Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Blaðsíða 50
50 lífsstíll umsjón: indíana ása hreinsdóttir indiana@dv.is 27. ágúst 2010 föstudagur Þriðja hver platar Þriðja hver kona gerir sér upp full- nægingu reglulega, samkvæmt nýlegri breskri könnun. Þar kemur fram að meðalkonan stundar kynlíf 99 sinnum á ári en í 34 skipti endar ástarleikurinn ekki með fullnægingu fyrir hana. Konur eru sannfærðar um eigin leiklistarhæfileika því um 90 prósent þeirra eru vissar um að makinn geti ekki gert greinarmun á uppgerð og raunverulegri fullnæg- ingu. Fullnægingarleysið virðist þó taka sinn toll en rúmlega 20 prósent segjast hafa minni áhuga á kynlífi fyrir vikið. Sama hlutfall viðurkennir að þær hugsi um aðra menn á með- an á ástarleiknum stendur í von um að æsast meira. Hins vegar segjast yfir 80 prósent taka góðan og lélegan rekkjunaut framyfir villtan fola sem veiti þeim enga athygli. Reikna út breytinga- skeiðið Ný tækni mun gefa konum tækifæri til að vita hvenær þær komast á breytingaskeið. Með tækninni, sem felst í blóðprufu og er enn í rannsókn, geta konur frestað barneignum án þess að hafa áhyggjur af því að fara úr barneign. „Margir konur eiga eft- ir að fagna því að vita hvort þær geta frestað barneignum þar til þær komast á fimmtugsaldur,“ segir dr. Jennifer Wu kvensjúk- dómalæknir við Lenox Hill Hos- pital í New York-borg. Rannsókn- ir á tækninni standa nú yfir. Hommar fá lægri laun Samkvæmt nýlegri kanadískri rannsókn hafa samkynhneigðir karlmenn lægri laun en gagn- kynhneigðir karlmenn en lesbíur hærri laun en gagnkynhneigðar konur. Rannsóknin birtist í tíma- ritinu Canadian Journal of Eco- nomics og er sú fyrsta af sínu tagi í Kanada. Svipaðar rannsóknir í Bretlandi og í Bandaríkjunum gefa álíka niðurstöðu. Kanadísku niðurstöðurnar gefa til kynna að hommar hafi 12 prósent lægri laun en aðrir karlmenn, og lesbíur 15 prósent hærri laun en gagnkynhneigðar konur. Sterk félagsleg staða hjálpar okkur að takast á við krefjandi verkefni: samband gott við stressi Matthildur Magnúsdóttir fyrrverandi þula, er nýútskrifaður lögfræðingur og nýbökuð mamma. Matthildur segir móðurhlutverkið erfitt en yndislegt og viðbrigðin séu mikil. Fyrir stuttu hafi líf hennar snúist um námið og vinn- una en í dag geri hún fátt annað en að setja í vél, skipta um bleiur og gefa brjóst. Yndislegt að vera mamma Þetta er ljúft líf, við erum að kynnast og átta okkur á hlutunum. „Meðgangan gekk vel þótt fyrstu mánuðirnir hafi verið erfiðir. Hann kom svo í heiminn 1. ágúst og er voðalega góður og ljúfur þrátt fyrir smá magakveisu,“ segir Matthildur Magnúsdóttir, fyrrverandi þula, en hún er nýbökuð mamma. Sambýl- ismaður og barnsfaðir Matthildar heitir Hallgrímur Ólafsson en sá litli hefur ekki enn verið skírður. Matthildur fór á foreldra- fræðslunámskeið sem olli spenn- ingi og smá kvíða fyrir fæðingunni. „Þá varð þetta svo raunverulegt en spenningurinn jókst eftir því sem dagurinn nálgaðist,“ segir hún en fæðingin gekk ekki sem skyldi og endaði með því að barnið var tek- ið með bjöllukeisara. „Ég var búin að vera með hríðir í tólf tíma en samt gekk allt voðalega hægt. Þeg- ar vatnið var losað féll hjá honum hjartslátturinn og ég var svæfð og hann tekinn strax út. Þá kom í ljós að hann var með tvívafinn nafla- streng utan um hálsinn. Hann jafnaði