Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Blaðsíða 27
„Nei.“ Kristín Dís ÓlafsDÓttir, 18 ára, Námsmaður. „Nei, ég held að hún sé að hefjast.“ Þröstur Harðarson, 45 ára, matsveiNN. „Nei.“ sara Jane WinroW, 18 ára, Námsmaður. „Hún er á undanhaldi.“ fJÓla GuðmunDsDÓttir, 38 ára, starfsmaður Hjá HaNdverki og HöNNuN. „Nei, ég vona ekki.“ einar ÞÓr GunnlauGsson, 45 ára, kvikmyNdagerðarmaður. Telur þú að kreppunni sé að ljúka? Guðrún ÞÓrsDÓttir er verkefnastýra akureyrarvöku sem haldin verður um helgina. sjálf ætlar guðrún ekki að missa af pönksveitinni Buxnaskjónum í sundlaug akureyrar á sunnudaginn. eftir helgi taka önnur verkefni við hjá guðrúnu og þar á meðal langþráð uppvaskið. NáttúraN og fólkið drífur mig áfram Þegar ég var yngri tók ég málfrelsinu sem sjálfsögðum hlut. Mér fannst það að hver sem er gæti sagt hvað sem er jafneðlilegt og að anda, jafn- öruggt og að bankarnir geymdu þá peninga sem maður lagði inn á þá eða að vestræn lýðræðisríki stund- uðu ekki pyntingar á föngum. En eftir 11. september og bankahrun er heimurinn allur orðinn mun óör- uggari. Það er eiginlega vonlaust að gefa sér nokkurn hlut sem vissan lengur. Við og við berast fréttir utan úr heimi þar sem sótt er að málfrels- inu, jafnvel í löndum þar sem það á að vera viðurkennt. Það kemur flest- um líklega spánskt fyrir sjónir þeg- ar það spyrst að bannað sé að gera grín að stjórnmálamönnum í kosn- ingunum í Brasilíu, enda var þáttur sem var að mestum hluta tileinkað- ur gríni á kostnað stjórnmálamanna vinsælasti þáttur íslensku þjóðar- innar þar til nýlega. Rússland er lýðræðisríki að nafn- inu til, þó líklega eigi það talsvert lengra í land en Brasilía. Blaða- menn sem gagnrýnt hafa stefnu stjórnvalda í Tsjetsjeníu hafa verið myrtir, en það er sótt að málfrels- inu úr fleiri áttum. Rússneska rétt- trúnaðarkirkjan kærði nýlega Sak- harov-listasafnið fyrir sýningu þar sem Jesús var meðal annars sýnd- ur í gervi Leníns og Mikka Músar. Þegar dómur féll í málinu í lok júlí var safnið dæmt til að greiða hátt í eina og hálfa milljón króna í sektir fyrir að hafa sært tilfinningar með- lima rétttrúnaðarkirkjunnar. Dóm- urinn þykir réttilega vera áfall fyrir málfrelsi þar í landi. Slíkt gæti aldrei gerst hér? Eða hvað? svo fyndin að hún er bönnuð í noregi Ekki er ýkja langt síðan íslenska þjóðkirkjan varð sér til skammar með því að kæra Spaugstofuna fyrir gamansemi á kostnað almættisins, en reyndar var fótur fyrir ákærunni í lögum sem banna guðlast. Vissu- lega voru flestir þá á því að það hlyti að mega gera grín að trúarbrögðum eins og öðrum skoðunum, og lítið varð úr eftirmála. Ef til vill er það ekki tilviljun að þessar áhyggjur af gríni komu upp á svipuðum tíma og mál Ólafs biskups Skúlasonar voru í hámæli. Sumir kirkjunnar manna reyndu nokkrum áratugum áður að banna gamanmyndina Life of Brian, sem gerði stólpagrín að Biblíusögun- um. Var hún bönnuð í 39 sveitarfé- lögum í Bretlandi, sem og á Írlandi og í Noregi. Í New York mótmæltu margir, þar á meðal fólk frá öðrum trúfélögum, svosem rabbínar. Þetta gerði þó lítið til að koma í veg fyr- ir vinsældir myndarinnar. Hún var jafnvel auglýst í Svíþjóð með orðun- um: „Svo fyndin að hún er bönnuð í Noregi.“ leitað að björtu hliðunum Síðasta banninu á Life of Brian var aflétt árið 2009 í smábæ í Wales. Þó koma enn reglulega upp mál þar sem vegið er að rétti manna til að gera grín að trúarbrögðum, eins og dæmið frá Rússlandi sýnir. Árið 2005 birti danska blaðið Jyllands- posten skopmyndir af Múhameð spámanni. Myndbirtingin var kærð, en þótti ekki stangast á við dönsk lög. Þrátt fyrir að það séu til klausur í dönskum lögum sem banna guð- last var málfrelsið talið mikilvægara. Hvort myndirnar þykja smekklaus- ar eða ekki skiptir ekki máli í þessu samhengi, en svo undarlega vildi til að menntamenn margir, sem löng- um höfðu gert grín að tilraunum til að banna Life of Brian, snérust nú gegn málfrelsinu. Hugmyndin um málfrelsi er ekki ný af nálinni, en var einna fyrst í há- vegum höfð í íslömskum háskólum á 6. öld, þaðan sem hún breiddist hægt og rólega út til Vesturlanda. Þróunin hefur þó ekki verið ein- göngu á einn veg, heldur koma reglulega tímabil þar sem að mál- frelsinu er vegið. Líklega má full- yrða að málfrelsi í Bandaríkjunum hafi verið í vörn eftir 11. septemb- er, 2001. Nú síðast hafa verið gerð- ar tilraunir til að banna byggingu mosku á ákveðnum stað í New York- borg, og þó að það falli frekar undir hugmyndir um trúarbragðafrelsi en málfrelsi eru þessir tveir hlutir ná- tengdir. Annar þrífst varla án hins. Því er nauðsynlegt að hlúa að þeim báðum. Hvenær má gera grín? myndin Hver er konan? „guðrún Þórsdóttir. verkefnastýra akureyrarvöku, móðir, myndlistarnemi og talskona aflsins.“ Hvað drífur þig áfram? „Náttúran og fólkið.“ Hvar ertu uppalin? „skriðuklaustri í fljótsdal.“ afrek vikunnar? „að ná að komast í bað í morgun.“ Hvar líður þér best?„uppi á hálendi Íslands og á tónleikum.“ Hver er uppáhaldskvikmyndin þín? „Blade runner.“ Hvert stefnirðu? „að einföldun.“ Hvaða atburði ætlar þú ekki að missa af á akureyrarvöku? „Pönk- hljómsveitinni Buxnaskjónum í sundlaug akureyrar á sunnudeginum.“ Átt þú þér fyrirmyndir? „mömmu og pabba.“ uppáhaldsmaturinn þinn? „Bauna- gojl – baunaréttur sem maðurinn minn býr til.“ Hvað tekur við hjá þér eftir akureyrarvöku? „myndlistaskólinn á akureyri og ýmislegt ógert fyrir aflið sem hefur þurft að bíða. og svo langþráð uppvaskið.“ maður dagsins dómstóll götunnar kjallari föstudagur 27. ágúst 2010 umræða 27 „Síðasta banninu á Life of Brian var aflétt árið 2009 í smábæ í Wales.“ valur Gunnarsson rithöfundur skrifar Borgarfjörður í fullum skrúða við Húsafell er blómlegt um að litast. Nú líður hinsvegar senn að hausti og má búast við því að gróðurinn taki stakkaskiptum von bráðar. mynD siGtryGGur ari JÓHannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.