Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Blaðsíða 12
„Efnahagsástand er huglægt ekkert
síður en efnislegt og um leið og til-
trúin fer aftur vaxandi munu mikl-
ir kraftar leysast úr læðingi,“ segir
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráð-
herra í einni af þeim greinum sem
hann hefur skrifað um eftirmál efna-
hagshrunsins síðustu daga undir yf-
irskriftinni „Landið tekur að rísa“. Í
greinunum færir Steingrímur rök fyr-
ir því að árangur hafi náðst í að taka á
efnahagsvanda ríkisins.
Seðlabankinn hefur lækkað stýri-
vexti sína um tvö prósent í sum-
ar, nú síðast um eitt prósent í ágúst.
Ákvörðunin var tekin á grundvelli
þess að verðbólga hafði hjaðnað
meira en gert var ráð fyrir og gengi
krónunnar hafði styrkst. Hins vegar
er gjaldeyrishöftum enn haldið uppi
og óvíst hvenær þeim verður aflétt en
nú er talið að afnámi þeirra þurfi að
fresta vegna dóms hæstaréttar um
ólögmæti gengistryggðra lána.
Óttast fall krónunnar
„Þótt það sé alveg rétt að þjóðarfram-
leiðsla hafi aukist og atvinnuleysi sé
minna en gert var ráð fyrir og verð-
bólga sé lítil, þá erum við ekki búin
að leysa vandamálin með gjaldmið-
ilinn. Einhvern tíma verður að aflétta
gjaldeyrishöftum, þá má búast við
því að sama sagan byrji aftur,“ segir
Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur
við Háskóla Íslands.
Guðmundur telur Steingrím gefa
réttmæta mynd af því að ástand
efnahagsmála hafi batnað mikið og
að efnahagslífið hafi rétt betur úr
kútnum en helstu spár gáfu til kynna.
Til dæmis hafi verið spáð ellefu pró-
senta samdrætti í landsframleiðslu
í fyrra sem hafi orðið sex prósent.
Hins vegar hefði Steingrímur mátt
gefa gjaldeyrismálum og lánshæfis-
mati ríkisins aukinn gaum. „Staðan
er bara þannig að við getum hvergi
tekið lán núna vegna þess að skulda-
tryggingarálagið er svo hátt. Það er
sagt að það sé vegna þess að við höf-
um ekki gert upp Icesave hvort sem
það er rétt eða ekki,“ segir hann.
Guðmundur vill að það verði
skoðað alvarlega að taka upp dollara
sem gjaldmiðil á Íslandi. Hann tel-
ur slíkt mun auðveldara í meðförum
en að sækjast eftir að taka upp evru.
„Það er eina vitið. Þetta myndi koma
á stöðugleika, við myndum losna við
verðbólguna og verðtryggingu,“ seg-
ir hann.
Krónan í öndunarvél
Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur við
Háskólann í Reykjavík, segir um-
mæli fjármálaráðherra um stöðugra
gengi krónunnar og styrka stjórn í
peninga- og gjaldeyrismálum ekki
taka mið af því að krónunni sé hald-
ið á lífi í öndunarvél gjaldeyrishafta.
„Skráning á verðgildi hennar er nær
því að vera stjórnvaldsaðgerð en nið-
urstaða viðskipta á markaði. Hvenær
á að hverfa frá stefnunni í peninga-
málum sem leiddi af sér hrun gjald-
miðilsins með ómældum afleiðing-
um fyrir fyrirtæki og heimili? Hver
er framtíðarsýn stjórnvalda um not-
hæfan gjaldmiðil? Hvað ætla þeir
menn að gera sem leggjast gegn að-
ild að ESB og þar með evrunni sem
lögeyri Íslendinga til að leysa þjóðina
úr fátæktarhlekkjunum sem krón-
an leggur á hana. Fjármálaráðherra
hlýtur að hafa rekið sig á hvað kostar
í íslenskum krónum að kaupa kaffi-
bolla á Fornebu,“ segir hann.
