Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Blaðsíða 38
38 viðtal 27. ágúst 2010 föstudagur
Þetta er búið að vera hrikalega erfitt og hrein martröð í átta ár og verst hefur þetta komið niður á strákunum henn-ar,“ segir Arna Ósk Geirsdóttir, starfs-
maður á leikskóla á Akureyri, en hún missti
dóttur sína, Sigrúnu Kristbjörgu Tryggvadóttur,
í febrúar eftir langa og erfiða baráttu við fíkni-
efni.
Hröð leið niður
Arna lýsir Sigrúnu sem rólyndisbarni og ungl-
ingi sem aldrei hafi verið nein vandræði með.
„Það hefði enginn getað trúað því að þessi stelpa
ætti eftir að nota eiturlyf og enda á götunni. Í tí-
unda bekk hafði hún aldrei farið á djammið og
hún var heima fram eftir öllum aldri. En eftir að
eldri strákurinn fæddist gerðist eitthvað. Fyrsta
eina og hálfa árið hugsaði hún mjög vel um
hann en svo var eins og henni væri farið að líða
illa og svo stakk hún bara af,“ segir Arna og bætir
við að eftir það hafi leiðin verið hröð niður á við.
„Strákurinn var tæplega tveggja ára þegar hún
fór og það skildi þetta enginn. Við gerðum allt
sem við gátum en hún kom ekki til baka,“ segir
hún og bætir við að fjölskyldan hafi flutt suður
á þessum tíma. „Við vorum alltaf í sambandi við
hana en hún bjó ekki hjá okkur. Hún var bara
á götunni en gat komið til okkar þegar hún var
edrú. Við tókum alltaf við henni enda vonuð-
um við í hvert skipti að nú myndi þetta takast
hjá henni.“
Óttinn alltaf til staðar
Í byrjun árs 2006 varð Sigrún aftur barnshaf-
andi og tókst í kjölfarið að halda sér edrú í
þrjú ár. „Um leið og hún varð ófrísk hætti hún.
Þarna hafði hún verið í Kvennafangelsinu og á
Hlaðgerðarkoti og hafði kynnst góðum manni
sem var edrú. Hún kom norður og við redduð-
um henni íbúð nálægt okkur og allt gekk vel í
tvö ár og ég vonaði að hún væri komin á græna
grein. Samt var óttinn alltaf til staðar inni mér,“
segir Arna og bætir við að dóttir hennar hafi
varla farið út á meðal fólks í þessi tvö ár sem
hún hafi verið heima. „Hún var mest hér hjá
mér, kom daglega og borðaði alltaf með okk-
ur kvöldmat og mætti á AA-fundi. Hún var svo
undarleg hún Sigrún. Hún átti vinkonur en
það var eins og hún vildi bara vera með okkur
fjölskyldunni. Hún var orðinn svo mikill ein-
fari. Ef ég gat ekki verið með henni alla daga
fékk ég samviskubit en ég varð líka að lifa mínu
lífi,“ segir Arna. Arna segir að sambandið milli
Sigrúnar og eldri sonarins hafi aldrei slitnað
þótt drengurinn hafi búið hjá afa sínum og
ömmu frá tveggja ára aldri. „Tengingin á milli
þeirra var alltaf mjög sterk og þótt hann vildi
ekki flytja til hennar þá vildi hann geta farið til
hennar þegar hann vildi. Hann hefur átt mjög
erfitt og hefur aldrei getað gist annars staðar
en hjá mér en það var ekki málið fyrir hann að
fara til mömmu sinnar og gista með henni á
einhverju áfangaheimili.“
Yfirgaf Yngri soninn
Sigrún átti tvö góð ár eftir að yngri strákur-
inn fæddist en síðan fór mamma hennar að
taka eftir breytingum. „Ég var farin að trúa
því að hún væri að komast yfir þetta og hélt
virkilega að sá litli hefði bjargað henni en í
maí horfði ég á hana breytast og hún var far-
in í ágúst. Ég þekkti hana svo vel og sá hversu
illa henni leið en ég trúði ekki að fíknin væri
svona sterk – að hún myndi yfirgefa litla
strákinn sinn líka. Sigrún var svo góð mann-
eskja og það hefði enginn getað trúað því að
hún gæti yfirgefið börnin sín. Hún hugsaði
alltaf vel um þau þegar hún var í lagi og ég
held að ég hafi aldrei passað þann yngri fyrir
hana nema rétt þegar hún fór á AA-fundi,“
segir Arna og bætir við að dóttir hennar hafi
alltaf átt erfitt með að fyrirgefa sér að hafa
yfirgefið eldri soninn. „Það sat í henni. Þess
vegna trúði ég ekki að hún myndi gera þetta
aftur. Það var ótrúlegt að fylgjast með þeim
mæðginum saman og alveg óskiljanlegt
hvernig hún gat bara farið.“ Eftir nokkra erf-
iða mánuði féll Sigrún eitt kvöldið en kom til
baka daginn eftir. „Þá hugsaði ég með mér
að þetta hefði verið það sem ég hafði verið
að taka eftir. Þetta hlyti að vera eðlilegt eft-
ir svona langan góðan tíma. Hins vegar var
þetta bara byrjunin. Næstu helgi var hún al-
farin,“ segir mamma hennar þegar hún rifjar
upp þennan erfiða tíma.
