Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Blaðsíða 52
52 tækni umsjón: aðalsteinn kjartansson adalsteinn@dv.is 27. ágúst 2010 föstudagur
Google-tölvufyrirtækið hóf á fimmtudag að bjóða upp á símaþjónustuna Google Voice sem býður
upp á ókeypis símtöl til Bandaríkj-
anna og Kanada. Google Voice svip-
ar til Skype en hægt er að hringja úr
tölvunni í fastlínusíma og farsíma.
Google Voice byggir á VoIP-tækninni
(Voice over Internet Protocol) sem
tengir símanúmer saman í gegnum
netþjón.
auknir möguleikar
GrandCentral var undanfari Google
Voice en nafninu var breytt í mars
árið 2009. Þegar GrandCentral varð
að Google Voice bættust við nýir
möguleikar sem áður voru ekki í
boði. Google tók yfir GrandCentral
árið 2007 og borgaði fyrir það fjöru-
tíu og fimm milljónir dollara, tæp-
lega fimm og hálfan milljarð króna á
núvirði.
Með Google-símanúmeri getur
maður látið beina símhringingum í
nær hvaða fastlínu eða farsíma sem
er. Hægt er að flytja símtöl í marga
síma í einu og skiptir þá máli í hvaða
síma fyrst er svarað. Einnig er hægt
að stilla það í hvaða síma símtöl flytj-
ast eftir því hver er að hringja, hvaða
tími dagsins er svo dæmi séu tekin.
Með Google Voice er boðið upp
á símsvaraþjónustu en hægt er að
nálgast skilaboð úr símsvaranum
bæði með venjulegum síma og í
gegnum tölvu. Google Voice bætir í
rauninni annarri vídd við símaþjón-
ustu þótt tæknin sé enn ekki sam-
bærileg við venjuleg símtöl að mörgu
leyti.
tæknin ófullkomin
VoIP-tæknin er þó ekki fullkomin.
Gæði símtala eru mjög mismunandi
eftir því hvaða tenging næst hverju
sinni. Því eru hljóðgæði venjulegra
fastlínusímtala og farsímasímtala
mun áreiðanlegri en það sem unnt
er að ná fram með VoIP-tækninni.
Lausn á því gæti þó verið í sjónmáli
því Google er að reyna að ná samn-
ingum við stærstu dreifingaraðila
internetsins í Bandaríkjunum um
að fá sérstakan aðgang að ákveðn-
um tengingum. Það myndi þýða að
Google gæti boðið upp á áreiðan-
legri símaþjónustu en önnur VoIP-
símafyrirtæki.
Það er heldur ekki hægt að hringja
neyðarsímtöl með VoIP-símatækn-
inni. Vandamálið sem hefur ekki enn
verið leyst með fullnægjandi hætti
er að símtöl sem fara í gegnum net-
ið hafa enga landfræðilega stað-
setningu. Því er nær ómögulegt að
ákvarða hvaðan er verið að hringja og
ekki hægt að beina símtalinu á réttan
stað. Neyðarsímtölum í Bandaríkj-
unum er nefnilega beint á viðeigandi
staði eftir því hvaðan hringt er.
Google í samkeppni við skype
Google býður ekki endilega upp á
hagstæðara verð en Skype á stærstu
markaðssvæðunum. Google Voice
býður þó upp á mun hagstæðari sím-
töl til margra svæða. Til að mynda
kostar 2,41 krónur að hringja í fast-
línusíma á Íslandi úr Google Voice
og 14,49 krónur að hringja í íslenskt
farsímanúmer. Það kostar hins vegar
4,34 krónur að hringja í fastlínusíma
á Íslandi úr Skype og 40,54 krónur í
íslenskt farsímanúmer.
Skype er leiðandi þegar kemur
að VoIP-þjónustu en Google er eini
raunverulegi keppinauturinn sem
Skype hefur þurft að eiga við. Google
hefur nú þegar milljónir notenda og
á eftir að njóta greiðari aðgangs að
fólki til að kynna þjónustuna.
Google hefur þó ekki alltaf tek-
ist ætlunarverk sitt og hefur til að
mynda gengið brösuglega fyrir fyrir-
tækið að standa í raunverulegri sam-
keppni við Facebook. Tíminn verður
að leiða í ljós hvort Google Voice á
eftir að hasla sér völl.
Frítt að hringja úr skólum
Þjónustan er enn sem komið er ein-
ungis í boði í Bandaríkjunum en
stefnt er að því að bjóða upp á hana
sem víðast. Google vinnur nú að
því að setja upp símaklefa sem eru
tengdir við Google Voice í nokkrum
bandarískum háskólum og á flug-
völlum í Bandaríkjunum.
Jason Toff, sá sem sér um mark-
aðssetningu Google Voice, segir í
samtali við TechCrunch að Google
hafi nú þegar látið smíða fimm síma-
klefa í breskum stíl sem koma eigi
fyrir í háskólum á næstu mánuðum.
Úr símaklefunum gefst hverjum sem
er kostur á að hringja frítt.