Þá segir Ólafur að Steingrímur
hafi ekki fjallað um þann vanda sem
blasi við heimilum í haust. Stjórn-
völd hafi lýst því yfir í bréfi til for-
stjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í
apríl að þau legðu áherslu á að frest-
ur til nauðungaruppboða yrði ekki
framlengdur. „Má samkvæmt því bú-
ast við að í október hefjist uppboð
fasteigna? Stjórnvöld hljóta að gera
grein fyrir því af hverju þau féllust á
að framlengja ekki þennan frest og
hversu margar fjölskyldur þau sjá
fyrir sér að verði bornar út af heim-
ilum sínum, hugsanlega út af kröfum
þar sem réttaróvissa ríkir um höfuð-
stól og vaxtahlutfall,“ segir Ólafur.
Jón Steinsson, hagfræðingur við
Columbia-háskóla í Bandaríkjun-
um, segir það hafa komið sér á óvart
hversu skjótur efnahagsbatinn á Ís-
landi hafi verið. Þar skipti mestu
samningar sem gerðir voru við kröfu-
hafa Kaupþings og Glitnis. „Einn-
ig var brottrekstur Davíðs Oddsson-
ar seðlabankastjóra mikilvægur. Og
skynsöm afstaða stjórnvalda til þess
gríðarlega þrýstings sem hefur ver-
ið um niðurfellingu skulda. Þá hefur
ríkisstjórnin tekið á ríkisfjármálun-
um af festu og ábyrgð. Þegar á heild-
ina er litið hefur ríkisstjórnin spilað
nokkuð vel úr þröngri stöðu,“ segir
Jón.
Skuldsettur einkageiri
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræð-
ingur Seðlabanka Íslands, kynnti í
vikunni rannsókn sem hann vann
að á heimskreppunni árin 2007 til
2009. Samkvæmt henni hefði að-
ild Íslands að myntbandalagi Evr-
ópu haft óveruleg áhrif á efnahags-
aðstæður í aðdraganda kreppunnar.
Einkageirinn var mjög skuldsettur og
bankakerfið stórt ásamt því að ójafn-
vægi í aðdraganda kreppunnar birt-
ist í hárri verðbólgu og miklum við-
skiptahalla.
Á fimmtudag sagði Steingrímur
að um leið og kæmi í ljós hver tengsl
Íslands verði við Evrópusambandið
skýrist hvert framtíðarumhverfi rík-
isins verði í gjaldmiðilsmálum og
að stjórnvöld geti hagað efnahags-
uppbyggingunni í samræmi við það.
„Fari svo að samningsniðurstaða
náist sem þykir á borð leggjandi
verður það þjóðin sjálf sem ræður
úrslitum í þjóðaratkvæðagreiðslu,“
sagði hann.
12 FRÉTTIR 27. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR
Staðan er bara þannig að við
getum hvergi tekið lán
núna vegna þess að
skuldatryggingarálagið
er svo hátt.
Efnahagsbati þjóðarbúsins hefur verið skjótari en helstu áætlanir
gerðu ráð fyrir. Engu að síður á ríkisstjórnin eftir að leysa erfið-
asta viðfangsefni sitt, að finna lausn á gjaldeyrisvanda ríkisins.
Enn er haldið uppi gjaldeyrishöftum og er alls óvíst hvað gerist
verði þeim aflétt. Nú bendir ýmislegt til þess að framhald verði á
höftunum vegna dóms hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra
lána. DV leitaði álits hagfræðinga á stöðu efnahagsmála.
RÓBERT HLYNUR BALDURSSON
blaðamaður skrifar: rhb@dv.is
LANDIÐ RÍS EN KRÓNAN EKKI
FITCH RATINGS Neikvæðar
MOODY‘S Neikvæðar
STANDARD OG POOR‘S Neikvæðar
Öll lánshæfismatsfyrirtækin hafa talið óvissu ríkja um greiðsluhæfi Íslands.
LÁNSHÆFISHORFUR RÍKISINS
2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015
HAGVÖXTUR NÆSTU ÁRA
Þjóðhagsspá fram til ársins 2015
0
n HEIMURINN
n ÍSLAND
-6,5
-3,7
-2,9
1,6
2,1
2,5
2,6 2,5
2,4
3,2
3,4
2,1 2,3
3,1
12%
6%
3,5%
2,5% 2,5% 2,6% 2,6%
12%
10%
8%
6%
4%
2%
0%
0,3%
1,4% 1,5% 1,6% 1,7% 1,9%
2,5%
VERÐBÓLGA
2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015