Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2010, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2010, Page 26
GLEYMIR ALDREI VIЭ MÆLENDUM SÍNUM Á eyjunni Flores í Indónesíu búa risa-rottur. Þær eru um hálfur metri að lengd. Ykkur myndi eflaust bregða, kæru lesendur, ef þið hittuð fyrir eina slíka á förnum vegi. En ímyndið ykkur nú að þið væruð sjálf ekki nema metri á hæð. Þannig voru menn af dvergvöxnu tegundinni Homo flor- esiensis, er voru uppi á sömu eyju, Flores í Indó- nesíu, fyrir um þrettán þúsund árum síðan. Sumir telja reyndar að menn af þessari tegund séu enn uppi, en ritstjórnarskrifstofum DV hefur ekki borist nýleg ljósmynd af smámanni frá Flores. Á eyjum víða um heiminn hafa fundist líkamsleifar dvergvaxta fíla. Á Sardin-íu, Sikiley, Krít og Möltu liggja í hólum og hæðum beina- grindur af fílum sem vógu ekki nema 100 til 200 kíló en talið er þeir hafi þróast úr tíu þúsund kílóa fílategund. Sömu sögu er að segja af loðfílum sem héldu til á litlum eyjum úti fyrir ströndum Kaliforníu. Gríð- arstórir loðfílar syntu út í eyjarnar og urðu að dvergum eftir nokkur þús- und ára veru þar, og dóu að lokum út. Þetta fyrirbæri kalla líffræðingar eyjadvergvöxt (e. insular dwarfism) en hann verður þegar dýrategundir búa á litlum svæðum og einangruðum, helst eyjum. Takmörkuð náttúrugæði á eyjunni og vannæring dýranna leiða til dvergvaxtar. Á Íslandi búa dvergar. Það eru dvergbleikjur í Þing-vallavatni og ýmsum ám og vötnum á Íslandi. Þær þróuðust í dverga á tíu þús- und árum, að því er líffræðing- ar telja. Stórar og myndarlegar bleikjur úr hafinu syntu upp í íslenskar ár eftir að ísaldarjökull- inn var horfinn og en lokuðust svo inni í þeim vegna ógengra fossa og annarra hindrana. Og nú eru vesalings bleikjurnar orðnar að dvergum! Sumir telja að Homo floresiensis-mennirnir hafi ekki verið sérstök dýra- tegund, heldur verið menn af okkar eigin kyni, sem minnkað hafi vegna næringarskorts sem þeir urðu óhjákvæmilega fyrir á eyjunni. Heilleg beinagrind af fullorðinni konu af þessari þjóð er til. Líffræðingar kalla hana því virðulega nafni LB1, en hún var 1,06 metrar á hæð og vó 25 kíló. V ið Íslendingar erum stoltir eyj-arskeggjar af teg-undinni Homo sapiens. Ef við lokuðum landamærum okkar, eða myndum einangrast al- gjörlega í hafinu og lifðum einungis á því sem hér hefur orðið til af nátt- úrunnar hendi, til dæmis vesalings dvergbleikjunum, er ekki loku fyrir skotið að örlög okkar yrðu þau sömu og hobbitanna á Flores-eyju á Java- hafi í Indónesíu. Við þyrftum reyndar að hafa mikið fyrir því að eyðileggja öll okkar tæki og græjur sem létta okkur lund og hjálpa til við fæðufram- leiðsluna. En möguleikinn virðist þó vera fræðilega fyrir hendi. Eyjadvergvöxtur rímar á margan hátt við þá forn-kveðnu vísu að heimskt sé heimaalið barnið. Í yfirfærðri merkingu getur þetta undarlega líffræðilega fyrirbæri slegið okkur nokkra varnagla um eðli alheimsins. Það er beinlínis varasamt að tyggja ávallt sömu tuggurnar. Fæðuval- ið verður að vera fjölbreytt. Og það sama hlýtur að gilda um allt annað. Við eigum að fagna margbreytileika lífsins. Þó jörðin sé ekki stór, rúmast þar þó til dæmis næstum því sjö milljarð- ar mannvera. Möguleikarnir í því úrtaki eru óendanlegir. Fordómar, forpokun og kreddur loka dyrum að óendanlega fjölbreyttum veruleika. Samkvæmt nýj- ustu tölum Hagstofu Banda- ríkjanna búa 6.817.700.000 manna á jörðinni. Ef Íslend- ingar tækju upp á því að loka dyrunum að landinu fyrir öllum útlendingum í heiminum - að því að þeir voru svo vondir og sátu um okkur - myndum við loka á 6.817.383.000 manns. Slíkt framferði hlýtur að leiða til menningarlegrar vannæringar og dvergvaxtar. Það væri eins og að fleygja öllu úr ísskápnum nema radís- unum og naga þær í angist í einrúmi. Það væri eins og að vera íslenska dvergbleikjan, sem syndir föst inn í búri, á milli hamra og ógengra fossa, og tyggur sömu gömlu tuggurnar, dag eftir dag, ár eftir ár. VILTU BREYTAST Í DVERG? „Ég byrjaði á DV árið 2005 en þaðan lá leiðin á NFS. Þeirri stöð var lokað skömmu seinna og þá fór ég á Frétta- blaðið þar sem ég var fram á vetur 2009,“ segir Karen D. Kjartansdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, og bætir við að það sé talsverður munur á að vinna á ljósvakamiðli eða prentmiðli. „Styrk- leikar miðlanna eru af mjög ólíkum toga og því verða viðfangsefnin oft ólík. Það sem getur verið frábært efni í sjónvarpi hentar dagblaði alls ekki og öfugt. Helsti kosturinn við sjónvarpið er að þar fer mesta vinnan að miklu leyti fram á vettvangi en ekki í síma og því kann ég mjög vel.