Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Síða 38
38 VIÐTAL 10. september 2010 FÖSTUDAGUR
Auðvitað er skemmtilegra í vinnunni þegar mikið gengur á. Eldgos og rann-sóknarskýrsla í einni og sömu vikunni, það er fjör! Það verður ekki sagt að við
eigum í vandræðum með að finna efni og ekki
bara af því að allt er á heljarþröm. Okkar um-
fjöllun snýst ekki bara um fréttir og pólitík heldur
speglum við það sem er að gerast í samfélaginu,
hvort sem það eru mótmæli, listir, menning, ný-
sköpun eða einhver sérviska,“ segir fjölmiðlakon-
an Þóra Arnórsdóttir, aðstoðarritstjóri Kastljóss.
VISSI EKKERT UM FJÖLMIÐLA
Þóra hefur starfað við fjölmiðlabransann frá ár-
inu 1998 þegar hún hóf störf í Dægurmálaút-
varpi Rásar 2. Örlögin leiddu hana í útvarpið en
þáverandi ritstjóri Dægurmálaútvarpsins, Leif-
ur Hauksson, bauð henni starfið þegar hún kom
heim úr námi. „Þá var Sigmar Guðmundsson að
hætta og ég fór í hans starf. Leifur hafði tekið við
mig viðtal og varð hugsað til mín þegar vantaði
unga manneskju í þáttinn. Ég hafði tekið áhuga-
próf námsráðgjafar við Háskóla Íslands og feng-
ið þá niðurstöðu að ég ætti að vera í útvarpi en
vissi sjálf ekkert hvað ég ætlaði að verða. Fjöl-
miðlar voru örugglega á listanum enda líkaði
mér strax vel við starfið,“ segir Þóra og bætir við
að samstarfsmenn hennar í Dægurmálaútvarp-
inu, Leifur, Ævar Örn Jósepsson og Lísa Pálsdótt-
ir, hafi reynst sér vel. „Ég vissi ekkert í minn haus
og lærði allt sem ég þurfti að læra af þeim. Þetta
var frábær leið til að byrja,“ segir Þóra sem var í
útvarpinu í þrjú og hálft ár áður en hún færði sig
yfir á fréttastofu Sjónvarps.
FLAUG Í GEGNUM SKÓLA
Þóra ólst upp í vesturbæ Kópavogs og gekk í
Kársnes – og Þinghólsskóla og fór svo í Mennta-
skólann við Hamrahlíð. Hún á fjóra eldri bræð-
ur og var orðin svo óþolinmóð að hefja sjálf nám
að hún heimtaði að fá að byrja fimm ára í skóla.
„Hluti af því að koma úr stórri fjölskyldu er að
hafa alltaf einhvern til að hjálpa þér með nám-
ið ef þess þarf. Mér gekk samt alltaf vel í skóla og
fór eiginlega alltof auðveldlega í gegnum grunn-
og menntaskóla. Ég kláraði tvær brautir í MH en
þegar ég hóf háskólanám fann ég að mig vant-
aði upp á agann og vinnubrögðin. Ég mæli þess
vegna með því að fólk læri strax að læra því það
þýðir ekkert að slugsa þegar þú ert komin í há-
skóla.“
Hún segist varla dómbær á það hvort hún hafi
verið góður unglingur en þar sem hún hafi ver-
ið farin að vinna allar helgar 16 ára þá hljóti það
að vera. „Ég var líka á fullu í handbolta svo það
var ekki mikill tími fyrir einhverja vitleysu. Ég var
sjálfstæð, vann mikið og gat keypt mér bíl 17 ára
og kaus að sjá um mig sjálf. Félagsskapurinn í
handboltanum var líka góður, þegar við skemmt-
um okkur var tryllingslega gaman en ekki bein-
línis neitt rugl. Þetta voru og eru sérdeilis heil-
steyptar stelpur, við hittumst enn í fótbolta og
merkum félagsskap sem heitir Kokteill og kjóll og
skýrir sig sjálfur.“
Þóra er með BA-próf í heimspeki frá Háskóla
Íslands og tók hluta af náminu úti á Ítalíu. Eftir að
hafa reynt fyrir sér sem fréttamaður á fréttastofu
Sjónvarps dreif hún sig út í frekara nám og urðu
hagfræði og alþjóðastjórnmál við Johns Hopkins
School of Advanced International Studies fyrir
valinu. „Ég valdi þennan skóla því hann er einn
sá besti á þessu sviði og auk þess var sá bónus
að hægt var að taka fyrra árið í Bologna á Ítalíu
en það seinna í Washington D.C.,“ segir hún og
bætir við að tíminn í Bandaríkjunum hafi verið
skemmtilegur. „Ég ákvað að fyrst ég væri á ann-
að borð að fara til Bandaríkjanna í nám þá ætlaði
ég að kynnast þessum menningarheimi. Margir
af mínum bestu vinum eru Bandaríkjamenn eft-
ir þessi ár og þeir hafa verið mínir bestu ferðafé-
lagar vítt og breitt um heiminn. Bandaríkin eru
sem sagt fjölþætt og fallegt land og þar er gott að
vera — ef maður er ekki fátækur eða veikur — og í
þessu námi er þetta höfuðborg heimsins.“
YNGST Í STRÁKAHÓPI
Foreldrar Þóru, Arnór Hannibalsson, fyrrver-
andi heimspekiprófessor, og Nína Sveinsdóttir
viðskiptafræðingur voru um fertugt þegar Þóra
