Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2010, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 30. apríl 2010 FRÉTTIR
Í gegnum tíðina hefur reglulega kom-
ið upp umræða um það þegar ungar
stúlkur sem leiðst hafa út í fíkniefna-
neyslu komast í slagtog við fullorðna
karlmenn sem eru „háttsettir“ í undir-
heimunum. Heimildarmenn DV sem
starfa innan meðferðargeirans segja
að þessum málum hafi fjölgað síð-
ustu misseri. Neyslan sé orðin meiri
og stúlkurnar fari mun hraðar í harð-
ari neyslu þegar þær lendi í klónum á
þessum mönnum.
Tók sjálfur þátt
Maður á fertugsaldri sem var lengi í
mikilli fíkniefnaneyslu en er edrú í dag
segir það óhugnanlegt að horfa upp á
þessar ungu stúlkur í dag með mönn-
um sem eru jafnvel meira en helm-
ingi eldri en þær sjálfar. „Þegar mað-
ur var í þessum heimi hér áður fyrr þá
tók maður ekki eftir þessum stelpum
– maður tók þátt í því að leika sér að
þeim og henti þeim þegar það var hætt
að vera gaman. En núna, þegar mað-
ur er orðinn edrú, þá sér maður þessa
gaura með sextán til átján ára gamlar
stelpur í eftirdragi. Þegar ég var ungur
voru þær kallaðar pokahórur.“
Stanslaus partí
Það er sama hvar stungið er niður –
á öllum stigum meðferðarkerfisins
horfa starfsmenn á þessa þróun með
hryllingi. Starfsmaður félagsþjón-
ustu á höfuðborgarsvæðinu segir að
slík mál komi reglulega upp og það sé
mjög erfitt að taka á þeim. „Við verð-
um að átta okkur á því að stúlkurn-
ar eru ástfangnar upp fyrir haus og
sjá ekki sólina fyrir þessum mönnum
sem hafa upp á svo mikið að bjóða að
þeirra mati. Þeir búa í fínum íbúðum
eða jafnvel húsum, hafa fullt af ung-
um strákum í kringum sig sem gera
allt sem þeir segja og það er allt fljót-
andi í fíkniefnum í kringum þá sem
stúlkan fær óheftan aðgang að. Það
eru stanslaus partí og lífið gengur út
á það að skemmta sér með þessum
hópi manna sem stunda mikla fíkni-
efnaneyslu og glæpi. Stelpurnar sjá
þennan heim í hillingum og finnst þær
vera partur af þessum heimi. Þær átta
sig ekki á því að það er verið að nota
þær og áfallið sem þær verða fyrir þeg-
ar þessir menn losa sig við þær verður
mjög mikið. Þá eru það fíkniefnin sem
þær leita í og fara til næsta manns sem
nýtir sér ástandið.“
Brengluð sjálfsmynd
Afleiðingarnar eru vægast sagt hrika-
legar; sjálfsmynd stúlknanna brytjast
niður og þær eiga erfitt með að horfa
á fortíðina og hvað þær hafa gengið í
gegnum. Einn heimildarmanna DV
úr meðferðarkerfinu segir að erfitt sé
að vinna með stúlkurnar sem lenda í
klóm þessara manna. „Þetta er heimur
þar sem allt er falt fyrir peninga og föt,“
segir heimildarmaðurinn og bendir
á að stúlkur sem eru þrettán til fjór-
tán ára séu óþroskaðar andlega þótt
líkami þeirra sé á við átján til tuttugu
ára stúlkna. „Þegar þessir menn draga
stelpurnar inn í tískuvöruverslanir til
að kaupa á þær föt og gefa þeim einn-
ig peninga og dóp þá er mótstaðan
mjög lítil. Þær festast fljótt í netinu og
gera allt sem þessir menn segja þeim
að gera. Það er mikið um nauðganir á
þessum stúlkum sem þær segja ekki
frá vegna hræðslu og skammar. Þeim
er hent á milli manna sem nota þær á
kynferðislegan hátt sér til skemmtun-
ar.“
Verða fljótt aftur börn
Að mati þeirra sem starfa í meðferðar-
geiranum er mjög erfitt að ná stúlk-
unum út úr þessum vítahring þar
sem fullorðnir karlmenn, jafnvel
heilmingi eldri en þær sjálfar, stjórna
lífi þeirra með peningagjöfum, dópi,
fötum og stundum húsaskjóli. „Þess-
ar stelpur halda að þær séu orðnar
25 ára og mjög þroskaðar. Á stuttum
tíma hefur verið komið fram við þær
eins og fullorðnar konur – þær upp-
lifa sig þannig. Þegar þær svo koma í
meðferð þarf að ná þeim niður á jörð-
ina – og það gerist furðu fljótt að þær
verða aftur börn, en þá með mjög
laskaða sjálfsmynd,“ segir heimildar-
maður sem hefur unnið lengi í með-
ferðarmálum.
