Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Blaðsíða 6
MEIRI ILLINDI n Mörgum þykir sem útvegsmenn í nefnd Jóns Bjarnasonar um endur- skoðun kvóta- kerfisins séu orðnir hættulega ánægðir aðeins fáeinum dögum áður en störfum hennar lýkur. Heyrst hefur að aðeins 2 fulltrú- ar af 20 styðji svokallaða tilboðsleið sem felur í sér innköllun og fyrningu kvótans eftir tilteknum reglum. Flestir aðhyll- ast sem sagt samningaleiðina sem margir telja að feli ekki annað í sér en að reynt verði að treysta ákvæði um þjóðareign á sjávarauðlindum með líku sniði og við getur átt um aðrar náttúruauðlindir. Vandinn við slíka niðurstöðu er að grasrótin í VG og Samfylkingunni mun varla taka slíkri niðurstöðu þegjandi. Því geti illindi magnast enn á stjórnarheimilinu. SPARA TÍEYRINGINN EN HENDA KRÓNUNNI n Ríkisútvarpið á Akureyri flytur senn inn á gafl hjá Háskólanum á Ak- ureyri í minna og ódýrara húsnæði en það hafði á besta stað í bænum. Frá þessu þurfti vit- anlega að greina frá í fréttum. Að þessu sinni lagði Óðinn Jónsson, fréttastjóri RÚV, línurnar um hvað mætti spyrja um og hvað ekki, hvað koma mætti fram og hvað ekki. Ekki mátti víst spyrja um flutningana né kostnað vegna þeirra. Kvisast hef- ur hins vegar út innan RÚV að kostn- aðurinn við flutningana sé svo mikill að það taki 10 ár að vinna hann upp með þeim sparnaði sem næst með lægri leigukostnaði á nýja staðnum. Hjá Páli Magnússyni útvarpsstjóra kallast þetta að snúa vörn í sókn á landsbyggðinni. GLÆPIR FYRNAST HRATT n Margir eru orðnir langeygir eftir niðurstöðum frá nefnd Atla Gíslason- ar, sem fjallar um ráðherraábyrgð og mögulega málssókn gegn ráðherr- um fyrir Lands- dómi. Jafnframt sýnist mörg- um það verða einkennilegt að sjá menn svara til saka frammi fyrir Landsdómi á meðan Davíð Oddsson og Hall- dór Ásgrímsson leika lausum hala. Þá sjá menn fyrir sér að því lengur sem dregst á Alþingi að samþykkja mála- rekstur gegn einhverjum ráðherrum saxist einnig á afbrotastabba þeirra. Ástæðan er sú að í lögunum segir að syndirnar fyrnist á þremur árum. Þegar er ljóst að ekki verður ákært fyrir afglöp sem framin voru fyrir ág- ústmánuð 2007. VILDI BERJA BRYNJAR n Ein kyndugasta umræða vikunnar var um þau orð sem Bjarni Karlsson, prestur í Laugarneskirkju, lét falla um hæstaréttarlög- manninn Brynjar Níelsson. Bjarni hefur tekið þátt í umræðunni um vandræði þjóðkirkjunnar og meðal annars krafist afsagnar Geirs Waage sem stigið hefur fram á sjónarsviðið og velt fyrir sér trúnaðarskyldu presta. Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur Brynjar átt í orðaskaki við femínistann Höllu Gunnarsdóttur. Þegar Bjarni las eina af greinum Brynjars um femín- isma varð hann svo reiður að hann lét eftirfarandi orð falla á bloggsíðu sinni: „Þetta eru meginástæður þess að þeg- ar ég las greinina hans Brynjars Níels- sonar þá langaði mig að fara og berja hann.“ Ljóst er að í Bjarna og Brynjari fara menn sem eru á öndverðum meiði um lífið og tilveruna. SANDKORN 6 FRÉTTIR 27. