Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Page 46
NafN og aldur? „Charlottte Bøving, 46 ára.“ atviNNa? „Leikkona, leikstjóri, handritshöfundur og mark- þjálfi.“ Hjúskaparstaða? „Gift.“ fjöldi barNa? „Þrjú.“ Hefur þú átt gæludýr? „Við eigum naggrís og fimm hesta.“ Hvaða tóNleika fórst þú á síðast? „Mína eigin, ég frumsýndi Þetta er lífið í Iðnó á laug- ardaginn síðasta. Þar syng ég og tala um lífið við und- irleik Pálma Sigurhjartarsonar píanóleikara.“ Hefur þú komist í kast við lögiN? „Ég held ekki.“ Hver er uppáHaldsflíkiN þíN og af Hverju? „Það er hvítur peysujakki, því hann heldur á mér hita.“ Hefur þú farið í megruN? „Nei. Ég trúi að því meira sem maður hugsar um þyngdina, því meira verði af henni. Eins og með allt annað í lífinu; Það sem þú veitir athygli, vex og verður stærra.“ Hefur þú tekið þátt í skipulögðum mótmælum? „Já.“ trúir þú á framHaldslíf? „Kannski... ég trúi að þegar við yfirgefum þennan heim fari sálin út í hið óendanlega og kannski kemur hún aftur í öðru formi, kannski!“ Hvaða lag skammast þú þíN mest fyrir að Hafa Haldið upp á? „Ég skammast mín ekki, það er óþarfa eyðsla á orku og tíma. En ég söng einu sinni alltaf „Skiloptu, jæjæjæ“ við Bítlalag sem átti að hljóma „She loves you, yeah yeah yeah“ – það var vandræðalegt.“ Hvaða lag kveikir í þér? „Michael Jackson klikkar aldrei.“ til Hvers Hlakkar þú NúNa? „Til að sýna Þetta er lífið fyrir fullum sal af glöðu fólki í Iðnó á laugardaginn klukkan 14 og 20.“ Hvaða myNd getur þú Horft á aftur og aftur? „The Big Chill. Frábær tónlist og leikur.“ afrek vikuNNar? „Að frumsýna einleikinn Þetta er lífið sem ég skrifaði sjálf og setti upp. Þar syng ég dönsk lög og flyt hugleiðingar um lífið á íslensku.“ Hefur þú látið spá fyrir þér? „Já.“ spilar þú á Hljóðfæri? „Já. Láttu mig fá hljóðfæri og ég skal spila á það. Ég spila til dæmis bæði á flautu og gítar í sýn- ingunni minni.“ viltu að íslaNd gaNgi í evrópusambaNdið? „Það er hægt að sjá bæði kosti og galla við það, mér finnst maður verði að hugsa bæði „lókalt“ og „glóbalt“.“ Hvað er mikilvægast í lífiNu? „Að lifa lífinu lifandi.“ Hvaða ísleNska ráðamaNN muNdir þú vilja Hella fullaN og fara á trúNó með? „Engan. Ég myndi frekar vilja fara með vin- konu.“ Hefur þú ort ljóð? „Já, mörg. Ég skrifaði mest þegar ég var yngri og þjáðist af óendurgoldinni ást. Það er best að skrifa þegar maður er óhamingjusamur. (En ekki of óhamingjusamur.)“ Nýlegt prakkarastrik? „Ég er of alvarleg til að gera prakkarastrik og ég hef heldur ekki tíma til þess. Nú virðist ég mjög leiðinleg!“ Hvaða fræga eiNstakliNgi líkist þú mest? „Það verða aðrir að dæma.“ ertu með eiNHverja leyNda Hæfileika? „Já, marga! En ég ætla að halda þeim fyrir sjálfa mig...“ á að leyfa öNNur vímuefNi eN áfeNgi? „Ég þarf að hugsa mig betur um áður en ég get svarað þeirri spurningu.“ Hver er uppáHaldsstaðuriNN þiNN? „Inni í mér þegar ég er alveg tóm.“ Hvað er það síðasta sem þú gerir áður eN þú ferð að sofa? „Ég set bleyjur á tveggja ára tvíburadætur mínar, því þær taka bleyjurnar alltaf af sér áður en þær fara að sofa.“ Hver er leið íslaNds út úr kreppuNNi? „Von, vilji og vitsmunir.“ Leikkonan og leikstjórinn Charlotte Bøving frumsýndi nýverið einleik sinn Þetta er lífið í Iðnó. Charlotte finnst tímaeyðsla að skammast sín og hlakkar mest til að syngja um lífið á íslensku. Hún segir að Michael Jackson klikki aldrei þegar kemur að tónlist sem kveiki í henni. of alvarleg fyrir prakkarastrik 46 hin hliðin 10. september 2010 föstudagur www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur Loksins fáanLeg aftur á ÍsLandi Bók sem hefur hjálpað mörgum til betra lífs www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. TVÆR KONUR 2 JÁKVÆÐARNÝJUNGAR Sykurveiðarinn Suco Bloc. 180 töflur. Hentar öllum, stöðvar sykurinn áður en hann verður að fitu. STÖÐVIÐ SYKUR OG KOLVETNI NÝJUNG! BRENNIÐ FITU 30 Days 120 töflur ásamt samnefndu kremi vinnur á appelsínuhúð. 30 Days (120 töflur)ásamt OxyTarm (60 eða 150)töflur gegn kviðfitu gefur 35% meiri virkni. Valin heils uvara ársin s 2008 & B e t r i a p ó t e k i n o g M a ð u r l i f a n d i w w w . s o l o g h e i l s a . i s

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.