Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2010, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2010, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR 27. september 2010 MÁNUDAGUR SYNTI TIL BJARGAR STANGVEIÐIMÖNNUM „Þetta hefði getað farið illa ef þeir hefðu velt bílnum úti í ánni eða þurft að standa upp á þakinu eftir björgun,“ segir Sigurður Daði Frið- riksson, björgunarsveitarmaður í Björgunarsveitinni Kyndli á Kirkju- bæjarklaustri. Hann tók að sér að synda yfir beljandi fljót til að koma þremur stangveiðimönnum sem biðu í sjálfheldu úti í ánni til bjargar. Í sjálfheldu Það var um kvöldmatarleytið sem útkallið barst, að sögn Sigurðar Daða. Þá fengust þær upplýsing- ar að þrír menn hefðu fest jeppa í Núpsvötnum og að þeir væru komnir á þurrt, en vöðin yfir ána eru alla jafna fær breyttum bíl- um. „Þetta er ekki ósvipað fljót og Krossá í Þórsmörk því hún er fljót að breyta sér,“ segir Sigurður Daði. Hann segir að björgunarsveitin hafi verið fljót af stað. „Við fórum strax á tveimur bílum og fundum mennina eiginlega um leið og við komum inn eftir,“ segir hann en þeir voru um hálftíma á leiðinni frá Kirkjubæjarklaustri. „Við sáum að bíllinn sat fastur neðst á eyri sem er í ánni en fyrir ofan hann stóðu mennirnir þrír. Þeir voru ekki á föstu landi, eins og við heyrðum fyrst, heldur var jafnstór streng- ur sitt hvorum megin við þá,“ seg- ir Sigurður Daði sem segir að þeir hafi metið það svo að vegna vatna- vaxta myndi eyrin fara á kaf áður en langt um liði. „Það rigndi alveg rosalega,“ segir hann. Synti baksund Sigurður Daði segir að það hafi orð- ið mönnunum til happs að þeir gátu stokkið út úr bílnum á eyrina þegar hann fór af stað. Bíllinn sat fastur aðeins neðar en var mjög óstöðug- ur og hreyfðist mikið í beljandi ánni. „Við héldum að hann færi niður ána,“ segir Sigurður Daði sem segir að fyrsta hugmyndin hafi verið að keyra bíl til þeirra, en eftir að helstu vöð höfðu verið könnuð var ljóst að sú leið var ófær. „Þá kölluðum við út fluglínubúnaðinn, bát og jarðýtu,“ segir Sigurður Daði sem segir að vatnið hafi vaxið jafnt og þétt í ánni. „Við þurftum að koma línu til þeirra og það voru margar tilraunir gerðar til þess,“ segir hann. Þegar ljóst varð að það gekk ekki var sú ákvörðun tekin að Sigurð- ur Daði myndi synda yfir með línu til þeirra. Hann seg- ist ekki hafa verið smeyk- ur við það. „Nei nei, maður var svo vel bú- inn. Ég var í þurrgalla, með hjálm á höfðinu og í vesti auk þess sem lína var fest í mig. Ef ég hefði ekki getað synt þá hefði mig rek- ið í land aftur sömu megin. Það hefði ekki verið svo hættulegt,“ seg- ir hann. Sigurður Daði fór út í vel fyrir ofan eyrina og mátti synda um 40 metra áður en hann náði landi, neðst á eyrinni þar sem mennirnir voru. „Ég synti baksund því það er ekki ráðlegt að synda á maganum í svona miklu vatni. Það var mik- ill öldugangur,“ segir Sigurður Daði og bætir við: „Það fyrsta sem þeir Sigurður Daði Friðriksson synti á laug- ardagskvöld um 40 metra leið út í stórfljót til bjargar þremur mönnum sem voru í vandræðum. Eyri sem stóð upp úr fljót- inu