“ Byrjaði á DV Karen er með BA próf í bókmennta- fræði frá Háskóla Íslands. Hún var nýbyrjuð í meistaranámi í blaða- og fréttamennsku þegar henni bauðst starf á DV. „Ég var að gera verkefni í tengslum við námið og mætti þess vegna á ritstjórn DV. Þegar þar var komið bauðst mér starf á blaðinu sem ég þáði,“ segir hún og bætir við að hún sjái ekki eftir að hafa hætt í náminu. „Á þessum tíma var ekki komin nægi- lega skýr mynd á námið og því fannst mér spennandi að prófa vinnumark- aðinn. Nú skilst mér að það sé komin góð og mikil reynsla svo námið þykir víst afar gagnlegt í dag.“ Venjulegt fólk áhugaverðast Þegar Karen er innt eftir hinum týp- íska degi á fréttastofu Stöðvar 2 segir hún vinnudaginn ávallt byrja á fund- arhöldum. „Þar er dagurinn lagð- ur upp og reifað hvaða vinkla eigi að taka. Fréttamenn verða þá að vera búnir að fara yfir fréttir dagsins og vera tilbúnir með sínar hugmyndir og vinkla af fréttamálum. Fréttastjórinn skipuleggur svo daginn, hvað eigi að vera í hádegisfréttum og hvað í kvöld- fréttum. Þegar líður á daginn mót- ast þetta svo allt saman betur,“ segir hún og bætir aðspurð við að hún hafi ekki jafngaman af öllum tegundum frétta. „Það er ánægjulegast að segja frá hversdagshetjum og því hvern- ig venjulegt fólk fæst við óvenjulegar aðstæður. Eins hef ég gaman af því að fjalla um mál sem snerta samfélag okkar, skoða hvernig verk og ákvarð- anir úr efstu lögunum skilar sér til fólksins í raun og veru.“ Fjölmiðlar eða heilbrigðis- geirinn Karen viðurkennir að vera í drauma- starfinu sínu. „Mér fannst ég ekki verða að gagni í bókmenntafræði, þá er ég ekki að gera lítið úr mikilvægi fræða og hugvísinda en ég taldi bara víst að einhverjir sinntu því sviði bet- ur en ég myndi gera. Mig langaði frek- ar að vinna við eitthvað sem er meira áþreifanlegt, eitthvað sem snert- ir fleiri og fer um víðara svið í hvers- deginum. Þegar ég var ung ætlaði ég mér annaðhvort að vinna innan heil- brigðisgeirans eða við fjölmiðla og ég held að fréttamennskan hafi átt betur við mig. En síðan getur vel verið að ég skelli mér í skóla í framtíðinni og læri eitthvað allt annað,“ segir hún en bætir við að hún sé afar ánægð í vinn- unni. Í kvöldkjól í hjálparmiðstöð „Hlutföll kynja á fréttastofunni eru fremur jöfn og hér ríkir yndisleg- ur mórall. Að öðrum vinnustöðum ólöstuðum held ég að ég hafi aldrei verið á jafngóðum vinnustað,“ segir hún og bætir við að hún hafi gaman af hasarnum og látunum sem fylgi fjölmiðlum. „Sem dæmi um hasar- inn sem fylgir starfinu yfirgaf ég mat- arboð þegar fyrra eldgosið í Eyja- fjallajökli hófst og mætti á kvöldkjól upp í vinnu og var svo mætt tæpum tveimur klukkustundum síðar í sömu fötum í fjöldahjálparmiðstöðina sem var búið að setja upp í gamla skól- anum mínum á Hvolsvelli. Umbrot- in fyrir austan snerta mig mjög djúpt enda er ég af svæðinu og tengi sterkt við það og fólkið þar. Slík fréttamál hafa það líka umfram mörg önnur að maður mætir á staðinn án fyrir- framgefinna hugmynda um frétta- mál heldur sér maður þau og upplifir jafnharðan.“ Karen D. Kjartansdóttir, fréttamaður á Stöð 2, er í draumastarfinu sínu. Karen elskar hasarinn og lætin sem fylgja starf- inu og yfirgaf matarboð þegar eldgosið hófst og var mætt í kvöld- kjólnum í hjálparmiðstöðina á Hvolsvelli tveimur tímum seinna. 26 FÖSTUDAGUR 30. apríl 2010 UMRÆÐA FRÉTTAMANNS Næsta frétt í bígerð Karen er oftast með hugann við vinnuna. Fréttir lesnar Karen að ganga frá síðustu endum svo fréttin geti farið í loftið. Hasar Karen elskar has- arinn og lætin sem fylgja fréttamannsstarfinu. HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON skrifar HELGARPISTILL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.