Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Side 22
22 fréttir 10. september 2010 föstudagur
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitar-
félaga telur að í algert óefni stefni í fjár-
málum Reykjanesbæjar. „Takist ekki á
næstunni að snúa þessari þróun við
með bættri rekstrarafkomu og lækk-
un skulda, er það mat eftirlitsnefndar-
innar að fjárhagsstaða sveitarfélagsins
stefni í algert óefni,“ segir í bréfi nefnd-
arinnar til bæjarstjórnar Reykjanes-
bæjar 31. ágúst síðastliðinn. Í bréfinu
er bæjarstjórnin beðin um að gera eft-
irlitsnefndinni grein fyrir því hvern-
ig hún hyggist bregðast við fjárhags-
vanda Reykjanesbæjar og til hvaða
aðgerða verði gripið. Jafnframt er ósk-
að eftir endurskoðun fjárhagsáætlun-
ar fyrir bæjarfélagið næstu þjú árin.
Nefndin gefur bæjarstjórninni 30 daga
frest til þess að svara erindinu.
Fram hefur komið að eftirlitsnefnd-
inni var ekki kunnugt um vanskil
Reykjanesbæjar á 1,8 milljarða króna
láni frá þýskum banka þegar hún ritaði
bæjarstjórninni umrætt bréf á loka-
degi ágústmánaðar. Í vikunni var svo
upplýst í Morgunblaðinu að 130 millj-
óna króna lán hafnarsjóðs Reykjanes-
bæjar hjá lífeyrissjóðum er í vanskilum
og hefur svo verið síðan maí. Tekjur af
lóðagjöldum skila sér ekki vegna kísil-
vers við höfnina og setja áætlanir um
afborganir lána í uppnám. Vanskila-
skuldir Reykjanesbæjar og fyrirtækja
sveitarfélagsins eru því um eða yfir
2 milljarðar króna sem stendur. Við
þetta bætist 820 milljóna króna halla-
rekstur sem af er þessu ári.
Vandinn var ræddur á bæjarráðs-
fundi Reykjanesbæjar fyrir helgina og
drög lögð að svörum til eftirlitsnefnd-
arinnar. Samkvæmt heimildum DV
er ljóst að Reykjanesbær og fyrirtæki í
eigu sveitarfélagsins þurfa að grípa til
allt að 20 prósenta niðurskurðar ef ekki
á illa að fara. Slíkur niðurskurður er tal-
inn svo stórfelldur að ekki verði undan
því vikist að segja upp starfsfólki. Það
kemur illa við Suðurnesin þar sem at-
vinnuleysi er þegar tilfinnanlegt.
Sligandi skuldir
Í fyrra námu heildartekjur Reykjanes-
bæjar tæpum 7 milljörðum króna.
Skuldirnar eru aftur á móti fjórföld
sú upphæð, eða nærri 28 milljarðar
króna. Þegar fyrirtæki í eigu Reykja-
nesbæjar eru talin með, svo sem eins
og hluturinn í Kölku, sorpeyðingar-
stöðinni við Helguvík, og HS Veit-
um, námu tekjurnar í fyrra alls um 9,6
milljörðum króna. Hallarekstur fyrir-
tækjanna er aftur á móti svo mikill að
heildarskuldirnar nema þá samtals
um 42 milljörðum, eða 446 prósentum
af samanlögðum heildartekjum.
Sem dæmi má nefna að skuld-
ir sorpeyðingarstöðvarinnar nema
um 1,2 milljörðum króna og erfiðlega
gengur að ná endum saman. Reykja-
neshöfn skuldar hátt í 6 milljarða
króna og fjárhagsáætlanir hennar eru
í uppnámi.
Leitin að rót vandans
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar
lögðu til á bæjarstjórnarfundi síðast-
liðinn þriðjudag að skipuð yrði þriggja
manna nefnd óháðra sérfræðinga til
að yfirfara stjórnkerfi og stjórnsýslu
Reykjanesbæjar.
