Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2010, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2010, Page 28
AFMÆLISTÓNLEIK- AR GILDRUNNAR Í tilefni af þrjátíu ára samstarfsaf- mæli mun hljómsveitin Gildran halda tónleika í Hlégarði í heimabæ sínum, Mosfellsbæ, á laugardaginn. Í fréttatilkynningu segir að Gildran sé af mörgum talin „ein magnaðasta rokkhljómsveit Íslands“. Hljómplöt- ur hljómsveitarinnar hafi allar feng- ið frábæra dóma og selst vel. Eitt þekktasta lag félaganna er Chicas sem kom út á níunda áratugnum en rokkuð útgáfa þeirra á Vorkvöldi í Reykjavík varð einnig allvinsæl. Tón- leikarnir hefjast klukkan 21.15, hús- ið er opnað klukkan 20, miðaverð 3.000 krónur. UM HELGINA LJÓSMYNDASÝNINGU LÝKUR Nú eru síðustu forvöð að skoða hina árlegu ljósmyndasýningu Blaða- ljósmyndarafélags Íslands í Gerðarsafni í Kópavogi því henni lýkur á sunnudag. Á sýningunni eru 150 ljósmyndir sem teknar voru á síðasta ári, þar af ellefu verðlaunaðar af dómnefnd. Á neðri hæð er ljósmyndasýning Þorvaldar Arnar Kristmunds- sonar, Náttúra er vörumerki/Nature is Brand, sem einnig rennur sitt skeið um helgina. Safnið er opið milli klukkan 11 og 17. GIRNILEG SÓDÓMA Girnilegt lænöpp er á Sódómu Reykjavík á laugardaginn. Þar stíga á svið Jeff Who?, Biggi Bix, Ojba rasta og Kakali. Vart þarf að kynna Jeff Who? sem hefur verið meðal vinsælustu hljóm- sveita landsins síðustu ár, Bigga eru sífellt fleiri að kynnast en nokkur laga hans hafa verið spil- uð reglulega í útvarpinu upp á síðkastið, Ojba rasta er tíu manna hljómsveit sem spilar frumsamið döbb/reggí með ýmiss konar áhrifum og Kakali er nú hljóm- sveit sem spilar melódískt indí rokk. Tónleikarnir hefjast klukk- an 22, 1.000 krónur inn, 18 ára aldurstakmark. 28 FÖSTUDAGUR 30. apríl 2010 Krúttklám SYNGJA PERLUR SIGFÚSAR Á þessu ári hefði tónskáldið og myndlistarmaðurinn Sigfús Hall- dórsson orðið 90 ára og því eru Kópavogsdagar 2010 tileinkaðir skáldinu. Ótrúlega mörg laga Sigfús- ar hafa tekið sér bólfestu í þjóðar- sálinni, þar á meðal Tondeleyo, Litla flugan, Vegir liggja til allra átta og Dagný. Perlur Sigfúsar verða fluttar af Stefáni Hilmarssyni, Heru Björk Þórhallsdóttur og Agli Ólafssyni á tónleikum í Salnum 7., 8., 14. og 15. maí. Hljómsveitarstjórn er í hönd- um Björns Thoroddsen. Nánari upp- lýsingar má finna á salurinn.is. Lítill hnoðralegur Akita-hundur berst frá Japan til Bandaríkjanna og er þar án heimilis. Richard Gere leikur prófessor Parker Wilson sem ákveður að skjóta yfir Hachi skjóls- húsi þar til varanlegt heimili býðst. Eftir ákveðinn tíma getur hann ekki sleppt af honum hendinni og þar með upphefst vinátta sem er fyrir lífstíð og gott betur. Myndin er byggð á sannri sögu frá Japan en er hér staðfærð á smá- bæ í Bandaríkjunum. Það er engu logið um það hvað sagan er ótrúleg og athyglisverð fyrir þær sakir. Per- sónulega var maður ekkert að deyja eftir því að sjá enn eina Pretty Wom- an nema þar sem búið var að skipta mellunni út fyrir japanskan loð- hund. En af leikstjóralegum ástæð- um varð maður að sjá hana, Lasse Hallström gerði jú Mit liv som hund og What´s eating Gilbert Grape. Auk þess var uppselt á myndina sem ég ætlaði í raun og veru á. Myndin rennur smurt, er hugljúf og aldrei hæg eða kjánaleg. Sögu- þráðurinn kemur á óvart og það af sömu ástæðu og þetta er selt sem kvikmyndahátíðarmynd. Við erum sem sagt mætt á Beverly Hills Chihu- ahua með listrænna og alvarlegra