Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 27. ágúst 2010 FRÉTTIR 15 dagana 27., 28. og 29. ágúst · Föstudagur · Rökkurró í Lystigarðinum - Draugaslóð Minjasafnsins í Innbænum Hljómsveitin Myrká í Rýminu - Laylow og eyfirskt tónlistarfólk í Menningarhúsinu Hofi · Laugardagur · Aríur Heimis í Samkomuhúsinu - Hljóðverkið Tómslög í Íþróttahúsinu við Laugargötu - Rabbabari í Ketilhúsinu - Aðalnámskrá grunnskólanna, gjörningur í Brekkuskóla Uppskeruhátíð ræktunar og myndlistar í gömlu gróðrarstöðinni TAUMLAUST KARNIVAL og eyfirskir hönnuðir í ListaGilinu · Sunnudagur · Pönkhljómsveitin Buxnaskjónar í Sundlaug Akureyrar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Víkingur Heiðar í Menningarhúsinu Hofi Sjá dagskrána á visitakureyri.is Ekkert að gerast Lítið hefur gerst á Motopark svæðinu síðan Jarðvélar ehf. fóru á hausinn. Farið á svig við sveitarstjórnarlög Eins og fram hefur komið var byggingarlóðin að stórum hluta í eigu ríkisins og hafði Reykjanesbær heimild til þess að leigja lóðirnar. Óljóst er þó hvort sveitarfélagið hafi haft heimild til þess að sam- þykkja veðsetningu á byggingarlandinu. Í 73. gr. laga um Trygging- ar og ábyrgðir kemur eftirfarandi fram: „Heildareignir sveitarfélags standa til tryggingar skuldbindingum þess. Eigi má sveitarfélag veð- setja öðrum tekjur sínar né heldur fasteignir sem nauðsynlegar eru til þess að sveitarfélagið geti rækt lögskyld verkefni sín. Aðrar eignir getur sveitarfélag veðsett í þágu sveitarsjóðs, stofnana sveitarfélags- ins og fyrirtækja þess.“ Toppurinn, innflutningur er einkahlutafélag og því ekki eitt af fyrirtækjum Reykjanesbæjar, samkvæmt heim- ildum DV er því óljóst hvort farið hafi verið eftir sveitarstjórnarlög- um þegar veðsetningin var heimiluð. Samkvæmt upplýsingum frá lögfræðingi innan samgönguráðuneytis ber mönnum að bera allar meiriháttar skuldbindingar sveitarfélaga undir sveitarstjórn. Heim- ildir DV herma að svo hafi ekki verið gert í þessu máli og bera fund- argerðir bæjarins ekki vott um slíkt. Fjöldi gjaldþrota Eigendur Toppsins, innflutnings voru samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2006, bræðurnir Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson, Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson og móðir þeirra Þórlína Jóna Ólafsdóttir. Félagið hefur ekki skilað inn ársreikningi frá árinu 2006, en árið 2007 var félagið með 48 vanskilamál á bakinu. Framkvæmdastjórinn, Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, var einnig fram- kvæmdastjóri félags sem bar heitið Toppurinn verktakar ehf., en það var úrskurðað gjaldþrota árið 2003. Eigendur Toppsins voru einnig á bak við einkahlutafélagið Iceland MotoPark en markmið þess var að byggja upp aksturssvæði á landi Hjalla, svæðisins sem var veðsett. Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson fór með framkvæmdastjórn í félaginu og með honum í stjórn sat faðir hans, Vilhjálmur Kristinn Eyjólfsson. Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson var einnig í stjórn félagsins Jarðvélar, en stjórnarformaður þess félags var faðir hans Vilhjálmur Eyjólfsson. Félagið var úrskurðað gjaldþrota 7. febrúar 2008. Í kjölfar gjaldþrotsins stöðvuðust allar framkvæmdir við Iceland MotoPark-svæðið. Vilhjálmur Eyjólfsson var einnig stjórnarformaður verktakafyrirtækisins Stapaverks, sem varð gjaldþrota árið 1993, og stofnandi Súlna, sem varð gjaldþrota 1995. Í mars 2010 var Vilhjálmur Eyjólfsson dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi ásamt viðskiptafélaga sínum og til að greiða 104 milljónir króna í sekt fyrir skattalagabrot sem framin voru í tengslum við rekstur fyrirtækisins á nokkurra mánaða tímabili árið 2007. Þá tengjast eigendur Toppsins fjölda annara einkahlutafélaga. MOTOPARK-SKULDIR TIL SKATTBORGARA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.