Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Blaðsíða 30
ADHD og Nils WogrAm á JAzzHátíð Á miðri Jazzhátíð Reykjavík-
ur 2009 léku meðlimir ADHD inn á sína fyrstu hljómplötu sem í kjölfarið hlaut íslensku tón-
listarverðlaunin sem djassplata ársins. Þeir hreinlega slógu í gegn og Davíð Þór Jónsson, einn
forsprakka sveitarinnar, bætti svo um betur og var valinn tónlistarflytjandi árins á hátíðinni.
ADHD spilar í kvöld á þýsk-íslenskri kvöldstund í Hafnarhúsi á Jazzhátíð Reykjavíkur ásamt
básúnuundrinu Nils Wogram og Nostalgiu-tríói hans. ADHD gefur út sína aðra plötu á
næstunni svo það er um að gera að missa ekki af þessum frábæru tónlistarmönnum að
störfum enda eru þeir líklegir til frekari afreka. Miðaverð er 2.500 krónur og tónleikarnir
hefjast klukkan 20.00.
ÞAr sem krAkkAr megA klifrA Á sunnu-
dögum leita barnafjölskyldur sér oft að einhverju skemmtilegu og
uppbyggilegu til að hafa fyrir stafni. Á sunnudaginn klukkan 14.00 er
því upplagt fyrir fjölskylduna að skoða sýninguna Ég kýs blómlegar
konur og endurgerð af vinnustofu Ásmundar Sveinssonar í fylgd
með Klöru Þórhallsdóttur, myndlistarmanni og kennara. Leiðsögnin
tekur um 30–45 mínútur. Börnum finnst sérstaklega gaman að
heimsækja Ásmundarsafn við Sigtún því þar er hægt að spóka sig í
fallegum garði með styttum sem jafnvel má klifra í.
Vegir liggja til allra átta hjá Vesturporti:
Broadway eða Hollywood?
„Ég hef ekki tilfinningu fyrir Broad-
way en átta mig samt á því að það
væri merkileg upplifun og góð við-
urkenning að koma sýningu upp á
Broadway,“ segir Gísli Örn Garð-
arsson, en Vesturport ferðast með
Hamskiptin til New York í nóvem-
ber og setur sýninguna upp í BAM-
leikhúsinu þar í borg. Fái sýningin
góðan dóm í hinu virta dagblaði
The New York Times aukast líkur á
því að Vesturport geti hafið innreið
sína á Broadway. „Góður dómur
skiptir miklu máli,“ staðfestir Gísli.
„Við höfum áður sýnt í BAM-leik-
húsinu og settum þá upp Woyzeck.
Sú sýning er vön því að fá misjafna
dóma, enda var Woyzeck óklárað
þegar höfundurinn féll frá og því
kallar það á mismunandi túlkanir
leikstjóra. Woyzeck féll ekkert sér-
staklega í góðan jarðveg hjá gagn-
rýnendum The New York Times.
En það skipti svo sem litlu máli þar
sem Woyzeck myndi seint rata inn
í markaðsleikhús Broadway. En
það verður forvitnilegt að sjá hvað
þeir segja um Hamskiptin, því það
er verið að sækjast eftir henni á
Broadway. Þó að það sé fáránlegt
að einn gagnrýnandi hjá einu blaði
skuli hafa svona mikil völd.“
Það var frammistaða Gísla í
Rómeó og Júlíu sem færði hon-
um hlutverkið í Hollywood-kvik-
myndinni Prince of Persia sem var
frumsýnd í fyrravor svo ljóst er að
útrásin til London og New York
gæti skilað honum og samleikur-
um hans góðum tækifærum. Hvort
tækifærin bjóðast á Broadway eða í
Hollywood verður tíminn að leiða
í ljós. Aðspurður um gang mála og
uppákomur tengdar Hollywood
segir Gísli: „Ég reyni mitt besta
þegar kallið kemur. Stundum flýg
ég út til þess að fara í prufu en ég
fæ stundum að senda leikið efni
út. Þetta er svona hjá mér og öðr-
um íslenskum leikurum með um-
boðsmenn erlendis. Mér er sér-
staklega minnisstætt þegar ég fór
í prufu fyrir einn „casting director“
og lék fyrir hann senu þar sem ég
notaðist við amerískan hreim. Þeg-
ar ég hafði lokið máli mínu sagði
leikstjórinn: „Flott, geturðu
nú tekið hana aftur með
amerískum hreim!“
Ég náði ekki
að landa því
hlutverki.“
kristjana@dv.is
30 fókus 27. ágúst 2010 föstudagur
BreikmeistArAr
á leið til
lANDsiNs
Freestyle Phanatix er stærsti
og þekktasti breikdanshópur á
Norðurlöndum og hefur aðset-
ur í Danmörku og Svíþjóð. Yfir
500.000 manns á öllum aldri hafa
séð sýningar þeirra á Norður-
löndunum og í Evrópu. Í hópnum
eru færustu og þekktustu hipp-
hopp-dansarar á Norðurlöndum.
Freestyle Phanatix-hópurinn
var stofnaður árið 1993 og hefur
því langa reynslu af dansinum.
Dansstíll þeirra hefur þróast frá
hipp-hopp-dansi á götum úti
til stærri sýninga fyrir leikhús.
Hópurinn hefur tekið þátt í gerð
margra tónlistarmyndbanda og
hefur unnið til fjölda verðlauna,
þeir eru til að mynda tvöfaldir
Norðurlandameistarar og sigur-
vegarar í keppnum sem hafa farið
fram í Svíþjóð og Eystrasaltslönd-
unum.