bjargaði því líklega að ekki fór verr. Sigurður segir að illa hefði getað farið ef þeir hefðu ekki komist út úr bílnum. BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: baldur@dv.is Þremenningarnir sem festust í ánni: Blautir,enstyttusérstundirviðkveðskap „Þetta varð aldrei hættulegt fyrir okkur. Það var svolítið kalt og blautt en þar fyrir utan var þetta í góðu lagi,“ segir Ólafur Hjalti Erlingsson, einn þremenninganna sem Björg- unarsveitin Kyndill kom til bjargar á laugardagskvöldið. Ólafur segir að bílinn hafi tekið niðri þegar þeir freistuðu þess að fara yfir ána og þeim hafi ekki tek- ist að koma honum upp á eyrina – þaðan sem þeim var síðar bjargað. „Bíllinn skorðaði sig við eyrina og sat þar fastur á meðan við biðum eftir hjálpinni,“ segir hann og bæt- ir við að þeir hafi hæglega komist úr bílnum og á þurra eyrina. „Eyr- in var þurr þegar við festum okkur en svo óx nú alltaf meira og meira í ánni,“ segir hann og viðurkennir að það hafi verið notalegt að sjá björg- unarsveitina koma – enda hafi þá verðið orðið dimmt og blautt. „Þeir stóðu sig frábærlega strákarnir og gerðu það sem þeir gátu miðað við það sem þeir höfðu í höndunum,“ segir Ólafur. Hann segir þeim ekki hafa orðið meint af volkinu og segir bílinn í fínu lagi. „Það þarf bara að þurrka hann og setja í gang,“ segir hann, en þegar DV ræddi við Ólaf um miðjan dag í gær voru þeir fé- lagarnir að gera sig klára til að fara til Reykjavíkur. Þeir stóðu á eyrinni í um fjóra tíma, á meðan þeir biðu hjálpar, en voru að sögn Ólafs vel klæddir. Aðspurður segir hann þá ekki hafa orðið hrædda þó biðin hafi verið fremur blaut og köld. „Hann breytti um vindátt þegar fór að rökkva en þá lægði og hlýnaði nokkuð,“ segir Ólafur og bætir því við að þeir hafi drepið tímann með því að yrkja vís- ur. Vísurnar má sjá hér til hliðar en fyrri vísan var ort þegar björgunar- sveitarmennirnir freistuðu þess að vaða yfir ána. Síðari vísuna orti eig- andi bílsins þegar hann var farinn að óttast um hann. Ólafur vill koma kæru þakklæti á framfæri til þeirra sem að björg- un þeirra stóðu. Hann segir þá þrjá fulla aðdáunar á því verki sem Sig- urður Daði vann. „Þetta var einstakt afrek hjá honum, að synda þarna yfir til okkar,“ segir Ólafur að lokum. Vísurnar sem þeir ortu á eyrinni: Vonin kemur vaðandi vaskir drengir sveitar áin óaðlaðandi yfir för þeim neitar. Áin hérna ógnar mér með örum vexti sínum lagði flatan Land Rover og leiðum spillti mínum. Þeir voru ekki á föstu landi, eins og við heyrðum fyrst, heldur var jafnstór strengur sitt hvorum megin við þá. Svakalegar aðstæður Ámyndunum séstglöggthveaðstæðurvoruerfiðar ábjörgunarstaðífyrrakvöld.Tilraunir tilaðvaðayfirbáruekkiáranguren ljóstmáveraaðþrautþjálfaðamenn þarftilaðvinnaviðaðstæðursem þessar.MYNDIR BJÖRGUNARSVEITIN KYNDILL Hugaður SigurðurDaði Friðrikssonsegisthafaverið velbúinnogþvíílítillihættu þegarhannsyntiyfirána.MYND ÚR EINKASAFNI Kveðskapur stytti þeim stundir Kannskierþaðséríslensktfyrirbæri aðfástviðkveðskapíháska? MYND BJÖRGUNARSVEITIN KYNDILL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.