Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2010, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 30. apríl 2010 FRÉTTIR
DAGUR GEGN
STEINUNNI
n Staða Steinunnar Valdísar Ósk-
arsdóttur alþingismanns er erfið
í ljósi umræðu um styrkjamálið.
Ekki bætir það
stöðu henn-
ar að Jóhanna
Sigurðardótt-
ir forsætisráð-
herra hefur
ekki viljað taka
af skarið um
réttmæti þess
að hún sitji
áfram. Örlög Steinunnar Valdís-
ar innan Samfylkingar kunna
einnig að ráðast af því að Dagur
B. Eggertsson, leiðtogi borgar-
stjórnarflokksins, er einn hennar
helsti höfuðfjandi en hermt er að
það hafi verið fyrir hans tilstilli
að henni var f leygt út af fram-
boðslistanum í Reykjavík.
VEIÐILEYFI Á
GUÐLAUG
n Innan Sjálfstæðisflokksins á Guð-
laugur Þór Þórðarson alþingismað-
ur í vök að verjast vegna styrkja-
málanna. Sýnt
þykir að Bjarni
Benediktsson
formaður hefur
látið til skar-
ar skríða gegn
honum. Ýmsar
yfirlýsingar for-
mannsins um
mál Guðlaugs og
annarra styrkþega benda til þess
að hann hafi gefið út veiðileyfi á
þingmanninn. Það kann að verða
honum dýrkeypt ef til formanns-
kjörs kemur og bakland Guðlaugs
Þórs verður allt á bandi áskorand-
ans. Þótt Guðlaugur sé í hlutverki
bráðarinnar í dag kann það að snú-
ast við.
ÞÖGUL ÞJÁNING Á 365
n Þótt ólga sé meðal starfsmanna
365 vegna leynieigandans í félaginu
eru fæstir tilbúnir til að reifa mál-
ið opinberlega.
Meðal þeirra
sem glíma við
þögula þjáningu
vegna eignar-
haldsins er Sig-
urjón Magnús
Egilsson, stjórn-
andi Sprengi-
sands, sem
einna helst hefur ögrað Jóni Ásgeiri
Jóhannes syni með því að vera með
bróður sinn, Gunnar Smára Egils-
son, fyrrverandi fjölmiðlakóng,
sem oftast í þætti sínum. Gunn-
ar Smári var, rétt eins og Sigurjón,
skjólstæðingur Jóns Ásgeirs á sín-
um tíma en nú hefur kólnað í þeim
samskiptum.
RÖDD
SKYNSEMINNAR
n Stapamálið í Íslandsbanka kall-
ar fram í hugann þá staðreynd að
frá bankahruninu hefur minnst
endurnýjun átt
sér stað meðal
starfsmanna
Íslandsbanka.
Margir háttsett-
ir starfsmenn
innan bankans
í dag unnu hjá
honum á dögum
Jóns Ásgeirs Jó-
hannessonar og Lárusar Welding
og sáu um að framkvæma margar
af þeim viðskiptafléttum bankans
sem verið hafa til skoðunar eftir
bankahrunið. Einhverjir hafa þó
horfið á braut, til dæmis Einar Örn
Ólafsson sem var látinn fara frá
bankanum út af trúnaðarbresti í
fyrra. Hann réð sig nokkru síðar til
Skeljungs. Einar Örn varð þekktur
út af ummælum sem hann lét út úr
sér og vitnað er í í Glitnisstefnunni.
Þar var hann sem rödd skynsem-
innar og gagnrýndi þau sérstöku
viðskipti sem þar voru stunduð.
Rödd skynseminnar í Glitni átti því
maður sem síðar var rekinn fyrir
trúnaðarbrest. Það segir kannski
meira en mörg orð um Glitni.
SANDKORN Þorsteinn Ásmundur Waltersson, faðir stúlkunnar sem haldið er sofandi á Landspít-
alanum eftir alvarlegt umferðarslys, ber von í brjósti um að hitta dóttur sína aftur. Hann
segir fyrstu tilraun til að vekja hana hafa gengið vel en upplifun foreldranna segir hann
ómögulegt að lýsa. Hann sendir ökumanninum og aðstandendum hans batakveðjur.
