Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2010, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2010, Síða 26
Íris Björk Árnadóttir, sem var kosin ungfrú Norðurlönd 2002, mun ganga í það heilaga í næsta mánuði. Íris Björk og verðandi eiginmaður hennar, Kristján Jón Jónatansson, hafa verið saman um árabil en þau búa í Danmörku með börnin sín þrjú sem eru tveggja, fimm og sex ára. Íris varð svo eftirminnilega í öðru sæti í keppninni Ungfrú Ísland þegar Ragnheiður Guð- finna Guðnadóttir stóð uppi sem sigurvegari. Þegar í ljós kom að Ragnheiður var ófrísk þegar hún var krýnd fóru af stað sögusagnir um að hún yrði að afsala sér titl- inum en svo varð ekki. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, alþingismaður og þingflokks- formaður Vinstri grænna, skartaði glæsilegri óléttu- bumbu í þingsal Alþingis síð- astliðinn fimmtudag. Þá fór fram síðasti þingfundur þessa starfsárs áður en þingmenn fóru í sumarfrí. Guðfríður Lilja er rúmlega hálfnuð á meðgöngunni en þetta er fyrsta barnið sem hún gengur með. Þetta er hins veg- ar annað barn Guðfríðar en hún eignaðist son í apríl í fyrra með maka sínum, Steinunni Blöndal. Þá gekk Steinunn með barnið. Sonur þeirra lét bíða eftir sér í tvær vikur fram yfir settan dag og nú er spurning hvort það endurtaki sig. Guðfríður er í miklum minnihlutahópi opinberlega samkynhneigðs fólks sem set- ið hefur á þingi. Hún er aðeins önnur í röðinni en á undan henni var það Jóhanna Sigurð- ardóttir, forsætisráðherra Ís- lands. Þær eru einu tveir op- inberlega samkynhneigðu þingmennirnir frá stofnun Al- þingis. Fegurðar- drottning upp að altarinu Hin fornfræga stjarna Elísabet Ólafsdóttir, eða Beta rokk eins og flestir þekkja hana, á von á sínu fyrsta barni í haust. Rokk- pían Beta var einn fyrsti bloggari landsins og vakti mikla athygli fyrir opinská bloggskrif. Hún var einnig í hljómsveitinni Á túr sem lenti í öðru sæti í Músík- tilraunum 1996. Hennar helsta stórvirki er þó bókin Vaknað í Brussel sem var mikið í umræð- unni meðal bókmenntafræð- inga fyrir nýjan bókmenntastíl sem var byggður á bloggskrifum. Einnig vakti rapplagið sem Beta gaf út samfara útgáfu bókarinn- ar mikla athygli. Nú spókar Beta sig um bæinn með fína bumbu, komin um 4 mánuði á leið.   Beta rokk ólétt 26 fólkið 28. júní 2010 mánudagur Guðfríður LiLja Grétarsdóttir er ólétt og komin í sumarfrí: Guðfríður Lilja Í þingsal Alþingis fyrir helgi. MYNd Hörður sveiNssoN Scooter opnar galtalæk á ný „Þessi hugmynd um útihátíð kom upp af því að Landsmót hesta- manna, sem átti að vera þessa helgi, féll niður. Hugmyndin small ein- hvern veginn einn, tveir og þrír og til að toppa þetta datt okkur í hug að heyra í Scooter. Og hann bara sagði já og þá fór allt á milljón,“ segir Linda Einarsdóttir, einn af aðstand- endum útihátíðarinnar Besta útihá- tíðin sem haldin verður í Galtalækj- arskógi um næstu helgi. Opin bert varð í síðustu viku að þessi hátíð færi fram með mörgum af vinsæl- ustu tónlistarmönnum landsins, þar má nefna hljómsveitirnar Diktu, Sykur og XXX Rottweiler, og hafa væntanlega sumir velt því fyrir sér hvaða útihátíð sé allt í einu verið að rigga upp þessa miklu ferðahelgi með svo stuttum fyrirvara. Og ekki minnka undarlegheitin við það að þýska eurotransstjarnan