Friðjón Einarsson, bæjarfulltrúi
Samfylkingarinnar, vill að könnuð
verði stjórnsýsla bæjarins og aðkoma
stjórnmálamanna að fjárhagslegum
ákvörðunum og hvort gætt hafi ver-
ið eðlilegrar hlutlægni og heiðarleika.
Hann vill að kannað verði hvort ein-
stakir aðilar eins og verktakar, bankar
eða fyrirtækjasamsteypur hafi feng-
ið óeðlilega fyrirgreiðslu; hvort fjár-
sterkir aðilir hafi beint eða óbeint haft
áhrif á pólitískar ákvarðanir og stjórn-
sýslu bæjarins og hvort sömu aðilar
hafi hagnast á tengslum við bæinn,
einstaka bæjarfulltrúa eða embættis-
menn. Loks vilja fulltrúar Samfylking-
arinnar að kannað verði hvort einstak-
ir embættismenn, bæjarfulltrúar eða
frambjóðendur til bæjarstjórnar hafi
hagnýtt sér persónulega eða í þágu
síns flokks tengsl við fjársterka aðila
sem átti hafi í viðskiptum við bæinn.
Villl hreinsa andrúmsloftið
„Í kjölfar hrunsins velti Samfylkingin
í Reykjanesbæ því fyrir sér hvort ekki
þyrfti að skoða málin hér upp á nýtt og
þessi bókun er tilkomin vegna þess,“
segir Friðjón í samtali við DV.
„Við munum örugglega taka þetta
upp sem tillögu þannig að hægt verði
að ræða um hana á öðrum grundvelli
og greiða henni atkvæði. Ég hef rætt
um það í bæjarráði að það sé ólíðandi
að starfsmenn og stjórnendur bæjar-
ins sitji undir ámælum um lögbrot og
fullyrðingum manna á millum. Sér-
staklega á þetta við umræðuna um
Motopark, veðsetningar og Toppinn.
Við teljum eðlilegt að skoða málin
ofan í kjölinn eins og gert hefur verið
og er verið að gera víða í stjórnsýsl-
unni og bankakerfinu. Við teljum því
nauðsynlegt að gera þetta einnig hér í
heimabyggð og hreinsa starfsmenn af
þessum grun. Hvað er rangt við það?
Að segja að við séum að saka starfs-
menn um spillingu er út í hött. Við vilj-
um einungis hreinsa andrúmsloftið og
koma okkur út úr þessari umræðu og
einbeita okkur að endurreisn atvinnu-
lífsins. Því fyrr, því betra,“ segir Friðjón.
Efasemdir um heiðarleika
„Það er eins og maður sé að lesa DV í
þessari bókun,“ sagði Árni Sigfússon
bæjarstjóri um bókun samfylking-
armanna á bæjarstjórnarfundinum.
„Þar er greinilega verið að gefa í skyn
efasemdir um heiðarleika manna. Það
er verið að gefa í skyn að fyrirtækja-
samsteypur hafi haft óeðlilega fyrir-
greiðslu. Það er verið að gefa í skyn að
fjársterkir aðilar hafi haft áhrif á pólit-
ískar ákvarðanir. Það er verið að gefa í
skyn að fjársterkir aðilar hafi hagnast á
tengslum við bæinn og einstaka emb-
ættismenn eða bæjarfulltrúa. Og það
er verið að gefa í skyn að menn hafi
hagnýtt sér persónulega í þágu síns
flokks tengsl við fjársterka aðila sem
hafa átt viðskipti við bæinn. Oft hefur
maður nú heyrt þetta; að maður hafi
heldur betur staðið að svindli og eign-
ast einhverja hluti óheiðarlega en við
vildum helst vera laus við svona full-
yrðingar hér í okkar samfélagi,“ sagði
Árni.