Námskeiðið fer fram í sýning-
arsal í kjallara Norræna húss-
ins 15. september og stendur í
90 mínútur. Námskeiðið skiptist
í fyrirlestur og sýningu en síð-
an tekur við klukkustundarlöng
verkleg kennsla. Tekið er á móti
skráningum í Norræna húsinu til
8. september.
töðugJölD í
Viðey
Sumaráætlun til Viðeyjar með daglegum
siglingum lýkur í ágúst en frá og
með 1. september eru áætlunarferðir
einungis um helgar. Í Viðey er haustinu
tekið opnum örmum með viðeigandi
hátíðahöldum og uppskerufagnaði.
Töðugjöld í Viðey eru að þessu sinni
haldin sunnudaginn 29. ágúst og mikið
um að vera. Siglt verður til Viðeyjar frá
kl. 11:15.
Brot af dagskrá á Töðugjöldum:
11:30–17:00 Viðeyjarstofa opin
11:30 Grænmetismarkaðurinn verður
opnaður. Á boðstólum nýuppteknar
rófur, kartöflur, kál og alls kyns góðgæti.
Fyrstur kemur, fyrstur fær.
13:15 Þórir Stephensen leiðir staðar-
skoðun í nágrenni Viðeyjarstofu. Gangan
hefst á bryggjunni í Viðey.
13:00 Skátafélagið Landnemar stjórnar
víðavangsleikjum á leiksvæðinu fyrir
aftan Viðeyjarstofu.
15:00 Dómnefnd kynnir úrslit og
verðlaunar sigurvegarann.
15:30 Örlygur Hálfdanarson leiðir
göngu um Stöðina, þorpið í Viðey.
Gangan hefst við skólann í þorpinu.
ÆrslAgANgur í HAfNArfirði
Í kvöld klukkan 20.00 verður opn-uð í Hafnarborg sýningin Að elta fólk og drekka mjólk þar sem sýnd verða verk sem þrátt fyrir
að vera ólík eiga það öll sameigin-
legt að innihalda ýmis tilbrigði húm-
ors. Meðal þeirra listamanna sem
taka þátt í sýningunni eru Snorri Ás-
mundsson og Ásmundur Ásmunds-
son. Snorri opnar Snorrastofu sem
er yfirlit yfir verk hans síðustu árin
og Ásmundur afhjúpar skúlptúr á
Strandgötu í Hafnarfirði á grunni
gamla Hafnarfjarðarbíós.
Listamaðurinn Snorri Ásmunds-
son bauð sig fram í borgarstjórnar-
kosningunum árið 2002 og stofnaði
þá stjórnmálaflokkinn Vinstri-hægri-
snú og fór síðan í forsetaframboð í
miðju góðærinu árið 2004. Í báðum
tilfellum voru aðferðir Snorra keim-
líkar þeim sem Jón Gnarr notaði í
upphafi framboðs síns í vor. Kímni-
gáfunni var beitt í ádeiluskyni með
það að markmiði að sýna fram á fá-
ránleika hefðbundins valdakerfis
og stjórnmála. „Ég vakti ekki jafn-
mikla lukku og Jón Gnarr og Besti
flokkurinn þegar ég bauð mig fram
til borgar stjórnar. Í raun finnst mér
afskaplega skemmtilegt að fylgjast
með því hversu sáttir og glaðir sjálf-
stæðismenn eru núna með framboð
Besta flokksins, þeir höfðu nefnilega
engan húmor árið 2002 og brugðust
hinir verstu og fúlustu við klofnings-
framboði mínu úr flokknum.“
Björgólfur ósáttur við forseta-
framboðið
„Eins upplifði ég mikinn mótbyr við
forsetaframboð mitt árið 2004. Þá
starfaði ég mikið með listagalleríinu
Kling og Bang sem naut stuðnings
Björgólfs Guðmundssonar. Björ-
gólfi fannst framboð mitt óþægilegt
og vildi ekki tengjast því á nokkurn
máta. Þegar afstaða Björgólfs var ljós
þá missti ég einnig stuðning margra
listamanna sem hræddust ef til vill
að fæla frá fjármagnseigendurna.
Forsetaframboðið breyttist þannig úr
því að vera skemmtileg og vekjandi
uppákoma í langdregin leiðindi. Eft-
ir hrunið eru viðbrögð við uppák-
omum sem þessum allt önnur. Það
hefur orðið vakning, tímarnir eru
breyttir og viðhorfin allt önnur. Nú
þykir sömu listamönnum og þótti
forsetaframboðið ekki fínt á sínum
tíma framboð Besta flokksins alveg
meiriháttar viðburður."
Minjar frá sérstöku tímabili
Snorri segir línuna milli raunveru-
leikans og fáránleikans vera afar fína.
„Þegar ég bauð mig fram til forseta
vandaði ég mig mikið. Ég áttaði mig á
því að orðspor mitt þótti ekki fínt eft-
ir góð sukkár og dugði líklega ekki til
frekari framgangs. Þess vegna sank-
aði ég að mér nokkrum heiðursborg-
aratitlum og gerðist heiðursborgari
New York-borgar, Akureyrarbæjar og
Seyðisfjarðar. Myndir þar sem þetta
ferli er skrásett eru meðal þeirra sem
finna má í Snorrastofu. Mér finnst
skemmtilegt að rifja þetta allt sam-
an upp því þetta eru minjar frá mjög
sérstöku tímabili.“
kristjana@dv.is
íhaldinu óx húmor
Innlit í Snorrastofu Minjar
um merkilegt tímabil
Mynd SIgTryggur ArI JóhAnSSon
heiðursborgari new york-borgar
Ef grannt er skoðað er lykillinn að
New York-borg um háls styttunnar.
Í raun finnst mér afskaplega
skemmtilegt að fylgjast
með því hversu sáttir og
glaðir sjálfstæðismenn
eru núna með framboð
Besta flokksins.