Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Side 26
Engin af þeim stórmerkilegu fréttum sem Wikileaks hefur komið á framfæri hefur vakið jafnmikla athygli og nauðg-
unarkæran á hendur Julian Assange,
talsmanni lekasíðunnar. Kæran kom
fram örstuttu áður en Assange náði
að birta á netinu tugi þúsunda leyni-
skjala um stríð Bandaríkjamanna
í Afganistan og Írak. Frétt um hana
kom fyrst fram í sænska „tabloid“-
blaðinu Expressen skömmu eftir
að tilkynnt hafði verið að Assange
myndi skrifa fyrir helsta keppinaut
blaðsins, Aftonbladet.
Í hinum upplýsta heimi þar sem allir heimsins lekar renna saman og mynda fljót upplýsinga getur farið af stað umræða um hvort
einhver tilekinn nafngreindur maður
hafi nauðgað eða ekki. Á Íslandi hafa
fjölmiðlar skipulega forðast að segja
frá viðkvæmum málum. Það hefur
varla mátt greina frá því að biskup sé
kærður fyrir nauðgun. Því aðgát skuli
höfð í nærveru sálar.
Bandarísk yfirvöld hafa gagn-rýnt Wikileaks fyrir að setja uppljóstrara á vegum hersins í hættu með birtingu upp-
lýsinganna um stríðið í Afganistan
og Írak. En lekaliðar leggja ekki mat á
það hvort fréttin sé endilega merkileg
eða ekki og hvaða afleiðingar birting-
in hefur. Að þeirra mati er það í hönd-
um almennings að ákveða það. Þeir
trúa á skynsaman almenning sem er
treystandi fyrir upplýsingum en líta
ekki á hann sem hjörð eða skríl. Þess
vegna ritskoða þeir ekki. Assange
hlýtur að trúa því að jafnvel umfjöll-
un um kæru á hendur honum fyrir
kynferðisbrot sé eðlileg.
Julian Assange og stuðningsmenn hans á Íslandi, Birgitta Jónsdótt-ir þingkona og Kristinn Hrafns-son fréttamaður, hafa barist
fyrir því að gera Ísland að griðastað
uppljóstrana og frjálsrar fjölmiðlunar.
Verkefnið Icelandic Modern Media
Initiative snýst um að hér verði hægt
að birta allar upplýsingar án afskipta
yfirvalda. Þetta myndi gera fjölmiðl-
um kleift að fá vissa vernd gegn meið-
yrðamálsóknum á Íslandi. Talið er
að erlendir fjölmiðlar muni flykkjast
til landsins ef þetta gengur eftir en
enn sem komið er hefur aðeins verið
samþykkt þingsályktunartillaga um
málið.
Staðreyndin er hins vegar sú að lekar vekja mesta athygli ef fólk hefur áhuga á þeim. Og fólk hefur meiri áhuga á því ef
lekaliðinn Julian Assange er grunað-
ur um nauðgun heldur en að banda-
ríski herinn hafi sprengt upp börn í
Írak. Þá skiptir það ekki máli hvort
er mikilvægara. Frétt er „news“ og
„news“ er eitthvað nýtt, eða breyting.
Það er á sinn hátt meiri breyting að
Assange sé grunaður um nauðgun en
að borgarar séu drepnir í Írak.
Birgitta Jónsdóttir hefur bent á að tilfelli Assange í Svíþjóð líkist meira „ástarþríhyrn-ingi“ en nauðgunarmáli. Á
Íslandi hefur aðeins eitt verið meira
tabú í umræðunni en nauðganir.
Það eru ástamál. Þetta mun líklega
breytast þegar frjálsir alþjóðlegir
fjölmiðlar færa höfuðstöðvar sínar
til Íslands. Í heimi frjálsra fjölmiðla
endurspeglar umfjöllun áhugasvið
almennings. Því fjölmiðlar eru aldrei
alfarið óháðir. Þeir þrífast á athygli.
Og athygli kemur með áhuga al-
mennings.