Vanskilaskuldir Reykjanesbæjar eru um 2 milljarðar króna og
hallarekstur sem af er ári nemur meira en 800 milljónum króna.
Bæjarstjórn undirbýr viðbrögð við tilmælum eftirlitsnefndar
með fjármálum sveitarfélaga en samkvæmt heimildum DV fela
þau að mestum líkum í sér stórfelldan niðurskurð og jafnvel upp-
sagnir eigi ekki illa að fara. Fulltrúar í minnihluta bæjarstjórnar
vilja láta rannsaka hvort meirihlutinn blandi saman einkahags-
munum og almannahagsmunum á óeðlilegan hátt.
Hörð lending
reykjanesbæjar
jóhann haukSSon
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Árni Sigfússon:Bæjarstjóri,stjórnarformaðurEFF,stjórnarformaðurKeilis,ístjórn
ÞróunarfélagsKeflavíkurflugvallar,stjórnarformaðurHSOrkutilskammstíma.Árni
þarfiðulegaaðtakaákvarðanirsemvekjahagsmunaárekstra.Ríkisendurskoðun
hefuráminnthannumaðfylgjareglumstjórnsýslulagaumvanhæfi.
Böðvar jónsson:Formaðurbæjarráðs,bæjarfulltrúiSjálfstæðisflokksins.Böðvará
einkahlutafélagsemátthefurviðskiptiviðEFF.Viðskiptisemkunnaaðveraágráu
svæði.VaraðstoðarmaðurÁrnaM.Mathiesenfjármálaráðherrafráseptember2006
ogvaríþeirristöðuþegarríkiðhófaðseljaþæreignirsemBandaríkjaheráttiá
Keflavíkurflugvelli.
Þorsteinn Erlingsson:FyrrverandibæjarfulltrúiSjálfstæðisflokksins,fyrrverandi
stjórnarformaðurSparisjóðsKeflavíkurogstjórnarmaðuríFisk-
markaðiSuðurnesja.ÞorsteinnkomaðákvörðunFiskmarkaðs
SuðurnesjaumkaupáhlutHSOrkuíSparisjóðiKeflavíkur.
FiskmarkaðurinntapaðieignsinniþegarSparisjóðurKefla-
víkurféll.FiskmarkaðurSuðurnesjasituruppimeðmilljarða
skuldirogernærgjaldþrota.Hagsmunaárekstrarogvanhæfi
virðistaugljóstítilvikiÞorsteins.
Steinþór jónsson:FyrrverandibæjarfulltrúiSjálfstæðisflokks-
ins(tilársins2010).Steinþóráímörgumfélögumogrekur
meðalannarshótel.HannkeyptieignirafÞróunarfélagi
Keflavíkurflugvallar.Steinþórereinnafstofnendum
Baseehf.ogáttihagsmunaaðgætagagnvartÞróun-
arfélagiKeflavíkurflugvallarþegarþauviðskiptifóru
fram.ÍstjórnþesssatÁrniSigfússon.
BaseernánastgjaldþrotasamkvæmtheimildumDV. Hvar eru skilin milli einkaHags-
muna og almannaHagsmuna?
Sorpeyðingarstöðin Mörgfyrirtæja
Reykjanesbæjarerustórskuldugogrekin
meðhalla.Kalkaskuldar1,2milljarðakróna.
mynd róBErt rEyniSSon
Vill eyða orðrómi um spillingu með
rannsókn FriðjónEinarsson,bæjarfulltrúi
Samfylkingarinnar,ætlaraðleggjafram
tillöguumrannsóknásamspilieinkahags-
munaogalmannahagsmunaístörfum
bæjarfulltrúa,verktakaogembættismanna.
Samkvæmt heimildum DV er
ljóst að Reykjanesbær
og fyrirtæki í eigu sveit-
arfélagsins þurfa að
grípa til allt að 20 pró-
senta niðurskurðar ef
ekki á illa að fara.