Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2010, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2010, Síða 25
„Icelandair, þar er betri þjónusta.“ GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR 49 ÁRA ATVINNULAUS „Mér væri sama.“ SIGRÚN EIRÍKSDÓTTIR 42 ÁRA KENNARI „Ég er að fara út á morgun með Iceland Express og það er vegna verðsins.“ ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR 62 ÁRA TEXTÍLHÖNNUÐUR „Mér er alveg sama bara á meðan ég væri að fara til útlanda.“ HULDA AUÐUNSDÓTTIR 36 ÁRA STARFSMAÐUR Í MÖTUNEYTI „Ég hugsa ég færi bara með Norrænu.“ BRYNJÓLFUR BJÖRNSSON 50 ÁRA SUNDÞJÁLFARI HVORT VILTU FREKAR FLJÚGA MEÐ ICELANDAIR EÐA ICELAND EXPRESS? Grínistinn STEINÞÓR HRÓAR STEINÞÓRSSON, betur þekktur sem Steindi jr., frumsýnir um helgina fyrsta þáttinn af Steindinn okkar sem sýndur er á Stöð 2. Hann segist ekki vera stressaður fyrir fyrsta þáttinn, frekar spenntur en Steindi sló í gegn í Monitor-þáttunum á Skjá einum í haust. ÆFÐI GAMNISLAG Í ÆSKU Það virðist borin von að vinstri- stjórnin geti unnið aðrar kosningar, hvort sem þær verða í vor, á næsta ári eða 2013. Í raun var slíkt alltaf harla ólíklegt. Oftast er það jú þannig að sitjandi stjórn missir eitthvað af vinsældum sínum þegar hún þarf að taka ábyrgð á öllum vandamálum þjóðfélagsins, og iðulega missir hún eitthvað af fylgi sínu í næstu kosn- ingum. Núverandi ríkisstjórn hefur of lítinn meirihluta til þess að mega við slíku. Svo virðist vera að eina leiðin til þess að stjórnin geti haldið velli í næstu kosningum sé með því að ganga til samstarfs við einhvern þriðja flokk. Rökréttasti samstarfs- aðilinn væri (Borgara)Hreyfingin, en að öllum líkindum mun hún þurrk- ast út í næstu kosningum og verður því ekki lengur með í spilinu. Ef við útilokum Sjálfstæðisflokkinn er því aðeins einn flokkur sem kemur til greina, en það er Framsóknarflokk- urinn. Miðað við það ástarsamband sem nú virðist ríkja á milli formanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks virðast litlar líkur á því að framsóknarmenn kjósi frekar sam- starf við vinstristjórnina heldur en Sjálfstæðisflokkinn, því eins og vana- lega eru allar líkur á því að framsókn- armenn geti valið á milli þessara tveggja kosta. Hin óhjákvæmilega Framsókn Miðað við stöðuna í dag er stjórn- arsamstarf án hans eftir kosningar nánast óhugsandi. Enn er ekki gróið um heilt með Samfylkingu og Sjálf- stæðisflokki eftir stjórnarslitin í fyrra, og samsteypustjórn vinstri-grænna og sjálfstæðismanna er óhugsandi, enda myndi hún líklega boða enda- lok VG. Framsóknarflokkurinn, þó hann eigi ekki endilega marga stuðn- ingsmenn, býr að því að vera í miðj- unni og getur þannig valið sér sam- starfsaðila sitt hvorum megin við sig. Því endar hann oftast í stjórn, sama hvernig fer. Björgvin G. Sigurðsson, fyrrver- andi viðskiptaráðherra, gerir sér grein fyrir þessu, ekki síður en sjálf- stæðismenn, þegar hann segir að sameiginlegt framboð Framsóknar, VG og Samfylkingar í Hveragerði sé fyrirboði um það sem koma skuli. Þeir samfylkingarmenn sem eru farnir að hugsa um líf eftir næstu kosningar sjá að þetta er eini kostur- inn í stöðunni. Það er ástæða til að áætla að framsóknarmenn muni hugsa sinn gang rækilega. Þeir sem muna nokk- ur ár