Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Blaðsíða 16
16 nærmynd 27. ágúst 2010 föstudagur Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra er oddviti Vinstrihreyfingarinnar - græns fram- boðs í Norðvesturkjördæmi. Hann hefur að undanförnu verið áberandi á vettvangi stjórnmálanna og í fjöl- miðlum fyrir yfirlýsingar og ákvarð- anir sínar. Þráfaldlega hefur hann egnt útvegsmenn og Landssamband íslenskra útvegsmanna gegn sér eftir að hann varð æðstráðandi í sjávarút- vegsmálum fiskveiðiþjóðarinnar ís- lensku. Flestir muna skötuselsmálið svokallaða, þegar hann ákvað í til- raunaskyni að leigja út 2.000 tonn af skötusel árlega í tvö ár beint frá rík- inu frekar en að úthluta kvótanum milli handhafa kvótans. Útgerðar- menn kölluðu þetta tilræði við kvóta- kerfið og vísi að því að ríkið innleysti allan kvótann til sín í anda fyrningar- leiðarinnar. Þegar sjávarútvegsráðherrann út- hlutaði veiðiheimildum næsta árs fyrr í sumar þótti honum ekki ástæða til að úthluta úthafsrækjukvóta yfir- leitt, enda hefðu útgerðarmenn veitt miklu minna en leyfilegt var mörg undanfarin ár. Engu að síður þrifust blómleg viðskipti með úthafsrækju- kvóta og einhvers konar tegundatil- færsla í reglufrumskógi kvótakerf- isins. Ákvörðun Jóns þýðir í raun og veru að mönnum er frjálst að veiða úthafsrækju þar til annað verður ákveðið. Því má segja að Jón Bjarna- son standi í eldlínu stjórnmálanna. Í eldlínunni Jón þykir heiðarlegur maður með- al vina og samstarfsmanna. Hann er trúr sinni sannfæringu en ber virð- ingu fyrir skoðunum annarra. Hann hefur lagst gegn fækkun ráðuneyta eins og ríkisstjórnin hefur heitið að gera samfara uppstokkun og ein- földun stjórnkerfisins. Strangt til tekið vill Jón ekki innlima sjávarút- vegsmál- og landbúnaðarmál inn í atvinnuvegaráðuneyti sem fæst við málefni margra annarra atvinnu- greina. Rök hans eru á þá leið að hagsmunir undirstöðugreinanna, sem hann ber ábyrgð á, verði fyr- ir borð bornir í sameinuðu atvinnu- vegaráðuneyti. Einnig má þó vera ljóst að Jón Bjarnason yrði við slík- ar breytingar ekki öruggur um ráð- herrastól áfram. Alkunna er að þing- menn ganga nú sem fyrr með það í maganum að verða kallaðir til æðstu metorða og setjast í ráðherrastóla fyrir flokk sinn. Jón veit sem er að hann stendur lengst til vinstri innan ríkisstjórnarinnar og líkurnar miklar á því að honum yrði fórnað kæmi til uppstokkunar innan hennar. Mikil félagsvera Samherjar Jóns innan VG bera hon- um vel söguna, sumir meira að segja afar vel. „ Jón er heiðarlegasti pólitík- us sem ég hef kynnst og samstarf okk- ar hefur snúist upp í órjúfanlega vin- áttu,“ segir Atli Gíslason, þingmaður VG í Suðurkjördæmi. „Jón er einn- ig afar mikil félagsvera. Hann fylg- ir mottóinu um að maður sé manns gaman. Enda er hann mjög skemmti- legur og hrókur alls fagnaðar þegar menn koma saman. Í fjölmiðlum er dregin upp allt önnur mynd af hon- um en hann á skilið. Hann er sveita- maður af guðs náð í bestu merkingu þess orðs og feiknarlega duglegur eins og uppbygging hans á skólastarfinu á Hólum ber með sér. Hann var að vísu ekki einn að verki en hann á þar stór- an hlut að máli.“ Atli segir að Jón íhugi allt sem hann geri og hrapi ekki að ályktunum eða ákvörðunum. „Hann leitar álits og ráðfærir sig við aðra.