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR Viðskiptafélagi Jóhannesar Karls Guðjónssonar, Hlöðver Geir Tómas- son, segir að þeir félagarnir hafi ekki séð hrunið fyrir þegar þeir fjárfestu í hlutabréfum í Glitni í lok september 2008. Líkt og DV greindi frá á mið- vikudaginn keyptu þeir Jóhannes og Hlöðver 24,5 milljónir hluta í Glitni þann 23. september og seldu bréf- in svo aftur þremur dögum seinna með nokkrum hagnaði. Félag þeirra sem keypti bréfin heitir JH Trading. Þekktir viðskiptavinir Glitnis, eins og Tómas Hermannsson og Jakob Valgeir Flosason, áttu í sams konar viðskiptum á þessum tíma en báð- ir hafa þeir tengst málum hjá Glitni þar sem talið er að um markaðsmis- notkun hafi verið að ræða, nefnilega Stím-málið og mál fasteignafélagsins Stapa. DV hafði samband við Hlöðver Geir til að spyrja hann út í aðkomu Glitnis banka að fjárfestingu þeirra í Glitnis á þessum tíma. Ástæðan fyrir því að sú spurning er áhugaverð er sú að samkvæmt yfirlitinu yfir viðskipti Glitnis með bréf í sjálfum sér frá því í maí 2008 og fram að hruninu eru einu kaupendur og seljendur þessara bréfa Glitnir sjálfur, starfsmenn bankans og svo þekktir viðskiptavinir bankans eins og Tómas og Jakob Valgeir. Keyptu líka í Kaupþingi Hlöðver Geir segir aðspurður að þeir Jóhannes hafi á þessum tíma, um það leyti sem bréfin í Glitni voru keypt, haft fulla trú á Glitni og ís- lenska bankakerfinu í heild sinni. „Áhættufjárfestar eins og við Jó- hannes Karl sáum hrunið ekki fyrir. Við höfðum trú á íslenska bankakerf- inu fram á síðustu mínútu. Við vor- um með ýmsar stöður í gangi þegar bankahrunið skellur yfir okkur. Við höfðum trú á íslenska bankakerfinu fram í rauðan dauðann. Við keyptum til dæmis líka í Kaupþingi um þetta leyti; við vorum með skortstöðu þar,“ segir Hlöðver. Hann segir, aðspurður um af hverju þeir hafi einungis hald- ið utan um Glitnisbréfin í þrjá daga, að þeir hafi alltaf gert stutta samn- inga. „Við spiluðum þetta þannig að við gerðum stutta samninga, við vildum ekki vera að hanga lengi á stöðum. Það var oft þannig í þess- um bransa að menn héldu á bréfum í stuttan tíma, stundum ekki nema í einn dag,“ segir Hlöðver en hann staðfestir þau orð Jóhannesar Karls að hann hafi séð um viðskipti þeirra tveggja og að Jóhannes hafi haft litla aðkomu að þeim. Beggja blands Aðspurður hvort Glitnir banki hafi haft samband við þá um þetta leyti til að bjóða þeim bréfin í bankan- um segir Hlöðver að hann muni það ekki nákvæmlega með þessi tilteknu viðskipti. Almennt séð segir Hlöð- ver að viðskiptin sem þeir félagarnir hafi átt við Glitni hafi stundum ver- ið runnin undan rifjum bankans og stundum þeirra sjálfra. Frumkvæðið að viðskiptunum kom því stundum frá bankanum og stundum frá þeim sjálfum. „Það var alveg beggja blands á þessum tíma þegar bankinn seldi manni eitthvað. Verðbréfamiðlararn- ir voru stundum að atast í manni þeg- ar það var lítið að gera hjá þeim,“ seg- ir Hlöðver sem undirstrikar að hann muni ekki hvernig samskiptum þeirra við bankann hafi verið háttað í þess- um viðskiptum. Mikilvægt gæti verið að fá úr því skorið með hvaða hætti JH Trading, Jakob Valgeir Flosason og Tómas Her- mannsson keyptu þessi bréf í Glitni á þessum tíma og hvort frumkvæð- ið að viðskiptunum hafi komið frá bankanum eða þeim sjálfum. Ástæð- an er meðal annars sú að viðskiptin gætu verið liður í markaðsmisnotkun Glitnis á þessum tíma en ýmis dæmi hafa komið fram eftir hrun þar sem líklegt þykir að Glitnir hafi verið milli- liður í sýndarviðskiptum með bréf í bankanum sjálfum. Þekktasta dæmið um þetta er Stím-málið. Skuldirnar afskrifaðar Hlöðver Geir segir aðspurður að staða félagsins sé sú að JH Trading verði tekið til gjaldþrotaskipta á endan- um en samkvæmt ársreikningi ársins 2009 skuldar félagið Glitni meira en 200 milljónir vegna