Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Blaðsíða 64
n DV greindi frá því á miðvikudag- inn að Freyr Einarsson, fréttastjóri Stöðvar 2, hefði Ford Explorer-bíl frá fjölmiðlafyrirtækinu 365 til umráða. Fréttastjórinn segir hins vegar að þetta sé ekki rétt þar sem starfsmannastjóri 365 noti um- ræddan bíl en ekki hann sjálfur. Freyr segist aftur á móti eiga sams konar bíl en hann hafi átt hann í fjögur ár. Fréttastjórinn segir því að umfjöllun DV um að hann hafi afnot af bíl frá fjölmiðlafyrir- tækinu sé þar af leiðandi ekki rétt og að hann hafi ekki einu sinni komið upp í bíl starfs- manna- stjór- ans. Ætli Haraldur hafi mætt í gillið? BÍLL STARFSMANNA- STJÓRANS n Tölvupóstar milli forsvarsmanna Magma Energy og ráðherra í ís- lensku ríkisstjórninni vegna kaupa Magma á HS Orku sanna þá miklu aðkomu sem Magnús Bjarnason hafði að kaupum félagsins á HS Orku. Magnús á litríkan feril að baki í íslensku fjármálalífi. Hann var meðal annars einn af lykil- stjórnendum Glitnis og stýrði úti- búi bankans í New York, sem átti að einbeita sér að íslensku orku- útrásinni. Magnús starfar nú sem forstöðumaður hjá Landsvirkjun og kom það nokk- uð á óvart þegar hann var ráðinn þangað miðað við þá fortíð sem hann hefur. Tölvupóst- arnir sýna að Magn- ús var lykilmaður í því að tryggja Magma yfir- ráð yfir HS Orku. MAGNÚS Í ELDLÍNUNNI n Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, fagn- aði því á heimili sínu á Seltjarnar- nesinu á laugardag að yfirheyrslum yfir honum hefði lokið daginn áður. Stjórnarformaðurinn fyrrverandi hafði þá verið yfirheyrður í samtals tólf tíma. Ljóst er að þungu fargi mun hafa verið létt af Sigurði við lok yfirheyrslnanna en störukeppn- in milli hans og sérstaks saksókn- ara hafði staðið yfir í nokkurn tíma áður en Sigurður kom til yfirheyrslu hjá saksóknaranum frá heimili sínu í London. Ýms- ir góðir vinir og félagar Sigurðar munu hafa fagn- að með honum á Nesinu en svo skemmtilega vill til að hann býr við hlið- ina á Haraldi Johannessen ríkislögreglu- stjóra. SIGURÐUR FAGNAÐI DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Áskriftarsíminn er 512 70 80 FRÉTTASKOT 512 70 70 SÓLARUPPRÁS 05:55 SÓLSETUR 21:01 Á miðvikudaginn fór stór hluti fram- bjóðenda Besta flokksins í síðustu sveitarstjórnarkosningum á nám- skeið til þess að reyna að hætta að reykja. Námskeiðið var nær eingöngu setið af meðlimum Besta flokksins og segir Karl Sigurðsson, borgarfulltrúi og Baggalútur, í samtali við DV að það hafi bara verið einn maður á nám- skeiðinu sem hann þekkti ekki. „Það var einn ákaflega viðkunnanlegur maður sem ég þekkti ekki,“ segir Karl.   Þó að námskeiðið hafi nær ein- göngu verið setið flokksmönnum Besta flokksins var það þó ekki flokk- urinn sem greiddi fyrir námskeiðið. „Við borguðum hvert úr eigin vasa eins og fyrir tóbakið hingað til,“ segir Karl. Pétur Einarsson leikari var með námskeiðið en sama námskeið er haldið í fimmtíu löndum. Karl seg- ir að hann hafi fulla trú á námskeið- inu. „Já, ég hef nú nokkuð góða trú á því. Ég hef ekki reykt frá því undir lok námskeiðsins í gær.“ Jón Gnarr borgarstjóri sótti námskeiðið líka en hann hefur barist við nikótínfíkn frá þrettán ára aldri eins og DV greindi frá á fimmtudaginn. „Nikótín- laus dagur 1. Ekkert mál. Sat fund um umhverfis- mál frá 9–12. Er að fara á fund um OR og svo í viðtal við finnska blaðamanninn. Takk fyrir stuðninginn með að hætta nikótíni. Málið er að ég áttaði mig á því að ég er ekki að missa neitt vegna þess að það var aldrei neitt, nema mín eigin blekking. Mun ekki eyða heilsu minni, tíma eða peningum í nik- ótín framar,“ skrifar borgarstjór- inn á heimspekilegu nótunum í dagbók borgarstjóra á Facebook á fimmtudaginn. adalsteinn@dv.is Flokksmenn í Besta flokknum sátu reykinganámskeið: BESTI FLOKKURINN Í REYKSTOPP Bara Besti flokkurinn Nær allir þátttakendur í námskeiðinu voru meðlimir í Besta flokknum þar á meðal leiðtogi þeirra, Jón Gnarr. einfaldlega betri kostur © IL VA Ís la nd 2 01 0 ENN ME IRI VERÐL ÆKKUN LOKADA GUR 2. S EPTEMB ER RÝMUM F YRIR HAUSTLÍN UNNI RÝMINGA R- SALA ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is - laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 Bjóðum uppá vaxtalaust lán til 6 mánaða sendum um allt land
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.