saknar ömmustráksins
„Þetta var svo skrítið. Um kvöldið fór ég með
henni með yngri strákinn upp á sjúkrahús því
hann var með sýkingu. Hún hafði svo miklar
áhyggjur af honum og við komum ekki heim
fyrr en klukkan 11 um kvöldið. Um nóttina fæ
ég hringingu frá Barnavernd. Hún hafði hringt
þangað og látið vita að hún væri farin og börn-
in væru ein. Maður fékk bara taugaáfall. Þótt
mig hafi grunað að eitthvað væri að gerast vildi
ég ekki trúa því. Ég lét hana heyra það og sagði
henni að ég gæti ekki alið upp annað barn fyr-
ir hana. Sá litli var bara tveggja ára og ég vissi
ekki hvað ég átti að gera. Pabbi hans hafði þá
samband en hann hafði aldrei áður verið inni
í myndinni. Hann tók barnið og það var hrika-
lega erfitt fyrir okkur öll. Sá litli hafði aldrei hitt
pabba sinn áður og grét bara ef hann kom í
heimsókn til okkar. Hér átti hann rætur og hér
vildi hann vera.“
Arna saknar ömmustráksins en huggar sig
við að í dag líði honum vel hjá pabba sínum og
fósturmömmu. „Þau hugsa mjög vel um hann
en ég vildi að ég gæti hitt hann oftar. Þegar hann
var að kynnast þeim gat ég ekki gert honum og
okkur hér heima að hitta hann reglulega því það
var svo erfitt þegar hann þurfti að kveðja. Sér-
staklega fyrir eldri bróður hans. Hann saknar
hans gífurlega. Hann missti bæði mömmu sína
og bróður. Það var allt rifið frá honum.“
fíknin sterkari en allt
Arna segir Sigrúnu hafa fara enn dýpra í þetta
skiptið. „Sem betur fer höfðum við fjölskyld-
an farið saman til sólarlanda um sumarið sem
var ómetanlegt. En úti fann ég að eitthvað væri
að gerast. Hún var farin að gráta og henni leið
skelfilega. Hún reyndi að útskýra fyrir mér hvað
fíknin væri sterk og hversu erfitt þetta væri en
ég trúði ekki að fíknin væri sterkari en móður-
ástin. Í dag skil ég þetta betur. Hún vildi ekki lifa
svona. Ég veit að hún lenti í alls konar viðbjóði á
götunni. Hún reyndi að vera hreinskilin við mig
arna Ósk geirsdóttir missti dóttur sína sigrúnu kristbjörgu tryggvadóttur í
febrúar eftir langa og erfiða baráttu við fíkniefni. Sigrún hafði barist við fíkn sína
í átta ár. Þegar yngri sonur hennar fæddist hélt Arna að Sigrúnu tækist að koma
lífi sínu á rétt ról en eftir þrjú góð ár lét Sigrún sig hverfa eina nóttina. Arna segir
dóttur sína hafa verið rólegt barn og ungling og góða móður þegar hún var í lagi.
Saga hennar sýni að enginn sé óhultur þegar kemur að eiturlyfjum.
Fíknin öllu
yFirster ari
mikill missir Arna segist ekki
vita hvernig foreldri komist yfir
að missa barn. Hún verði hins
vegar að halda áfram ef hún ætli
að halda heilsu og einnig fyrir
ömmustrákana og hin börnin sín.
mYnd Bjarni eiríksson