Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Blaðsíða 20
20 fréttir 27. ágúst 2010 föstudagur KirKjan KiKnaði undan davíð Á þessum tíma var Örn Bárður fræðslustjóri þjóðkirkjunnar og ritari kristnihátíðarnefndar. Séra Karl Sig- urbjörnsson var orðinn biskup yfir Ís- landi. Forsætisráðherrann tók birtingu sögunnar illa sem og myndinni sjálfri. Skipti engum togum að þegar frá leið var séra Örn Bárður settur af sem rit- ari kristnihátíðarnefndar. Málið vakti umtal og fjallað var um það í fjöl- miðlum. DV fjallaði meðal annars um málið nokkru eftir að smásaga Arn- ar Bárðar birtist og birti meðal ann- ars athugasemd sem Davíð Oddsson sendi Karli Sigurbjörnssyni biskupi vegna hennar. Athugasemd Davíðs fólst í einni setningu: „Það er athygli- vert að í kynningu á „smásögu“ þar sem forsætisráðherranum er lýst sem landráðamanni (manni sem sel- ur fjallkonuna) og landsölumanni er gefið til kynna að sendingin sé á veg- um fræðslustarfs kirkjunnar. — Davíð Oddsson.“ Lesbók Morgunblaðsins hafði gert grein fyrir höfundi sögunnar og nafn teiknarans kom sömuleiðis fram. Réttilega var séra Örn Bárður þar titl- aður fræðslustjóri þjóðkirkjunnar. Hann er nú prestur í Nesprestakalli í Reykjavík. Var það ritskoðun? Svar biskups var nokkru lengra en athugasemd forsætisráðherrans. „Ég lýsi vanþóknun minni á vafa- samri myndskreytingu með skond- inni smásögu í Lesbók Morgunblaðs- ins sl. helgi og get vel skilið gremju þína hennar vegna. Myndskreytirinn er mér ókunnur, enda á vegum blaðs- ins, en höfundur sögunnar vel met- inn samstarfsmaður. Ég get samt ekki borið ábyrgð á tómstundagamni hans né annarra starfsmanna minna. Með virðingu og vinsemd, — Karl Sigur- björnsson.“ Jólablað Dags birti viðtal við séra Örn Bárð þetta sama ár þar sem hann gerði málið að nokkru leyti upp. Blaðamaður lýsir viðbrögðum Morg- unblaðsins vegna málsins og Örn Bárður leggur út af þeim viðbrögð- um: „Morgunblaðið baðst afsökun- ar á myndbirtingunni og Örn Bárður veltir fyrir sér nú hvort það hafi verið rétt hjá blaðinu. „Var það ekki ákveð- in ritskoðun? Er ekki tjáningarfrelsi í landinu? Var einhver ástæða til þess að biðjast afsökunar á henni?“ spyr hann og svarar: „Ég held ekki.““ Blaðamaður spyr þessu næst hvort málið hafi haft einhverjar afleiðingar fyrir viðmælandann. Séra Örn Bárð- ur svarar: „Eins og kunnugt er var ákveðið að skipta um ritara hjá kristni- hátíðarnefnd en ég hafði gegnt því starfi í nokkur ár. Það þótti mér skrít- in ráðstöfun. [...] Ótrúlegur fjöldi hefur brugðist við sögunni í mín eyru með mjög jákvæðum hætti en neikvæðum í garð ráðherrans. Sama má segja um ákvörðunina að víkja mér úr kristni- hátíðarnefnd.“ Kirkjan kiknaði Ljóst er að hæstráðendur kirkjunnar létu undan þrýstingi og studdu ekki málfrelsi séra Arnar Bárðar. Honum var vikið úr embætti ritara kristni- hátíðarnefndar. Sjálfur gerði Örn Bárður margvíslegar athugasemdir við framvindu mála þótt nú tilheyri málið fortíðinni í hans augum. Í viðtali við Fréttablaðið fyrir nokkrum árum tjáði hann meðal annars efnislega þá skoðun sína að rétt væri að bregðast við órétti því annars yrðu menn hluti af óréttlætinu. Doktor Svanur Kristjánsson stjórn- málafræðiprófessor fjallaði stuttlega um þetta mál í erindi sem hann flutti á ráðstefnu í Skálholti í fyrra. Erindi hans, „Kirkjan og lýðræðishefðin“, er að finna ásamt öðrum erindum frá ráðstefnunni í bókinni „Þjóðkirkjan og lýðræðið“ sem út kom í fyrra. Þar sagði Svanur meðal annars eftirfar- andi: „Ég hygg að fólk líti almennt á rík- iskirkjuna sem úrelt fyrirbæri; hún sé fyrst og fremst hluti af því valdakerfi sem þarf að brjóta niður til að byrja upp á nýtt. Ríkiskirkjan sé stofnun sem kaus að halda upp á 1000 ára kristni í landinu með því að fylkja liði á Þingvöllum í fylgd