Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Blaðsíða 55
Það verður enginn skortur á stjörnum í La Liga á Spáni þetta tímabilið frekar en þau fyrri. Stjörnurnar safnast þó einna helst á stórliðin tvö, Barcelona og Real Madrid, sem hafa eytt háum fjárhæðum í að styrkja leikmannahóp sinn fyrir tímabilið. Barcelona á titil að verja og andstæðinga þeirra í deildinni bíður það erfiða verkefni að velta Spán- armeisturum síðastliðinna tveggja ára úr sessi. Það er erfitt að sjá að einokun Barcelona í deildinni ljúki á komandi tímabili enda hefur liðið fengið til liðs við sig David Villa, markaskorara af guðs náð frá Valencia. En eigi það að takast horfa menn einna helst til Real Madrid í þeim efnum enda liðið komið með Jose Mourinho við stjórnvölinn og hann þekkir ekki annað en sigur. DV Sport rýnir í möguleika stórliðanna í La Liga. föstudagur 27. ágúst 2010 sport 55 spænski boltinn rúllar af stað Spænska deildin hefst um helgina. sem fyrr verður La Liga stjörnum prýdd og líkt og svo oft áður hafa það einna helst verið Barcelona og Real Madrid sem barist hafa um stóru bitana á leikmannamarkaði. real hefur eytt 75 milljónum evra í nýja leikmenn en Barcelona tæplega 50. dV sport spáir í stórlið deildarinnar sem margir telja eina þá allra skemmtilegustu í Evrópu. Barcelona Pep Guardiola hefur látið lítið fyrir sér fara á leikmannamarkaðinum í sumar. Gæði umfram magn virðist vera línan hjá Barcelona. Aðeins tveir leikmenn hafa komið til liðsins fyrir tímabilið en þeir kostuðu sitt. Framherjinn frábæri David Villa var keyptur á 40 milljónir evra frá Valencia og er gríðarlegur fengur fyrir vel mannað lið Barca. Nú virðist Zlatan Ibrahimovic vera á leið til AC Milan enda sér hann ekki fram á að eiga fast sæti í liðinu á leiktíðinni eftir komu Villa. Auk hans var bakvörðurinn og kantmaðurinn Adriano Correia keyptur frá Sevilla á 9,5 milljónir evra. Það voru ekki margar stöður sem Spánarmeistararnir þurftu að fylla enda heimsklassaleikmenn í öllum stöðum og hefur Guardiola að auki verið óhræddur við að gefa ungu leikmönnun- um tækifæri þar sem þeir hafa blómstrað, samanber Pedro Rodríguez og Sergio Busquets í fyrra. Barcelona hefur líka sýnt ráðdeild í fjármálum sínum ólíkt Real og selt leikmenn til að fjármagna kaup sín. Yaya Toure fór til Manchester City fyrir 34 milljónir evra og Dmytro Chygrynskiy til Shakhtar Donetsk á 15 milljónir evra. Sala þessara tveggja leikmanna fjármagnaði innkaup Barca í sumar. Þá losaði liðið talsvert pláss á launaskrá sinni þegar Thierry Henry fór til Bandaríkjanna í sumar. Barcelona byrjar tímabilið með aðra hönd á spænska meistaratitlinum. Liðið er ógnarsterkt og ef Lionel Messi verður í sama stuði og í fyrra ásamt öðrum lykilmönnum eins og Xavi, Andrés Iniesta og Villa er erfitt að sjá nokkurt lið stöðva sóknarleik liðsins. Haldist þessir leikmenn sæmilega heilir er spænski titillinn öruggur á Camp Nou. atletico Madrid Quique Sánchez Flores og hans menn þurfa að bæta stuðnings- mönnum sínum upp vonbrigðin í deildinni í fyrra þar sem liðið hafnaði í 9. sæti La Liga og var í bölvuðu basli allt tímabilið þrátt fyrir að vera vel mannað. Liðið vann þó Evrópudeild- ina í fyrra sem var mikil lyftistöng fyrir liðið. Diego Forlán skoraði 18 mörk í deildinni í fyrra og verður sem fyrr í lykilhlutverki hjá liðinu. Hann átti frábært mót á HM í sumar þar sem hann var valinn maður mótsins. En hann verður að fá aðstoð frá mönnum eins og Sergio Agüero, Simão Sa- brosa og Jose Antonio Reyes. Búist er við miklu frá Agüero og ættu hann og Forlán að hafa alla burði til að mynda eitt skæðasta sóknarpar La Liga. Brasilíski bakvörð- urinn og miðjumaðurinn Filipe Luis Kasmirksi var keyptur frá Deportivo í sumar á 12 milljónir evra og varnarmaðurinn Diego Godín fenginn frá Villarreal á 8. Vert er að fylgjast með spænska undrabarninu Fran Merida sem kom frítt frá Arsenal og hvort hann fái tækifæri. Flores fékk sömuleiðis hinn reynslumikla Tiago aftur að láni frá Juventus. Gangi hlutirnir eftir hjá Atletico gæti það gert harða atlögu að fjórum efstu sætum deildarinnar. Liðið hefur mannskapinn til þess. Fylgist Með... DaviD villa Skoraði 129 mörk í 212 leikjum með Valencia. Með Barcelona-liðið að baki sér ætti ekkert að koma í veg fyrir að hann skori. Mezut Özil Sló í gegn á HM í sumar með Þýskalandi. Kaup Real á honum gætu reynst kaup sumarsins fái hann tækifæri enda þykir Real hafa fengið hann ódýrt. angel Di Maria Á honum hvílir pressa um að standa sig enda var hann dýr. Nái hann sér á strik eins og með Benfica verður hann unun á að horfa. Diego Forlán Maður HM og markaskorari eins og þeir gerast bestir. Óstöðvandi ógn fram á við og fullur sjálfstrausts. Frábær leikmaður. luis Fabiano Verði hann í náðinni hjá Antonio Álvarez stjóra Sevilla gerir hann atlögu að markakóngstitlinum. Cristiano ronalDo Þarf að sanna sig sem leiðtogi Real á komandi tímabili. Skoraði 26 mörk á síðasta tímabili í 29 leikjum. Er hann mennskur? lionel Messi Það eru einfaldlega forréttindi að vera sam- tíðarmaður Messi. Það á alltaf að fylgjast með lang besta leikmanni heims sem hyggst bæta fyrir dapurt gengi á HM. PeDro roDriguez Ótrúlega hæfileikaríkur kantmaður sem skoraði 12 mörk í deildinni í fyrra (19 í öllum keppnum) og getur gert enn betur í ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.