Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Síða 42
Þórunn fæddist að Bíldsfelli í Grafningi í Árnessýslu. Hún út- skrifaðist frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1958, frá Leiðsögu- mannaskólanum 1970, frá Mark- aðsskóla Íslands 1989 og lauk prófum í opinberri stjórnsýslu og stjórnun frá Endurmenntunar- stofnun Háskóla Íslands 1999. Þórunn starfaði við Lands- banka Íslands 1958–59, var flug- freyja hjá Loftleiðum 1960–62, leiðsögumaður og fararstjóri 1975– 79, dagskrárgerðarmaður hjá RÚV á hinum ýmsu tímum um lengri og skemmri tíma, blaðamaður við Vísi 1980–81 og við DV 1981–86, ritstjóri Vikunnar 1986–88, útgef- andi og ritstjóri tímaritsins Far- vís (síðar Farvís-Áfangar) 1988–95 og starfrækti útgáfufyrirtækið Far- veg hf., ritstýrði jafnframt Súlunni sem Félag íslenskra ferðaskrifstofa gaf út, ritstýrði afmælisriti Lions- hreyfingarinnar sem kom út í til- efni fjörutíu ára afmælis Lions á Íslandi, var ritstjóri Lionsblaðsins 1994–96, var upplýsinga- og ferða- málafulltrúi Ísafjarðarkaupstaðar (síðar Ísafjarðarbæjar) 1996, að- stoðarmaður bæjarstjóra Ísarfjarð- ar 1996–98, verkefnastjóri hjá At- vinnuþróunarfélagi Vestfjarða hf. 1998, sveitarstjóri Borgarfjarðar- sveitar 1998–2002 og starfaði hjá RÚV 2003–2007. Þórunn var varaborgarfulltrúi í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir Sjálf- stæðisflokkinn á árunum 1978–90, sat í fjölda nefnda á vegum borg- arinnar, s.s. umhvefismálaráði og var formaður Jafnréttisnefndar Reykjavíkurborgar 1991–94. Hún var formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna 1985–89, sat í stjórn Hvatar, félags sjálfstæðis- kvenna í Reykjavík, gegndi ýms- um trúnaðarstörfum fyrir Sjálf- stæðisflokkinn, var m.a. formaður málefnanefndar og átti sæti í mið- stjórn flokksins og flokksráði um skeið. Hún var kjörin af Alþingi í útvarpsráð 1995–99 og 1999–2003, átti sæti í stjórn Menningarsjóðs útvarpsstöðva sem fulltrúi RÚV og var skipuð í samvinnunefnd um miðhálendið árið 2000. Þórunn gekk til liðs við Lions- hreyfinguna á Íslandi 1984 og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á þeim vettvangi. Hún var fyrsta konan á Norðurlöndum sem tók sæti í fjölumdæmisstjórn Lions, gegndi embætti kynningarstjóra 1988–90 og tók síðan við embætti svæðisstjóra í umdæmi 109A en hún var fyrst kvenna innan Lions- hreyfingarinnar til að gegna emb- ætti svæðisstjóra. Fjölskylda Fyrri maður Þórunnar var Guð- mundur Arason, f. 25.6. 1938, for- stjóri. Þau skildu. Börn Þórunnar og Guðmundar eru Elíza Guðmundsdóttir, f. 14.11. 1962; Ari Guðmundsson, f. 7.12. 1963, en kona hans er Jóhanna Jó- hannsdóttir og er sonur þeirra Eyj- ólfur Andri Arason; Gestur Ben Guðmundsson, f. 1.9. 1966, en börn hans eru Viktor Ben og Ein- ar Ben; Ingi Þór Guðmundsson, f. 1.3. 1971, en kona hans er Rann- veig Haraldsdóttir og eru börn þeirra Þórunn Hekla, Aron Snær, Ísak Nói; Hjördís Guðmundsdótt- ir, f. 17.10. 1972, en maður hennar er Ómar Karl Jóhannesson og eru dætur þeirra Elísa Gígja og Inga Lilja. Seinni maður Þórunnar var Eg- ill Gr. Thorarensen, f. 17.11. 1944, framkvæmdastjóri. Þau skildu. Foreldrar Þórunnar: Jón Elías Jónsson og Hjördís Guðmunds- dóttir, f. 1.9. 1920, fyrrv. ráðskona Íslandsbanka. Kjörfaðir Þórunnar var Gestur Benediktsson, f. 20.7. 1904, d. 24.9. 