“ Jón var eini ráðherra VG sem greiddi atkvæði gegn aðildarumsókn- inni að ESB á Alþingi í fyrra og stóð þar með við áður gefin orð sín. Vitað er að afstaða Jóns fór mjög í taugarn- ar á ýmsum stjórnarliðum, einkum í röðum samfylkingarmanna. Jón hefur sætt harðri gagnrýni, ekki aðeins fyrir afstöðu sína til Evrópusambandsins, heldur einnig til sameiningar ráðuneyta, eins og áður segir, sem og ýmissa atriða sem snerta landbúnað og sjávarútveg. Skemmst er að minnsta frumvarps hans um breytingar á búvörulögum. Atli Gísla- son telur ekki að þessi ágreiningur sé fyrirferðarmikill, að minnsta kosti ekki milli þeirra tveggja. „Við erum sammála um flest þótt gagnrýni okk- ar sé með ólíkum áherslum. Ég hef til dæmis gagnrýnt aðferðina við sam- einingu ráðuneyta og hef talið að breytingarnar verði að gerast neðan frá ef svo má segja. En sameininguna átti einnig að nota til þess að koma honum úr ráðherrastóli. Svo má nefna þetta fádæma gjörningaveð- ur gegn honum vegna búvörufrum- varpsins á dögunum. Þar var Jón ekki að gera neitt annað en að herða viðurlög við búvörufram- leiðslu utan greiðslumarks. Hann hef- ur verið lagður í pólitískt einelti með afar ósanngjörnum og illskeyttum hætti,“ segir Atli Gíslason. Strandamaður á Snæfellsnesi Jón Bjarnason er fæddur 26. desem- ber 1943 í Asparvík í Strandasýslu. Hann ólst þar upp til sjö ára ald- urs en í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi eftir það. Stúdentsprófi lauk hann árið 1965 frá MR og búfræðiprófi frá Hvanneyri tveimur árum síð- ar. Hann lét ekki þar við sitja held- ur hélt til Noregs og lauk búfræði- kandídatsprófi frá Ási árið 1970. Jón settist aftur á skólabekk árin 1991 til 1992 í Landbúnaðarháskólanum í Edinborg. Hann gegndi margvísleg- um trúnaðarstörfum fyrir sitt hérað á Snæfellsnesi samhliða landbún- aðarstörfum. Hann reisti meðal ann- ars hús og fjárhús meðan hann bjó á Bjarnarhöfn. Jón kenndi síðar við búvísindadeildina á Hvanneyri en gerðist loks skólameistari Bænda- skólans á Hólum og gegndi því starfi frá árinu 1981 til 1999. Þar tók hann við skóla sem stóð til að leggja niður en snéri vörn í sókn. Jón var fyrst kjörinn á þing fyrir Vinstrihreyfinguna - grænt framboð árið 1999 og hefur setið samfellt á þingi síðan þá. Hann tók sæti í mörg- um þingnefndum og sat samfellt í 10 ár í fjárlaganefnd Alþingis. Hann var skipaður sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra í nýrri ríkisstjórn Sam- fylkingar og Vinstri grænna sunnu- daginn 10. maí í fyrra. Þann dag tók hann við lyklavöldum í ráðuneyt- unum tveimur af Steingrími J. Sig- fússyni, formanni sínum, en hann hafði stýrt ráðuneytunum frá því rík- isstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tók við valdataumunum í stjórnarráðinu 1. febrúar 2009. Jón er kvæntur Ingibjörgu Kolka Bergsteinsdóttur þroskaþjálfa. Börn þeirra eru Bjarni (44) forstöðumað- ur Veiðimálastofnunar á Sauðár- króki, Ásgeir (40) hagfræðingur og forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings fram að hruni bankans, Ingibjörg Kolka (38) íslenskufræð- ingur, Laufey Erla (32) verkefnastjóri hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadótt- ur, Katrín Kolka (27) nemi við HÍ og Páll Valdimar Kolka (26) en hann nemur jarðfræði í Bandaríkjunum. Hvatt til andófs gegn ESB-aðild Flokksráð Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs kom saman í janúar síðastliðnum. Þar var ítrekuð and- staða við aðild að Evrópusamband- inu og hvatt til þess að flokkurinn setti á fót nefnd sem fylgdist í hví- vetna með öllum skrefum sem stig- in yrðu í umsóknarferlinu. Orðrétt sagði í ályktun flokksráðsins um að- ildarumsóknina: „Flokksráðið ítrek- ar andstöðu Vinstrihreyfingarinn- ar - græns framboðs við hugsanlega aðild Íslands að Evrópusamband- inu. Þrátt fyrir að nú hafi verið sótt um aðild að sambandinu, er það eindreginn vilji flokksráðs að Ísland haldi áfram að vera sjálfstætt ríki utan Evrópusambandsins. Flokksráð Vinstrihreyfingarinnar – græns fram- boðs hvetur ráðherra, þingmenn og félagsmenn Vinstri grænna um allt land til að halda stefnu flokksins um andstöðu við aðild Íslands að ESB á lofti og berjast einarðlega fyrir henni ... Flokksráðið felur stjórn flokksins að skipa sérstakan starfshóp til að fylgjast grannt með því ferli sem nú er í gangi og tryggja upplýsingaöflun innan flokksins og til að starfa með þingflokki og fulltrúum flokksins í utanríkismálanefnd að Evrópumál- um.