Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2010, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 30. apríl 2010 FRÉTTIR
EINA VON HÖNNU
n Augu Hönnu Birnu Kristjáns-
dóttur borgarstjóra virðast vera
að opnast fyrir því að litlar líkur
séu á því að
hún haldi borg-
arstjórastóln-
um. Borgar-
stjórinn sagði í
nýlegu við-
tali að eðlilegt
væri að mynda
eins konar
þjóðstjórn hjá
Reykjavíkurborg eftir kosning-
ar. Skýring á afstöðubreyting-
unni er sú að Hanna Birna sér í
hendi sér að oddviti Framsókn-
arflokksins, Einar Skúlason,
mun halla sér til vinstri og ekki
mynda með henni meirihluta.
Þá þykir víst að ólíkindatólið Jón
Gnarr, leiðtogi Besta f lokksins,
muni vinna með Samfylkingu.
Ekki þarf að fjölyrða um VG eða
Samfylkingu sem munu vinna
saman í borgarstjórn. Eina von
Hönnu Birnu er því að verða leið-
togi þjóðstjórnar í krafti þess að
stýra stærsta f lokknum.
ÚTRÝMING
FRAMSÓKNAR
n Þótt Einar Skúlason, nýr
oddviti Framsóknarflokksins í
Reykjavík, sé ekki með yfir sér
spillingaráru
er á brattann
að sækja fyrir
hann í kosn-
ingabaráttunni.
Frambjóðand-
inn hefur ekki
náð til kjósenda
enn sem komið
er og Framsókn
í Reykjavík því í útrýmingar-
hættu. Örlög Einars velta þó á því
hvort gamlir og grónir framsókn-
armenn skili atkvæði sínu í réttan
farveg. Lendi f lokkurinn utan-
garðs verður það reiðarslag fyrir
formanninn, Sigmund Davíð
Gunnlaugsson, sem hefur reynt
að fóta sig á mölinni.
ÓNOT VEGNA
BJARNA BEN
n Staða Bjarna Benediktsson-
ar, formanns Sjálfstæðisflokks-
ins, er mjög snúin í ljósi vafn-
inga hans í
viðskiptalíf-
inu. Á meðal
óbreyttra sjálf-
stæðismanna
kraumar undir
niðri vegna
formannsins.
Hermt er að
frambjóðendur
Sjálfstæðisflokksins til borgar-
stjórnar hafi að undanförnu farið
á milli húsa til að kynna flokks-
mönnum sig og stefnumál sín. Í
nokkrum tilvikum hafa fram-
bjóðendurnir orðið fyrir beinum
ónotum vegna formannsins og
fortíðar hans. Þetta veldur sjálf-
stæðismönnum áhyggjum í ljósi
yfirvofandi borgarstjórnarkosn-
inga.
KVENNASLAGUR
n Nokkur gerjun er í Sjálfstæðis-
flokknum um það hver fylli skarð
Þorgerðar Katrínar Gunnars-
dóttur og verði
varaformaður.
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
borgarstjóri er
nefnd til sög-
unnar sem lík-
legur kandídat.
Hún nýtur fylg-
is öfgahægris-
ins í flokknum. Þá er Ragnheiður
Elín Árnadóttir, þingmaður og
fyrrverandi aðstoðarmaður Geirs
Haarde, sögð vera heit fyrir vegt-
yllunni. Einhverjir vilja sjá Ólöfu
Nordal í embættinu en hún nýtur
mikill ar virðingar innan flokks-
ins. Loks er Unnur Brá Konráðs-
dóttir þingmaður af einhverjum
talin vera vænlegur kostur. Það
virðist stefna í kvennaslag.
SANDKORN
Kröfuhafar Þáttar International hafa
lýst 24 milljarða króna kröfum í þrota-
bú félagsins. Þáttur International var
félag þeirra Wernersbræðra Karls og
Steingríms og Engeyinganna Einars og
Benedikts Sveinssona sem stofnað var
árið 2007 til að halda utan um 7 pró-
senta hlut þeirra í Glitni.