gjaldmiðlaskipta- samninga við Glitni. „Það er búið að taka helvíti langan tíma að loka þessu félagi. Ég reikna með að það sé neðst í bunkanum hjá slitastjórn Glitnis, þetta er væntanlega ekki stærsta fé- lagið sem þarf að taka í gegn. Slita- stjórnin er í rauninni búin að taka fé- lagið yfir og leysa til sín það eigið fé sem var inni í félaginu. Nú á bara eftir að drepa greyið formlega,“ segir Hlöð- ver Geir. Rúmlega 200 milljóna króna skuldir JH Trading verða því að öll- um líkindum afskrifaðar hjá Glitni þar sem eignir félagsins duga hvergi nærri fyrir þessum skuldum. Við höfðum trú á íslenska banka- kerfinu fram á síðustu mínútu. TRÚÐU Á GLITNI FRAM AÐ HRUNI Viðskiptafélagi Jóhannesar Karls Guðjónssonar segir að þeir hafi haft trú á íslenska bankakerfinu. Hann segist ekki muna hvort þeir hafi átt frumkvæðið að því að kaupa hlutabréf í Glitni skömmu fyrir hrunið 2008. Hann segir að viðskiptin við bankann hafi stundum verið að frumkvæði bankans og stundum þeirra sjálfra. INGI F. VILHJÁLMSSON fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Höfðu trú á Glitni Viðskiptafélagi Jóhannesar Karls Guðjónssonar segir að þeir félagarnir hafi haft fulla trúa á Glitni og íslenska bankakerfinu fram að hruninu. jóhannes karl keypti glitnisbréf í hruninu 2 fréttir 25. ágúst 2010 miðv ikudagur miðvikudagur 2 5. ágúst 2010 fréttir 3 Félag í eigu Jóhannesar Karls Guð- jónssonar, knattspyrnumanns hjá Huddersfield Town, keypti og seldi umtalsvert magn hlutabréfa í Glitni banka rétt fyrir hrun bankans haust- ið 2008. Þetta kemur fram í yfirliti frá Glitni yfir viðskipti bankans með hlutabréf í sjálfum sér frá því í maí 2008 fram að hruninu í september sem DV hefur undir höndum. Heima- síðan Wikileaks lét DV fá yfirlitið um þessi eigin viðskipti bankans en bók- in sem hýsti þessi viðskipti var kölluð „Bók 1000“ hjá Glitni. Í yfirlitinu er fjallað um kaup og sölu Glitnis á eigin hlutabréfum á um- ræddu tímabili og kemur meðal ann- ars fram í því sú sala á hlutabréfum til lykilstarfsmanna bankans sem fram fór í maí 2008. Nokkra athygli vekur í yfirlitinu að í flestum tilfellum er mót- aðili Glitnis í viðskiptunum yfirleitt bankinn sjálfur, starfsmenn hans eða viðskiptavinir sem, eins og síðar hefur komið fram, voru í eignastýringu hjá bankanum. Glitnir virðist því í flest- um tilfellum hafa verið að eiga við- skipti við sjálfan sig með bréf í sjálfum sér á umræddu tímabili. Bréfin seld á hærra verði Félag Jóhannesar heitir JH Trad- ing en hann er ennþá skráður fyr- ir því ásamt Hlöðver Geir Tómassyni hugbúnaðar sérfræðingi. Jóhannes og Hlöðver eiga helmingshlut í félaginu hvor. Í yfirlitinu frá Glitni kemur fram að Glitnir hafi selt JH Trading 24,5 milljónir hluta í Glitni þann 23. sept- ember 2008 og er söluverðið skráð sem „3,64 E + 0,8“. Þremur dögum síð- ar, þann 26. september 2008, kaup- ir Glitnir svo nákvæmlega eins mikið magn bréfa í bankanum af JH Trad- ing og greiðir fyrir þau hærra verð en bankinn hafði selt þau á nokkrum dögum áður. Kaupverð Glitnis á bréf- um JH Trading er þar skráð sem „3,85 E + 0,8“. Athygli vekur að þetta var degi eftir að þáverandi stjórnarformaður Glitnis, Þorsteinn Már Baldvinsson, fór þess á leit við Seðlabanka Íslands að hann veitti Glitni 600 milljóna evra lán til að hann gæti staðið í skil- um með skuldbindingar sínar og ein- ungis þremur dögum áður en tilkynnt var að íslenska ríkið myndi yfirtaka 75 