Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Side 37
kom aldrei aftur. Hann kastaði sér í Sognið og lík hans hefur aldrei fund- ist. Hann var skipstjóri og hafði lent í sjóskaða nokkrum mánuðum fyrr þar sem hann bjargaði lífi skipsfélaga síns. Við það meiddist hann og þurfti að hætta á sjónum. Ég held að hann hafi orðið þunglyndur upp frá því. Áður en pabbi dó var ég haldin mikilli sjálfseyðingarhvöt og veit að ég væri sjálf ekki á lífi ef hann hefði ekki dáið. Við dauða hans þurfti ég að vera sterk fyrir aðra fjölskyldu- meðlimi og þetta fékk mig til þess að hætta að hugsa bara um sjálfa mig. Ég upplifði hversu hræðileg áhrif svona missir hefur á fólk og ég gæti aldrei lagt það á ástvini mína. Ég hafði ákveðið þegar ég var ung að ef ég myndi ekki deyja áður en ég yrði tuttugu og fimm ára myndi ég taka málin í eigin hendur. Þetta var bara einhver fantasía. En dauði pabba varð til þess að ég þurfti að takast á við persónubresti mína og það gerði mig að betri manneskju.“ Fyrrverandi eiginmaður Birgittu og barnsfaðir framdi sjálfsvíg þeg- ar hann var innan við þrítugt. Þá var Birgitta tuttugu og fimm ára. Aðspurð um þá reynslu segir Birgitta: „Það er alltaf erfitt að missa ástvini sína og enn erfiðara ef þeir deyja langt fyrir aldur fram. Sennilega er erfiðast að höndla sjálfsvíg vegna þeirrar sekt- arkenndar sem aðstandendur sitja oft uppi með. Það vakna stöðugt upp spurningar um hvort orð eða afhafn- ir hefðu getað fyrirbyggt andlátið. Þá eru jafnframt miklir fordómar gagn- vart þeim sem taka sitt eigið líf og því er mjög algengt að lítið sé talað um andlát sem þannig ber að. En í þögninni tekur lengri tíma að vinna úr sorginni. Ég ákvað reyndar að fara aðra leið þegar pabbi dó. Þegar ég skrifaði minningargrein um hann var ég ekkert að fela ástæðu þess að hann dó. Það tók sýnu lengri tíma að vinna úr þessu vegna þess að lík hans fannst ekki og hefur aldrei fundist. Ég held að margir geri sér ekki grein fyr- ir því hversu jarðarfarir, eða himnaf- arir eins og ég kýs að kalla þær, eru mikilvægur endapunktur og athöfn fyrir þá sem eftir lifa. Maður gerir sér ekki grein fyrir því fyrr en mað- ur er sviptur því að geta rekið þenn- an endapunkt á sögu þess sem lést, eins og var tilfellið með dauða föður míns. Það var ekki fyrr en fimm árum eftir að barnsfaðir minn svipti sig lífi sem bein hans fundust og það var mikill léttir að fá að fylgja honum til grafar. Birgitta segir að þrátt fyrir að lífið hafi gefið henni erfið verkefni til að glíma við sé hún gædd þeim eig- inleika að geta séð eitthvað jákvætt við flesta hluti. „Lífsreynsla er dýr- mætt veganesti. Það að geta sett sig í spor annarra og fá að upplifa erfið- leika er oft nauðsynlegur grunnur að ákveðinni samkennd með öðrum.“ Birgittu langar að nýta þessa reynslu sína til góðs og hefur hug- myndir um að koma á stofn einhvers konar stuðningskerfi fyrir aðstand- endur þeirra sem fremja sjálfsvíg, sem henni finnst ekki eiga neitt skjól innan kerfisins. Netnörd með flökkusál Birgitta segist vera hálfgerður sígauni og hefur búið víðs vegar um heim- inn, meðal annars í Noregi og Ástr- alíu og unnið ýmis konar störf. Hún segist hafa orðið ástfangin af inter- netinu og verið algjört netnörd. „Ég hafði búið í Noregi um tíma og þegar ég kom heim hafði líf mitt algjörlega hrunið. Ég var atvinnulaus og nán- ast á götunni. Ég þurfti að byggja upp líf mitt og finna mér vinnu og hús- næði. Mér bauðst starf sem sölustjóri á auglýsingastofu sem var fyrsta int- ernetauglýsingastofan á Íslandi. Ég hafði ekki hundsvit á internetinu en það varð til þess að ég fékk áhuga. Ég fékk þá brjáluðu hugmynd að standa fyrir fyrstu beinu útsendingunni frá Íslandi sem yrði einhvers konar margmiðlunarhátíð þar sem ljóðið yrði í aðalhlutverki. Tæknin var ekki alveg til staðar þegar hugmyndin fæddist en ég hugsaði með mér að hún yrði bara tilbúin þegar ég væri búin að skipuleggja. Það hrundu ser- verar hér og þar úti um allan heim en þetta rétt hafðist.