Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Blaðsíða 36
36 úttekt 27. ágúst 2010 föstudagur
Önnur kona varð fyrir
barðinu á Ólafi árið 1973,
28 ára gömul. Hún lá á
spítala vegna veikinda
þegar móðir hennar kall-
aði Ólaf til hjálpar. Hann
leitaði tvisvar sinnum
á hana. Konan sagði
móður sinni og sambýl-
ismanni frá þessu. Hún
gaf lögreglunni skýrslu
þegar Ólafur kærði þær
Sigrúnu Pálínu Ingvars-
dóttur og Stefaníu Þor-
grímsdóttur. Hún segir
sögu sína nú í fyrsta
skipti í fjölmiðlum.
Mamma þaggaði
niður í mér
,,Ég hef aldrei áður tjáð mig opinberlega um
þetta mál,“ segir konan. Hún býr ein og treyst-
ir sér ekki til þess að koma fram undir nafni
og mynd. „Ég veit ekki hvað maður er að kalla
yfir sig með því að gera það.“
Fyrrverandi eiginmaður hennar þekkti
Ólaf sem gifti þau hjónin og skírði dætur
þeirra. „Árið 1973 fæddist dóttir mín og ég
lenti í veikindum í kjölfarið. Ég missti mikið
blóð og blóðhlutfallið fór niður í 45%. Ég stóð
ekki undir sjálfri mér þannig að við fórum
báðar inn á spítala, ég og nýfædd dóttir mín.
Móður minni þótti ástandið slæmt, kallaði
Ólaf til og bað hann um að koma að tala við
mig. Mér leið svo illa. Þetta var erfiðasti tími
sem ég hef upplifað.“
Fækkaði fötum í aftursætinu
Ólafur kom upp á spítala og hitti þessa konu.
Í kjölfarið fór hann að hringja heim til henn-
ar. Einn daginn bauð hann henni í bíltúr. „Við
fórum upp í Hafnarfjarðarhraun. Þetta var að
vori og það var gott veður. Hann fór að fækka
fötum og settist í aftursætið á bílnum og bað
mig að setjast hjá sér. Ég gerði það en þá tók
hann utan um mig. Ólafur renndi síðan nið-
ur buxnaklaufinni og gerði sig líklegan í ein-
hvers konar ástarleik. Ég sá í hvað stefndi og
sagðist þá vilja komast heim og fór út úr bíln-
um. Hann gerði það þá einnig, klæddi sig og
ók af stað. Við ræddum ekkert um þetta á
heimleiðinni en hann talaði mikið um það að
hann hafi oft farið út í hraun þegar hann var
að læra að verða prestur.“
„Hann var hátt stemmdur og æstur“
Nokkrum dögum síðar hringdi Ólafur í hana
og bað hana um að hitta sig í kirkjunni. „Ég
hélt að hann ætlaði að ræða við mig. Hann
var að klára athöfn og leiðir mig um kirkjuna.
Hann fer með mig inn í þetta fræga glugga-
lausa herbergi. Seinna hef ég oft hugsað með
mér að hann hlýtur að hafa verið í góðri æf-
ingu því hann hvolfdi hempunni af sér með
einu handtaki og henti henni út í horn. Hann
lét hempuna bara fljúga. Þetta var ótrúlegt.
Ég man ekki hvort hann fækkaði fötum frek-
ar. Hann tók mig í fangið og reyndi eitthvert
kelerí. Hann gaf skýr merki um að hann vildi
ganga lengra. Hann var hátt stemmdur og
æstur. Ég hörfaði undan honum og fór út í
miklu uppnámi. Mér var brugðið. Ég hvorki
hitti eða ræddi við Ólaf Skúlason eftir þetta.“
Neitaði að ræða trú
Ég vildi byggja mig upp og leita stuðnings í
gegnum trúna. Áður en þetta atvik átti sér
stað í Bústaðakirkju reyndi hún að spyrja
Ólaf út í trúna. Þá sagði hann að trú væri ekki
þess eðlis að það væri hægt að geyma hana
ofan í skúffu og opna skúffuna þegar á þyrfti
að halda. Það væri bara alls ekki þannig.
Trú þyrfti að stunda með allt öðrum hætti.
