Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Page 48

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Page 48
ORÐ GUÐS - VERK SKRATTANS Í 21 ár hjólaði furðulegasta par Evr- ópu um Ítalíu og Frakkland og betlaði nætursnarl og gistingu í hverri sókn sem það kom í. Stéphane Moitoiret og Noëlla Hégo sögðust vera á guðs vegum og vöktu athygli þegar þau hjóluðu frá þorpi til þorps. Reyndar voru þau svo undarleg að það var nánast venja þegar þau yfirgáfu eitthvað þorpið í Frakklandi að hafa samband við yfirvöld í nálægum þorpum og vara við því að undarlegt fólk væri væntanlegt. En í raun grunaði engan að þau væru hættuleg enda sögðust þau færa fólki frið í Jesú nafni. Allt þar til ungur drengur, Valentin að nafni, hvarf. Lesið um fólkið sem færði frið, og handbragð skrattans í næsta helgarblaði DV. SVARTI SKUGGINN David Lilburn var, að eigin sögn, ekki sjálfrátt þegar hann svipti eiginkonu sína lífi. Hann var kvennaflagari með nýja ástkonu og eiginkonu sem hótaði skilnaði. Þá birtist Lilburn „svartur skuggi“ sem tók af honum völdin. Á yfirborðinu féll ekki skuggi á líf Lil- burn-hjónanna. Þau voru ágætlega efnuð, David Lilburn átti sex íbúð- ir í Aberdeen í Skotlandi sem voru metnar á samtals eina milljón sterl- ingspunda. Tveir synir þeirra voru læknar og dóttir þeirra var í laga- námi, en þegar miðaldurskreppan skall á David hófs illvænleg þróun. David Lilburn eyddi þúsund- um punda í nýjar tennur og bruddi hárræktartöflur í gríð og erg. Hann stundaði líkamsrækt af miklum móð og fór jafnvel í ræktina sex sinnum í viku. Burtséð frá þeirri staðreynd að hann hafði ýkta hug- mynd um eigið ágæti bjó meira að baki þeim hégóma sem hann hafði tileinkað sér. David var afkasta- mikill flagari og hafði nýlega fund- ið sér nýja ástkonu; 43 ára fráskilda konu sem hann kynntist fyrir tilstilli einkamálaauglýsingar. Eiginkonan hótar skilnaði Þess var skammt að bíða að eigin- kona Davids, Ann, kæmist að ást- arævintýri eiginmannsins og hún hótaði honum skilnaði. Ann lét ekki sitja við orðin tóm og hafði sam- band við skilnaðarlögfræðing. Því var ástandið orðið þannig á heim- ilinu að þau sváfu hvort í sínu her- bergi; hún í hjónaherberginu og hann í gestaherbergi. Kvöld eitt þegar hann kom heim ákvað hann að sofa í hjónaherberg- inu því Ann var ekki heima og jafn- vel óvíst hvort hún kæmi heim yfir höfuð. David læsti að sér og gekk til náða. Vart hafði hann náð að festa svefn þegar hann vaknar við bar- smíð á hurðina. David hleypti Ann inn og upphófst hið versta rifrildi sem endaði með því að Ann henti farsíma að David. „Þá réðst ég á hana,“ sagði David seinna. Svarti skugginn gerir vart við sig Skyndilega heyrði David rödd sem sagði: „Dreptu hana! Dreptu hana!“ „Það var svartur skuggi og hann gaf mér skipun,“ sagði David Lilburn síðar. „Hann eggjaði mig áfram – dreptu hana, dreptu hana. Öll sam- skipti okkar fóru fram með hugs- anaflutningi.