Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2010, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2010, Blaðsíða 13
mánudagur 27. september 2010 fréttir 13 LÍFSHÆTTULEGUR VEGUR Á BAK OG BURT frá opnun vegarins var fagnað árið 2000, þá kom stórt hrun sem fólk lenti í og slasaðist. Eða í fyrrasum- ar þegar við nokkrir Vegagerðar- menn vorum að skoða aðstæður í blíðskaparveðri eftir svona hrun í Skriðunum og við heyrðum að eitt- hvað gekk á og litum upp. Nokkuð margir allstórir steinar á leið niður og við hlupum,“ skrifar Geir og seg- ir vegagerðarmenn ekki eiga eftir að sakna vegarins. „Þungu fargi er af okkur létt sem og örugglega af vegfarendum.“ 30 ára baráttusaga Bolvíkingurinn Hildur Hávarðar- dóttir var ein þeirra sem keyrði í fyrsta skipti í gegnum Bolungar- víkurgöng síðastliðinn laugardag. Hún sagði ótrúlega tilfinningu hafa hafa fylgt því að vera loksins laus við Óshlíðina og geta keyrt örugg til Bolungarvíkur. „Ég felldi nærri því tár,“ sagði Hildur sem var afar glöð í bragði með þennan merka áfanga. Tilfinningar Hildar endurspegluðu það sem bjó í brjósti flestra Bolvík- inga þennan dag. Menn trúðu því einfaldlega ekki að göngin væru orðin að veruleika. Menn fóru fyrst að tala um jarðgöng á milli Bolung- arvíkur og Hnífsdals fyrir 30 árum. Þá var oftast nær talað fyrir daufum eyrum ráðamanna sem töldu ráð- legast að reyna að tryggja öryggi á Óshlíðarvegi. Það má segja að Bol- víkingar hafi verið orðnir fremur vondaufir um að fá einhvern tím- ann lausn sinna mála. Það hugar- far breyttist þegar fyrsta haftið var sprengt í Bolungarvíkurgöngum í september árið 2008 og nú tveim- ur árum seinna er þessi langþráði draumur orðinn að veruleika. Ég felldi nærri því tár. Fögnuðu saman Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, voru viðstaddir opnun Bolungarvíkurganga. Mynd ReyniR SkaRSgaaRd Mikill fögnuður Bolvíkingar voru mjög glaðir þegar göngin voru opnuð. Mynd ReyniR SkaRSgaaRd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.