Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Blaðsíða 31
...geisladiskn- um Skrýtin veröld með Bjartmari og bergrisunum. Veisla fyrir heilann. ...kvikmyndinni Inception Lagskipt snilld sem talar til manns á ótal sviðum. ...kvikmyndinni The Expendables Það er einfaldlega upplifun að sjá þessa mynd. ...kvik- myndinni Karate Kid Ekkert nýtt undir sólinni. föSTudagur n Lay Low í eyfirskri stemningu Lay Low flytur norðlenska tónlist í bland við sína eigin. Lögð verður áhersla á eyfirsk skáld og fluttar verða nokkrar gamlar perlur í nýjum búningi. Tónlist- armenn á svæðinu spreyta sig síðan á lögum söngkonunnar. Stórskemmtilegur viðburður á opnunarhátíð menningar- hússins Hofs á Akureyri. Meðal þeirra fjölmörgu sem troða upp með Lay Low eru Kammerkórinn, Kór Hrafnagilsskóla, Rokksveitin Malignant Mist og Helena Eyjólfsdóttir. Öllum 20 ára og yngri verður boðið frítt á tónleikana. n Hamskiptin — síðustu sýningar Nokkrar sýningar verða í Þjóðleikhúsinu á Hamskiptunum í lok ágúst og í byrjun september áður en við tekur sýningar- tímabil í BAM-leikhúsinu í New York. Sýnt á stóra sviðinu kl 20.00. laugardagur n Teknótryllingur á Nasa Fjöldi plötusnúða flytur tónlist á Nasa á laugardagskvöld. Meðal þeirra sem koma fram eru: Plastician, Bones, Klose-1, Illaman, Kid Mistik, Ghozt, Bensol og Exos. Bæði stóri salurinn og efri hæð Nasa verða nýtt í tryllinginn og ekkert til sparað. Í stóra salnum verður áherslan lögð á harðkjarnateknóstemn- ingu en á efri hæðinni verður klúbbas- temning ríkjandi. n Sniglabandið 25 ára Sniglabandið fagnar stórafmæli sínu með tónleikum á stóra sviði Borgar- leikhússins. Víst er að bandið á eftir að taka upp á ýmsu og leggja mikið upp úr sjónrænni upplifun á þessum tónleikum. Gestum er einnig lofað því að bragðlauk- arnir verði kitlaðir. Sniglabandsveislan góða hefst kl. 20.00 og er aðgangseyrir 2.900 kr. Sunnudagur n Langþráðir tónleikar fyrir norðan Hátíðartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands verða í Hofi á sunnudaginn kl. 16.00. Þetta verða fyrstu tónleikar sveitarinnar í nýja húsnæðinu og marka tímamót í sögu hennar þar sem hún fær nú langþráða aðstöðu til æfinga- og tónleikahalds. Meðal flytjenda verða Víkingur Heiðar Ólafsson sem flytur á tónleikunum píanókonsert op. 16 eftir Edvard Grieg. n Þynnkubíó á Prikinu Kvikmyndasýning á Prikinu og popp í boði. Sýnd verður myndin Escape from New York. Hvað er að GERAST? Glæsileg opnunardagskrá með fjölda listamanna: Menningarhúsið Hof vígt „Það verður eitthvað um að vera fyrir alla,“ segir Heiðrún Grétars- dóttir, markaðsfulltrúi Menning- arhússins Hofs. Heiðrún segir Norðlendinga spennta og að lista- menn og allir aðrir sem koma að dagskrá opnunarhátíðar hafi æft stíft alla síðustu viku. „Það var svo mikil eftirspurn vegna tón- leika Lay Low í Hofi að við bætt- um við öðrum tónleikum seinna um kvöldið,“ segir Heiðrún frá og bendir áhugasömum sem ekki komast á tónleikana að þeir verði sendir út í beinni útsendingu á Rás 2. Tónleikarnir hefjast í kvöld klukkan 19.30. „Á morgun klukk- an 16.00 verður svo húsið vígt með formlegum hætti. Akureyring- um gefst kostur á að fylgjast með vígsluathöfninni í beinni útsend- ingu á sjónvarpsstöðinni