Scooter sé aðalnúmerið á hátíðinni, og að hún sé haldin í Galtalæk sem flestir tengja við bindindishátíðina kunnu sem haldin var þar í mörg ár en hefur ekki farið fram síðustu árin. Linda segir þau hátíðarhald- arana hafa fyrst haft samband við umboðsmann Scooter fyrir dögum frekar en vikum. „Þetta var eiginlega hálfgert grís að þetta gekk allt svona vel upp. Við töluðum fyrst við þá á mánudaginn í síðustu viku,“ sagði Linda þegar blaðamaður talaði við hana síðastliðinn föstudag. „Við vor- um svo í sambandi við þá í nokkra daga og svo kom endanlegt sam- þykki í gærmorgun [fimmtudag].“ Scooter er yfirleitt með mikið sjó á tónleikum sínum og vegna stutta fyrirvarans þurfti að breyta aðeins út af venjunni með það. „Samt sem áður er ætlunin að hafa þetta mjög flott og því þurftum við bara að breyta einhverjum örfáum litlum atriðum til þess að þóknast Scoot- er. Við erum líka búin að upplýsa hann um að þetta sé útihátíð með fullt af fleiri tónlistarmönnum, sýna honum myndir af sviðinu og fleiru þannig að hann veit allt um fyrir- komulagið á þessu,“ segir Linda. Eins og kunnugt er spilaði Scooter í troðfullri Laugardalshöllinni fyrir nokkrum árum. Tjaldstæðið í Galtalækjarskógi hefur verið lokað síðustu ár en landið er í eigu athafnamannsins Karls Wernerssonar, sem gjarnan er kenndur við fjárfestingarfélagið Mil- estone. Hvað staðsetninguna varðar segir Linda hátíðarhaldarana kann- ast aðeins við Karl. „Þetta er allt gert í samráði við hann. Hann er eiginlega að fara að opna svæðið aftur og hugsunin er að þetta verði venjulegt tjaldstæði í framhaldinu. Við bárum undir hann hugmyndina um að opna tjaldstæð- ið með þessari hátíð, sem gæti þá virkað sem kynning á svæðinu, og Karl tók bara þrusuvel í það. Þetta er náttúrlega ofboðslega fallegt svæði og var mjög vinsælt áður fyrr.“ Aðspurð hvað kosti að halda svona hátíð vill Linda ekki gefa það upp, né kostnað við einstaka atriði eins og að fá Scooter til landsins eða leiguna á Galtalækjarskógi. Hún segir þó vissulega alltaf fjárhagslega áhættu fylgja svona hátíðum og inn- flutningi á erlendum listamönnum. „Við fórum náttúrlega gaumgæfi- lega yfir þetta og við höfum fulla trú á þessu,“ segir Linda sem kveðst ekki hafa tölur við höndina yfir það hversu margir þurfi að kaupa miða til þess að hátíðin komi út á núlli. Leyfið hljóði aftur á móti upp á sjö þúsund manns. Hvað varðar öll leyfi, gæslu, þjón- ustu og fleira sem nauðsynlegt er að sé til staðar á útihátíðum sem þess- um segir Linda allt klappað og klárt með það. „Þetta er eru í raun sömu aðilar og sjá um málin á Þjóðhátíð í Eyjum. Þetta er því allt hundrað pró- sent í lagi.“ Þess má geta að miðasala fer fram á N1 Ártúnshöfða, Hringbraut, Lækjargötu og Selfossi. Miðaverð er 5.500 krónur. kristjanh@dv.is útihátíð í galtalæk: Þýska europoppstjarnan er aðalnúmerið á útihátíð sem kallast Besta útihátíðin og verður haldin í galtalæk um næstu helgi. Hátíðin markar upphaf opnunar tjaldstæðisins í galta- lækjarskógi á ný en landið er í eigu Karls Wernerssonar, sem kenndur er við milestone. scooter Á leiðinni til landsins í annað sinn til að spila í Galtalæk. ólétt á alþingi Karl Wernersson Fjárfestir- inn er eigandi Galtalækjar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.