sig um leið og orgaði hátt enda stór og sterkur strákur,“ segir hún en sá stutti var 15 merkur og 51 sentímetri. Matthildur útskrifaðist sem lögfræðingur í júní frá Háskól- anum í Reykjavík. Þessa dagana nýtur hún lífsins heima við með nýja fjölskyldumeðlimnum. „Ég tók þetta allt í réttri röð. Kláraði námið og eignaðist svo barn. Sum- ir vilja meina að ég sé of skipulögð en þetta passaði bara svona vel. Þetta er ljúft líf, við erum að kynn- ast og átta okkur á hlutunum,“ seg- ir Matthildur og bætir við: „Það er allt breytt síðan hann kom í heim- inn og ég gæti setið allan dag- inn og horft á hann í vöggunni og dáðst að honum. Mér finnst alveg ótrúlegt að ég eigi hann,“ segir hún brosandi en bætir við að móður- hlutverkið sé erfiðara en hún hafi gert sér í hugarlund. „Þetta eru mikil viðbrigði. Fyrir stuttu síð- an var ég í skóla og starfaði með náminu hjá sjónvarpinu en allt í einu er ég útskrifuð úr náminu og orðin mamma og geri fátt annað en að setja í þvottavél, skipta um bleiur og gefa brjóst. Þetta er samt dásamlegt og það er yndisleg til- finning að hafa lítinn gaur sem treystir á mig.“ Aðspurð um frekari barneigir gefur Matthildur lítið upp. „Mig langaði alltaf að vera mamma og núna fannst mér rétti tíminn til þess. En hvað börnin verða mörg, það verður tíminn bara að leiða í ljós. Það er allt óákveðið.“ indiana@dv.is Falleg mæðgin sonurinn er fyrsta barn matthildar en sambýlismaður hennar og barnsfaðir á eitt barn úr fyrra Það er léttara fyrir þá sem koma úr sterku félagslegu umhverfi, en aðra, að takast á við krefjandi aðstæður eins og að halda ræðu, taka próf eða ræða við yfirmann sinn. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn vísindamanna við University of Chicago. Í rann- sókninni var magn hormónsins kort- isón, sem oft er nefnt stresshormón- ið, mælt í yfir 500 MBA-nemendum fyrir og eftir að þeir höfðu tekið erf- itt próf. Niðurstöður rannsóknar- innar gefa til kynna að það að vera í sambandi virkar eins og bólusetning gegn stressi. Eftir prófið rauk magn stresshormónsins upp hjá þeim nemendum sem ekki áttu maka en sömu sögu var ekki að segja af þeim nemendum sem voru í sambandi. Gerð sambandsins skiptir líka máli. Giftir nemendur með börn þoldu betur álag en þeir giftu barnlausu. Menn hafa lengi vitað að sterk félags- leg staða hefur áhrif á andlegt álag. Í rannsókn frá 2008 þar sem vísinda- menn við Zürich-háskóla stóðu að kom í ljós að þeir sem ræða við maka sinn áður en þeir takast á við krefj- andi verkefni eru minna stressaðir en þeir sem ekki ræða við maka sinn. Þrátt fyrir það þykir rannsókn vís- indamannanna í Chicago merkileg því þar kemur í ljós hversu mikilvægt það er að hafa gott félagslegt net þeg- ar aðstæður verða krefjandi og jafn- vel þótt enginn nákominn sé nærri þegar verkefnin eru leyst. MBA-nem- endurnir voru allir á þrítugsaldri sem gefur til kynna að við þurfum ekki að hafa haft áralanga reynslu af stuðn- ingi maka til að hagnast af stuðningi hans. Þeirri spurningu af hverju maki virk- ar sem bólusetning gegn stressi er enn ósvarað. Ein kenningin er sú að ástarsamband breyti áliti okkar gagnvart áskorunum. Önnur kenn- ing gæti verið sú að þeir sem láta að- stæður síður stressa sig upp eru frek- ar í samböndum. indíana@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.