1965, veitingaþjónn. Ætt Foreldrar Jóns Elíasar voru Sig- ríður Sigurðardóttir frá Ármúla í Ásahreppi í Rangárvallasýslu, og Jón Oddsson frá Þúfu í Landsveit, en hann var sonur Odds Erlends- sonar, b. og hreppstjóra, og Elínar Hjartardóttur húsfreyju. Hjördís er dóttir Þórunnar Oddsdóttur og Guðmundar Jóns- sonar, skósmiðs í Reykjavík, en for- eldrar hans voru Jón Mikael Hann- esson og Anna Gränz. Þórunn var dóttir Eggrúnar Eggertsdótt- ur (Eyrarætt í Flókadal) og Odds Þórarinssonar en foreldrar hans voru Þuríður Oddsdóttir og Þórar- inn Hafliðason frá Kirkjubæ í Vest- mannaeyjum. MINNING MINNING Þórunn Gestsdóttir FYRRV. RITSTJÓRI OG SVEITARSTJÓRI Fædd 29.8. 1941 – dáin 5.9. 2010 42 MINNING 10. september 2010 FÖSTUDAGUR MERKIR ÍSLENDINGAR Lárus Salómonsson LÖGREGLUVARÐSTJÓRI f. 11.9. 1905, d. 24.3. 1987 Lárus Salómonsson fæddist á Laxár- bakka í Miklaholtshreppi en foreldr- ar hans voru Salómon Sigurðsson, bóndi á Laxárbakka og í Drápuhlíð í Helgafellssveit á Snæfellsnesi, f. 26.12. 1851, d. 11.12. 1908, og Lár- usína Lárusdóttir Fjeldsted, f. 4.9. 1874, d. 17.3. 1942, húsfreyja. Lárus hóf störf í lögreglunni í Kefla- vík árið 1935. Hann var settur lög- reglumaður í Reykjavík 1936 og starfaði þar lengi en starfaði síð- ar sem varðstjóri á Seltjarnarnesi til starfsloka 1975. Hann vann við sumarlöggæslu á Raufarhöfn 1953, á Húsavík 1954 og 1955 og var boð- unarmaður hjá tollstjóra 1954. Lárus var mikill glímumaður. Hann varð 10. beltishafi Íslandsbeltisins sem einnig er kallað Grettisbelt- ið, og vann það einnig árin 1933 og 1938. Kona Lárusar var Kristín Gísla- dóttir, f. 18.6.1908 á Hrútsstöðum í Gaulverjabæjarhreppi, d. 20.4. 1983. Börn Lárusar og Kristínar: Ár- mann Jakob, sem var lögreglumað- ur i Kópavogi; Grettir, sem var lengi bifreiðarstjóri í Reykjavík; Kristján Heimir, sem var lengi vinnuvéla- stjóri í Kópavogi; Brynja húsfreyja á Seltjarnarnesi, og Lárus, vinnuvéla- stjóri í Reykjavík. Hálfbróðir Lárusar var Helgi Hjörvar, rithöfundur og útvarps- maður. Albræður Lárusar voru Pét- ur Hoffmann, formaður í Selsvör; Gunnar Úrsus aflraunamaður; Lúther pípulagningamaður, og Har- aldur, faðir Auðar Haralds rithöf- undar. Sigurður, afi Lárusar, var bóndi í Miklholti í Hraunhreppi í Mýra- sýslu, sonur Horna-Salómons, en frá honum er komin fjölmenn ætt. Freymóður Jóhannesson MÁLARAMEISTARI, LISTMÁLARI OG TÓNSKÁLD f. 12.9.1895, d. 6.3. 1973 Freymóður fæddist í Stærra-Árskógi á Árskógsströnd í Eyjafirði, sonur Jó- hanns T. Þorvaldssonar og Hallfríð- ar Jóhannsdóttur. Freymóður lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar, stundaði málaranám hjá Ástu málara, framhaldsnám í mál- araiðn í Kaupmannahöfn, nám við Teknisk Selskabs Skole og listnám í Kunstakademiet, stundaði listmál- aranám á Ítalíu og í Danmörku og nám í leiktjaldagerð við Konunglega leikhúsið i Kaupmannahöfn. Freymóður var málarameist- ari á Akureyri um skeið, listmálari í Óðins véum í Danmörku 1936–39 og síðan í Reykjavík og vann þar, en auk þess við Hagstofuna í Reykjavík. Myndir Freymóðs voru gjarn- an landslagsmyndir í súperrealísk- um stíl enda var honum meinilla við aðrar stefnur, einkum abstrakt- málverk sem hann sá ástæðu til að andæfa. Hann hélt því t.a.m. fram að þróun í myndlistarstefnum síð- ari ára væri flótti undan ljósmynda- tækninni. Freymóður var mikill bindind- ismaður og sem slíkur frumkvöðull að hinum merku dægurlagakeppn- um SKT sem haldnar voru í Gúttó og Austurbæjarbíói á sjötta ára- tugnum. Undir höfundarnafninu Tólfti september samdi Freymóður afar vinsæl og grípandi dægurlög og texta en meðal þekktustu laga hans eru Frostrósir, Draumur fangans, Litla stúlkan við hliðið og Litli tón- listarmaðurinn, sem öll hafa orðið sígild. Þá var hann siðavandur með afbrigðum og gagnrýndi harkalega sýningu kvikmyndarinnar Tákn- mál ástarinnar sem var sænsk kyn- fræðslumynd og sýnd í Hafnarbíói um 1970. Björn Ingvarsson FYRRV. YFIRBORGARDÓMARI Í REYKJAVÍK OG LÖGREGLUSTJÓRI Björn fæddist í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1938, lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1944, öðlaðist hdl.