Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Side 15
föstudagur 10. september 2010 fréttir 15 Gaxa Raf - rettan n Sama tilfinning og bragð fyrir þá Sem reykja n án allra eiturefna, engin lykt og má reykja hvar Sem er Pantaðu á netinu, www.gaxa.is - Pöntunarsími: 865-6520 Startpakkinn aðeins 9.995 kr. Guðmundur Nordal, leigubílstjóri og vagnstjóri, hefur leitað til umboðs- manns Alþingis vegna reglugerðar sem segir til um að bílstjórar í atvinnu- rekstri eigi að sækja endurmenntun- arnámskeið á fimm ára fresti. Hans næsta skref er að kvarta til samgöngu- ráðuneytisins vegna sömu skipunar. Endurmenntunarnámskeiðin eru undir hatti Umferðarstofu og eftir því sem DV kemst næst munu námskeið- in kosta hvern bílstjóra á bilinu 150 til 170 þúsund krónur. Vörubílstjór- ar og rútubílstjórar þurfa samkvæmt reglugerðinni að sækja námskeiðin á fimm ára fresti og þannig endurnýja ökuréttindi sín til farþegaflutninga og aksturs í atvinnuskyni. Leigubílstjór- ar sleppa þó við að sækja námskeiðin. Guðmundur segist einfaldlega ósáttur við að þurfa að sækja slíkt námskeið vegna réttinda sem hann hefur nú þegar aflað sér. Árafjöldi stangast á „Það er ekkert hægt að taka af mér þau réttindi sem ég á, nema ég hafi gert eitthvað af mér. Með þessari nýju reglugerð er hins vegar verið að því og skylda mig til að taka námskeið á 5 ára fresti,“ segir Guðmundur. Hann bendir á að í áðurnefndri reglugerð stangist á liðir hennar þar sem á einum stað sé fjallað um end- urmenntun á 5 ára fresti á meðan á öðrum stað standi að rútupróf gildi til 10 ára. „Þetta er svo vitlaust. Akst- ursleyfi og atvinnuréttindi eru ekki aðskilin mál og því er ekki hægt að breyta með því að hafa tvo mismun- andi gildistíma. Ég held að þetta sé bara klaufaskapur. Ég er einfaldlega að benda á þetta misræmi sem þarna er,“ segir Guðmundur. Frá Evrópusambandinu Holger Torp, verkefnisstjóri öku- náms og ökuprófa hjá Umferðar- stofu, segir reglugerðina tilkomna vegna tilskipunar Evrópusambands- ins. Það sem vaki fyrir Evrópusam- bandinu sé að samræma kröfur um menntun atvinnubílstjóra. Annars vegar er gerð krafa um grunnmennt- un og hins vegar endurmenntun þar sem tekið er til nýrra öryggisþátta, tækninýjunga og laga og reglugerða. „Hvað grunnmenntunina varðar eru Íslendingar vel settir,“ segir Holger og bætir við að þar þurfi engar breyt- ingar að gera. „Endurmenntunin er nýr þáttur að huga að hjá okkur eins og reyndar hjá öðrum þjóðum en það má benda á að auknar kröf- ur um menntun eru til þess falln- ar að auka öryggi og virðingu fyrir starfi atvinnubílstjóra. Í okkar þjóð- félagi er virðing fyrir flugstjóra tölu- vert meiri en fyrir strætóbílstjóra til að mynda. Það má spyrja sig að því hvor þeirra ætti í raun að njóta meiri virðingar og hvor þeirra flytur fleira fólk?“ Leitað hefur verið til umboðsmanns Alþingis vegna endurmenntunarnámskeiða sem atvinnubílstjórum er gert skylt að sækja. Guðmundur Nordal, leigubílstjóri og vagnstjóri, skilur ekkert í þessum námskeiðum og ætlar líka að leita til samgönguráðherra. BÍLSTJÓRI KVARTAR TIL UMBOÐSMANNS trausti haFstEiNssoN blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Ekki sáttir Vagnstjórarogaðrir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.