Stundum verða saklausir menn fyrir hnjaski vegna uppljóstrana. Og stundum skipta uppljóstranir engu
máli þótt þær veki athygli. Þá er
kannski betur að allt komi upp á
borðið heldur en að valdamenn geti
ritskoðað og handvalið leka til að
koma höggi á einstaka menn.
ÁSTIR LEKALIÐA „Við brugðumst.“
n Vigfús Þór Árnason, sem
hlustaði á frásögn Sigrúnar Pálínu
á sínum tíma um meint kynferðisbrot
Ólafs Skúlasonar gegn sér en vildi ekki aðstoða
hana við að koma málinu áfram. – DV
„Fór út sem bjartur og
glaður umhverfissinni,
kem aftur sem ógeðslegur
dónakall.“
n Jón Gnarr um dvöl sína í Brussel. Hann sagði
þar við fréttastofuna AP að hann notaði netið
aðallega í að skoða klám. Sá brandari hans hefur
ekki fallið vel í kramið hjá minnihlutanum.
– Facebook
„Það væri gaman að
hjálpa Íslendingum að
byggja upp Miðflokk.“
n Jenis av Rana, maðurinn sem vildi ekki sitja
til borðs með lesbískum forsætisráðherra
Íslands, er formaður hins kristilega Miðflokks í
Færeyjum. – Vísir
„Það má velta fyrir sér
hvaða áhrif þetta hefur á
unga drengi.“
n Sóley Tómasdóttir um klámbrandara Jóns
Gnarr borgarstjóra. Má ætla að erlent niðurhal
stóraukist á næstunni? – Vísir
„Þéttur tappi.“
n Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður
Samfylkingarinnar, um Vinstri græna. Hann
telur flokkinn tappa sem komi í veg fyrir að
atvinnulífið komist á fullan skrið á nýjan leik.
– Bylgjan
Styðjum Jóhönnu og Jónínu
Færeyskt þjóðfélag er komið út úr skápnum. Þar þrífast þjóðkjörnir for-dómar í fornaldarstíl. Það kann að
hljóma fordómafullt að dæma allt færeyskt
samfélag út frá fordómum nokkurra þing-
manna gegn Jóhönnu Sigurðardóttur for-
sætisráðherra og Jónínu Leósdóttur, konu
hennar. Hins vegar eru fordómar einstakra
manna ekki vandamálið heldur samfélagið
sem lætur þá viðgangast athugasemdalaust.
Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins, vildi sýna færeyska þingmannin-
um Jenis av Rana umburðarlyndi þegar
hann mótmælti því að Jóhanna Sigurðar-
dóttir ætti konu. „Ég vil ekki blanda mér í
þessi ummæli hans. Jenis er sérstæður per-
sónuleiki og mikill grundvallarmaður og
það ber að virða. Færeyingar eru harðskeytt-
ir í meiningum sínum og það ber að virða
það þótt við vildum hafa það öðruvísi,“ sagði
Árni í samtali við Pressuna.
Færum þetta yfir á nærtækt dæmi, sem
er rasismi. Fólk ræður ekki kynþætti sínum,
ekki frekar en kynhneigð. Í þessu ljósi yrðu
orð Árna svona: „Rasistar eru harðskeyttir í
meiningum sínum og það ber að virða það
þótt við vildum hafa það öðruvísi.“
Mun Árni Johnsen sýna því skilning þeg-
ar rasistar neita að sitja til borðs með mann-
eskju af öðrum kynþætti?
Fordómar gegn samkynhneigðum og
kynþáttum eru ekki sjónarmið heldur tær
andstaða við hóp fólks. Að útmála fólk sem
óæskilegt er ekki hluti af skoðanaskiptum
samfélagsins. Fordóma ber alls ekki að virða
því þeir eru svívirða.
Hinir fordómafullu kúga oftast aðra í
skjóli trúarinnar og forðast þannig þá kröfu
að styðja skoðun sína rökum. Uppgang-
ur íslamista í Evrópu er vandamál af sama
toga. Kúgun í krafti trúar er látin viðgangast
í nafni umburðarlyndis og fjölmenningar.