prósent eignarhlut í Glitni. Bréf JH Trading í Glitni voru því keypt á þessu hærra verði þrátt fyrir þessa þróun og yfirvofandi fall bankans. Í yfirlitinu kemur fram að sams konar viðskipti áttu sér stað á milli Glitnis og tveggja þekktra viðskipta- vina bankans, Tómasar Hermanns- sonar bókútgefanda og Jakobs Val- geirs Flosasonar, útgerðarmanns í Bolungarvík, sem kenndur er við Stím, á dögunum fyrir yfirtöku Glitn- is. Þann 19. september keypti eignar- haldsfélag Tómasar 28 milljón hluti í Glitni af Glitni og seldi bankanum þá svo fjórum dögum síðar á hærra verði. Þann 22. og 25. september gerði eignarhaldsfélag Jakobs Val- geirs, Ofjarl, slíkt hið sama en einnig þá fékk félagið meira fyrir bréfin frá Glitni en greitt hafði verið fyrir þau. Glitnir tapaði því á öllum þessum viðskiptum á þessum tíma og verð- ur ekki séð að þau hafi þjónað hags- munum bankans nema að því leyti að með þeim komst hreyfing á við- skipti með bréf bankans og svo virt- ist sem framboð væri eftir bréfum á markaði. Hlutabréfaverð í Glitni hafði farið hríðlækkandi frá því að það náði hámarki í kringum 30 á hlut um sumarið 2007 og verður því að telja sérstakt að Jóhannes, Tóm- as og Jakob Valgeir hafi keypt bréfin á þessum tíma og enn sérstakara að Glitnir hafi greitt meira fyrir bréfin en þau voru seld á. Segist ekki hafa komið að viðskiptunum Jóhannes Karl segir aðspurður, í spjalli frá Bretlandi, að hann hafi ekki tekið ákvörðun um að kaupa bréfin í Glitni á þessum tíma heldur viðskiptafélagi hans, Hlöðver Geir, sem hafi haft allsherjarumboð fyrir hans hönd til að skuldbinda félag- ið. „Ég hef voða lítið getað verið með puttana í mínum viðskiptum heima á Íslandi út af minni vinnu hér úti,“ segir Jóhannes Karl. Hann segist hafa vitað af því á sínum tíma að félagið hefði keypt hlutabréfin í Glitni en að ákvörðunin hafi ekki verið hans. Jó- hannes segist ekki vita hvernig hluta- bréfakaupin í Glitni voru fjármögn- uð. Staða JH Trading í dag er á þann veg að félagið tapaði 70 og 88 millj- ónum króna árin 2008 og 2009, sam- kvæmt ársreikningum fyrir þessi ár, og er eiginfjárstaðan neikvæð. Í skýringum með ársreikningunum kemur fram að efast sé um rekstr- arhæfi félagsins vegna skuldastöðu þess gagnvart Glitni banka en í árs- reikningi síðasta árs kemur fram að þessir skuldir nema meira en 210 milljónum og að þær séu tilkomnar vegna uppgjörs á gjaldmiðlaskipta- samningum við Glitni. Félagið er því tæknilega gjaldþrota. Þar er einnig tekið fram að félagið hafi fjárfest fyr- ir 364 milljónir í hlutabréfum í félög- um og selt hlutabréf fyrir 384 millj- ónir árið 2008. Hugsanlegt er að hluti þessa hagnaðar sé tilkominn vegna sölunnar á Glitnisbréfunum. Aðspurður hvort hann hafi ekki tapað fjármunum á félaginu segir Jó- hannes Karl að vissulega hafi hann gert það. „Jú, jú, ég tapaði á þessu fé- lagi, tryggingum og öðru slíku. Þetta er ekki allt saman tekið út með sæld- inni,“ segir Jóhannes en meðal þess sem hann segir að hafi komið sér illa fyrir félagið er að það tók þátt í skulda- bréfaútboði í gegnum Glitni sem síð- ar hafi „farið til fjandans“. Viðskipti þessara þriggja aðila með bréfin í Glitni þetta skömmu fyr- ir hrunið renna því hugsanlega enn frekari stoðum undir þá niðurstöðu sem komist er að um eigin viðskipti Glitnis í skýrslu rannsóknarnefnd- ar Alþingis; að starfsmenn eigin við- skipta Glitnis hafi haft óeðlilega að- komu að viðskiptum með