Þar með eyddi hann þeim hugmyndum að
blanda trúnni eitthvað inn í þetta. Ég þyrfti að
tala við hann og þá færi mér að líða betur. Svo
var hann bara að ræða það sem hann var að
gera í daglegu lífi.“
Það stóð enginn með mér
Konan fór í uppnámi heim til móður sinnar
og sagði henni frá þessu. „Ég hugsaði með
mér að ég yrði að láta einhvern vita af þessu,
einhvern ábyrgðaraðila en mamma þagg-
aði alveg niður í mér. Mamma bar voðalega
mikla virðingu fyrir honum. Aðallega vegna
viðbragða móður minnar gerði ég ekkert
frekar í málunum og hélt að enginn myndi
trúa mér. Tíðarandinn var þannig þá. Auðvit-
að upplifði ég höfnun. Það stóð enginn með
mér. Ég var bara ein. Mér leið mjög illa, bæði
varðandi þetta og heilsuna. Þegar ég heyrði
að Ólafur sóttist eftir því að verða biskup
hugsaði ég með mér að ég ætti að láta gamla
biskupinn vita af þessu en ég kom mér ekki
að því, því miður.“
Særós Guðnadóttir varð fyrir kynferðisáreitni af
hálfu Ólafs Skúlasonar árið 1972, sautján ára gömul.
Móðir hennar vildi leggja fram kæru en Særós stopp-
aði hana af. Hún óttaðist viðbrögð annarra enda vissi
hún af stelpu sem var úthrópuð dræsa í skólanum
fyrir að segja skólameistara frá álíka reynslu af Ólafi
fjórum árum áður. Hún var ung og skammaðist sín.
Þar að auki kannaðist hún við dóttur Ólafs og vildi
ekki særa hana með þessari vitneskju.
framferði Ólafs
altalað í skólanum
Særós Guðnadóttir sendi Sigrúnu Pálínu Ingvars-
dóttur bréf árið 2009 þar sem hún þakkaði henni
fyrir að hafa stigið fram á sínum tíma og vakið at-
hygli þjóðarinnar á framferði Ólafs Skúlasonar.
Sjálf var hún nemandi í Réttarholtsskóla þar sem
Ólafur var umsjónar- og enskukennarinn henn-
ar. Vegna veikinda varð hún að taka sjúkrapróf í
lokaprófinu í ensku. „Þegar að prófinu kom vildi
Ólafur að það yrði tekið í kirkju því hann ætlaði
að vinna að ræðu á meðan. Þegar ég svo tók próf-
ið kom hann og nuddaði axlirnar á mér, sagði
mér að reyna að vera ekki stressuð og slappa af.
Ég kláraði prófið og hann leit yfir það með mér og
áður en ég gat áttað mig fór hann að káfa á mér
og skyndilega henti hann sér á mig og byrjaði að
kyssa. Ég varð skelfingu lostin og stökk á fætur
og hljóp hljóðandi að dyrunum sem hann hafði
læst, hann kom á eftir en ég barði á dyrnar og
öskraði. Þá greip hann höndunum fyrir andlitið
og sagði: „Guð, fyrirgefðu, hvað hef ég gert?“ Síð-
an opnaði hann dyrnar fyrir mér og ég hljóp út.“
Vildi ekki særa dóttur hans
Særós steig síðan fram og sagði þjóðinni sögu
sína þegar Sigrún Pálína Ingvarsdóttir sagði sína
í þættinum Sjálfstætt fólk árið 2009. „Ég var ekki
að koma fram með þrjátíu ára gamlar ásakanir á
hendur Ólafi til þess að ráðast á hann. Ætlunin
var að styðja þessar konur til þess að fá uppreisn
æru sinnar eftir meðferðina sem þær fengu, ekki
bara innan kirkjunnar heldur einnig í fjölmiðlum
og á meðal almennings. Ég held að við þurfum öll
að líta í okkar eigin barm.“
Sjálf sagði hún foreldrum sínum, kærasta,
tengdaforeldrum, vinum og skólafélögum frá
þessu á sínum tíma þó að hún hafi ekki treyst sér
til þess að koma fram opinberlega áður. „Ég sagði
mömmu frá þessu og hún vildi að sjálfsögðu kæra
hann en ég skammaðist mín og fannst að ég hlyti
að hafa sent honum röng skilaboð, ég væri búin í
skólanum og þyrfti ekki að hitta hann aftur, dótt-
ir hans var með mér í skólanum og ég vildi ekki
særa hana, ég var líka hrædd um að Ólafur myndi
fella mig og mér tókst að sannfæra mömmu um
að fylgja þessu ekki eftir. Maður heldur alltaf að
maður sé afmarkað tilvik,“ sagði Særós í bréfinu
til Sigrúnar Pálínu.
Taldi mig örugga
„Auðvitað hafði þetta áhrif á sjálfsmynd mína,“
segir Særós í samtali við DV. „En ég varð reið. Það
hjálpaði mér. Þetta var líka minna sálaráfall fyr-
ir mig en fyrir Sigrúnu Pálínu og þær konur sem
litu á hann sem sálusorgara sinn. Hann var bara
kennarinn minn. Ég hef alveg getað sofið á nótt-
unni vegna þessa en þetta kenndi mér að treysta
ekki fólki. Ég taldi mig örugga í þessu skjóli en
lærði það af þessu að það er aldrei hægt að treysta
því. Ég lærði af reynslunni.“
Hún hafði aldrei samband við Ólaf eftir þetta.
