Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Page 44
Sunnudaga-
morðinginn
Carl Eugene Watts, einnig þekktur sem Coral, Kórall, öðlaðist friðhelgi fyrir tug morða sem hann framdi
með því að semja við saksóknara árið 1982. Hann var bandarískur raðmorðingi og fékk viðurnefnið The
Sunday Morning Slasher. Hann framdi allt að áttatíu morð.
Carl Eugene Watts var skilnaðarbarn. Hann fæddist 1953 í Texas. Tveimur árum síðar
skildu foreldrar hans og Carl fylgdi
móður sinni auk þess sem hann
var um tíma í umsjá ömmu sinnar.
Í æsku fékk hann heilahimnubólgu
sem fylgdi hár hiti og urðu veikindin
til þess að hann gat ekki klárað átt-
unda bekk. Þegar hann snéri aftur í
skólann kom í ljós að hann átti við
námsörðugleika að stríða auk þess
sem framferði hans í garð bekkjar-
systra hans var verulega ábótavant.
Sextán ára að aldri las hann náms-
efni þriðja bekkjar og var fórnar-
lamb eineltis í skóla.
Þrátt fyrir slakan námsárangur
sýndi Carl mikla íþróttahæfileika
og fékk íþróttastyrk og inngöngu í
Lane-miðskólann í Tennessee. En
skólavist þar fékk skjótan endi því
eftir aðeins þrjá mánuði var hann
rekinn í kjölfar ásakana um árásir
og stjákl í kringum námsstúlkurn-
ar. Einnig var hann grunaður um
morð á námsstúlku, en áþreifanleg-
ar sannanir skorti til að styðja þann
grun. Carl flutti þá á heimaslóðir í
Texas.
Gekk lengi lausum hala
Raðmorðaferill Carls hófst þegar
hann var tvítugur, 1974, en þess ber
að geta að löngu fyrr hafði hann
verið úrskurðaður hættulegur ein-
staklingur og vistaður á stofnun um
einhverja hríð. Carl ánetjaðist fíkni-
efnum og gerðist einrænn.
Carl stundaði að ræna konum af
heimili þeirra og pyntar þær og síð-
an myrða. Þann 30. október 1974
féll Gloria Steele fyrir hendi Carls,
eftir að hafa sætt pyntingum og mis-
þyrmingum. Talið er að Gloria hafi
verið annað fórnarlamb Carls, en
þeim átti eftir að fjölga næstu árin.
Síðar kom í ljós að kona að nafni
Lenore Knizacky hafði sloppið með
skrekkinn aðeins fimm dögum fyrr
eftir að hafa farið til dyra á heim-
ili sínu. Gloria hafði ekki verið jafn
heppin, hún hafði verið stungin
þrjátíu og þrisvar í bringuna. Í nóv-
ember slapp Diane Williams með
naumindum úr klónum á Carl og
gat gefið lögreglu lýsingu á bíl hans.
Engu að síður komst Carl, næstu
átta árin, upp með morð á ótal kon-
um á aldrinum 14 til 44 ára og beitti
ýmsum aðferðum. Hann kyrkti
fórnarlömb sín, stakk þau til bana,
barði til dauða og drekkti þeim.
Víðförull morðingi
Ástæður þess að Carl komst upp
með ódæði sín voru af ýmsum toga.
Morðin framdi Carl í nokkrum lög-
regluumdæmum og tilkoma DNA-
rannsókna hafði lítið að segja því
ólíkt flestum raðmorðingjum átti
Carl ekki meira við fórnarlömb sín
en nauðsyn krafði og því var engin
lífsýni að finna, enda virtust morð-
in ekki vera af kynferðislegum toga.
Fólk sem þekkti til Carls grunaði
hann ekki um græsku og því fór
svo að hann var ekki grunaður um
morðin fyrr en eftir að hann var
handtekinn árið 1982, eftir að hann
braust inn til tveggja ungra kvenna
í Houston og reyndi að myrða þær.
Á meðan Carl var í varðhaldi
rann upp fyrir lögreglunni ljós og
hún fór að tengja hann við nýlega
framin morð á konum. Einnig kom
í ljós að yfirvöld í Michigan, þar sem
Carl hafði haft búsetu allt til ársins
1981, höfðu hann sterklega grunað-
an um morð á að minnsta kosti tíu
konum og stúlkum. Reyndar hafði
Carl verið yfirheyrður vegna þeirra
morða árið 1975, en yfirvöld skorti
sönnunargögn.