„Þetta er ekkert annað en alvarleg
misnotkun, bæði líkamleg og andleg,
á stúlkum sem eru enn þá börn. Þeg-
ar þær átta sig á hvað gerst hefur og
hvað gert hefur verið við þær þá eiga
þær mjög erfitt með að „feisa“ sjálf-
ar sig. Það getur verið mjög erfitt að
vinna með þeim að því að sleppa frá
fortíðinni. Þær hafa séð ótrúlega ljóta
hluti á stuttum tíma og sjálfar upplif-
að hluta af þeim.“
Stanslaust áreiti
Foreldrar stúlknanna standa ráða-
lausir og geta lítið sem ekkert gert.
Stúlkurnar sjá þessa menn sem
þeirra einu sönnu ást og gera allt til
að halda í þá von og trú að þeir séu
mennirnir í lífi þeirra. „Þessar stelp-
ur eru ekki látnar í friði af þessum
mönnum, jafnvel ekki þótt þeir séu
í fangelsi. Þær fá skilaboð í gegnum
Facebook frá þessum mönnum og
þeir birtast jafnvel heima hjá þeim,
hringja í þær og bíða í BMW-inum
fyrir utan heimilið og þær hlaupa út,“
segir einn heimildarmanna DV úr
barnaverndarkerfinu.
Hringt í foreldra
Þetta hefur alltaf verið viðloðandi
fíkniefnaheiminn að mati karlmanns
sem hefur verið edrú um nokkurra
ára skeið. „Ég sá gullfallegar stelp-
ur inni í einhverjum dópholum með
mönnum sem voru ógeðslegir og
miklu eldri en þær sjálfar. Þessar
stelpur horfðu á mennina með aðdá-
un í augunum því þeir sáu þeim fyrir
dópi og þær voru tilbúnar til að gera
nánast hvað sem er fyrir það,“ segir
maðurinn en lögreglumenn sem DV
hefur rætt við segja það koma fyrir að
stúlkur allt niður í fimmtán ára finn-
ist í aðgerðum lögreglu. „Við tökum
þá stúlkurnar og færum þær niður á
stöð. Þaðan er hringt í foreldra sem
koma þá og ná í þær. Það er lítið ann-
að sem við getum gert.“
Óþroskaðir menn
Mennirnir sem leggja snörur sínar
fyrir þessar ungu stúlkur eru sjálf-
ir óþroskaðir vegna fíkniefnaneyslu
um margra ára skeið að mati fólks
sem hefur komið að vímuefnameð-
ferð þeirra. „Þessir menn hafa oft-
ast staðnað í þroska vegna mikillar
fíkniefnaneyslu. Þeir sækjast í ungar
stelpur sem þeir geta stjórnað algjör-
lega og sækjast í félagsskap fólks sem
er í neyslu. Það segir sig sjálft að þeir
umgangast ekki mikið fólk sem er að
standa sig í lífinu,“ segir heimildar-
maður DV úr meðferðargeiranum.
Fara langt niður
„Ég hef séð stelpur sem hafa ver-
ið með þessum eldri mönnum sem
þykjast vera rosa stórir karlar eyði-
leggjast á mjög stuttum tíma. Þegar
ég var í þessum heimi fyrir nokkrum
árum þá var þeim hent á milli manna
og þær fóru alltaf neðar og neðar í
bæði neyslu og umhverfi. Að lokum
voru þær komnar alveg í svaðið,“ seg-
ir maður á fertugsaldri sem er edrú í
dag.
UNGAR STÚLKUR Í GÍSLINGU
Mörg dæmi eru um að ungar stúlkur allt niður í 13 ára hafi
verið veiddar í net eldri manna sem eru á kafi í fíkniefnaneyslu
og glæpum. Meðferðaraðilar standa ráðþrota gagnvart vanda-
málinu og segjast horfa á eftir stúlkunum í „gin ljónsins“.
JÓHANNES KRISTJÁNSSON
blaðamaður skrifar: johanneskr@dv.is
Þetta er ekkert annað en alvarleg misnotkun, bæði
líkamleg og andleg, á stúlkum
sem eru enn þá börn.Í gíslingu Afleiðingarnar eru mjög alvarlegar fyrir stúlkur
sem festast í neti fullorðinna
karlmanna sem nýta sér þær á
allan máta. Með þeim kynnast
stúlkurnar harðari heimi
fíkniefnanna. SVIÐSETT MYND
RÓBERT REYNISSON