“ Ekki verður annað ráðið af fram- angreindri ályktun en að mikill samhljómur sé með ályktun flokks- ráðsins og „órólegu deildarinnar“ innan VG. Ásmundur Einar Daða- son, bóndi og þingmaður VG í Norð- vesturkjördæmi líkt og Jón, er for- maður Heimssýnar. Heimssýn hefur það sérstaka markmið að berjast gegn aðild að ESB og þar innan veggja er hvers kyns valdaframsal til yfirþjóðlegra stofnana talið tilræði við lýðræði, sjálfstæði og fullveldi landsins. VG - tveir flokkar? Á þessum vettvangi hafa tvö mis- munandi pólitísk öfl náð góðum samhljómi í seinni tíð. Annars veg- ar Ögmundararmur VG sem Jón til- heyrir og hins vegar sá armur Sjálf- stæðisflokksins sem andsnúinn er ESB-aðild og náði undirtökunum á landsfundi flokksins seint í júní. Sjónarmiðum þessa arms Sjálf- stæðisflokksins er mjög hampað í Morgunblaðinu sem Davíð Odds- son ritstýrir. Jafnframt er „Heima- stjórnararmurinn“, sem svo er nefndur, andvígur Icesave-samn- ingum og að einhverju leyti sam- starfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um endurreisn efnahagslífsins. Öll þessi sjónarmið, sem nú eiga upp á pallborðið lengst til hægri í litrófi íslenskra stjórnmála, renna saman við sjónarmið sem Ögmundararm- ur VG heldur á lofti í andstöðu við stefnu ríkisstjórnarinnar. Eftir að Ögmundur Jónasson hvarf úr ríkis- stjórninni hefur það komið í hlut Jóns Bjarnasonar að halda ýms- um af ofangreindum sjónarmiðum á lofti innan ríkisstjórnarinnar, en hann einn getur talist fulltrúi Ög- mundararmsins innan hennar. Hvað skilur að „hægrið“ og „vinstrið“? Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, hefur bent á í nýlegum pistli sínum í sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins, að fátt skilji þessar fylkingar að annað en mismunandi sýn á deilumál fortíð- arinnar, einkum þau sem lúta að kaldastríðinu og hersetunni í land- inu frá seinni heimsstyrjöldinni. Í raun má skilja ritstjórann fyrr- verandi svo, að ef ekki væri fyrir þessa mismunandi sýn gæti Ögmundar- armurinn í VG og heimastjórnar- armur Sjálfstæðisflokksins unnið saman á málefnalegum grundvelli, jafnvel myndað bandalag. Styrmir sagði í grein sinni sunnudaginn 15. ágúst: „Í ákveðnum hópum innan Vinstri grænna ríkir djúpstætt hat- ur á Sjálfstæðisflokknum. Það bygg- ist ekki á málefnum nútímans. Það byggist á stjórnmálaátökum fortíð- arinnar. Þótt kalda stríðinu hafi lok- ið fyrir tveimur áratugum úti í heimi er því ekki lokið á vettvangi stjórn- málaflokkanna hér. Þetta er hin mikla sjálfhelda ís- Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur legið undir ágjöf að undanförnu vegna ákvarðana sem hann hefur tekið sem ráðherra en einnig vegna skoðana sinna. Hann er um þessar mundir eini ráðherra Vinstri grænna í ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur sem getur talist til „villta vinstrisins“ eða Ögmundararmsins. Í nærmynd DV af Jóni bera samherjar hans honum vel söguna, en hann er eini ráðherrann í ríkis- stjórninni sem talist getur fulltrúi „órólegu deildarinnar“ í VG. Hugsjónamaður í skotlínu Því má segja að Jón Bjarnason standi í eldlínu stjórn- málanna. JóHann HaukSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.