spilltra verald- legra valdamanna sem gáfu sér tíma frá daglegum aðförum sínum að lýð- ræðinu í landinu til að skreppa á há- tíð. Þeir höfðu líka borgað brúsann af tilstandinu öllu og biskup Íslands hafði að kröfu þeirra flæmt úr starfi á biskupsstofu einn vandræðaprest, sr. Örn Bárð Jónsson, fyrir að birta smásögu sína „Íslensk fjallasala h/f“ í Lesbók Morgunblaðsins 10. apríl 1999. Ekki bætti það hlut prestsins að hann hafði einn allra presta sýnt þá ósvífni að gera opinberlega athuga- semdir við að Alþingi, sem á vera þjóðþing, gaf flokksgæðingum sam- eiginlega auðlind, fiskinn í sjónum, sjálfum sér einum til fénýtingar.“ Svanur segir jafnframt: „Að mínu mati þarf kirkjan fyrst og síðast að horfast í augu við sjálfa sig og sína fortíð. Hún á til dæmis að spyrja sig um sameiginlega þögn sína á með- an ráðamenn stálu sameiginlegum eignum þjóðarinnar. Hún þarf ekki síður einnig að svara því hvers vegna enginn prestur kom séra Erni Bárði til varnar þegar vegið var að málfrels- inu, helgasta réttinum í siðuðu lýð- ræðissamfélagi. Máttu þó allir vita sökum þess að séra Örn Bárður hafði í blaðaviðtali greint frá öllum mála- vöxtum, í Degi 23. desember 1999. Það er nefnilega alveg rétt hjá Reinhold Niebuhr að án hugrekkis koðnar líf þjóðar niður í sofandahátt og andvaraleysi. Úr jarðvegi vald- beitingar ráðamanna og hugleysis velviljaðra kennimanna hrundi lýð- ræðið hér á landi rétt eins og í Þýska- landi við valdatöku nasista.“ Séra Örn Bárður Jónsson var látinn taka pokann sinn sem ritari kristnihátíðarnefndar árið 1999 eftir að hann hafði birt smásögu sem þótti sneiða að Davíð Oddssyni, þáverandi forsætisráðherra. Svanur Kristj- ánsson stjórnmálafræðiprófessor segir að kirkjan verði að svara því hvers vegna enginn prestur kom séra Erni Bárði til varnar þegar vegið var að málfrelsinu, helgasta réttinum í siðuðu lýðræðissamfélagi. Jóhann hauKSSOn blaðamaður skrifar: johannh@dv.is ...í fylgd spilltra verald-legra valdamanna sem gáfu sér tíma frá daglegum aðförum sínum að lýðræðinu í landinu til að skreppa á hátíð. Brot úr smásögunni „Íslensk fjallasala h/f“ eftir séra Örn Bárð Jónsson: „MannfjöldinnhorfðiagndofaáEsjunahverfaíAtlantsálaíbeinniútsendingu. DrottningfjallannaviðSundinblávarhorfinsjónummanna.Ogviðskiptavinurinn íaustrifékkaldreivörusínaogþvívarðávísuninstórauppámilljarðaevra verðlausþvíenginnhafðitreystsértilaðtryggjaEsjuna.Húnhafðiveriðtalin fjalltryggísjálfrisér.[...] Stéttatorgiðvarðeinsogminnisvarðimistaka,votturumsálarlausaþjóð,sem seldifegurðinafyrirbaunadisk.Ogþarvildienginnbyggja,enginnbúa.Ásumrin varþarekkistingandistráogávetrumgnauðuðuvindarogfjúkyfirgráum ogísköldumbasaltgrunni.TalaðvarumaðgeraStéttatorgiðaðvettvangifyrir heimsmeistarakeppnihjólabrettakappa,geraþaðaðskautasvelliáveturnaog kappakstursbrautásumrin.Enenginnhafðiáhuga.Enginngathugsaðsérað leikaogsyngjaágröfdrottningarfjallanna.Minninginumhanagerðifólkiðdofið. PéturJökulssonreyndiaðaukahlutaféíÍslenskrifjallasöluhf.ámörkuðum erlendisenalltkomfyrirekki.Erlendirfjárfestarsemlagthöfðuféífyrirtækið íbyrjuntöpuðusínuogþjóðintapaðivirðinguogvitiogþarmeðvarðekkert hugvittilsölulengur,baravitleysa.Oghverersvovitifirrturaðfjárfestaívitleysu vitlausrarþjóðar?“ Háðsádeila klerksins hrakinn úr embætti SéraÖrnBárður Jónssonvarhrakinnúrritaraembætti hjákirkjunnivegnaþrýstingsfráDavíð Oddssyni. Stjórnmálafræðiprófessorinn „[Kirkjan]þarfeinnigaðsvaraþví hversvegnaenginnpresturkomséra ErniBárðitilvarnarþegarvegiðvarað málfrelsinu,helgastaréttinumísiðuðu lýðræðissamfélagi.“ Forsætisráðherrann 1999 DavíðOddsson sendiséraKarliSigurbjörnssynibiskupi athugasemdogfannaðþvíaðsérværilýstsem landráðamanniísmásögueftirséraÖrnBárð. MYnD SigtrYggur ari JóhannSSOn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.