Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Blaðsíða 44
HóruHús
helvítis
Tvö systrapör mörkuðu spor sín í glæpasögu Mexíkó á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Þær ráku
Rancho El Ángel, vændishús sem fékk síðar nafngiftina Hóruhús helvítis. Hátt í hundrað lík fundust á
landareign systranna og var um að ræða vændiskonur, viðskiptavini og börn sem hafði verið fyrirkomið.
Á sjötta áratug síðustu aldar og snemma á þeim sjöunda voru tvær systur búsettar
í mexíkósku borginni Guanaju-
ato, um 320 kílómetra norður
af Mexíkóborg. Systurnar, Delf-
ina og María de Jesús González,
„Las Poquianchis“, voru ekki fé-
legur pappír og ráku vændishús-
ið Rancho El Ángel, sem fékk síð-
ar nafngiftina „hóruhús helvítis“.
Systurnar voru heilinn á bak
við starfsemi sem átti eftir að
kosta fjölda manns lífið, einkum
ungar vændiskonur. Hrun veldis
systranna mátti rekja til þess að
lögreglan hafði hirt upp konu að
nafni Josefina Gutiérrez, hóru-
mömmu sem grunuð var um
að hafa rænt ungum stúlkum í
grennd við Guanajuato. Við yfir-
heyrslur bendlaði Josefina syst-
urnar tvær við starfsemina og
rannsókn lögreglunnar átti eft-
ir að leiða í ljós raunveruleika
sem var lyginni líkastur. Þeg-
ar lögreglan framkvæmdi leit á
lóð systranna fann hún lík ellefu
karlmanna og áttatíu kvenna auk
nokkurra fóstra.
Óánægja gat kostað
þær lífið
Systurnar ráku hóruhús víðar en
í Guanajuato-borg í Guanajuato-
fylki og voru einnig orðaðar við
hórmang í Lagos de Moreno, Jal-
isco, Leon og San Francisco del
Rincon, og nutu aðstoðar tveggja
stallsystra við það. Stallsysturnar
voru í reynd einnig systur, Car-
men og María Luísa.
Starfsemi systranna byggði
á því að finna hórur með því að
auglýsa í smáauglýsingum eftir
starfskröftum til að sinna þernu-
störfum. En því fór fjarri að sú
væri raunin.
Margar stúlknanna voru
neyddar til að neyta heróíns eða
kókaíns. Síðar þegar þær urðu of
lasburða til að þjóna viðskipta-
vinum hóruhússins eða of illa
farnar vegna ítrekaðra nauðgana
voru þær drepnar. Fölnuð fegurð
eða óánægja viðskiptavina með
veitta þjónustu gat einnig kostað
stúlkurnar lífið.
Reyndar voru viðskiptavinir
Englabýlisins ekki alveg óhult-
ir því þeir sem sýndu það dóm-
greindarleysi að koma á hóru-
húsið með fúlgur fjár mættu þar
einnig örlögum sínum.
Mörgum konum bjargað
Eftir að Josefina hafði leyst frá
skjóðunni var gefin út hand-
tökuskipun á hendur systrunum
Delfinu og Maríu, og voru þær
handteknar í San Francisco del
Rincon. Einnig varð það til að
stjaka við yfirvöldum að nokkr-
ar konur höfðu gefið sig fram í
höfuðstöðvum lögreglunnar í
Leon, vannærðar og með greini-
leg merki líkamlegrar misnotk-
unar, og gefið upplýsingar um
þá kynlífsánauð sem þær höfðu
sætt.
Systurnar Carmen og María
Luísa voru einnig handteknar
en reyndar tókst Maríu Luísu að
blekkja lögregluna um skamma
hríð.
Frásagnir fórnarlamba systr-
anna við réttarhöldin fengu hár-
in til að rísa á þeim sem heyrðu.
Þar kom fram hvernig stúlkurn-
ar voru barðar til hlýðni og mis-
þyrmt á fleiri vegu. Einnig sögðu
stúlkurnar frá morðum sem
höfðu átt sér stað og voru þær
myrtu huslaðar í bænum þar sem
þeim hafði verið haldið föngnum.
Fóstureyðingar voru fram-
kvæmdar miskunnarlaust við
frumstæðar aðstæður ef ástæða
var til og ef barn var í heiminn
borið, fyrir mistök eða hand-
vömm, var það drepið.
Dæmdar til hámarksrefsingar
Í kjölfar nokkurra mánaða rann-
sókna og réttarhalda voru syst-
urnar Delfina og María de Jesús
González og systurnar Carmen
og María Luísa fundnar sekar um
hórmang, mannrán og morð. Þær
voru dæmdar til fjörutíu ára fang-
elsisvistar og aðeins María de
Jesús átti eftir að líta sólarljósið
sem frjáls manneskja eftir það.
Delfina, sem gekk undir nafn-
inu Poquianchis Mayor, lést af
völdum slyss innan fangelsismúr-
anna, fimmtíu og sex ára að aldri,
í fangelsi í Irapuato 17. október
1968.
María Luísa, sem var kölluð Eva
La Piernuda, missti vitið vegna ótta
um að hún, vegna ódæða sinna,
yrði fyrir árás æsts múgs. Krabba-
mein dró Carmen til dauða.
Aðeins María de Jesús lauk af-
plánun og hvarf af sjónarsviðinu í
kjölfarið og er ekkert vitað um af-
drif hennar eftir það.
Þannig lauk sögu „Las Poqui-
anchis“ og Hóruhúss helvítis í Gu-
anajuato í Mexíkó.
44 sakamÁl umsjón: kolbeinn þorsteinsson kolbeinn@dv.is 27. ágúst 2010 föstudagur
Síðar þegar þær urðu of
lasburða til að þjóna
viðskiptavinum hóru-
hússins eða of illa
farnar vegna ítrekaðra
nauðgana voru þær
drepnar.
„las Poquianchis“
systurnar alræmdu
kölluðu ekki allt
ömmu sína við
rekstur Hóruhúss
helvítis.