Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2010, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2010, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 30. apríl 2010 FRÉTTIR EINA VON HÖNNU n Augu Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur borgarstjóra virðast vera að opnast fyrir því að litlar líkur séu á því að hún haldi borg- arstjórastóln- um. Borgar- stjórinn sagði í nýlegu við- tali að eðlilegt væri að mynda eins konar þjóðstjórn hjá Reykjavíkurborg eftir kosning- ar. Skýring á afstöðubreyting- unni er sú að Hanna Birna sér í hendi sér að oddviti Framsókn- arflokksins, Einar Skúlason, mun halla sér til vinstri og ekki mynda með henni meirihluta. Þá þykir víst að ólíkindatólið Jón Gnarr, leiðtogi Besta f lokksins, muni vinna með Samfylkingu. Ekki þarf að fjölyrða um VG eða Samfylkingu sem munu vinna saman í borgarstjórn. Eina von Hönnu Birnu er því að verða leið- togi þjóðstjórnar í krafti þess að stýra stærsta f lokknum. ÚTRÝMING FRAMSÓKNAR n Þótt Einar Skúlason, nýr oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sé ekki með yfir sér spillingaráru er á brattann að sækja fyrir hann í kosn- ingabaráttunni. Frambjóðand- inn hefur ekki náð til kjósenda enn sem komið er og Framsókn í Reykjavík því í útrýmingar- hættu. Örlög Einars velta þó á því hvort gamlir og grónir framsókn- armenn skili atkvæði sínu í réttan farveg. Lendi f lokkurinn utan- garðs verður það reiðarslag fyrir formanninn, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, sem hefur reynt að fóta sig á mölinni. ÓNOT VEGNA BJARNA BEN n Staða Bjarna Benediktsson- ar, formanns Sjálfstæðisflokks- ins, er mjög snúin í ljósi vafn- inga hans í viðskiptalíf- inu. Á meðal óbreyttra sjálf- stæðismanna kraumar undir niðri vegna formannsins. Hermt er að frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins til borgar- stjórnar hafi að undanförnu farið á milli húsa til að kynna flokks- mönnum sig og stefnumál sín. Í nokkrum tilvikum hafa fram- bjóðendurnir orðið fyrir beinum ónotum vegna formannsins og fortíðar hans. Þetta veldur sjálf- stæðismönnum áhyggjum í ljósi yfirvofandi borgarstjórnarkosn- inga. KVENNASLAGUR n Nokkur gerjun er í Sjálfstæðis- flokknum um það hver fylli skarð Þorgerðar Katrínar Gunnars- dóttur og verði varaformaður. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri er nefnd til sög- unnar sem lík- legur kandídat. Hún nýtur fylg- is öfgahægris- ins í flokknum. Þá er Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður og fyrrverandi aðstoðarmaður Geirs Haarde, sögð vera heit fyrir vegt- yllunni. Einhverjir vilja sjá Ólöfu Nordal í embættinu en hún nýtur mikill ar virðingar innan flokks- ins. Loks er Unnur Brá Konráðs- dóttir þingmaður af einhverjum talin vera vænlegur kostur. Það virðist stefna í kvennaslag. SANDKORN Kröfuhafar Þáttar International hafa lýst 24 milljarða króna kröfum í þrota- bú félagsins. Þáttur International var félag þeirra Wernersbræðra Karls og Steingríms og Engeyinganna Einars og Benedikts Sveinssona sem stofnað var árið 2007 til að halda utan um 7 pró- senta hlut þeirra í Glitni. Þáttur var úrskurðaður gjaldþrota í lok janúar á þessu ári en eina eign fé- lagsins var hluturinn í Glitni. Því var nokkuð ljóst að félagið yrði gjaldþrota í kjölfar bankahrunsins þegar hlutur þess í Glitni varð verðlaus. Skiptastjóri þrotabúsins, Baldvin Hafsteinsson, segist ekki búast við því að kröfuhafar Þáttar International fái neitt upp í kröfur sínar. „Það efast ég um … Eina eign félagsins var hlutur- inn í Glitni,“ segir Baldvin. Kröfulýsingarfresturinn í þrotabú- ið rann út í lok mars og var haldinn skiptafundur í þrotabúinu þann 19. apríl síðastliðinn. Vafningur með hæstu kröfuna Fimm aðilar gera kröfur í þrotabúið, samkvæmt Baldvin, og er krafa eign- arhaldsfélagsins Földungs, áður Vafn- ings, langhæst: Krafa Vafnings hljóðar upp á rúma 15 milljarða króna. Það er skilanefnd Glitnis sem lýsir kröfunni í nafni Vafnings en bankinn hefur tekið félagið yfir vegna skulda. „Þessi krafa er gerð á grundvelli lánasamnings milli Þáttar og Vafnings,“ segir Baldvin. Ástæðan fyrir hárri kröfu Vafn- ings er sú að félagið fékk lán frá Glitni í febrúar 2008 sem síðan var miðlað áfram til Þáttar. Þáttur notaði svo lán- ið til að greiða bandaríska bankanum Morgan Stanley upp lán sem bank- inn hafði veitt félaginu árið 2007 til að kaupa 7 prósenta hlut í Glitni. Morg- an Stanley hafði gert veðkall hjá Þætti vegna þess að gengi hlutabréfa í Glitni fór niður fyrir 20 í byrjun árs 2008. Bjargað undan veðkalli