“ Á meðan á rifrildinu stóð barði David höfði Ann við dyrakarminn og í gólfið þannig að blóðið lagaði úr höfði Ann. Þá birtist svarti skugginn og skipanir hans voru yfirþyrmandi og sagði David að hann hefði ekki átt annars úrkosti en að hlýða fyr- irmælunum. Hann skildi Ann eft- ir þar sem hún lá nánast í öngviti á svefnherbergisgólfinu, fór niður og náði sér í fjóra eldhúshnífa. Þegar hann kom upp aftur kraup hann yfir Ann og lagði til hennar 86 sinnum, í kviðinn, bakið og hálsinn. Neyðarlínan Þrátt fyrir hve ofsafengin árásin var náði Ann með herkjum að hringja í neyðarlínuna og í fjórar mínútur þurfti starfsmaður neyðarlínunnar að hlusta á þegar lífið var murkað úr Ann og það síðasta sem Ann náði að segja var: „David, hættu, ég get ekki andað!“ Það næsta sem heyrðist á línunni var rödd Davids sem sagðist ekki geta sagt hvað hefði gerst en endur- tók í sífellu heimilisfang hjónanna. Þegar lögreglan kom á heimili hjónanna tók David Lilburn á móti henni. „Hann var óaðfinnanlega klæddur. Hann var í hvítum nátt- slopp og leit út eins og einhver á síð- um tímarita,“ sagði Steele lögreglu- þjónn sem var með þeim sem fyrstir komi á staðinn. Hugði á vægari dóm David Lilburn neitaði aldrei að hafa myrt eiginkonu sína og skellti skuld- inni á „svarta skuggann“. Fulltrúi ákæruvaldsins, David Ogg, hunds- aði við yfirheyrslur allar fullyrðingar Davids um svarta skuggann, og vís- aði þeim á bug sem bulli og vitleysu. Og minnti kviðdómendur á orða- skipti sem David og ástkona hans höfðu átt. Þá hafði David sagt henni að hann losnaði fyrr úr fangelsi ef hann yrði dæmdur fyrir minna brot en morð af yfirlögðu ráði, og það hugðist hann gera með því að bera við minnisleysi að ákveðnu marki. Og sagði við Lilburn: „Er það ekki raunin að þú misstir ekki minnið heldur stjórnina, og þú myrtir kon- una þína?“ David svaraði að bragði: „Nei.“ Verjandi Davids reyndi að byggja á fullyrðingum hans um svarta skuggann og bætti nú um betur og sagði að svarti skugginn hefði birst aftur þegar lögreglan yfirheyrði hann í kjölfar morðsins. Sagðist David ekki hafa viljað láta lögregl- una vita því þá hefði hún „fært hann á brott“. Takmörkuð ábyrgð Geðlæknir var leiddur til vitnis um andlegt ástand Davids Lilburn og hann lýsti því hvernig andleg heilsa Davids kynni að hafa haft áhrif þeg- ar hann gekk af eiginkonu sinni dauðri og að hann uppfyllti þau skil- yrði sem þyrfti til svo ábyrgð hans yrði úrskurðuð takmörkuð. Kviðdómendur voru ekki sann- færðir og gleyptu ekki við sögu Lil- burns um „svartan skugga“ sem hefði gefið honum skýlaus fyrirmæli um að myrða eiginkonuna. Eftir að- eins tveggja og hálfs klukkutíma bollaleggingar komst kviðdómur að einróma niðurstöðu um sekt Davids Lilburn. Þegar niðurstaðan lá fyrir tár- felldi fjöldi ættingja í réttarsaln- um, en sjálfur sat David hljóður og sýndi engin svipbrigði. Jafnvel börn Davids og Ann var létt yfir því að réttlætið hafði náð fram að ganga. David Lilburn var dæmdur til lífstíðarfangelsis og gert að afplána nítján ár að minnsta kosti í sept- ember 2008. Hver veit nema „svarti skugginn“ verði honum félagsskap- ur þau ár sem hann dvelur á bak við lás og slá. UMSJÓN: KOLBEINN ÞORSTEINSSON, kolbeinn@dv.is 48 FÖSTUDAGUR 16. apríl 2010 SAKAMÁL „Það var svart-ur skuggi og hann gaf mér skipun,“ sagði David Lilburn síð- ar. „Hann eggjaði mig áfram – dreptu hana, dreptu hana. Öll sam- skipti okkar fóru fram með hugsanaflutningi.“ David Lilburn og Ann David breyttist þegar hann náði miðjum aldri. Ann Lilburn Kviðdómur féllst ekki á að „svartur skuggi“ hefði fyrirskipað að hún yrði myrt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.