Þáttur var úrskurðaður gjaldþrota í
lok janúar á þessu ári en eina eign fé-
lagsins var hluturinn í Glitni. Því var
nokkuð ljóst að félagið yrði gjaldþrota
í kjölfar bankahrunsins þegar hlutur
þess í Glitni varð verðlaus.
Skiptastjóri þrotabúsins, Baldvin
Hafsteinsson, segist ekki búast við því
að kröfuhafar Þáttar International fái
neitt upp í kröfur sínar. „Það efast ég
um … Eina eign félagsins var hlutur-
inn í Glitni,“ segir Baldvin.
Kröfulýsingarfresturinn í þrotabú-
ið rann út í lok mars og var haldinn
skiptafundur í þrotabúinu þann 19.
apríl síðastliðinn.
Vafningur með hæstu kröfuna
Fimm aðilar gera kröfur í þrotabúið,
samkvæmt Baldvin, og er krafa eign-
arhaldsfélagsins Földungs, áður Vafn-
ings, langhæst: Krafa Vafnings hljóðar
upp á rúma 15 milljarða króna. Það er
skilanefnd Glitnis sem lýsir kröfunni í
nafni Vafnings en bankinn hefur tekið
félagið yfir vegna skulda. „Þessi krafa
er gerð á grundvelli lánasamnings
milli Þáttar og Vafnings,“ segir Baldvin.
Ástæðan fyrir hárri kröfu Vafn-
ings er sú að félagið fékk lán frá Glitni
í febrúar 2008 sem síðan var miðlað
áfram til Þáttar. Þáttur notaði svo lán-
ið til að greiða bandaríska bankanum
Morgan Stanley upp lán sem bank-
inn hafði veitt félaginu árið 2007 til að
kaupa 7 prósenta hlut í Glitni. Morg-
an Stanley hafði gert veðkall hjá Þætti
vegna þess að gengi hlutabréfa í Glitni
fór niður fyrir 20 í byrjun árs 2008.
Bjargað undan veðkalli
Ástæðan fyrir því að þessi leið var far-
in var sú að Þáttur gat ekki sjálft tek-
ið við láninu vegna þess að í lána-
samningnum við Morgan Stanley var
ákvæði sem meinaði félaginu að taka
lán hjá annarri lánastofnun eða veð-
setja Glitnisbréfin hjá öðrum aðila.
Þess vegna þurftu eigendur Þáttar að
búa til annað félag til að taka við lán-
inu frá Glitni og nota annað veð en
Glitnisbréfin. Af þessum sökum voru
eignir fluttar úr Sjóvá og inn í Vafning –
um var að ræða íbúðaturn í Makaó og
breska fjárfestingasjóðinn KCAJ – og
veðsettar þar fyrir Glitnisláninu.
Líkt og DV hefur greint frá tók
Bjarni Benediktsson, núverandi for-
maður Sjálfstæðisflokksins og þáver-
andi stjórnarformaður BNT og N1,
þátt í þessum viðskiptum því hann
fékk umboð frá sjálfum sér, Benedikt
föður sínum og Einari frænda sín-
um til að veðsetja bréf þriggja félaga í
þeirra eigu í Vafningi. Þetta var gert til
að bjarga bréfunum frá veðkalli Mor-
gan Stanley. Glitnir setti sömuleiðis
veðbann á bréf Þáttar í Glitni eftir að
endurfjármögnuninni var lokið. Bjarni
hefur sjálfur sagt að hann hafi ekki vit-
að hvaða eignir hann var að veðsetja
fyrir Glitnisláninu.
Kaupþing með
næsthæstu kröfuna
Þrátt fyrir veðbann Glitnis fékk Þáttur
frekari lán áður en bankinn hrundi í
lok september. Í byrjun apríl 2008, tæp-
um tveimur mánuðum eftir að Vafn-
ingsviðskiptin voru um garð gengin,
fékk Þáttur International lán frá Kaup-
þingi upp á 30 milljónir evra, rúmlega
3,4 milljarða á þávirði. Lánið var svo
á endanum notað til að greiða niður
hluta láns sem Sjóvá hafði stofnað til
við Glitni. Veðið fyrir Kaupþingsláninu
var í hlutabréfum Þáttar International í
Glitni og var það til tveggja ára. Glitnis-
bréf Þáttar voru því á endanum veðsett
þrátt fyrir veðbann Glitnis.