Sextíu ár í kjölfar samnings
Þrátt fyrir að saksóknari í Texas væri
nær fullviss um sekt Carls skorti til-
finnanlega sannanir til að sakfella
hann. Því gerðu þeir samning við
Carl um að hann upplýsti um glæpi
sína og játaði sekt og nyti fyrir vikið
friðhelgi hvað varðaði morðákæru. Í
hennar stað yrði hann ákærður fyr-
ir innbrot með morðásetningi, en
sú ákæra varðaði allt að sextíu ára
fangelsisvist. Carl játaði á sig tólf
morð í Texas.
Yfirvöld í Michigan voru hins
vegar ekki á þeim buxunum að
semja við morðingja og því var máli
hans í því ríki haldið opnu. Síð-
ar fullyrti Carl að hann hefði myrt
fjörutíu konur og gaf sterklega í skyn
að fórnarlömbin væru jafnvel fleiri
en áttatíu. En hann vildi ekki játa
þau á sig því hann vildi ekki vera
álitinn fjöldamorðingi.
Allt að einu. Skömmu eftir að
hann hóf afplánun komst áfrýjun-
ardómstóll í Texas að þeirri niður-
stöðu að láðst hefði að upplýsa Carl
um að fulla baðkarið, sem hann
hafði reynt að drekkja einu fórnar-
lambinu í, væri talið banvænt vopn.
Þess vegna varð Carl, með tilliti til
laga, afbrotamaður „án ofbeldis-
hneigðar“ sem gerði honum kleift
að sækja um lausn áður en afplán-
un lyki, kysi hann að gera það. Ef svo
færi gat Carl orðið frjáls maður árið
2006.
Sakfelldur fyrir morð
Snemmbúin lausn Carls var nokkuð
sem yfirvöldum í Michigan hugnað-
ist ekki og árið 2004 kom Mike Cox,
yfirsaksóknari fylkisins, fram í sjón-
varpi og bað hvern þann sem byggi
yfir upplýsingum um Carl að gefa
sig fram til að tryggja áframhaldandi
fangavist hans.
Mike Cox varð að ósk sinni því
maður að nafni Joseph Foy frá Mich-
igan gaf sig fram og bar vitni um að
hann hefði séð mann sem svipaði til
lýsingar af Carl myrða konu að nafni
Helen Dutcher í desember 1979, en
Helen lést eftir að hafa verið stungin
tólf sinnum með eggvopni.
Þrátt fyrir að Carl nyti friðhelgi
hvað varðaði morðin í Texas var sú
ekki raunin um morð í Michigan
og til að baktryggja sig fór Mike Cox
fram á að hægt yrði að leggja játn-
ingar Carls í Texas fram sem sönn-
unargögn. Cox hafði erindi sem erf-
iði.
Þann 17. nóvember 2004 komst
kviðdómur í Michigan að þeirri
niðurstöðu að Carl væri sekur um
morðið á Helen Dutcher og hann
var dæmdur til lífstíðarfangelsis.
En sagan var ekki öll því tveimur
dögum síðar hófst vinna yfirvalda í
Michigan við að fá hann sakfelldan
fyrir morðið á Gloriu Steele sem var
stungin til bana árið 1974.
Réttarhöld vegna morðsins á
Gloriu hófust í Kalamazoo 25. júlí
2006, lokaræður voru fluttar þann
26. og kviðdómur kvað upp sektar-
dóm þann 27.
Carl „Coral“ Eugene Watts lést úr
krabbameini 21. september 2006 á
fangelsisjúkrahúsi í Jackson í Michi-
gan.
44 sakamál umsjón: kolbEinn þorStEinSSon kolbeinn@dv.is 10. september 2010 föstudagur
Síðar fullyrti Carl að hann
hefði myrt fjörutíu
konur og gaf sterklega
í skyn að fórnarlömbin
væru jafnvel fleiri en
áttatíu.
Afkastamikill
raðmorðingi Carl
Eugene Watts gaf í
skyn að fjöldi
fórnarlamba hans
væri yfir áttatíu.
nokkur fórnarlamba Carls Fórnarlömbin voru á aldrinum 14 til 44 ára og
morðaðferðir hans voru mismunandi.