Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Blaðsíða 17
föstudagur 27. ágúst 2010 nærmynd 17 Eldhuginn Ögmundur Jónasson rís upp til varnar Jóni Bjarnasyni: „Hann er ekki einn.“ „Jón er ekki einn“ „Vorið 2009 greiddi Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, atkvæði gegn því  að Ísland sækti um aðild að Evrópusambandinu. Þetta var í fullu samræmi við það sem áður hafði verið sagt við myndun nú- verandi ríkisstjórnar að fyrirsjáanlegt væri  að þingmenn VG myndu ekki greiða atkvæði á einn veg. Jón Bjarnason hefur hins vegar sem ráðherra framfylgt þeirri stefnu sem Alþingi samþykkti varðandi aðildarumsóknina en hún gengur út á það, sem kunnugt er, að fá fram niðurstöðu í viðræðum sem síðan yrði kosið um í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þegar það síðan gerist að viðræðuferlið verður að aðlögunarferli – að því er séð verður – og boðið er upp á fjárveitingar til að smyrja ferlið sem best, þá spyrnir Jón Bjarnason við fótum enda er það í hans ráðuneytum sem mestu kröfurnar eru reistar. Þetta er fullkomlega málefnalegt og eðlilegt og nokkuð sem ríkisstjórnin mun án efa taka til skoðunar af fullri alvöru. Þá er hitt ljóst að á nákvæmlega sama hátt og stuðningsmenn stjórn- arinnar eru frjálsir að því að tjá Evrópusambandinu ást sína, þá eru aðrir frjálsir að hafa uppi efasemdir um slíkt ástarsamband. Rétt er að hafa í huga að síðarnefndi hópurinn á hljómgrunn með stórum hluta þjóðarinnar – að öllum líkindum meirihlutanum eins og staðan er nú! Læt ég þá liggja á milli hluta að VG er andvígt aðild sem stjórnmálaflokkur í ályktunum sínum og stefnu. Þetta skyldu þeir hafa í huga sem nú fara hamförum gegn Jóni Bjarna- syni á netinu  og víðar á þann hátt að líkja má við pólitískt einelti. En Jón er ekki einn. Hvorki í sínum flokki né með þjóðinni.“ Af vefsíðu Ögmundar Jónassonar HugsJónamaður í skotlínu Samherjar á góðri stund Djúpstæður skoðanaágreiningur innan VG hefur jafnframt þótt veikleikamerki ríkisstjórnarinnar. Vinur og samherji „Jón Bjarnason hefur verið lagður í pólitískt einelti með afar ósanngjörnum og illskeyttum hætti,“ segir Atli Gíslason. Stutt milli hægri og vinstri? Styrmir Gunnarsson telur að VG og sjálfstæðismenn eigi málefnalega samstöðu um margt. Fortíðin þvælist hins vegar fyrir mönnum. Hólar í Hjaltadal Jón Bjarnason tók við Hólaskóla árið 1981 og vann að uppbyggingu hans í nær 20 ár. lenzkra stjórnmála nú um stundir. Þeir sem eiga samleið í stærstu mál- um nútímans geta ekki náð saman vegna þess að þeir eru svo upptekn- ir af deilumálum fortíðarinnar. Ef við Ragnar Arnalds gætum ekki unnið saman gegn aðild Ís- lands að Evrópusambandinu (sem við getum og gerum) vegna þess að við deildum um Atlantshafsbanda- lagið og varnarliðið í fjóra áratugi, skipti það engu máli fyrir þjóðar- hagsmuni. Að íslenzkir stjórnmálaflokk- ar séu svo fastir í viðjum fortíðar að þeir geti ekki unnið saman að úrlausn vandamála þjóðarinnar í nútíð og framtíð er alvarlegra mál sem vekur spurningar um hvort eina leiðin út úr sjálfheldu stjórn- málanna sé uppstokkun flokka- kerfisins sem taki þá mið af við- fangsefnum líðandi stundar en ekki af deilumálum löngu liðins tíma.“ Þess má geta að Ragnar Arnalds var einn af leiðtogum Alþýðubanda- lagsins um langt skeið og forveri Ás- mundar Einars Daðasonar á for- mannsstóli í Heimssýn. Ríkisstjórnin lifir Jón Bjarnason skrifar ekki undir þessa kenningu Styrmis og ber fram mótrök. „Við erum þegar allt kemur til alls á sama báti. Við erum þjóð sem hefur lifað og hrærst hér í gegn um þykkt og þunnt í 1.000 ár. Öll finnum við hugsjónum okkar farveg í ólíkum fylkingum. Ég hef fundið mínum hugsjónum farveg í Vinstri- hreyfingunni – grænu framboði og geri mér far um að virða skoðanir þeirra sem aðhyllast aðrar skoðan- ir,“ segir Jón. „Afstaða mín til aðildar að ESB hefur alltaf legið fyrir. Hún er studd málefnalegum rökum,“ segir Jón þegar hann er spurður um afstöðu Morgunblaðsins og hægrimanna sem hampað hafa sjónarmiðum hans og andstöðu við ESB að und- anförnu. „Morgunblaðið fylgir sín- um áherslum. Ég býst við að þegar kemur að málum eins og einkavæð- ingu eða velferðarmálum eigi ég betur samleið með öðrum. Ég veit ekki hvort Morgunblaðið skrifar undir afstöðu mína eða ákvarðanir í sjávarútvegsmálum.“ Margir hafa velt því fyrir sér hvort klofningurinn innan VG sé svo al- varlegur að í raun sé hún samsett úr þremur stjórnmálaflokkum og jafn- vel hvort veikleikarnir séu ekki það miklir innan hennar að hún sé vart á vetur setjandi. Þessu er Jón ekki sammála. „Inn- an ríkisstjórnarinnar hafa menn sambærilegar hugsjónir. Það er styrkur. Það er ekki veikleikamerki að skiptar skoðanir geti verið uppi í einstökum málum. Við glímum við erfið viðfangsefni og við munum sjá út úr þessu. Ég óttast ekki um líf rík- isstjórnarinnar.“ Ráðherra í skotlínu „Við glímum við erfið viðfangsefni og við munum sjá út úr þessu. Ég óttast ekki um líf ríkisstjórn- arinnar,“ segir Jón Bjarnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.