kom í heiminn. „Það var barasta notalegt að alast
upp í strákahópnum svona mestmegnis. Auðvit-
að stríddu þeir mér og rifust dálítið en almennt
voru þeir góðir við mig og elsti bróðir minn, sem
er þrettán árum eldri en ég, var mér sjálfsagt ein-
hvers konar föðurímynd. Hann leyfði mér að
dröslast með sér út um allt. Lánaði mér bílinn
sinn í kvennarallíkrosskeppni skömmu eftir að
ég fékk bílpróf og æpti svo eins og óður maður á
hliðarlínunni og svo framvegis. Ég held að það sé
kostur að alast upp í stórum systkinahópi því þar
lærirðu að deila og svo er alltaf eitthvað að ger-
ast. Það þýddi ekkert vol og væl og þar sem ég var
yngst þurfti ég að berjast fyrir mínu. Ég held því
fram að miðað við stöðu mína sem einkadóttir,
yngst af fimm, hafi ég samt ekki verið dekruð eins
og mér bar. En líklega er ég ekki besti dómarinn
í því máli.“
Þegar Þóra kom heim frá Bandaríkjunum
fór hún aftur á fréttastofu Sjónvarpsins, þaðan
í Spegilinn og svo yfir á Stöð 2 þar sem hún var
í tvö ár áður en hún færði sig aftur yfir til Ríkis-
sjónvarpsins árið 2007. „Það var gott að prófa
bæði fréttadeild Stöðvar 2 og Ísland í dag en ég
þekki Efstaleitið orðið mjög vel enda búin að vera
þar lengi,“ segir hún og bætir við að sjónvarp og
útvarp séu afar ólíkir miðlar. „Mér finnst mjög
gaman að vinna í útvarpi og þar geturðu komið
upplýsingum á framfæri strax og án þess að fara
í hár og smink. Þú þarft í rauninni ekki að hugsa
um neitt annað en innihaldið. Sjónvarpið er hins
vegar enn sterkari miðill og þegar gýs eða brenn-
ur er að mörgu leyti skemmtilegra að vera þar, að
geta sýnt lifandi myndir.“
Í DRAUMASTARFINU
Yfirmaður Þóru í Kastljósinu er vinur hennar Sig-
mar Guðmundsson en þau vinna líka saman að
spurningaþættinum vinsæla Útsvari. „Við Sigmar
erum ólík að mörgu leyti en okkur hefur alltaf
gengið vel að vinna saman. Við fjórmenningarn-
ir í Kastljósinu hlæjum að því þegar Sigmar seg-
ist vera þessi ofsalegi skaphundur því við verð-
um hreint ekki vör við það. Hann er alveg laus við
alla spéhræðslu og komplexa og fer aldrei í fýlu.
Ef þú gerir grín að honum eða breytir fésbókar-
statusnum hans alveg óvart eða sendir sms-skila-
boð úr símanum hans jafnóvart máttu samt bú-
ast við því að fá það tvöfalt til baka,“ segir hún
brosandi. Þegar hún er innt eftir draumastarfinu
segist hún ekki sækjast eftir starfi Sigmars. „Ég
vil stundum komast heim til mín áður en börn-
in sofna. Hans ábyrgð er meiri og hann er oftar
lengur fram á kvöld. Annars er ég ekki frá því að
það sé skemmtilegra að vera aðstoðarritstjóri því
þannig get ég unnið meira efni og farið út í sam-
félagið á meðan hann er fastur á skrifstofunni.
Ætli ég sé ekki bara í draumastarfinu mínu, hér
heima allavega. Ég sé ekki hvað ætti að geta slegið
það út. En öll tilboð eru skoðuð, mjög hátt kaup
fyrir þægilega dagvinnu með löngum sumarfrí-
um væri til dæmis freistandi,“ segir hún brosandi.
FANN ÁSTINA Í VINNUNNI
Sambýlismaður Þóru er fréttahaukurinn Svavar
Halldórsson en þau Svavar kynntust þegar þau
störfuðu saman á RÚV árið 2004, hún hjá frétta-
stofu Sjónvarps, hann hinum megin við þilið á
fréttastofu Útvarps. Svavar er stjórnmálafræð-
ingur og með MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu.
Þau Þóra eiga saman tvö börn, Halldór, sem
fæddist árið 2005, og Nínu, sem kom í heiminn
vorið 2008. Auk þess á Svavar þrjár stelpur af fyrra
sambandi sem eru 11, 12 og 13 ára. Það er því
stór fjölskylda sem hefur komið sér fyrir í Hafn-
Þóra Arnórsdóttir, aðstoðarritstjóri Kastljóssins,
segir örlögin hafa leitt sig í fjölmiðla. Þóra og frétta-
maðurinn Svavar Halldórsson eiga saman tvö börn
auk þess sem Svavar á þrjár dætur af fyrra sambandi.
Þóra er önnum kafin í vinnu og móðurhlutverkinu og
segir lítinn tíma afgangs fyrir sig og eiginmanninn.
Þau séu hins vegar sátt við annríkið og stefni að því
að hafa það náðugt saman í ellinni.
FANN ÁSTINA Í VINNUNNI
Ég hafði alveg hugsað mér
að verða mamma
en bjóst ekki við að
tapa mér svona al-
gerlega þegar að
því kæmi. Það varð
hins vegar raunin.
M
Y
N
D
R
Ó
B
ER
T
R
EY
N
IS
SO
N