N4. Svo opnum við Hof upp á gátt klukkan 21.00 og bjóðum alla velkomna. Ég hvet Akureyringa til að líta við og kynna sér starfsemi hússins,“ bætir Heiðrún við og segir að um 23.30 mæti svo byltingarhetjan Kingimar og taki yfir húsið með gestum Akureyrarvöku sem hald- in er um helgina. kristjana@dv.is ...leikritinu Hallveig ehf. Skemmtilegt og fræðandi leikrit í öðruvísi rými. ...heimild- armyndinni Babies Stór- skemmtileg heimildar- mynd hér á ferð. föstudagur 27. ágúst 2010 fókus 31 ÆrSlagangur í HafnarfIrðI grín fyrir gaflarana Á smundur Ásmundsson afhjúpar útilistaverk með formlegri athöfn og tilheyrandi ræðuhöld- um í kvöld. Verkið stendur á gamla grunni Hafnarfjarðarbíós sem var rifið fyrir nokkrum árum. Hafn- arfjarðarbíó er eitt af elstu kvik- myndahúsum landsins og þykir framkvæmdin umdeild. Þegar Ásmundur er beðinn að lýsa verkinu og innblæstrinum að því segist hann ómögulega geta lýst því þótt hann gjarnan vildi. „Í þessum töluðum orðum er verk- ið ekki tilbúið og því er ómögulegt að lýsa því þótt ég gjarnan vildi. Óvissuþættirnir eru mjög marg- ir og það væri mjög leiðinlegt að afhjúpa verkið fyrirfram á síðum DV og eyðileggja þannig yndislega stund á opnunarhátíðinni. Að auki mætti setja sig í heimspekilegar stellingar og segja að verkið verði ekki tilbúið fyrr en búið er að af- hjúpa það í kvöld. Ég get samt sagt frá því að verkið er búið til úr stein- steypu og verður steypt sérstak- lega inn í bæ Hafnfirðinga. Og ef ég þekki Gaflarann rétt á hann eftir að hafa mjög gaman af þessu af því að hann er svo mikill húmoristi.“ Lókal delar En af hverju skyldi staðsetning- in vera umdeild? „Ég hef ekk- ert kynnt mér það sérstaklega af hverju staðsetningin er umdeild en býst við að til hafi staðið að byggja einhvern óskapnað þarna og verktakarnir farið á hausinn áður en það tókst en þó ekki fyrr en eftir að þeir eyðilögðu það sem fyrir var. Sennilega hafa það verið einhverjir lókal delar úr íþrótta- hreyfingunni og allt löðrandi í spillingu og heimsku ef einhver nennir að rannsaka það. En ég nenni ekki að setja mig inn í það sérstaklega. Staðsetningin er fyrst og fremst áhugaverð frá fagur- fræðilegu sjónarhorni; af blettin- um sést vel út fjörðinn, það er að segja verslunarmiðstöðin Fjörður- inn nýtur sín mjög vel ef staðið er uppi á skúlptúrnum enda alveg í hjarta bæjarins. Skúlptúrinn mun sjálfur sóma sér vel, ég lofa því.“ Auk þeirra Snorra og Ásmund- ar eiga verk á sýningunni þau Ásta Ólafsdóttir, Darri Lorenzen, Er- ling T.V. Klingenberg, Eva Ísleifs- dóttir, Geirþrúður Finnbogadótt- ir Hjörvar, Gjörningaklúbburinn, Hallgrímur Helgason, Ilmur Stef- ánsdóttir, Sara Björnsdóttir, Sig- urður Guðmundsson, Sigtryggur Berg Sigmarsson, Stefán Jónsson, Magnús Pálsson, Steingrímur Ey- fjörð, Egill Sæbjörnsson, Unn- dór Egill Jónsson og Þórður Ben Sveinsson. Sýningarstjóri er Krist- ín Dagmar Jóhannesdóttir. kristjana@dv.is Steypubíllinn mættur Verkið í mótun og Gaflarar bíða spenntir ... býst við að til hafi stað- ið að byggja einhvern óskapnað þarna og verktakarnir farið á hausinn áður en það tókst ... Glæsilegt menningarhús Hof verður opnað formlega um helgina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.