Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2010, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2010, Side 16
16 erlent 28. júní 2010 mánudagur Skjaldbökur í útrýmingarhættu og önnur sjávardýr hafa lokast inni á 800 ferkílómetra eldsvæðum þar sem þau brenna lifandi, í aðgerðum sem ætl- að er að hamla útbreiðslu olíu úr bor- holu BP í Mexíkóflóa. Þetta var staðfest af ríkisstjórn Bandaríkjanna fyrir helgi og hafa aðfarirnar vakið mikla reiði á meðal umhverfissinna og gætu jafnvel orðið tilefni nýrra lagalegra átaka.   Bandaríkjastjórn sagði að BP-olíu- fyrirtækið hefði fengið um það fyrir- mæli að forðast skjaldbökurnar og sagði talsmaður ríkisstofnunarinnar National Oceanic and Atmospheric Administration (NOAA) að þeim hefði skilist að athuga ætti dýralíf á eldsvæð- unum áður en kveikt væri í olíunni. Umhverfisverndarstofnanir hafa krafist þess að olíufyrirtækið hætti að koma í veg fyrir björgun skjaldbakanna og að Bandaríkjastjórn stöðvi aðgerð- ir félagsins. Umhverfisstofnanir íhuga einnig málshöfðun á hendur BP vegna skjaldbökudrápsins sem fylgt hefur hreinsunaraðgerðum þess. Sekt við því að skaða sæskjaldböku, eða bana henni, getur numið 50.000 dölum, eða um 6,4 milljónum króna. Samkvæmt NOAA er vitað um 425 skjaldbökur sem hafa drepist á meng- unarsvæðinu síðan í lok apríl. Vernd- unarsinnar telja að sá fjöldi geti til lengri tíma litið sett lífsafkomu stofns- ins í hættu.  Fimm tegundir sæskjald- baka finnast í Mexíkóflóa og eru þær allar í útrýmingarhættu upp að ein- hverju marki. Sædýrasafnið í New Orleans hef- ur tekið upp á sína arma um níutíu sæskjaldbökur og þrifið af þeim olí- una, en jafnvel áður en BP brá á það ráð að kveikja í olíunni var lífsafkomu sæskjaldbakanna ógnað af olíulekan- um. Nú er varptími skjaldbakanna rétt handan við hornið og þær við að skríða upp á strendur, sem eru baðaðar olíu, þar sem þær grafa egg sín í sand. Olíufélagið BP sakað um dráp á sjaldgæfum skjaldbökum: Risastór eldsvæði á Mexíkóflóa rándýr ráðstefna Talið er að ráðstefnur G8- og G20-ríkj- anna í Toronto í Kanada muni kosta um eða yfir einn milljarð Bandaríkja- dala og því er vert að velta því fyr- ir sér hvort þær svari kostnaði. David Ger gen, fyrrverandi aðstoðarmaður í Hvíta húsinu, er þeirrar skoðunar að þrátt fyrir mikinn kostnað sé ávinning- ur af slíkum ráðstefnum bæði áþreif- anlegur og óáþreifanlegur. David Gergen, sem starfaði fyrir fimm forseta og tók þátt í nokkrum slíkum ráðstefnum telur að heimurinn hafi nú þegar uppskorið ávinning af þeirri milljarðs dala ráðstefnu sem nú stendur yfir. Í grein á vefsíðu CNN er haft eftir Gergen að þrátt fyrir mikinn kostnað við ráðstefnuna hafi hún þeg- ar borgað sig vegna þess að Kínverjar hafi tilkynnt styrkingu gjaldmiðils síns, sem sé gott fyrir Bandaríkin og fjölda annarra landa. Gergen sagði að Kín- verjar hefðu eingöngu tilkynnt að þeir hygðust endurmeta gjaldmiðil lands- ins vegna ráðstefnunnar. David Gergen sagði enn fremur að ráðstefnur af þessum toga væru kær- komið tækifæri fyrir þjóðarleiðtoga að hittast augliti til auglitis og gæfu þeim tækifæri til að stofna til sambanda. Þær breyttu einnig hvaða álit leið- togarnir hefðu hver á öðrum, en það breyttist oft eftir fyrstu kynni. Kúrekinn í Hvíta húsinu Máli sínu til stuðnings tók Gergen Ronald Reagan Bandaríkjaforseta sem dæmi. Fyrsta G8-ráðstefnan sem Reagan tók þátt í fór fram í Kanada, og „... á þeim tíma var hann nokkurs konar kúreki í augum stærsta hluta al- þjóðasamfélagsins.