Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Blaðsíða 51
FÖSTUDAGUR 10. september 2010 LÍFSSTÍLL 51 FRAMHJÁ- HALD Í bandarískri rannsókn kom fram að 20% karlmanna höfðu haldið fram hjá og 10% kvenmanna. n Í 25% tilfella stendur framhjá- haldið ekki lengur en í viku. n Í 65% tilfella lauk framhjáhald- inu innan árs. n Um 23% karlmanna sögðust hafa haldið fram hjá með ókunn- ugum. n Yfir 40% sögðust hafa haldið fram hjá með vini sínum. n 22% kvenna sögðust hafa hald- ið fram hjá með gömlum kærasta. n Yfir 35% allra sögðust hafa haldið fram hjá með vinnufélaga. n Meira en 10% aðspurðra karla og kvenna sögðust mundu halda fram hjá maka sínum með Ang- elinu Jolie. n 44% karlmanna sem höfðu haldið fram hjá maka sínum fannst þeir ekki lifa nógu miklu kynlífi. n 40% karla sem halda fram hjá vilja meiri fjölbreytni í kynlífið. n 40% kvenna sem halda fram hjá þurfa á meiri andlegum stuðn- ingi frá maka að halda. n 33% kvenna sögðust hafa hald- ið fram hjá til að sanna fyrir sjálfri sér að þær væru enn eftirsóknar- verðar. n Þeir sem hafa há laun halda frekar fram hjá en þeir launalágu. n 80% kvenna hugsa oft um ann- an en makann í kynmökum. n 98% karla hugsa oft um aðra konu en makann í kynmökum. ÓFRÍSK EFTIR 35 n Æ fleiri konur fresta barneignum þar til eftir þrítugt. Um 8% kvenna sem eignuðust sitt fyrsta barn árið 1980 í Bandaríkjunum voru eldri en þrítugar. Árið 2004 var sú tala komin upp í 25,4%. Á sama tímabili áttfaldaðist prósenta þeirra kvenna sem eignaðist sitt fyrsta barn eftir 35 ára aldur. n Frjósemi minnkar með aldrinum. Ef þú vilt eignast barn eftir þrítugt er mikilvægt að viðhalda góðri heilsu. Komdu þér í gott líkamlegt form. Of þungar konur eiga í meiri erfið- leikum með að verða óléttar og þær konur sem eiga við alvarlegt offitu- vandamál að stríða fá ekki að gang- ast undir tæknifrjóvgunarmeðferð. Ef þú ert of þung og í eldri kantinum ertu líka í meiri hættu á að þróa með þér meðgöngusykursýki. n Reyndu að ná tökum á andlegu álagi. Stress og álag hefur neikvæð áhrif á frjósemi. n Um leið og þú byrjar að reyna skaltu láta lækni eða lyfjafræðing mæla með vítamínum fyrir þig. Þú verður að fá næga fólínsýru. n Reykingar og áfengisdrykkja eiga ekki samleið með barneignum. n Passaðu að þú fáir næga hvíld þeg- ar þú ert orðin barnshafandi. Taktu nokkrar mínútur frá á hverjum degi þar sem þú getur lokað augunum og sett fæturna upp á eitthvað hátt. Margar konur setja eigin heilsu neð- arlega á forgangslistann en þegar þú ert ófrísk verður það að breytast. Hlustaðu á líkama þinn! Konur vilja eldri karlmenn og karlmenn vilja yngri konur: Eftirsótti folinn er mýta Samkvæmt nýrri rannsókn er fyrir- bærið „cougar“, þegar eldri kona leit- ar í yngri karlmenn, einungis mýta sem haldið er á lofti í stjörnuprýdd- um heimi Hollywood. Vísindamenn við háskólann í Wales í Cardiff rann- sökuðu stefnumótasíður í 14 mis- munandi löndum. Í ljós kom að hefðbundnar hugmyndir um æski- legan aldur maka eru enn við lýði. Konur vilja sem sagt eldri karlmenn og karlar vilja yngri konur þegar leit- að er eftir langtímasamböndum. Niðurstöður rannsóknarinnar, sem voru birtar í tímaritinu Evolu- tion and Human Behavior, gefa til kynna að þótt konur séu orðnar fjárhagslega sjálfstæðari og eigi því auðveldara með að finna sér maka innan allra aldurshópa virðast þær enn velja maka á sama aldri og þær. „Hugmyndum um „leikfangið“, ung- an og myndarlegan karlmann sem allar konur þrá, hefur verið haldið á lofti í sjónvarpsþáttum eins og Coug- ar Town og Sex and the City. Niður- stöður okkar gefa annað til kynna,“ segir geðlæknirinn Michael Dunn sem fór fyrir rannsókninni. Dunn segir niðurstöðurnar í hópi ungra karlmanna gefa til kynna að þeir vilja konur sem eru á þeirra aldri eða örlítið yngri. „En eftir því sem karlmenn eldast, því breiðara verður aldursbilið. Þessar niðurstöður eru í fullu samræmi við kenningar sem segja fyrir um að konur skoði helst stöðu karlmanna þegar þær leita sér að framtíðarmaka en þeir leita frekar eftir ungum, frjósömum konum sem geta fætt þeim mörg börn og þannig komið genum þeirra áfram.“ Ungur foli Samkvæmt vísindamönnum sem stóðu að rannsókninni er mýtunni um eldri konur sem leita í unga og heita karlmenn einungis haldið á lofti í sjónvarpsþátt- um eins og Sex and the City og í heimi hinna ríku og frægu. Taktu ábyrgð á tilfinningum þínum Á sama hátt og þú stjórnar ekki hamingju annarra geturðu ekki ætlast til þess að aðrir geri þig hamingjusama. Þú berð ábyrgð á eigin hamingju. Atburðir og fólk geta haft áhrif á tilfinningar þínar en þú stjórnar þeim. Vertu góð við sjálfa þig Komdu fram við sjálfa þig eins og besta vin þinn. Þú átt skilið jafngóða fram- komu og allir aðrir. Gerðu eitthvað fallegt fyrir þig af og til. Hrósaðu þér eða keyptu þér nýja bók. Slakaðu á kröfunum Þú þarft ekki að gera öllum til geðs. Gefðu sjálfri þér leyfi til að ákveða að þú sért að gera þitt besta. Minntu sjálfa þig á þegar þú stendur þig vel. Ekki bíða eftir hrósi frá öðrum. Horfðu á björtu hliðina Þú ræður því hvernig þú horfir á lífið og tilveruna. Ef einhver hrósar þér og segir: „Þú lítur vel út í dag“ skaltu ekki spyrja: „Hvað var að útliti mínu í gær?“ Taktu gullhömrum brosandi. Fyrirgefðu og gleymdu Ekki hanga á neikvæðum minningum. Fortíðin stjórn- ar þér ef þú stjórnar henni ekki. Reyndu að fyrirgefa og halda áfram með lífið. Ekki gleyma að fyrirgefa sjálfri þér. Ef þú átt í erfiðleikum með að fyrirgefa reyndu þá að ræða um atburðina við vin eða sálfræðing án þess að dvelja of lengi við það neikvæða. Hugsaðu um sem þú GETUR en ekki það sem þú getur ekki Reyndu að útrýma neikvæðum orðum. Ef þú segir eitthvað nógu oft ferðu að trúa því. Gættu vel að því að hið jákvæða yfir- gnæfi hið neikvæða. Ekki vera hrædd við að biðja aðra um hjálp. MYNDIR PHOTOS.COM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.