„VIÐ LIFUM
Í VONINNI“
„Hún Ása er svo yndisleg stelpa,
bæði lífsglöð og skemmtileg. Ég
skynja það á læknunum að það
sé von og við foreldrar hennar lif-
um í voninni að hitta aftur frábæru
stelpuna okkar,“ segir Þorsteinn Ás-
mundur Waltersson, faðir Ásu Sig-
urjónu sem liggur í öndunarvél á
Landspítalanum eftir alvarlegt um-
ferðarslys um síðustu helgi.
Fjögur ungmenni voru í bílnum
þegar hann hafnaði á ljósastaur við
Mánatorg á Suðurnesjum síðast-
liðinn laugardagsmorgun og valt í
kjölfarið. Tvær vinkonur létu lífið
í slysinu, Unnur Lilja Stefánsdóttir
og Lena Margrét Hinriksdóttir. Báð-
ar voru þær átján ára en þeim hafði
verið haldið í öndunarvél eftir slys-
ið og létust þær síðastliðinn sunnu-
dag. Ása Sigurjóna liggur þungt
haldin á Landspítalanum en öku-
maðurinn slapp ómeiddur en hann
var sá eini sem var í bílbelti.
Vakin í vikunni
Aðspurður segir Þorsteinn þá for-
eldrana bera von í brjósti um að
dóttir þeirra nái sér eftir slysið. Á
miðvikudag var hún vakin og við-
brögð hennar vöktu með foreldrun-
um frekari von. „Vonin er til staðar
og það er léttir fyrir okkur foreldr-
ana. Þetta gengur hægt og stígandi.
Það gekk ágætlega að vekja hana,
hún hreyfði hendur, fætur og höfuð
og reyndi að tjá sig. Henni er enn
haldið sofandi í öndunarvél og ekki
búið að taka ákvörðun um hvenær
hún verður vakin aftur,“ segir Þor-
steinn.
Í einlægum samtölum við DV í
vikunni lýstu foreldrar þeirra Lenu
Margrétar og Unnar Lilju sorginni
vegna dótturmissisins. Vinkonurn-
ar tvær voru báðar lífsglaðar stúlkur
sem þúsundir sakna og lýstu sam-
úð sinni á minningarsíðum á net-
inu. Þar kom fjöldi fallegra kveðja
og eru foreldrarnir þakklátir fyrir
hinn mikla hlýhug sem þeim hefur
verið sýndur á erfiðum tímum.
Gleði og sorg
Vinkonurnar eru allar ættaðar úr
Garðinum og Þorsteinn segir það
einmitt svo erfitt að takast á við
sorgina í svona litlum bæ þar sem
allir þekkjast. Hann segir bæði
gleði og sorg togast á þessa dag-
ana. „Þetta er svo erfitt í svona litl-
um bæ, hér þekkja allir alla og all-
ir eru tengdir eða vinir. Þetta er
hræðilega erfitt fyrir okkur. Og all-
ar þessar fjölskyldur. Það hellist
yfir okkur gleði og sorg á víxl. Á
meðan hinar fjölskyldurnar syrgja
sín börn reyna þær að gleðjast
með okkur. Það á einnig við okkur,
á meðan við gleðjumst aðeins yfir
voninni þá syrgjum við frábærar
stelpur og vinkonur dóttur okkar,“
segir Þorsteinn.
„Það var svo rosalega erfitt þeg-
ar það var hringt í okkur og tilkynnt
um slysið. Ég varð alveg tómur. Ég á
eiginlega engin orð yfir það hvernig
manni leið.“
Tvö líf í húfi
Þorsteinn segir það í senn hafa ver-
ið ákaflega erfiða og gleðilega stund
þegar læknarnir vöktu dóttur hans
í vikunni, því bæði hafi það verið
erfitt og á sama tíma gleðilegt að
upplifa þá von sem kviknaði. Hann
vonast til að hitta stelpuna sína aft-
ur sem fyrst. „Ég skynja það að það
sé von. Þá von berum við foreldr-
arnir í brjósti, eftir að hafa séð hana
vakna, og lifum í voninni um að
sjá stelpuna okkar aftur,“ segir Þor-
steinn.