Til þess að berjast gegn fordómunum
verðum við hins vegar að takmarka um-
burðarlyndið gagnvart þeim. Fjölmenning-
arleg þjónkun við trúarlega alræðishyggju
og kúganir gengur ekki upp. Umburðarlyndi
gagnvart kúgun er afstaða með kúguninni
en ekki umburðarlyndinu.
Íslendingar ættu að standa þétt að baki
Jóhönnu og Jónínu og mótmæla einelti fær-
eysku þingmannanna allir sem einn. Við
þurfum að sýna svo ekki verði um villst að
við tökum virka afstöðu gegn fordómum en
ekki óvirka afstöðu með þeim. Við sitjum
ekki hjá og horfum upp á forsætisráðherra
landsins lagðan í opinbert einelti fyrir kyn-
hneigð sína.
JÓN TRAUSTI REYNISSON RITSTJÓRI SKRIFAR. Umburðarlyndi gagnvart kúgun er afstaða með kúguninni en ekki umburðarlyndinu.
LEIÐARI
SVARTHÖFÐI
BÓKSTAFLEGA
Orð í eyra …
Margur heldur því fram að ríkis-
stjórn sem hefur Jón Bjarnason og
Ögmund Jónasson innanborðs þurfi
ekki stjórnarandstöðu. Sjálfur lofa ég
Ögmund Jónasson, hann er heiðar-
legur maður. Ekki sakna ég Álfheið-
ar Ingadóttur og ekki hef ég miklar
mætur á Jóni Bjarnasyni sem stjórn-
málamanni. Við losnuðum við tvo af
bestu ráðherrum íslenskrar stjórn-
málasögu — Rögnu Árnadóttur og
Gylfa Magnússon — til þess eins að
leyfa afli stjórnmálaflokkanna að
ráða för. Og þá komum við að kjarna
málsins; þeirri staðreynd að stjórn-
málaflokkar eru lamandi afl lýðræð-
isins.
Í flokki sem stendur traustum fót-
um í ríkisstjórn hefur fólk visst forskot
á keppinauta sína; stendur betur að
vígi en þeir sem úti í kuldanum eru.
Þetta kom vel í ljós þegar sú rauð-
hærða kona, Þórunn Sveinbjarnar-
dóttir, sagði í beinni útsendingu:
„Segðu frænda þínum að hoppa upp
í rassgatið á sér.“ En hún var ekki for-
dæmd fyrir þessi orð sín. Hið blóð-
lata, fylgispaka skorpufólk þusti útá
götu og lofaði þann kjark sem konan
sýndi með viðeigandi vali orða. Og
þá fór ég að velta því fyrir mér, hvað
hefði eiginlega gerst ef einhver aulinn
í stjórnarandstöðunni hefði látið slík-
an ófögnuð leka af vörum sér. Ef sá
síbrosandi og gamansami Birgir Ár-
mannsson hefði sagt þetta, þá hefðu
menn kastað að honum skóm og yf-
irleitt öllu lauslegu. Ef þeir frændur
og hafnarverkamenn, Árni Sigfús-
son í Helguvík og Árni, góðkunningi,
Johnsen í Landeyjahöfn, hefðu látið
sér þetta orðbragð um munn fara þá
hefði hommafóbía eyjaskeggja fyrst
farið úr böndunum. (Hérna verð ég
að geta þess að Árni Johnsen er víst
valinn til setu á Alþingi í Reykjavík
svo Eyjamenn þurfi ekki að læsa hús-
um sínum. Og svo einnig vegna þess,
að ef hann er í höfuðstaðnum þá er
betra að leyna stórafmælum fyrir
skaðræðisafli því sem uppáþrengj-
andi söngþörf Árna er.)
