn- ir Clive Waddington  og Nicky Miller telja að það hafi leitt til þess að menn köstuðu frek- ar eign sinni á lönd, sem gæti hafa verið eitt fyrsta skrefið í þróun eignarréttar á landsvæð- um. Doggerland er talið hafa breyst úr gaddfreðinni túndru í frjósama paradís á nokkur þús- und árum, áður en það hvarf svo í sæinn. Fornleifafræðing- ar telja að þær hörmungar hafi verið mönnum mjög erfiðar og telja margir að þær geti gef- ið nútímamanninum skilning á því hversu alvarlegar afleið- ingar loftslagsbreytingar hafi í veröldinni. Vísindamenn við háskólann í Birmingham hafa notað jarðvís- indalegar aðferðir til þess að kort- leggja Doggerland. Ofurtölvur eru látnar reikna út hvernig landslag- ið leit út á þeim tíma sem forfeður okkar reikuðu um lendurnar. Undan ísaldarjöklinum á síðasta jökulskeiði, kom stórt landflæmi sem á árum áður var byggt steinaldarmönnum sem eltust við loðfíla og ljón. Vísindamenn kalla landið Doggerland en það myndaði landbrú á milli Evrópu og Stóra-Bretlands. n Árið 1930 birtist meðfylgjandi mynd í bandaríska vísindatímaritinu Modern Mecanix en þar sagði: „Hinum gríðarlega umfangsmiklu áætlunum um uppfyllingu Norður- sjávar verður framfylgt á næstunni. 160 þúsund ferkílómetrum af landi verður bætt við Evrópu. Landið verður myndað með því að múra það inni með gríðarstórum flóðveggjum, líkt og gert hefur verð í Hollandi og þeim fjölmörgu ám sem renna út í Norðursjó verður beint annað með skurðum.“ Aldrei varð neitt úr þessum áætlunum þrátt fyrir að hundruð enskra vísindamanna hafi unnið að þeim, eins og segir í Modern Mecanix. 160 þúsund ferkílómetra uppfylling væri nú engin smásmíði en til hliðsjónar má nefna að Ísland er um 100 þúsund ferkílómetrar. Uppfyllingin var á sama stað og Doggerland og það er athyglisvert að menn hafi viljað fylla upp í landið á þessum stað árið 1930, einu ári áður en Pilgrim Lockwood fann steinaldarverkfærið á Norðursjónum og menn hófu að rannsaka hinar fornu lendur. STÆRSTA UPPFYLLING HEIMS Á NORÐURSJÓNUM STEINALDARMENN bjuggu í Doggerland Þorp á Doggerland Fornleifafræðingar hafa með hjálp tölvu búið til þrívíddarmyndir af kofum steinaldarmanna í Doggerland, byggt á gögnum um sléttuna sem nú liggur á hafsbotni. Landbrúin mikla Doggerland var gríðarlegt landflæmi á steinöld og ein mesta matar- kista Evrópu á þeim tíma. Sandgrynningar á Norðursjó Dogg- er bank er frægt veiðisvæði á Norðursjó en Doggerland er kennt við það.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.