-réttindi 1946, sótti námskeið hjá Sameinuðu þjóðun- um í Lake Success í New York 1949, dvaldi við nám í Genf og London hjá British Council árin 1953–54 á veg- um United Nations Technical Assis- tance og kynnti sér meðferðarúrræði fyrir afbrotaunglinga og stundaði nám við Nato Defence College í Róm 1973. Björn var búsettur að Kaup- angi í Eyjafirði þar sem hann fékkst við lögfræðistörf, útgerð og búskap á árunum 1944–47, var búsettur í Hafnarfirði frá 1947, var fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Gullbringu- og Kjósarsýslu 1947–54, var settur lög- reglustjóri á Keflavíkurflugvelli 1954 og starfaði þar til 1973 og var yfir- borgardómari í Reykjavík á árunum 1974–87 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Björn sat í hreppsnefnd Öngul- staðahrepps og var varaoddviti þar 1946, sat í stjórn málfundafélagsins Magna í Hafnarfirði 1952-54 og var formaður þess 1962-64, sat í yfirkjör- stjórn Reykjaneskjördæmis frá 1959 og var oddviti yfirkjörstjórna 1972. Hann var mikill hestamaður, var for- maður hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði 1964-67 og varð síðar heiðursfélagi þess. Þá var hann for- maður Dómarafélags Íslands 1973- 75. Fjölskylda Björn kvæntist 12.2. 1944 Margréti Þorsteinsdóttur, f. 12.2. 1922, d. 29.8. 2009, húsfreyju. Hún var dóttir Þor- steins Jónssonar, f. 20.7. 1889, d. 13.10. 1976, kaupfélagsstjóra á Reyðarfirði, og k.h., Sigríðar Þorvarðardóttur Kjer- úlf, f. 25.5. 1891, d. 13.6. 1973, hús- freyju. Synir Björns og Margrétar: Ingv- ar Björnsson, f. 8.7. 1944, d. 7.4. 1997, lögmaður, en fyrri kona hans var Herta Kristjánsdóttir, f. 20.3. 1944, og eru börn þeirra Margrét Úrsúla, f. 21.9. 1966, Björn Ólafur, f. 24.7. 1969, og Sigurlína Valgerður, f. 14.11. 1978, en seinni kona Ingvars var Kolbrún Baldvinsdóttir, f. 26.2. 1944; Þorsteinn Björnsson, f. 31.7. 1945, prentari í Reykjavík, en fyrri kona hans var Jón- ína Jónsdóttir, f. 5.9. 1946, og eru synir þeirra Jón Örn, f. 22.5. 1969, og Ingv- ar Björn, f. 29.7. 1974, en seinni kona Þorsteins er Anna Heiðdal, f. 14.5. 1944; Björn Björnsson, f. 8.6. 1947, d. 18.12. 2009, en fyrrv. sambýliskona hans er Sigrún Halldórsdóttir, f. 12.3. 1950, og eru börn þeirra Halldór Guð- finnsson, f. 30.11. 1973 (uppeldisson- ur), Hildigunnur Guðfinnsdóttir, f. 6.7. 1977 (uppeldisdóttir), Björn Viðar, f. 23.7. 1986, og Margrét, f. 10.12. 1991. Systkini Björns: Kristín, f. 1918; Helga, f. 1924, nú látin; Hulda, f. 1926, nú látin; Gunnar, f. 1930, nú látinn; Hjördís, f. 1932, nú látin; Inga, f. 1933; Sigurður, f. 1935. Uppeldissystir Björns var Þóra Björk Kristinsdóttir, f. 1936. Foreldrar Björns voru Ingvar Jónadab Guðjónsson, f. 17.7. 1888, d. 8.12. 1943, útgerðarmaður í Kaup- angi í Eyjafirði, og Jónína Björnsdóttir, f. 25.7. 1897, d. 9.12. 1977, síðar hús- freyja og prestsfrú á Syðra-Laugalandi í Eyjafirði. Stjúpfaðir Björns var séra Benja- mín Kristjánsson, f. 11.6. 1901, d. 3.4. 1987, prestur og prófastur á Syðra- Laugalandi. Ætt Ingvar var sonur Guðjóns Helgason- ar, fiskmatsmanns á Akureyri, og k.h. Kristínar Árnadóttur húsfreyju. Jónína var dóttir Björns Ólafs Jónssonar, skipstjóra á Karlsstöðum í Fljótum í Skagafirði, og k.h. Guðríðar Hjaltadóttur húsfreyju. Fæddur 20.5. 1917 – dáinn 28.8. 2010 \\ELVIS\Elvis MSA1\_DV\CMYK_ MYNDIR\DV100609137.jpg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.