Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2010, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2010, Blaðsíða 25
FH Féll úr PePsi-deild kvenna Nýlið- arnir í Pepsi-deild kvenna, Haukar og FH, leika aftur í 1. deild að ári. Það var löngu vitað með Hauka, sem féllu fyrir nokkru, en FH gat bjargað sér í lokaumferðinni sem fór fram í gær. FH þurfti að vinna nágranna sína úr Haukum og treysta á að Fylkir legði Grindavík að velli en hvorugt gerðist. Grindavík rúllaði óvænt yfir Fylki, 4-0, á meðan Haukar lögðu FH, 1-0. Þór/KA vann Aftureldingu í Mosfells- bænum, 3-0, og landaði þar með öðru sætinu í deildinni á kostnað Blika sem töpuðu fyrir fimmföldum Íslandsmeisturum Vals, 4-1. vondur dagur kr í Höllinni Snæ- fell varð í gær Lengjubikarmeistari í körfubolta eftir sigur á KR í spennuleik, 97-93. Pálmi Freyr Sigurgeirsson fór á kostum hjá Snæfelli og skoraði 33 stig en Jón Ólafur Jónsson kom næstur með 20 stig. Hjá KR var nýi maðurinn Hreggviður Magnússon stigahæstur með 24 stig. KR tapaði einnig úrslitaleiknum í kvenna- flokki en þar hafði Keflavík stórsigur á Vesturbæjarstúlkum, 101- 70. Margrét Kara Sturludóttir var stigahæst í liði KR með 18 stig en hjá Keflavík skoraði Pálína Gunnlaugsdóttir mest eða 26 stig. mánudagur 27. september 2010 sPort 25 Fernando Alonso hefur heldur betur blandað sér í baráttuna um heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 eftir annan sigurinn í röð. Í gær hóf hann leik á ráspól á hinni mögn- uðu, flóðlýstu braut í Singapúr og leiddi frá upphafi til enda. Alonso hefur nú fengið flest stig allra í síð- ustu fimm keppnum og er kominn upp í annað sætið í stigamótinu, að- eins ellefu stigum á eftir Ástralan- um Mark Webber hjá Red Bull. „Þetta var erfið keppni og löng. Ekki hjálpuðu heldur vandamálin með öryggisbílana og bílana sem við vorum að hringa. Það var erfitt að komast framhjá þeim. Heilt yfir var bara erfitt að halda forystunni í dag vegna allra þeirra vandamála sem voru á brautinni. Ég reyndi bara að halda mig fyrir framan Vettel og passa mig allan tímann á að gera ekki mistök eins og að taka fram úr á gulu flaggi,“ sagði Alonso eftir keppnina, en Sebastian Vettel hjá Red Bull varð annar. Mark Webber tók mikla áhættu í byrjun keppninnar með því að fara strax inn á viðgerðarsvæðið. Það borgaði sig þó heldur betur, sér- staklega með hjálp öryggisbílanna sem þéttu hópinn reglulega vegna árekstra í brautinni. Endaði Webber þriðji sem heldur honum í forystu í stigakeppninni. „Hefði mér verið boðið þriðja sætið fyrir mótið í dag hefði ég tekið því. Mér leið ekkert sérstaklega vel úti á brautinni, þetta er rosalega erfið keppni og ég er því hæstánægður með þriðja sætið,“ sagði Webber. Webber tók Lewis Hamilton úr leik eftir endurræsingu frá örygg- isbíl þar sem framhjól hans snerti afturdekk Hamiltons sem snérist út úr brautinni. „Þetta er ekki eitt- hvað sem maður vill að gerist en það hefði alveg eins getað verið ég sem snérist,“ sagði Webber sem var ekki dæmdur brotlegur fyrir atvik- ið. Hamilton er þriðji í stigakeppni ökumanna, nú tuttugu stigum á eft- ir Webber. tomas@dv.is Webber í forystu eftir vel heppnaða taktík: Alonso fyrstur frá upphafi til enda úrslit Enska úrvalsdEildin Man. City - Chelsea 1-0 1-0 Carlos Tevez (59.). Arsenal - WBA 3-2 0-1 Peter Odemwingie (50.), 0-2 Gonzalo Jara (53.), 0-3 Jerome Thomas (73.), 1-3 Samir Nasri (75.), 2-3 Samir Nasri (90.). Birmingham - Wigan 0-0 Rautt: Craig Gardner, Birmingham (89.) Blackpool - Blackburn 1-2 0-1 Charlie Adam (21. sm), 1-1 Matt Phillips (85.), 1-2 Brett Emerton (90.). Fulham - Everton 0-0 Liverpool - Sunderland 2-2 1-0 Dirk Kuyt (5.), 1-1 Darren Bent (25. víti), 1-2 Darren Bent (48.), 2-2 Steven Gerrard (64.). West Ham - Tottenham 1-0 1-0 Frederic Piquionne (29.). Bolton - Man. United 2-2 1-0 Zat Knight (5.), 1-1 Nani (23.), 2-1 Martin Petrov (67.), 2-2 Michael Owen (74.). Úlfarnir - Aston Villa 1-2 0-1 Stewart Downing (25.), 1-1 Matt Jarvis (61.), 1-2 Emile Heskey (88.). Newcastle - Stoke 1-2 1-0 Kevin Nolan (43. víti), 1-1 Kenwyne Jones (67.), 1-2 Simon Perch (85. sm.). staðan Lið L U J T M St 1. Chelsea 6 5 0 1 21:2 15 2. Man. Utd 6 3 3 0 16:9 12 3. Arsenal 6 3 2 1 16:7 11 4. Man. City 6 3 2 1 7:2 11 5. Aston Villa 6 3 1 2 8:10 10 6. WBA 6 3 1 2 8:11 10 7. Fulham 6 1 5 0 7:6 8 8. Tottenham 6 2 2 2 6:5 8 9. Blackburn 6 2 2 2 7:7 8 10. Newcastle 6 2 1 3 9:8 7 11. Sunderland 6 1 4 1 7:7 7 12. Bolton 6 1 4 1 9:10 7 13. Birmingham 6 1 4 1 7:8 7 14. Stoke City 6 2 1 3 7:9 7 15. Blackpool 6 2 1 3 9:14 7 16. Liverpool 6 1 3 2 6:9 6 17. Wolves 6 1 2 3 7:10 5 18. Wigan 6 1 2 3 2:13 5 19. West Ham 6 1 1 4 4:13 4 20. Everton 6 0 3 3 4:7 3 Enska b-dEildin Cardiff - Millwall 2-1 Burnley - Bristol 0-0 Coventry - Preston 1-2 Derby - Crystal Palace 5-0 Leeds - Sheff. United 1-0 Norwich - Hull 0-2 Nottingham Forest - Swansea 3-1 QPR - Doncaster 3-0 Reading - Barnsley 3-0 Scunthorpe - Ipswich 1-1 Watford - Middlesbrough 3-1 staðan Lið L U J T M St 1. QPR 8 7 1 0 22:2 22 2. Cardiff 8 5 1 2 14:7 16 3. Watford 8 4 3 1 18:9 15 4. Ipswich 8 4 3 1 11:7 15 5. Leeds 8 4 2 2 11:10 14 6. Norwich 8 4 1 3 10:10 13 7. Reading 8 3 3 2 12:8 12 8. Burnley 8 3 3 2 10:7 12 9. Swansea 8 4 0 4 11:10 12 10. Doncaster 8 3 3 2 11:12 12 11. Nottingham F. 8 2 5 1 9:7 11 12. Millwall 8 3 2 3 14:13 11 13. Coventry 8 3 2 3 12:12 11 14. Barnsley 8 3 2 3 13:15 11 15. Hull 8 3 2 3 7:9 11 16. Scunthorpe 8 3 1 4 10:9 10 17. Middlesbro 8 3 1 4 8:13 10 18. Sheffield Utd 8 3 1 4 4:10 10 19. Derby 8 2 2 4 12:11 8 20. Cr. Palace 8 2 1 5 8:17 7 21. Bristol City 8 1 3 4 7:13 6 22. Preston 8 2 0 6 7:15 6 23. Portsmouth 8 1 2 5 8:12 5 24. Leicester 8 1 2 5 7:18 5 FOrMúla 1 Stigakeppni Ökumanna Ökumaður Lið Stig 1. Mark Webber Red Bull 202 2. Fernando Alonso Ferrari 189 3. Lewis Hamilton McLaren 182 4. Sebastian Vettel Red Bull 181 5. Jenson Button McLaren 177 Stigakeppni bílasmiða Lið Stig 1. Red Bull 383 2. McLaren 359 3. Ferrari 314 4. Mercedes 167 5. Renault 133 Fremstur Alonso hóf leik fremstur, var fyrstur að fyrstu beygju og endaði fyrstur. MyND REUTERS Nú eiga Blikar Bikara hvað varðar iðkendafjölda og árang- ur. Í ár er Breiðablik Íslandsmeistari í 6. flokki, 4. flokki og 3. flokki. Auk þess getur Breiðablik enn orðið Ís- landsmeistari í 2. flokki en þar er lið- ið einu stigi á eftir FH þegar ein um- ferð er eftir af deildinni. Þess má geta að yngra árið í 3. flokki, Breiðablik 2, er Íslandsmeistari í þeim aldurs- flokki en Breiðablik var með tvö af fjórum liðum sem léku í undanúrslit- um þar. Snjallir í kaupum Alfreð Finnbogason verður án efa val- inn besti leikmaður Íslandsmótsins enda fór hann hreinlega á kostum í sumar. Það skiptir þó máli að kaupa rétta menn inn á milli og það gerði Ól- afur Kristjánsson svo sannarlega. Tveir leikmenn sem eru alla jafnan ekki uppaldir í byrjunarliði Breiðabliks, Ingvar Þór Kale og Jökull Elísabetar- son sem báðir komu frá Víkingi, hafa verið bestu menn liðsins á eftir Alfreð. Ingvar hefur verið hreint magnað- ur í Blikaliðinu og bjargað nokkrum stigum fyrir liðið á tímabilinu. Þá hef- ur Jökull einnig verið frábær en þeir tveir voru einmitt langbestu leikmenn liðsins í lokaleiknum gegn Stjörn- unni. Varði Ingvar þar nokkrum sinn- um frábærlega á meðan Jökull sýndi ró sína inn á miðjunni og stýrði spili Blika. Þeir tveir í bland við vaska sveit heimamanna sem vildi þetta einfald- lega mest af öllum í deildinni mynda heild sem meira en verðskuldar Ís- landsmeistaratitilinn í knattspyrnu árið 2010. Meistarar 2010 Kári Ársælsson og Olgeir Sigurgeirsson lyftu bikarnum fyrir Blika í fyrsta sinn. MyNDIR SIgTRyggUR ARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.