hlutabréf í bankanum og að þessi afskipti hafi miðað að því að koma röngum eða misvísandi upplýsingum um stöðu Glitnis út á markaðinn. Jóhannes Karl Guðjónsson knattspyrnu- maður keypti og seldi hlutabréf í Glitni skömmu fyrir hrun og græddi á þeim. Glitnir keypti bréfin af félagi hans á hærra verði en þau höfðu verið seld á jafnvel þó bankinn væri kominn á hliðina. Jakob Valgeir Flosason og Tómas Hermannsson gerðu þetta einnig. Jóhannes segir að viðskiptafélagi hans hafi haft allsherjar- umboð til að skuldbinda félagið og að hann hafi ekki komið að ákvörðuninni. inGi F. VilHJálmSSon fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Ég hef voða lítið getað verið með puttana í mínum við- skiptum heima á Íslandi út af minni vinnu hér úti. Tölvupóstur Rósants til Lárusar Weldings og fleiri 2. september 2008: „Vil vekja athygli á því að staða bankans í eigin bréf- um er orðin mjög þung og því skynsamlegt að nálgast nýja aðila með það í huga að koma gömlum bréfum í lóg. RMT“ HeiMild: SkýRSla RannSóknaRnefndaR alþingiS Úr skýrslunni Keypti líka bréf Bókaútgefandinn Tómas Hermannsson hjá Sögum útgáfu. Viðskiptin foru fram í maí 2008 og er rætt um þau í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og koma þau einnig fram á yfirlitinu frá Wikileaks. Félag Starfsmaður lánsfjárhæð í milljónum gnómi ehf Jóhannes Baldursson 782 aB 154 ehf Vilhelm Már þorsteinsson 787 Strandatún ehf Rósant Már Torfason 782 Margin ehf Magnús arnar arngrímsson 787 einarsmelur 18 ehf einar Örn ólafsson 782 HekT ehf eggert þór kristófersson 510 langidalur ehf Magnús Pálmi Örnólfsson 519 aB 158 ehf ingi Rafnar Júlíusson 519 Skebbi ehf Rúnar Jónsson 346 Hlutabréfakaup í Glitni Grætt á bréfunum félag Jóhannesar karl græddi á viðskiptunum með hlutabréfin í glitni sem félagið hélt utan um. Einn helsti starfsmaður gamla Kaupþings, Guðni níels Aðal- steinsson, starfar nú fyrir breska fjármálaeftirlitið. Hlutverk Guðna er að fylgjast með lausafjárstöðu breskra banka. Guðni fékk nærri 1.300 milljóna kúlulán hjá Kaupþingi. Samstarfsmað- ur Guðna hjá breska fjármálaeftirlitinu segir hann vera í fríi. Guðni Níels Aðalsteinsson, fyrr- verandi framkvæmdastjóri fjárstýr- ingar gamla Kaupþings og einn af þeim sem fékk kúlulán frá bankan- um til að kaupa hlutabréf í honum, hefur verið ráðinn sem starfsmað- ur breska fjármálaráðuneytissins (FSA). Í skýrslu rannsóknarnefnd- ar Alþingis kemur fram að við fall bankans hafi Guðni og eignarhalds- félag hans, RST ehf., verið búin að fá nærri 1.300 milljónir króna að láni frá Kaupþingi til að kaupa hlutabréf í bankanum. Reikna má með að slitastjórn Kaupþings krefji Guðna um þessa fjármuni líkt og aðra háttsetta starfsmenn Kaup- þings. Þessi staðreynd virðist skipta litlu máli fyrir breska fjármálaeft- irlitið þegar það metur hæfi Guðna til að vinna fyrir stofnunina en hún skipti miklu máli þegar hæfi Guðna var metið hér heima á Íslandi. Ís- lenska fjármálaeftirlitið vék Guðna úr skilanefnd gamla Kaupþings í ágúst í fyrra vegna tengsla hans við bankann á sínum en Guðni hafði þá setið í skilanefndinni frá hrun- inu 2008. Nokkrum mánuðum eft- ir þetta réði Guðni sig yfir til breska fjármálaeftirlitsins. Einn af fjórum Guðni Níels var einn af fjórum skilanefndarmönnum sem Fjár- málaeftirlitið vék frá störfum í ágúst í fyrra með þeim rökum að ekki væri lengur þörf á þekkingu þeirra. Svo vildi reyndar til að hinir mennirnir