Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 27. ágúst 2010 FRÉTTIR 21
Gaxa Raf - rettan
n Sama tilfinning og bragð fyrir þá Sem reykja
n án allra eiturefna, engin lykt og má reykja hvar Sem er
Pantaðu á netinu, www.gaxa.is - Pöntunarsími: 865-6520
Startpakkinn
aðeins 9.995 kr.
Þingmannanefnd sem skipuð var til að fjalla um efni rannsóknarskýrslu Alþingis gerir ráð fyrir að skila
af sér tillögum sínum 10. september.
Þingmannanefnd um efni rann-
sóknarskýrslu Alþingis gerir ráð fyr-
ir að skila af sér tillögum sínum 10.
september. Nefndin hefur komið
saman til fundar á hverjum virkum
degi frá því 17. ágúst og gerir ráð fyr-
ir að koma saman til fundar daglega
í næstu viku.
Þingmannanefndinni hefur ver-
ið skipt upp í starfshópa sem hafa
farið yfir hvert og eitt bindi rann-
sóknarskýrslunnar og tekið afstöðu
til þeirra. Atli Gíslason, formaður
nefndarinnar, segir að vinnu sem
snýr að afstöðu nefndarinnar til
binda skýrslunnar og hugsanlegra
lagaúrbóta sé að mestu lokið. „Við
tökum útdrátt úr hverju bindi þar
sem við drögum fram niðurstöður
rannsóknarnefndarinnar og tökum
afstöðu til þeirra niðurstaðna. Við
erum búin með þessa yfirferð en
síðan bíður heilmikil ritstýring og
samræmingarvinna eftir helgi,“ seg-
ir hann.
Atli segir aftur á móti að
nefndin hafi ekki komist að nið-
urstöðu um neitt enn sem komið
er. Hins vegar hafi nefndin tekið
undir flest það sem komi fram í
skýrslunni um hugsanlegar laga-
úrbætur og breytingar á þing-
sköpum.
Vanræksla þriggja ráðherra
Nefndinni var falið að kanna þrjú
atriði með hliðsjón af rannsókn-
arskýrslunni. Í fyrsta lagi almennt
pólitískt uppgjör á efnahagshrun-
inu þar sem er dreginn lærdóm-
ur af efnahagshruninu. Í öðru lagi
er ábendingum rannsóknarnefnd-
arinnar fylgt eftir með tillögum að
lagabreytingum og reglum. Í þriðja
lagi er lagt mat á hugsanleg mistök
og vanrækslu stjórnvalda sem þátt
áttu í hruninu og hvort kalla þurfi
þá fyrir landsdóm sem hugsanlega
hafa gerst brotlegir samkvæmt því.
Þrír ráðherrar voru vændir um
vanrækslu og brot á ráðherraábyrgð
í skýrslu rannsóknarnefndar Alþing-
is. Þetta voru þeir Geir H. Haarde,
fyrrverandi forsætisráðherra, Árni
M. Mathiesen, fyrrverandi fjármála-
ráðherra, og Björgvin G. Sigurðsson,
fyrrverandi viðskiptaráðherra.
Atli segir að nefndin hafi ekki
tekið afstöðu til þess hvort lands-
dómur verði kallaður saman. Hann
segir nefndina aftur á móti hafa fjall-
að um landsdóm frá því hún kom
fyrst saman í janúar. Hann segist
eiga von á því að það verði tekið fyr-
ir á næstu dögum eða fyrir 10. sept-
ember. „Þetta er fordæmalaust mál
þannig að við höfum reynt að teikna
upp lagareglurnar og skilja þær. Við
höfum unnið í þessu stöðugt frá því
í janúar en það er ekki komið á það
stig að það sé hægt að taka afstöðu
til þess,“ segir hann.
Trúnaður í nefndinni
Fullur trúnaður hefur verið um
störf nefndarinnar og hafa þeir
nefndarmenn sem DV hefur rætt
við ekki viljað tjá sig um afstöðu
sína eða um þær umræður sem
hafi átt sér stað í nefndinni. Níu
sitja í nefndinni en aðeins fjór-
ir fyrir hönd stjórnarflokkanna
Samfylkingar og Vinstri grænna.
Samfylkingin og Sjálfstæðisflokk-
urinn þurfa að ákveða hvort flokk-
arnir eigi að kalla fyrrverandi ráð-
herra sína fyrir landsdóm. Þessir
tveir flokkar hafa ekki meirihluta í
nefndinni.
Áður hefur verið greint frá því
að Björn L. Bergsson, settur rík-
issaksóknari, hafi ekki talið til-
efni til opinberrar rannsóknar
á meintri vanrækslu forstöðu-
manna Fjármálaeftirlitsins og
Seðlabanka Íslands í bankahrun-
inu.
RÓBERT HLYNUR BALDURSSON
blaðamaður skrifar: rhb@dv.is
Þetta er for-dæmalaust mál
þannig að við höfum
reynt að teikna upp
lagareglurnar og skilja
þær.
STÓREIGNIR Á CAYMAN VANRÆKSLA RÁÐHERRA
Hugsanlega fyrir landsdóm Geir H.
Haarde, Björgvin G. Sigurðsson og Árni
M. Mathiesen, fyrrverandi ráðherrar,
voru vændir um vanrækslu í rannsókn-
arskýrslu Alþingis.