Ástæðan fyrir því að þessi leið var far- in var sú að Þáttur gat ekki sjálft tek- ið við láninu vegna þess að í lána- samningnum við Morgan Stanley var ákvæði sem meinaði félaginu að taka lán hjá annarri lánastofnun eða veð- setja Glitnisbréfin hjá öðrum aðila. Þess vegna þurftu eigendur Þáttar að búa til annað félag til að taka við lán- inu frá Glitni og nota annað veð en Glitnisbréfin. Af þessum sökum voru eignir fluttar úr Sjóvá og inn í Vafning – um var að ræða íbúðaturn í Makaó og breska fjárfestingasjóðinn KCAJ – og veðsettar þar fyrir Glitnisláninu. Líkt og DV hefur greint frá tók Bjarni Benediktsson, núverandi for- maður Sjálfstæðisflokksins og þáver- andi stjórnarformaður BNT og N1, þátt í þessum viðskiptum því hann fékk umboð frá sjálfum sér, Benedikt föður sínum og Einari frænda sín- um til að veðsetja bréf þriggja félaga í þeirra eigu í Vafningi. Þetta var gert til að bjarga bréfunum frá veðkalli Mor- gan Stanley. Glitnir setti sömuleiðis veðbann á bréf Þáttar í Glitni eftir að endurfjármögnuninni var lokið. Bjarni hefur sjálfur sagt að hann hafi ekki vit- að hvaða eignir hann var að veðsetja fyrir Glitnisláninu. Kaupþing með næsthæstu kröfuna Þrátt fyrir veðbann Glitnis fékk Þáttur frekari lán áður en bankinn hrundi í lok september. Í byrjun apríl 2008, tæp- um tveimur mánuðum eftir að Vafn- ingsviðskiptin voru um garð gengin, fékk Þáttur International lán frá Kaup- þingi upp á 30 milljónir evra, rúmlega 3,4 milljarða á þávirði. Lánið var svo á endanum notað til að greiða niður hluta láns sem Sjóvá hafði stofnað til við Glitni. Veðið fyrir Kaupþingsláninu var í hlutabréfum Þáttar International í Glitni og var það til tveggja ára. Glitnis- bréf Þáttar voru því á endanum veðsett þrátt fyrir veðbann Glitnis. Eftir bankahrunið var lán Þáttar International flutt frá Kaupþingi og yfir í nýja bankann sem stofnaður var á grunni hans og fékk síðar nafnið Ar- ion banki. Reynt var að innheimta lán- ið nokkrum sinnum hjá Þætti Inter- national eftir hrunið en það gekk ekki af augljósum ástæðum: Eina eign félagsins var orðin verðlaus og veð Kaupþings þar með. 6,7 milljarða krafa Kaupþings er því vegna lánsins sem bankinn veitti Þætti í apríl 2008. Þrotabú Milestone og skilanefnd Glitnis gera svo talsvert lægri kröfur í búið, samtals upp á rúmlega tvo millj- arða króna. „Fórnarlömb hrunsins“, segir Baldvin Að mati Baldvins voru eigendur Þátt- ar International fórnarlömb hrunsins. „Þeir urðu bara fórnarlömb hrunsins,“ segir Baldvin en vinnu hans hjá þrota- búi Þáttar er því sem næst lokið. Hann segist ekki reikna með því að hann muni senda nein mál tengd búinu til rannsóknar- eða eftirlitsaðila. „Næstu skref verða bara að fara yfir þessa lánasamninga og athuga hvort það sé eitthvað misjafnt í þessu. Ef ekki þá er þessu bara lokið,“ seg- ir Baldvin. „Þetta bú er mjög klippt og skorið í sjálfu sér: Það voru tekin þessi lán til að kaupa hlutabréf. Hlutabréfin hrundu í verði og urðu verðlaus. Það eru engar aðrar eignir í búinu og það er enginn kröfuhafi sem óskar eftir því að eitt- hvað í búinu verði rannsakað frekar,“ segir Baldvin. Sögu Þáttar Int- ernational er því að öll- um lík- indum lokið. 24 MILLJARÐA KRÖFUR Í ÞROTABÚ ÞÁTTAR INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar: ingi@dv.is Félag þeirra Karls og Steingríms Wernerssona og Einars og Benedikts Sveinssona skilur eftir sig skuldir upp á 24 milljarða. Skiptastjóri búsins segir að eigendur Þáttar hafi verið fórnarlömb hrunsins. Vafningur er stærsti kröfuhafinn með 15 milljarða kröfu. Skiptastjórinn segir sögu félagsins senn á enda. Földungur (Vafningur) sem skilanefnd Glitnis sér um 15,2 milljarðar Arion banki 6,7 milljarðar Þrotabú Milestone 1,4 milljarðar Glitnir 712 milljónir Heildarkröfur 24 milljarðar Kröfur í þrotabú Þáttar International: Þeir urðu bara fórn- arlömb hrunsins. Eigendur Vafnings Einar Sveinsson sést hér annar frá vinstri, við hlið Bjarna Ármannssonar, og Karl Wernersson er sá þriðji frá hægri. Myndin er tekin á ársfundi Íslandsbanka árið 2006 en þá voru Einar og Karl ráðandi aðilar í bankanum. Bjarni var þá forstjóri. Veðsetning Vafnings Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins og þáverandi stjórnar- formaður N1 og BNT, fékk umboð Einars og Benedikts föður síns til að veðsetja bréfin í Vafningi út af láninu frá Glitni. Bjarni hefur sjálfur sagt að hann hafi ekki vitað hvað var til tryggingar láninu í Vafningi en það var lúxusturn í Makaó og breskur fjárfestingasjóður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.