Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2010, Blaðsíða 50
UMSJÓN: TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON, tomas@dv.is
50 FÖSTUDAGUR 30. apríl 2010
MASSIMO TAIBI Ítalinn Massimo Taibi
var einn af þeim fjölmörgu markvörðum sem fengu að spreyta sig í marki Manchester United
eftir brotthvarf Peters Schmeichel. Í fyrsta leik sínum fór hann á kostum gegn Liverpool og
héldu menn að þarna væri framtíðarmarkvörðurinn fundinn. Svo var nú aldeilis ekki. Taibi gat ekk-
ert í næstu leikjum og eftir að hann fékk boltann í gegnum klofið af 30 metra færi frá Matthew Le
Tissier spilaði hann ekki leik meira fyrir United. Hann fór frá United til Reggina og þaðan
til Atalanta þar sem hann spilaði í fjögur ár. Hann var síðan árin 2005-2007 hjá Torino
áður en hann samdi við B-deildarliðið Ascoli þar sem hann er fastamaður í
byrjunarliði og ber treyju númer 1 með stolti.
HVAR ER HANN Í DAG?
UM HELGINA
Það er ekki að ástæðulausu að
stuðningsmenn Manchester Unit-
ed flykkjast nú í hópa á samskipta-
síðunni Facebook undir yfirskrift-
inni: „Ég held með Liverpool í fyrsta
skiptið á ævinni á sunnudaginn.“ Á
sunnudaginn er nefnilega næstsíð-
asti og stærsti dagur ensku úrvals-
deildarinnar til þessa. Chelsea, sem
er á toppi deildarinnar með 80 stig,
heimsækir Liverpool og seinna um
daginn leikur Manchester United
gegn Sunderland á útivelli. Staðan
er einfaldlega þannig: Vinni Chel-
sea og United tapi er Chelsea meist-
ari. Vinni Chelsea verður það meist-
ari með sigri í lokaleik sínum gegn
Wigan heima. Geri Chelsea jafntefli
eða tapi og United vinnur eru Eng-
landsmeistararnir komnir með for-
ystu í deildinni fyrir lokaumferðina
og geta orðið meistarar fjórða árið í
röð með sigri á Stoke heima í loka-
umferðinni.
Sannfærandi Chelsea-menn
Stuðningsmenn Manchester Un-
ited vonuðust til að Aston Villa,
lið sem sækist eftir síðasta Meist-
aradeildarsætinu, myndi gera sér
greiða um síðastliðna helgi þegar
það heimsótti Chelsea á Brúna. Svo
varð nú aldeilis ekki. Chelsea vann
afar sannfærandi sigur, 7-1, og sendi
þar skýr skilaboð um að það ætlaði
sér meistaratitilinn í ár. Liverpool
átti frábæran leik gegn Burnley um
helgina og á enn möguleika á Meist-
aradeildarsæti þannig það mun
væntanlega veita Chelsea harða
samkeppni.
„Þetta verður erfiður leikur, það
er alveg víst. En ef þú ætlar að verða
meistari þarf að vinna svona leiki,
það gera sannir sigurvegarar,“ seg-
ir Joe Cole sem hefur unnið titilinn
tvisvar með Chelsea. „Leikurinn
gegn Aston Villa var framar vonum.
Við spiluðum alveg frábærlega þar
og sannfærðum sjálfa okkur um að
við erum bestir. Þess vegna erum
við á toppnum og ætlum að vera þar
eftir síðustu umferðina. Það hefst
allt með sigri á Liverpool um helg-
ina,“ segir hann.
Vond staða United
Með tapi fyrir Chelsea á heimavelli
fyrir nokkrum vikum komu Eng-
landsmeistarar Manchester Un-
ited í þá stöðu að þurfa að treysta
á önnur lið eftir að missa topp-
sætið. United þarf því að treysta á
erkifjendurna í Liverpool að gera
þeim greiða um helgina en helst
vilja þessi lið ekki gera hvort öðru
neitt gott. Hjálpi Liverpool fjend-
um sínum frá Manchester og svo
fari að þeir verði meistarar eiga
þeir metið með nítján Englands-
meistaratitla en í dag eru liðin jöfn
með átján.
„Þetta er engin draumastaða,“
segir Michael Carrick, miðjumað-
ur Manchester United. „Við get-
um sjálfum okkur um kennt fyrir
að tapa leiknum gegn Chelsea en
Liverpool er nú gott lið og á heima-
leik. Það er líka enn í möguleika um
meistaradeildarsæti þannig það
ætti nú að geta veitt Chelsea mikla
mótspyrnu,“ segir hann en Liver-
pool verður án Fernando Torres í
leiknum og jafnvel varaframherj-
ans, David Ngog.
Stendur Tottenham í fæturna?
Baráttan um síðasta meistaradeild-
arsætið, það fjórða í deildinni, er
harðari en nokkru sinni fyrr. Fjögur
lið berjast um sætið en þar stendur
Tottenham best að vígi. Það er sem
stendur í fjórða sætinu með 64 stig
og á eftir að leika þrjá leiki, Aston
Villa hefur jafnmörg stig en á aðeins
eftir að spila tvo leiki, Manchester
City á þrjá leiki eftir í sjötta sætinu
með 63 stig, Liverpool er með 62 stig
í sjöunda sætinu og á eftir að leika
tvo leiki.
Tottenham mætir Bolton um
helgina á meðan Manchester City
og Aston Villa kljást í gífurlega mik-
ilvægum leik. Tapliðið þar er lík-
lega úr leik um sætið og geri þau
jafntefli gætu þau slegið sig bæði
úr leik og afhent Tottenham þetta
mikilvæga sæti sem veitir mikla
fjármuni.
„Við létum ekki kné fylgja kviði
gegn United um síðustu helgi þeg-
ar við jöfnuðum leikinn. Í staðinn
bökkuðum við og fengum á okk-
ur tvö mörk. Sem betur fer héldum
við fjórða sætinu þannig að þetta er
ennþá í okkar höndum. Þannig vilj-
um við líka hafa það. Ef við klárum
Bolton um helgina erum við komn-
ir í mjög góð mál, það kemur líka
ekki neitt annað til greina,“ segir
Tom Huddlestone, leikmaður Tot-
tenham.
Ljóst er hvaða lið falla úr ensku úrvalsdeildinni en spennan um Englandsmeistaratitilinn og fjórða sætið
er í algleymingi. Chelsea gæti verið orðið enskur meistari á sunnudaginn fari allt á besta veg hjá þeim bláu.
Í KJÖRSTÖÐU Eiður Smári og félagar verða að vinna Bolton um helgina.
TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
Ég held með Liverpool í
fyrsta skiptið á ævinni
á sunnudaginn.
OFURSUNNUDAGUR
Á ENGLANDI
HVAÐ GERIST? Verður Chelsea
meistari en kemst United í
ökumannssætið eftir helgina?