Eftir bankahrunið var lán Þáttar
International flutt frá Kaupþingi og
yfir í nýja bankann sem stofnaður var
á grunni hans og fékk síðar nafnið Ar-
ion banki. Reynt var að innheimta lán-
ið nokkrum sinnum hjá Þætti Inter-
national eftir hrunið en það gekk ekki
af augljósum ástæðum: Eina eign
félagsins var orðin verðlaus og veð
Kaupþings þar með. 6,7 milljarða krafa
Kaupþings er því vegna lánsins sem
bankinn veitti Þætti í apríl 2008.
Þrotabú Milestone og skilanefnd
Glitnis gera svo talsvert lægri kröfur í
búið, samtals upp á rúmlega tvo millj-
arða króna.
„Fórnarlömb hrunsins“,
segir Baldvin
Að mati Baldvins voru eigendur Þátt-
ar International fórnarlömb hrunsins.
„Þeir urðu bara fórnarlömb hrunsins,“
segir Baldvin en vinnu hans hjá þrota-
búi Þáttar er því sem næst lokið. Hann
segist ekki reikna með því að hann
muni senda nein mál tengd búinu til
rannsóknar- eða eftirlitsaðila. „Næstu
skref verða bara að fara yfir þessa
lánasamninga og athuga hvort það
sé eitthvað misjafnt í þessu. Ef ekki
þá er þessu bara lokið,“ seg-
ir Baldvin.
„Þetta bú er mjög klippt og skorið í
sjálfu sér: Það voru tekin þessi lán til að
kaupa hlutabréf. Hlutabréfin hrundu í
verði og urðu verðlaus. Það eru engar
aðrar eignir í búinu og það er enginn
kröfuhafi sem óskar eftir því að eitt-
hvað í búinu verði rannsakað frekar,“
segir Baldvin.
Sögu Þáttar Int-
ernational er
því að öll-
um lík-
indum
lokið.
24 MILLJARÐA KRÖFUR
Í ÞROTABÚ ÞÁTTAR
INGI F. VILHJÁLMSSON
blaðamaður skrifar: ingi@dv.is
Félag þeirra Karls og Steingríms Wernerssona og Einars og Benedikts Sveinssona
skilur eftir sig skuldir upp á 24 milljarða. Skiptastjóri búsins segir að eigendur
Þáttar hafi verið fórnarlömb hrunsins. Vafningur er stærsti kröfuhafinn með 15
milljarða kröfu. Skiptastjórinn segir sögu félagsins senn á enda.
Földungur (Vafningur) sem skilanefnd Glitnis sér um 15,2 milljarðar
Arion banki 6,7 milljarðar
Þrotabú Milestone 1,4 milljarðar
Glitnir 712 milljónir
Heildarkröfur 24 milljarðar
Kröfur í þrotabú Þáttar International:
Þeir urðu bara fórn-
arlömb hrunsins.
Eigendur Vafnings Einar Sveinsson
sést hér annar frá vinstri, við hlið Bjarna
Ármannssonar, og Karl Wernersson
er sá þriðji frá hægri. Myndin er tekin
á ársfundi Íslandsbanka árið 2006 en
þá voru Einar og Karl ráðandi aðilar í
bankanum. Bjarni var þá forstjóri.
Veðsetning Vafnings Bjarni
Benediktsson, formaður Sjálfstæð-
isflokksins og þáverandi stjórnar-
formaður N1 og BNT, fékk umboð
Einars og Benedikts föður síns til
að veðsetja bréfin í Vafningi út af
láninu frá Glitni. Bjarni hefur sjálfur
sagt að hann hafi ekki vitað hvað
var til tryggingar láninu í Vafningi
en það var lúxusturn í Makaó og
breskur fjárfestingasjóður.