Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Síða 52
52 TÆKNI UMSJÓN: PÁLL SVANSSON palli@dv.is 10. september 2010 FÖSTUDAGUR
GOOGLE
TV Í HAUST
Google hefur upplýst að Google TV
sem fyrst var kynnt í maí fyrr í ár
kæmi á markað nú á haustmánuðum
í Bandaríkjunum og síðan á alþjóða-
markað strax á næsta ári. Google TV
er í raun hugbúnaður sem byggður
er á Android-stýrikerfinu og gerir það
kleift að kaupa eða leigja kvikmynd-
ir og sjónvarpsþætti í gegnum netið
sem síðan er streymt til viðkomandi.
Hvert það fyrirtæki sem nýtir sér hug-
búnaðinn getur bætt við eigin forrit-
um eða samhæft hann við vöru sína.
Þegar er vitað að Logitech og Sony
ætla að setja tæki á markað á næst-
unni með Google TV-hugbúnaði.
Google kynnti nýja útgáfu af leitarvél sinni í vikunni:
Sýnir strax niðurstöður
Google kynnti nýja útgáfu af leit-
arvél sinni í vikunni sem kallast
Google Instant. Nýja útgáfan sýnir
niðurstöður um leið og hluti orðs
eða orða er sleginn inn og í yfir-
lýsingu frá leitarrisanum segir að
leitartími styttist að meðaltali um
tvær til fimm sekúndur. Miðað
við þann fjölda sem notar Goog-
le-leitarvélina í hverri viku gæti
þetta þýtt að um ellefu klukkutím-
ar sparist á hverri sekúndu í leitar-
tíma á heimsvísu. Google Instant
verður aðeins hægt að nýta sér í
nýjustu útgáfum stærstu vafranna,
IE8, Firefox 3, Google Chrome
og Apple Safari 5 og að auki þarf
viðkomandi að vera skráður inn
í þjónustu Google (Google Acc-
ount).
Fyrir tíu árum þótti sú hug-
mynd að hægt væri að framkalla
vefleitarniðurstöður samstund-
is við innslátt bókstafs svo fárán-
leg og óraunhæf að hún var notuð
sem aprílgabb hjá ... Google.
Nýja útgáfan mun væntanlega
styrkja stöðu leitarrisans enn frek-
ar gagnvart keppinautunum. Bing,
leitarvél Microsoft, hefur undan-
farna mánuði náð umtalsverðum
árangri vestanhafs og eftir sam-
runa við Yahoo má leiða að því lík-
ur að Bing sjái um fjórðung allrar
vefleitar í Bandaríkjunum. Hins
vegar er talið að leitarvélin skili
enn sem komið er engum tekjum
til Microsoft, rekstrarkostnaður sé
álíka mikill og tekjurnar. Ef Goog-
le Instant eykur vinsældir Google
gæti Bing því lent í erfiðleikum.
palli@dv.is
Google Instant Fyrirtækið nýtir sér meðal annars tónlistarmyndband Bob Dylans frá
árinu 1965 við lagið „Subterranean Homesick Blues” til að kynna hina nýju þjónustu.
Hægt er að skoða kynninguna á YouTube.
YFIR 10000
FORRIT Á
APP
WORLD
Blackberry App World, vefverslun
fyrir snjallsíma frá RIM, skreið yfir
tíu þúsund forrita þröskuldinn í vik-
unni. Það er þó langt í að vefversl-
unin komist með tærnar þar sem
App Store fyrir iPhone eða Android
Market hafa hælana. Talið er að App
Store sé með um 250 þúsund forrit
og Android Market með um 70–100
þúsund. Blackberry-snjallsímar eiga
ekki sömu vinsældum að fagna og
iPhone eða Android-símar, hafa ekki
stóra snertiskjái og er frekar ætlað að
vera fyrirtækjasímar og því oft læstir
fyrir innsetningu nýrra forrita. Það
gerir þá ekki fýsilegan kost fyrir for-
ritaþróendur.