þrír höfðu allir unnið fyrir bankana fyrir hrun. Þeir sem um ræddi auk Guðna voru Ársæll Hafsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri lög- fræðisviðs Landsbankans, Sigur- jón Geirsson, innri endurskoðandi Landsbankans, og Kristján Óskars- son, sem var yfir viðskiptabanka- sviði Glitnis. Líklegt verður því að telja að þrátt fyrir þá ástæðu sem Fjármála- eftirlitið gaf upp hafi helsta ástæð- an fyrir brottvikningu mannanna úr starfi verið þátttaka þeirra í starfi bankannanna fyrir hrun. Heimildir DV herma að Guðni hafi þann starfa innan breska fjár- málaeftirlitsins að fylgjast með lausafjárstöðu breskra banka. Í fríi Þegar DV hafði samband við breska fjármálaeftirlitið til að ræða við Guðna lenti blaðamaður á sessu- nauti Guðna sem sagði að hann væri í fríi. „Hjá Guðna Níels Aðal- steinssyni [...] Hann er í fríi,“ sagði sessunautur Guðna sem ekki gaf upp nafn sitt. Samstarfsmaður Guðna vildi ekki gefa upp hvenær von væri á honum úr fríi og bar því við að það væri trúnaðarbrot ef hann færi að ræða um einkahags- muni samstarfsmanna sinna við blaðamenn. Ljóst er að öfugt við íslenska fjármálaeftirlitið vill það breska nota starfskrafta Guðna þrátt fyr- ir aðild hans að íslenska efnahags- hruninu og tengdum málum. inGi F. VilHJálmSSon fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Hjá Guðna Aðal-steinssyni [...] Hann er í fríi. Frá Íslands til Bretlands guðni níels fór frá því að vinna undir íslenska fjármálaeftirlitinu, í skilanefnd kaupþings, og yfir til þess breska á innan við ári. frá kaupþingi í eftirlitsstörf Verð aðeins 17.950 krónur Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is • Shiatsu nudd • Infrarauður hiti • Titringur • Fjarstýring Fjölnota nuddpúði Opið virka daga frá kl. 9 -18 25. ágúst 2010 Málverk af Ólafi Skúlasyni, fyrrver- andi biskup, hefur verið fært til á biskupsstofu. Málverkið hékk á með- al mynda af öllum þeim sem hafa gegnt embætti biskups á Íslandi síð- ustu tvö hundruð árin. Málverkið var tekið niður af þeim stað sem það hékk af tillitssemi við það fólk sem taldi sér misboðið út af myndinni. „Þetta er sagan og við getum ekki breytt henni. Það er heldur ekki rétt að þagga þetta niður,“ segir Steinunn Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi bisk- upsstofu, í samtali við blaðamann DV. „Við sáum það líka á viðbrögðun- um við myndinni af biskupi og séra Geir Waage að þetta vakti upp sárar tilfinningar á meðal fjölda fólks.“ Myndin vakti gífurlega athygli í gær þegar ljósmynd var tekin af Karli Sigurbjörnssyni biskup og sr. Geir Waage við málverkið. Mál kirkjunn- ar varðandi kynferðismisnotkun sem Ólafur beitti Sigrúnu Pálínu Ingvars- dóttur og dóttur sína, Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur, hafa verið mikið í um- ræðunni undanfarnar vikur. Fundur Karls og Geirs var boðað- ur vegna ummæla þess síðarnefnda um að þagnarskylda presta væri haf- in yfir tilkynningarskyldu sem kveð- ið er á um í barnaverndarlögum. Karl áréttaði á fundinum við Geir að allir prestar og starfsmenn þjóðkirkjunn- ar væru skuldbundnir reglum um til- kynningarskyldu. Enginn vafi ætti að ríkja í þeim efnum. adalsteinn@dv.is Myndin af biskupi Íslands vakti upp sárar tilfinningar: Málverk af Ólafi fært til Biskupinn og presturinn Búið er að færa málverk af Ólafi Skúlasyni sem Karl og Geir stóðu við í myndatöku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.