yf- irbragði og tónlistin skiptir þar miklu með píanóstefum sem minna á Am- erican Beauty. Vissulega er þetta ekki frumleg hlutverkaskipan, sætur hundur er ekkert sérstaklega exót- ískt dýr. Skemmtilegra væri ef Hachi væri comododreki eða jafnvel hýena. Meiri ögrun felst í að fá áhorfandann til að elska það. Svo myndin veltur á hundinum og ef þú hefur gaman af honum ertu í góðum málum á þess- ari. Hachi er hrikalega sætur og það er djöflast á því út myndina. Fólk sem þekkir vináttu manns og hunds mun geta notið myndar- innar auðveldlega. Og klárlega af öðrum ástæðum en fólk naut vin- áttu Richards Gere og portkonunn- ar í hnéháu plaststígvélunum og föl- bleika krumputoppnum. Voff voff. Erpur Eyvindarson HACHIKO: A DOG´S STORY Leikstjóri: Lasse Hallström Aðalhlutverk: Richard Gere og Joan Allen. Sýnd á Bíódögum Græna ljóssins KVIKMYNDIR Hachiko „Myndin veltur á hundinum og ef þú hefur gaman af honum ertu í góðum málum.“ „Upphaflega var komið að máli við mig um hvort ég gæti þýtt þessi tvö uppi - stönd og staðfært þau. Ég gerði það, en svo var farið þess á leit við okkur Stein að við myndum taka að okkur að flytja þau. Við höfum ekki starfað mikið saman undanfarin ár, og vorum kannski dálítið farnir að sakna þess,“ segir Davíð Þór Jónsson, grínisti, rihöfundur og þýðandi með meiru, sem um síðustu helgi flutti uppistandssýninguna Pólitík í fyrsta sinn á Litla sviði Borgarleikhússins. Pólitík er reyndar aðeins helmingurinn af sýningunni sem hann, Steinn Ármann Magnússon leikari og Gunnar Björn Guðmundsson leikstjóri bera hitann og þungann af, því eftir að Davíð hefur lokið sér af tekur Steinn við með uppistandið Villidýr. Bæði uppistöndin eru eftir Ricky Gervais, þann yfirmáta fyndna Breta sem þekktastur er fyrir að vera aðalleikari og annar höfunda sjónvarpsþáttanna The Office og Extras. Upphaflegu sýningarnar, sem á frummálinu heita Animals og Politics, eru á meðal vinsælustu uppistandssýninga Bretlands frá upphafi. Davíð byggir á þeim, en þarf óhjákvæmilega að staðfæra hluta þeirra. „Mikið af uppistandi Gervais er svo lókalt, svo enskt, að það þýðir ekkert að bjóða Íslendingum upp á það,“ segir Davíð. „Þá annaðhvort sleppir maður því eða staðfærir. Það er minnst á nokkra þjóðþekkta einstaklinga og ef Íslendingur ætlar að bjóða upp á uppistand sem hefur yfirskriftina „Pólitík“ þá trúir þú því ekkert ef hann talar bara um misþekkta breska stjórnmálamenn sem hafa verið að gera sig að fíflum.“ Eru ekki að leika Gervais Hvernig tilfinning er það að feta í fótspor jafn vinsæls grínista og Gervais er og flytja uppistand sem milljónir manna hafa séð í upprunalegu útgáfunni? „Það er rosalega góð tilfinning af því að þú veist að þú ert með gott og þaulprófað efni í höndunum. En um leið er þetta blendin tilfinning af því að þú veist að þetta hefur verið gefið út á DVD og fjöldi Íslendinga hefur séð þetta. Maður þarf því að taka þetta svolítið eins og Shakespeare, það er Davíð Þór Jónsson þýddi samkvæmt beiðni tvær uppistandssýningar hins vinsæla Ricky Gervais, aðalleikara og annars höfunda sjónvarpsþáttanna The Office. Svo fór að hann og Steinn Ármann Magnússon tóku einnig að sér að flytja efnið sem þeir gera þessa dagana í Borgarleikhúsinu. Davíð segir það góða tilfinningu að geta einbeitt sér að uppistandinu og þurfa ekki að díla við misheiðarlega skemmtistaðaeigendur. Ekki pissukeppni HVOR SÉ FYNDNARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.