„Flestir mínir skólafélagar höfðu heyrt sögur af
Ólafi. Frænka mín sagði mér líka frá einni sem
lenti í honum fjórum árum áður og leitaði til
skólameistarans. Hann sýndi ekki fagleg vinnu-
brögð og stelpan var úthrópuð dræsa. Ég hélt að
Ólafur væri bara perri en ég vissi ekki að hann
væri líka barnaníðingur. Það kom í ljós seinna.“
Sorgleg viðbrögð biskups
Særós hefur fylgst með fjölmiðlaumfjöllun um
málið síðustu daga og hefur sínar skoðanir á því.
„Mér þykja viðbrögð biskups sorgleg. Ég hefði
viljað sjá sterkari og ákveðnari yfirlýsingu um að
hann tryði frásögnum okkar. Að hann myndi lýsa
því strax yfir að hann tryði okkur og að nú ætti að
stofna rannsóknarnefnd. En kirkjan hefur brugð-
ist.
Karl tók við drullupytti frá Ólafi. En það er
klaufalegt hvernig þeir hafa meðhöndlað þetta
mál. Karl talar um að það sé ekki hægt að fella
dóm yfir Ólafi fyrst hann var aldrei sakfelldur fyrir
dómstólum. Það er ekki það sem fólk er að biðja
um. Fólk vill vita hvað kirkjan ætlar að gera núna.
Hvernig ætlar hún að taka á móti konum sem
leita til hennar síðar? Hverju getur það átt von á?
Vantrú? Ég vil að kirkjan dragi lærdóm af þessu
máli og styðji konur í því að stíga fram og leita sér
aðstoðar eða huggunar.“
Karl Sigurbjörnsson
Særós segir viðbrögð
núverandi biskups sorgleg
2008 2009 2010
sigrún pálína
á fund biskups
n Sigrún Pálína sat fund með Karli
Sigurbjörnssyni biskup og hann biður
hana afsökunar á því ef eitthvað í
hans framkomu hafi orðið til þess að
særa hana. Hann hafði þó ekki sama
skilning og hún á samskiptum þeirra
árið 1996. Guðrún Ebba fór líka á fund
biskups og sagði sögu af misnotkun
föður síns um leið og hún lýsti yfir
stuðningi við Sigrúnu Pálínu.
bréfin til biskups
n Birgir Ás Guðmundsson organisti brást við frásögn
Sigrúnar með því að senda kirkjuráði bréf um atvik
sem hann varð vitni að og um andlegt ástand Ólafs. Í
bréfinu sagði Birgir: „Þegar ég kem inn sé hvar liggur
ung og falleg stúlka milli tvítugs og þrítugs á bedda,
sem þar, var og Ólafur ofan á henni...“ og „Eitt get ég
þó sagt hann að hann var haldinn mikilli kynferðislegri
þrá eða löngun sem kom fram í óeðli.“ Karl biskup sat í
kirkjuráði og sinnti ekki bréfi organistans allt árið 2009. Í
fyrstu þóttist hann, aðspurður af DV í ágúst 2010, ekkert
kannast við vitnisburð organistans. Guðrún Ebba sendir
honum einnig bréf og óskar eftir áheyrn kirkjuráðs.
karl vísar til
saksóknara
n Karl biskup
sagði að Sigrún
Pálína hefði kært til
saksóknara sem ekki
hefði séð ástæðu
til að bregðast við.
Sigrún Pálína Ingv-
arsdóttir svaraði Karli um hæl og sagðist
aldrei hafa kært Ólaf. Biskupinn hefði
kært hana. Í tilkynningu, sem Sigrún sendi
frá sér, sagði hún það með ólíkindum að
Karl umgengist sannleikann ekki með
meiri virðingu. Hann snéri öllu á haus svo
það liti betur út fyrir sig og Ólaf.
harmþrunginn biskup
n Karl biskup viðurkenndi „pennaglöp“ þegar
hann hélt því fram að Sigrún Pálína hefði kært.
Hann harmaði eigin málflutning. Hundruð manns
hafa sagt sig úr þjóðkirkjunni frá því mál Guðrúnar
Ebbu kom upp. Kirkjuráð leggur til að stofnuð verði
sannleiksnefnd innan kirkjunnar til að fara ofan í
þessi mál. Kröfur eru uppi um að Karl axli ábyrgð
og víki.
sannleiksnefnd
n Kirkjan bregst við reiði almennings með því að
leggja drög að rannsóknar- og sannleiksnefnd. Sig-
rún Pálína ákveður að leita réttar síns og sendi málið
til lögmannsstofunnar Lögrök. Á þar sérstaklega að
skoða þátt Karls og Hjálmars.