Þorsteinn leggur áherslu á að
hann beri ekki aðeins þá von í
brjósti að dóttir hans nái sér eftir
slysið heldur líka ökumaður bílsins.
„Aðstandendum stráksins og hon-
um sjálfum sendi ég batakveðjur,
þar er líka líf í húfi sem þarf að passa
vel,“ segir Þorsteinn Ásmundur.
TRAUSTI HAFSTEINSSON
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Aðstandendum stráksins og
honum sjálfum sendi
ég batakveðjur, þar er
líka líf í húfi sem þarf
að passa vel.
LÍFSGLÖÐ OG YNDISLEG
Jóhanna Berglind Kristjánsdóttir, móðir Lenu Margrétar, segir það hafa verið algjört
reiðarslag að fá fréttir af slysinu. Hún segir ekkert eins sárt og að missa yndislega
dóttur sína. „Við sáum Lenu aldrei nema geislandi lífsglaða og yndislega í alla
staði. Lena var hjálpleg við alla og var
óhrædd við að sýna það ásamt því
að vera örlát á sitt. Að missa þessa
frábæru stúlku er það sárasta sem
maður upplifir og þetta er stórt skarð
í okkar fjölskyldu sem aldrei verður
fyllt,“ segir Jóhanna Berglind.
Halldór Jónsson, stjúpfaðir Lenu
Margrétar, segir þau hjónin hafa verið
erlendis þegar tíðindin bárust. Sökum
eldgossins í Eyjafjallajökli komust þau
ekki til landsins til að vera hjá henni
á sjúkrahúsinu áður en hún lést. „Við
biðum sólarhring á flugvellinum úti
og það var gífurlega erfitt. Það lék
allt í höndunum á henni og hún var
yndislegur karakter. Þetta skarð sem
hún skilur eftir sig verður aldrei fyllt,“
segir Halldór.
KVEÐUR YNDISLEGA DÓTTUR
„Það er eiginlega ekki hægt að lýsa sorginni í orðum, hvernig það er að fá svona símtal.
Þó birtist raunveruleikinn mér ekki fyrr en ég kom á spítalann og sá hvernig komið var
fyrir dóttur minni. Þá rann upp fyrir mér hvað hafði gerst og það var alveg svakalega
erfitt, alveg svakalega,“ segir Stefán Sigurður Snæbjörnsson, faðir Unnar Lilju.
„Dóttir mín var hrókur alls fagnaðar og
átti marga vini. Frá blautu barnsbeini var
hún kotroskin og ákveðin. Hún hefur ávallt
sagt sína meiningu og lagt áherslu á að lifa
lífinu lifandi. Það er gott að hugsa til þess
og við náðum svo oft að hlæja með henni
í gegnum tíðina. Við erum sannarlega að
kveðja hressa og skemmtilega stelpu.“
Stefán Sigurður segir sorgina í Garðinum
gífurlega. Hann vonast sannarlega til þess að
Ása Sigurjóna nái sér eftir slysið. „Þetta voru
allt góðar vinkonur í litlu bæjarfélagi sem
fóru illa í þessu slysi og því er sorgin gífurleg.
Það er svo erfitt að kveðja afkvæmi sitt. Sem
betur fer fengum við samt tíma með henni.
Við náðum að kveðja hana. Það var mikill
léttir að geta kvatt hana og munaði öllu fyrir
okkur foreldrana,“ segir Stefán.
Lena Margrét Hinriksdóttir
F. 8 . 2 . 1 9 9 2 – D . 2 5 . 4 . 2 0 1 0
Unnur Lilja Stefánsdóttir
F. 2 5 . 8 . 1 9 9 1 – D . 2 5 . 4 . 2 0 1 0
Berst fyrir lífi sínu Ása Sigurjóna
berst fyrir lífi sínu á Landspítalanum
eftir alvarlegt umferðarslys. Foreldrar
hennar vonast til að hitta skemmti-
lega dóttur sína á nýjan leik.