TOSHIBA
LIBRETTO
Toshiba fagnar um þessar mundir 25
ára afmæli sínu í fartölvugeiranum
og hefur af því tilefni sett á markað
Toshiba Libretto W105. Fartölvan
verður til sölu á almennum mark-
aði í stuttan tíma og kostar um 1.100
Bandaríkjadali vestanhafs. Tölvan
keyrir á Windows 7 og skartar tveim-
ur 7 tommu snertiskjáum, 1.2 GHz
Pentium U500 örgjörva, 64GB SSD og
2GB vinnsluminni.
iOS 4.1 er hægt að nálgast í gegn-
um iTunes og meðal nýjunga má
nefna stuðning fyrir sjónvarps-
þætti (TV show rentals), mögu-
leika á að senda háskerpumynd-
skeið á YouTube og MobileMe og
aukna samhæfni við tæki búin
AVRCP-tækni sem þýðir að nú
munu flest ef ekki öll Blátann-
ar-heyrnartól virka sem skyldi.
Stuðning við Facetime er líka að
finna í uppfærslunni en nánar var
fjallað um Facetime í síðasta helg-
arblaði. Að auki er að finna nýja
stillingu fyrir myndavélar iPhone
og iPhone Touch sem kallast High
Dynamic Range Photos og felst í
því að þrjár myndir eru teknar með
mismunandi lýsingartíma (expos-
ure level) og þær síðan sameinað-
ar til að framkalla sem besta út-
komu myndarinnar.
Game Center
iOS 4.1 innleiðir einnig nýtt sam-
skiptakerfi fyrir leikjaunnendur sem
kallast Game Center. Með því að nota
kerfið er hægt að bæta við vinum og
skora á þá í leikjum, (head-to-head
matches) láta flokka sig eftir færni
og spila við aðra í sama flokki og sjá
hæstu stigin. Game Center verður
hægt að nota á annarrar kynslóðar
iPod Touch og nýrri auk iPhone 3GS
og iPhone 4.
iOS 4.2 fyrir iPad
Á Special Event-kynningunni í byrj-
un mánaðarins upplýsti Steve Jobs,
framkvæmdastjóri Apple, um næstu
uppfærslu stýrikerfisins sem von er á
í nóvember. Sú uppfærsla mun gleðja
iPad-eigendur verulega sem þá öðl-
ast alla þá eiginleika sem iPhone SGS
og 4 njóta nú, þar á meðal má nefna
fjölvinnslu (multitasking).
Í þessari uppfærslu verður einnig
að finna þráðlausa prentun og Air-
Play (áður AirTunes) en með AirPlay
má til að mynda streyma þráðlaus-
um myndskeiðum frá iPad í Apple
TV.
Óraunhæft verð
Apple-vörur njóta sífellt meiri vin-
sælda nú á dögum en það sem fælir
marga kaupendur frá hér á landi er
verðið. Hjá epli.is, sem er einn helsti
söluaðili á Apple-vörum á Íslandi,
er hægt að forpanta hinn nýja iPod
Nano en von er á honum til landsins
í október. 8GB útgáfan kostar 36.850
kr. en 16GB útgáfan 43.640 kr. Tölu-
verður munur er á verði á iPod hér
á landi miðað við önnur lönd og er
helst um að kenna íslenskum tolla-
lögum en þar er iPod skilgreindur
sem upptökutæki og settur á hann
um 33% tollur. Hvorki söluaðilar né
neytendur eru ýkja hrifnir af þessari
flokkun á iPod hér á landi. Til við-
miðunar kostar 8GB iPod Nano rétt
tæpar 25 þúsund krónur í vefverslun
Apple í Danmörku og er þá meðtal-
inn virðisaukaskattur og önnur gjöld.
Í vefverslun Apple í Bandaríkjunum
kostar hann 149 dollara fyrir utan
söluskatt sem er á bilinu 0–9% í fylkj-
um Bandaríkjanna. palli@dv.is
Í síðasta helgarblaði var rangt far-
ið með að Apple hefði kynnt nýjar
vörur á WWDC-ráðstefnu (Apple
Worldwide Developers Conference)
í byrjun mánaðarins. Hið rétta er að
Steve Jobs kom fram á Apple Special
Event 1. september til að kynna ýms-
ar nýjungar en WWDC-ráðstefnan
var hins vegar haldin í júní.
Í kjölfar nýrra útgáfna á iPod hefur Apple-fyrirtækið nú sent frá sér iOS 4.1, uppfærslu
á stýrikerfi fyrir iPod Touch og iPhone.
iOS 4.1
KOMIÐ Í ITUNES
iPod Nano Ótrúlegur
verðmunur er á iPod á Íslandi
miðað við önnur lönd.