Símaklefinn er búinn sólarsellum
og því mjög umhverfisvænn. Toff
vildi ekki gefa upp hversu marga
símaklefa Google hyggst láta gera
eða hversu lengi þeir eiga að standa.
Fyrsti klefinn verður settur upp í há-
skólanum í Arizona, Arizona State
University, en Google hefur áður ver-
ið í samstarfi við þann skóla.
Með Google Voice er boðið upp á
bæði venjuleg símtöl og myndsím-
töl. Hægt verður að nota viðbótina
á iGoogle, upphafssíðu Google og á
Gmail, póstþjónustu Google. Símtöl-
in verða almennt á hagstæðu verði
en óformlegur samanburður á verð-
skrá Google Voice og Skype sýnir að
það getur munað töluvert miklu eftir
því hvert hringt er.
Dell
kaupir
3par
Dell-tölvufyrirtækið hefur keypt
gagnageymslufyrirtækið 3PAR fyrir
1,6 milljarða dollara. Fyrirtækið gerði
yfirtökutilboð í 3PAR fyrr í ár með fyr-
irvara um að ef annað tilboð bærist
myndi Dell jafna boðið. Tölvufyrir-
tækið Hewlett-Packard, eða HP, gerði
þeim tilboð nú á dögunum sem var
sex dollurum hærra á hlut en upp-
haflegt boð Dell hljóðaði upp á. Dell
bætti þá þrjátíu sentum á hlut ofan
á tilboð HP og eignaðist fyrirtækið.
3PAR sérhæfir sig í að geyma gögn á
netþjónum en aukin eftirspurn hefur
verið undanfarin ár eftir geymslu-
plássi fyrir tölvugögn.
Chatroul-
ette fyr-
ir fólk í
vímu
Margir þekkja Chatroulette en þar
getur fólk átt myndsamtöl við blá-
ókunnugt fólk um allan heim sem
valið er af handahófi. Það hefur
verið til mikilla vandræða á síðunni
að karlmenn beri á sér kynfærin.
Síðunni hefur nú verið lokað en til-
kynnt hefur verið um að ný og betri
útfærsla af Chatroulette verði í boði
innan skamms. Í millitíðinni getur
fólk skemmt sér á öðrum sambæri-
legum síðum sem hingað til hafa
ekki notið jafnmikilla vinsælda. Til
að mynda er hægt að kíkja við á
HighStranger.com en á þeirri vefsíðu
er boðið upp á myndsamtöl líkt og á
Chatroulette en með þeirri áherslu
að menn geti talað við netverja sem
eru undir áhrifum vímuefna.
GooGle Voice
risastór
ipaD
Apple hefur sótt um einkaleyfi á tölvu
sem er einhvers konar millivegur á
milli iMac-borðtölvu og iPad-töflu-
tölvu. Tölvan er búin snertiskjá og er
hægt að stilla hana þannig að hún
standi upprétt líkt og iMac-tölva en
einnig hægt að leggja hana niður
þannig að hún sé eins og risastór
iPad-tölva. Það var Apple-bloggsíð-
an Apple Patent sem sagði frá þessu.
Vefsíðan fylgist grannt með þeim
hugmyndum sem Apple sækir um
einkaleyfi á.
Google er stærsta tölvufyrirtæki í heimi og þar með eitt af stærstu fyrirtækjum
heims. Google var upphaflega einföld leitarvél en hefur vaxið hratt síðan. Á fimmtu-
dag kynnti Google nýjustu afurð sína, Google Voice, sem svipar til Skype-netsímans og
gefur mönnum kost á að hringja frítt til Bandaríkjanna og Kanada.
Myndir af Internet Explorer 9-vafran-
um láku á netið í vikunni. Myndirnar
birtust á heimasíðu Microsoft í Rúss-
landi en auk myndanna birtust upp-
lýsingar um vafrann sem hafa ekki
birst opinberlega áður. Hönnunin
er í meiri naumhyggjustíl en áður og
gefur vefsíðum meira rými en áður á
kostnað valmótaviðbóta.
Talsmaður Microsoft vildi ekki
staðfesta við erlenda fjölmiðla í vik-
unni að upplýsingarnar og mynd-
irnar sem birtust á rússnesku vef-
síðunni væru réttar. Þær eru þó í
samræmi við það sem einn af hönn-
uðum vafrans, Ryan Gavin, sagði um
fyrirhugaða útgáfu vafrans í samtali
við CNET fyrr í ár.
Hingað til hefur Microsoft birt
mjög takmarkaðar upplýsingar um
vafrann.
Internet Explorer 9-vafrinn:
Klúður hjá Microsoft í Rússlandi
internet explorer 9 myndir af og upplýsingar um næstu útgáfu af Internet Explorer-vafranum frá microsoft láku á netið.
VoIP-tæknin er ekki fullkom-
in en gæði símtala eru
mjög mismunandi.
Höfuðstöðvar Google
símaþjónusta Google verður
einungis í boði í Bandaríkj-
unum fyrst um sinn. Tæknin
var upphaflega þróuð af
fyrirtækinu GrandCentral sem
Google keypti árið 2007.