“ Birgitta var líka með þeim fyrstu í heiminum til að vera með bloggsíðu en hún byrjaði að blogga árið 1996. Hún hélt úti tveimur síðum, Diary of daily events og Input of the day, sem voru nokkurs konar margmiðlunar- síður með myndböndum og hljóð- bútum. „Ég kynntist síðan fyrrverandi eiginmanni mínum, sem er Ástr- ali, og bjó þar í eitt ár og þar fæddist yngri sonur minn. Þegar ég sá fram á atvinnuleysi þar í landi ákváðum við að flytja heim til Íslands og þar bjuggum við síðan í tvö ár. Eftir að við komum heim fór hjónaband okkar að líða fyrir drykkjuvandamál hans og ákváðum við að flytja til Nýja-Sjá- lands til að reyna að bjarga hjóna- bandinu. Þar varð það alveg ljóst að því yrði ekki bjargað. Ég hugsaði að það yrði auðveldara að byrja nýtt líf á Íslandi og flutti því heim með strák- ana. Ég vildi líka fara að beita mér af fullum krafti í að reyna að laga þá þætti í samfélaginu sem ég hafði upplifað sem óréttláta og beinlín- is hættulega. Rétt áður en ég flutti til Nýja-Sjálands hafði ég skipulagt nokkra stóra og smáa viðburði til að koma í veg fyrir þátttöku Íslands í Íraksstríðinu. Á þessum tíma reyndi ég líka að beita mér gegn stóriðju- stefnu ríkisstjórnarinnar.“ Ástir og pönk Birgitta ólst upp í Þorlákshöfn og er dóttir Bergþóru Árnadóttur, tón- skálds og tónlistarkonu, og Jóns Ól- afssonar skipstjóra. Jón ættleiddi Birgittu þegar hún var sex ára en hann gekk henni í föðurstað þegar hún var fjögurra ára og hefur hún alltaf litið á hann sem pabba sinn. Blóðfaðir Birgittu hét Karl Valdi- marsson og á hún fjögur hálfsystk- ini samfeðra sem hún hefur fundið hvert á fætur öðru á lífsleiðinni eins og hún orðar það. Foreldrar hennar og stjúpfaðir eru öll látin. Þegar Birgitta flutti til Reykjavíkur átti hún í erfiðleikum með að aðlag- ast lífinu í borginni. Níu ára bað hún um að fá að fara í heimavistarskóla og það varð til þess að hún fór einn vetur í heimavistarskólann að Skóg- um. Henni líkaði ekki vistin og það fór svo að hún bjó hjá ömmu sinni og afa í Hveragerði um tíma. „Þar gerð- ist ég pönkari og dálítill villingur. Ég skrópaði oft í skólanum og húkkaði mér far til Reykjavíkur þar sem ég hékk á Hlemmi með hinum pönkur- unum. Ég var fyrsta stelpan á Íslandi til að skarta alvöru hanakambi,” segir Birgitta glettin. Fimmtán ára fór hún á heima- vistarskólann á Núpi og segir Birg- itta það hafa verið besta ár lífs síns. Þar kynntist hún Jóni Gnarr og ást- in kviknaði. „Jón var líka pönkari. Ég var fyrsta kærastan hans og hann var fyrsti kærastinn minn. Hann var skemmtilegur, snjall og hlý mann- eskja og við vorum saman í um það bil ár. Við hlustuðum mikið á Clash og lásum saman anarkistabók- menntir, vorum saman í pönkhljóm- sveit og ætluðum að stofna Green- peace á á Íslandi,” segir hún. Það slitnaði upp úr sambandi Jóns og Birgittu en hún segir þó að þau hafi verið í sömu kreðsu í áranna rás þannig að alltaf hafi verið eitt- hvert samband þeirra á milli. Hvernig finnst þér hann standa sig sem borgarstjóri? „Mér finnst hann standa sig vel þótt ég vildi sjá hann vera meiri Gnarr og minni Samfó,” segir hún. Assange svolítil karlremba Um samband sitt og Julian Assange segir Birgitta þau vera vinnufélaga og góða vini. „Við höfum áþekkt skop- skyn og sýnum sömu nördísku hegð- un. Hann er þó svolítið dæmigerð- ur ástralskur karlmaður en þeir geta verið miklar karlrembur. Þetta er bara menningarmismunur. Ástralar upp- lifa norrænar konur sem allt of frjáls- lyndar og nánast með of mikil réttindi og við upplifum þá sem karlrembur.