“ Eftir þá ráðstefnu breyttist ímynd Reagans, að mati Gergens, og öðlaðist hann meiri virð- ingu frá öðrum þjóðarleiðtogum og einnig frá almenningi víða um lönd. David Gergen sagði að fyrri G8- ráðstefnur hefðu gefið tækifæri til að búa til bandalög og sambönd, og sagði að Ronald Reagan hefði í upphafi ekki litist vel á hugmyndina um viðamik- inn alþjóðlegan fund. Reagan skipti um skoðun og fannst G8-ráðstefnan vera „gríðarlega uppbyggileg“, sagði Gergen. Gergen sagði að það hjálpaði Bandaríkjunum að koma sínum sjón- armiðum á framfæri þegar þjóðarleið- togar ættu tveggja manna tal, auk þess sem hægt væri að eignast bandamenn. Rabbað saman á göngunum Fyrrverandi ráðgjafi George W. Bush, Dan Price, tók í sama streng og benti á að umræðurnar á þessum ráð- stefnum einskorðuðust ekki við formlegheit heldur gæfust einnig tækifæri til óformlegs spjalls. „Um- ræður eiga sér stað á göngunum. Það er tveggja manna tal. Viðræð- um er fram haldið við matarborð- ið.“ Price sagði að á tímum kreppu líkt og var haustið 2008 treystu ráðstefnur á borð við G20-ráð- Ráðstefna G20-ríkjanna í Toronto í Kanada kostar sitt. Fréttamaður CNN velti fyrir sér hvort sá kostnaður væri réttlætanlegur í ljósi þess sem viðlíka ráðstefnur hafa skilað. Tveir fyrrverandi aðstoðarmenn úr Hvíta húsinu velkjast ekki í vafa um réttmæti þess að eyða einum milljarði Bandaríkjadala í ráðstefnuna. Kolbeinn þoRsteinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is stephen Harper og barack obama Viðræður á G20-ráðstefnunni þurfa ekki að vera formlegar. Mynd Afp sex ára á flugbannslista Foreldra hinnar sex ára Alyssu Thomas rak í rogastans þegar þau hugðust fljúga frá Cleveland til Minneapolis í Bandaríkjunum en þá var þeim tjáð af innritunarstarfs- manni Hopkins-flugvallar að dóttir þeirra væri á flugbannslista Heima- varnastofnunar Bandaríkjanna. Að sögn foreldranna hefur dóttir þeirra verið á ferð og flugi með þeim síðan hún var tveggja mánaða og aldrei áður verið bent á þetta. Alyssa fékk nýverið bréf frá ríkisstjórninni þar sem henni er sagt að engu yrði breytt og að upplýsingum um hana, eða einhverja aðra með sama nafni, verði hvorki breytt né þær staðfesta- ar. Mafíuforingi handtekinn Einn af eftirlýstustu mönnum Ítalíu, mafíuleiðtoginn Giuseppe Falsone, var handtekinn í suðurhluta Frakk- lands eftir að hafa verið á flótta undan réttvísinni í áratug. Falsone er talinn vera yfirmaður mafíunnar í Agrigento-héraði á Sikiley og hafði fyrir verið sakfelldur og dæmdur til lífstíðarfangelsis fyrir morð og al- þjóðlega eiturlyfjasölu. Giuseppe Falsone hefur einnig verið bendlaður við Bernardo Pro- venzano, alræmdan mafíósa sem handtekinn var árið 2006. Hanski Jacksons seldur Varningur í eigu poppkóngsins sáluga Michaels Jackson seldist fyrir tæpar 130 milljónir króna á upp- boði sem haldið var í tilefni þess að ár er liðið síðan hann lést. Meðal muna sem seldust á uppboðinu var kristalskreyttur hanski sem Jackson klæddist á tónleikaferð árið 1984. Hanskinn seldist fyrir 24 milljónir króna, en bjartsýnustu menn höfðu gert sér vonir um að hanskinn seld- ist á um 4 milljónir króna. Blaðamenn hraun- uðu yfir Palin Bandarískir blaðamenn sem hlust- uðu á ræðu Söruh Palin, sem bauð sig fram til varaforseta Bandaríkj- anna, fengu að bragða á eigin meðali á dögunum. Eftir að ræðu Palin lauk náðist á upptöku þegar fréttamenn- irnir hraunuðu yfir ræðu hennar. „Hvernig eigum við að skrifa frétt úr þessu?“ sagði einn þeirra hneykslað- ur. Hinn svaraði: „Heimskan er ekki einskorðuð við klisjur.“ Síðan heyrist einn segja að þessi ræða hafi verið uppfull af tilviljunarkenndum til- vitnunum sem enginn skildi neitt í. Hreinsunarmenn að störfum Margar milljónir lítra olíu hafa runnið í Mexíkóflóa. Mynd Afp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.