aftur í tímann rekur líklega minni til þess að framsóknarmenn komu illa út úr síðasta stjórnarsam- starfi við Sjálfstæðisflokkinn þegar fram í sótti. Fylgi hans dvínaði, og að lokum var honum kastað út þegar betri kostur bauðst. Sigmundur selur sig dýrt Sigmundur Davíð mun að öllum líkindum selja sig dýrt. Sjálfstæðis- menn geta í besta falli boðið hon- um að vera utanríkisráðherra, nema að hann og Bjarni fari í stólaleik eins og Davíð og Halldór gerðu. Vinstri- stjórnin gæti hins vegar boðið hon- um forsætisráðherraembættið sjálft. Það er jú fordæmi fyrir þessu. Síðasta vinstristjórn var leidd af Steingrími Hermannssyni framsóknarmanni, þó ekki væri hann endilega í stærsta flokknum. Ólíklegt er að Jóhanna sækist eftir embættinu aftur. Steingrímur J. Sig- fússon mun eins og vanalega standa til hliðar ef hann telur það þjóna þjóðarhag, og þó að Össur sé metn- aðarfullur vill hann líklega frekar halda áfram að vera ráðherra heldur en að lenda aftur í stjórnarandstöðu. Ef til vill er það líklegast að næsta ríkisstjórn verði skipuð Sjálfstæðis- flokki og Framsóknarflokki, Bjarna og Sigmndi, sem munu halda áfram þar sem frá var horfið frá Halldóri og Davíð. Hinn kosturinn er hugsan- lega Sigmundur Davíð sem forsætis- ráðherra. Hvernig sem fer virðist Sig- mundur Davíð vera maður sem við verðum að læra að lifa með. Sigmundur Davíð sem forsætisráðherra UMRÆÐA 30. apríl 2010 FÖSTUDAGUR 25 MYNDIN Hver er maðurinn? „Steinþór Hróar Steinþórsson.“ Hvar ertu uppalinn? „Ég er alinn upp í Mosfellsbæ.“ Hefurðu æft íþróttir? „Já, fótbolta og gamnislag. Ég var alveg rosalega góður í fótbolta.“ Hvar vildirðu helst búa ef ekki á Íslandi? „Það skiptir mig eiginlega engu máli bara. Ef ég ætti að flytjast innanlands myndi ég vilja flytja til Seyðisfjarðar. Mér hefur alltaf þótt það heillandi staður.“ Hvernig slakarðu á? „Ég leggst.“ Hver er þín fyrirmynd í gríninu? „Held mikið upp á Lonely Island-gaurana úti en á Íslandi er Þorsteinn Guðmunds- son allra manna fyndnastur.“ Eru allir þættirnir tilbúnir? „Nei, við eigum eftir að taka upp eitthvað. Við erum að klippa þetta jafnóðum. Þetta er alveg að koma en mest allt er búið.“ Ertu sáttur með útkomuna á þáttunum? „Já, mjög. Við fengum að framkvæma mestallt sem við vildum gera.“ Ertu orðinn stressaður fyrir frum- sýninguna? „Nei, alls ekki, ég er miklu meira bara spenntur.“ Eru þættirnir fyrir alla? „Já, það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Verður yfirmönnum Skjás eins boðið í frumsýningarpartíið? „Já, já. Þeir mega alveg koma. Það eru engin illindi á milli okkar. Það er frábært fólk sem vinnur á Skjá einum og því er svo sannarlega boðið. MAÐUR DAGSINS DÓMSTÓLL GÖTUNNAR KJALLARI VALUR GUNNARSSON rithöfundur skrifar „Sigmundur Davíð mun að öllum líkindum selja sig dýrt.“ Jómfrúarferð í blíðviðri Hvalaskoðunarbáturinn Rósin lagði í sína fyrstu ferð með farþega út frá Reykjavíkurhöfn í gær, í blíðskaparverði. Skipið er í eigu Puffin Express en fyrirtækið sérhæfir sig í lunda- og hvalaskoðun auk þess sem það fer með hópa í sjóstangveiði. Georg Rúnar Halldórsson rennir hér fyrir þorsk í sannkölluðu blíðvirði. Róbert Reynisson, ljósmyndari DV, slóst með í för og tók þessa mynd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.