“ Birgitta kynntist Julian og Dani- el frá WikiLeaks á ráðstefnu um staf- rænt frelsi sem haldin var 1. desem- ber 2009 í Háskólanum í Reykjavík. Þau héldu öll erindi á ráðstefnunni og þar viðruðu þeir hugmyndina um að hægt væri að gera Ísland að eins kon- ar skjóli fyrir upplýsinga- og tjáning- arfrelsi. „Ég hef svipaðan bakgrunn og þeir. Ég hef unnið sem skáld og blaðamað- ur og frumkvöðlast á netinu auk þess að vinna mikið með mannréttinda- og friðarsamtökum á alþjóðavísu. Við náðum því vel saman. Ég var með- vituð um að upplýsingafrelsi stendur höllum fæti og fannst þessi hugmynd þeirra heillandi. Ég ákvað því að leggja til að ég myndi framkvæma þessa hug- mynd ef þeir gætu aðstoðað mig við að draga upp mynd af því hvaða lög væru sterkust í þessa veru. Þeir samþykktu það og ákveðið var áður en þeir fóru af landi brott síðla í desember að þeir kæmu aftur til Íslands snemma í jan- úar. Ég vann því náið með þeim báð- um ásamt sérfræðingum í alþjóðalög- um, sér í lagi Evrópulögum. Svo þegar Daniel fór af landi brott ásamt öðr- um sem komu hingað í þessa teymis- vinnu, þá varð Julian eftir og dvaldist hér þangað til í apríl. Á þessu tímabili sá ég að það var þörf aðstoð við að gera Collateral Murder-myndbandið að veruleika og bauð fram krafta mína í páskafríinu mínu. Ég tók því þátt í að framleiða þetta myndband sem þýddi mikla vinnu bæði við skipulag, texta- vinnslu, rannsóknarvinnu og annað tilfallandi.“ Þegar blaðamaður spyr hvort hún hafi áhyggjur af öryggi Julians segir hún: „Já og nei. Hann hefur sannar- lega sett sjálfan sig í frekar hættulega stöðu með því að stilla sér upp sem einu sýnilegu manneskjunni í Wiki- Leaks. Það var ein af ástæðum þess að ég byrjaði að tala um mikilvægi þess að það væru fleiri talsmenn og and- lit hjá WikiLeaks löngu áður en þetta mál kom upp í Svíþjóð. Julian hef- ur sýnt mikið hugrekki og á alveg frá- bæra spretti í rökræðum. Hann hef- ur ríka réttlætiskennd en er mistækur eins og allar aðrar manneskjur. Hans sterka hlið er ekki endilega sú er lýtur að mannlegum samskiptum og það útskýrir að einhverju leyti þau vand- ræði sem hann er í núna.“ hanna@dv.is FÖSTUDAGUR 10. september 2010 VIÐTAL 37 FJÖREGG Barnamenning í Norræna húsinu Uppskeruhátíð og sultukeppni fyrir fjölskylduna Í gróðurhúsi Norræna hússins laugardaginn 11. september kl. 14.00 Tækifæri fyrir unga og eldri ræktendur að taka þátt í sultukeppni með afurðum úr eigin garði. Leikreglur eru einfaldar: · Keppt er í tveimur sultutegundum, súrri og sætri · Hver keppandi getur skilað inn eins mörgum sultutegundum og hann vill · Skila skal sultunni í Norræna húsið í síðasta lagi kl. 12.00 þann 11. september í íláti með nafni, heimilisfangi og/eða netfangi keppandans á botninum · Góð verðlaun í boði Kynnir og stjórnandi er danski matfræðingurinn Mads Holm. Dómari er meistarakokkur veitingahússins Dills í Norræna húsinu, Gunnar Karl Gíslason. Tónlist og skemmtun, Felix Bergsson leikari og söngvari. Norræna húsið | Sturlugötu 5 | 101 Reykjavík | Sími 551 7030 | www.norraenahusid.is Það er eins og það sé gegnum- gangandi í þjóðarsálinni að það sé allt í lagi að svindla. Ég skrópaði oft í skólanum og húkkaði mér far til Reykjavíkur þar sem ég hékk á Hlemmi með hin- um pönkurunum. Pönkari Birgitta var fyrsta stelpan hér á landi til að skarta hanakambi.Erfið lífsreynsla Birgitta segir erfiða lífsreynslu hafa gert sig að betri manneskju.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.