Ef Pétur Blöndal, sérstakur fjár-
málaspekúlant Davíðs Oddsson-
ar, fyrrverandi bankastarfsmanns,
hefði sagt þetta, þá hefði hann mátt
þola eggjakast, skókast og kerta-
fleytingar. Jafnvel búsáhaldabylt-
ingu, eða heimilistækjabyltingu þar
sem fólk hefði mætt með hrærivél-
ar, ryksugur og þvottavélar á Aust-
urvöll. Hann hefði fengið á sig fleiri
andlega mykjudreifara en formaður
sjallaballa og formaður framagosa
hafa mátt þola fyrir það eitt að vera
ástsælir verndarar glæpasamtaka ís-
lenskrar yfirstéttar.
Þjóðin hefur sæl og sátt
sagt um verstu slugsa
að orðlausir þeir öðlist mátt
ef þeir nenna að hugsa.
KRISTJÁN HREINSSON
skáld skrifar
„Segðu frænda
þínum að hoppa
upp í rassgatið á
sér.“
SKÁLDIÐ SKRIFAR
26 UMRÆÐA 10. september 2010 FÖSTUDAGUR
ÞORGERÐUR Í
VÍGAHAM
n Reiknað er með háu spennustigi í
þingflokki Sjálfstæðisflokksins þeg-
ar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
snýr aftur eftir
að hafa vikið til
hliðar um hríð.
Þorgerður sagði
af sér embætti
varaformanns
flokksins í kjöl-
far gríðarlegrar
gagnrýni vegna
risavaxins kúlu-
láns eiginmanns hennar, Kristjáns
Arasonar. Nú er fullyrt að hún snúi
aftur í miklum vígaham. Hún muni
berjast af hörku með aðild að Evr-
ópusambandinu og taka forystu í
þeim málum innan flokksins. Marg-
ir telja að þar liggi von hennar um
upprisu.
JÓHANNA VIÐKVÆM
n Ekki sér fyrir endann á uppnám-
inu sem varð í Færeyjum vegna
heimsóknar Jóhönnu Sigurðardótt-
ur forsætisráð-
herra og eigin-
konu hennar,
Jónínu Leósdótt-
ur. Öfgamenn í
Færeyjum neit-
uðu að mæta í
kvöldverð ásamt
þeim hjónum. Jó-
hanna mun hafa
haldið ró sinni þrátt fyrir að hún sé
afar viðkvæm fyrir fordómafullum
umræðum um hjónaband sitt. Það
vekur mikla athygli að þær stöllur
sjást yfirleitt ekki saman á mynd.
Virðast þær forðast það í lengstu
lög að láta ljósmyndara ná slíkum
myndum.
GEÐSTIRÐUR
RÁÐHERRA
n Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra ber þess flest merki
að vera einstaklega geðstirður þessa
dagana. Árni
Johnsen þing-
maður fullyrti
að Steingrím-
ur hefði sem
samgönguráð-
herra fyrir 18
árum látið stytta
ferjuna Herjólf
svo hægt yrði að
smíða hann á Akureyri. Steingrím-
ur brást illa við því sem hann kall-
aði óbein landráðabrigsl Árna. „Og
skammastu þín, Árni Johnsen!“
sagði Steingrímur.
EINTAKIÐ ÞÓR SAARI
n Það var ekki aðeins Árni Johnsen
sem fékk á baukinn hjá Steingrími
J. Sigfússyni fjármálaráðherra. Þór
Saari fékk einnig
sitt þegar fjár-
málaráðherrann
lýsti því hve sorg-
legt væri fyrir
Alþingi að sitja
uppi með „eintök
eins og háttvirt-
an þingmann Þór
Saari“. Hann var
ekki sáttur við einkunn ráðherrans,
uppnefni og hrakyrði. „Slíkur er nú
málflutningur þessa hæstvirta ráð-
herra og ég tel að hann eigi skömm
skilið fyrir háttsemi sína.“
SANDKORN
TRYGGVAGÖTU 11, 101 REYKJAVÍK
ÚTGÁFUFÉLAG: DV ehf.
STJÓRNARFORMAÐUR:
Lilja Skaftadóttir
FRAMKVÆMDASTJÓRI:
Bogi Örn Emilsson
RITSTJÓRAR:
Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
FRÉTTASTJÓRI:
Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is
DV Á NETINU: DV.IS
AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010,
ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050.
SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550.
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.