Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2010, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2010, Blaðsíða 23
mánudagur 27. september 2010 úttekt 23 Varð ófrísk 15 ára Díana Sara Guðmundsóttir var 17 ára þegar hún varð ófrísk. Sonurinn fæddist andvana en var endurlífgaður af læknum: Þetta hefur verið þroskandi og erfið lífsreynsla um heim. Tveimur vikum síðar fórum við heim og hann hefur verið ofsalega sprækur síðan,“ segir Díana og við- urkennir að lífsreynslan hafi þroskað hana. „Alveg heilan helling! Í fyrsta lagi þurfti ég að þroskast þegar ég varð ófrísk og tók þá ákvörðun að eiga barnið í stað þess að fara í fóstureyð- ingu. Fæðingin og það sem á eftir gekk var mjög erfitt og samkvæmt mömmu sýndi ég þá þroska sem hún vissi ekki að ég ætti til. Ég hugsa voðalega vel um hann og reyni að vera honum góð fyr- irmynd. Það má ekkert henda hann, hann er í algjörri glerkúlu greyið,“ seg- ir hún brosandi og bætir við að það sé Jóni Hilmari barnalækni að þakka að sonur hennar sé á lífi. „Og öllu því æðislega starfsfólki vökudeildarinnar sem hugsuðu rosalega vel um hann.“ indiana@dv.is Díana Hrund Gunnarsdóttir var nýorðin sextán ára þegar hún varð ófrísk: Fóstureyðing var útilokuð „Þetta var mikið áfall. Ég ætlaði mér aldrei að verða mamma svona ung,“ segir Díana Hrund Gunnarsdóttir, sem var nýorðin 16 ára þegar hún varð ófrísk. Díana Hrund fékk mik- inn stuðning frá skóla og fjölskyldu og það var mamma hennar sem tók á móti barninu. „Meðgangan gekk mjög vel og fæðingin líka og þar sem mamma er ljósmóðir tók hún á móti, sem var yndislegt. Stelpan kom tveimur vikum fyrir tímann en þetta gekk allt saman vel,“ segir Díana Hrund og bætir við að móð- urhlutverkið sé ólýsanlegt. „Það er alveg dásamlegt að vera mamma – það besta í heimi! Ég viðurkenni samt að þetta hefur verið erfiðara en ég bjóst við en það borgar sig svo margfalt til baka,“ segir hún og bætir því við að það hafi aldrei komið til greina að láta eyða fóstrinu. „Fóst- ureyðing kom aldrei upp í huga mér og þótt þetta hafi verið mikið sjokk þá var ég á sama tíma bæði þakk- lát og ánægð.“ Díana Hrund seg- ist hafa fundið fyrir fordómum í hennar garð frá jafnöldum hennar sem pískruðu sín á milli um ástand hennar. „Vinir mínir stóðu hins veg- ar með mér og sýndu mér stuðn- ing,“ segir hún og bætir við að það hafi oft verið erfitt að þurfa að sitja heima yfir barni á meðan félagarnir hafi verið úti að skemmta sér. „Sem betur fer á ég góða að sem hafa passað fyrir mig, þótt það hafi ekki verið oft fyrstu mánuðina. Ég fékk sem betur fer að fylgja mínum vin- um og missti því aldrei samband- ið við þá þótt ég sé langt á undan nánustu vinkonunum þegar kem- ur að barneignum.“ Aðspurð segir hún móðurhlutverkið hafa þroskað hana mikið og hún játar að á tíma- bili hafi henni fundist hún þurfa að fullorðnast á undan vinkonunum. „Það var allavega fyrst, þegar ég var nýorðin mamma og við vorum bara 16 ára. En annars erum við voðalega samstíga. Ég er líka búin að kynnast mörgum stelpum sem eiga börn,“ segir Díana Hrund, sem hætti með barnsföðurnum þegar dóttirin var rúmlega eins árs. „Ég finn ekki beint fyrir fordómum fyrir að vera svona ung einstæð mamma en það eru margir forvitnir. Ég bjó hjá foreldr- um mínum fyrstu þrjú árin en í dag búum við tvær saman. Stelpan er al- veg yndisleg. Hún er skýr og þrosk- uð og var orðin altalandi tæplega tveggja ára. Það hefur alltaf gengið mjög vel með hana.“ indiana@dv.is Vildi eiga barnið Það kom ekkert annað til greina hjá Díönu Hrund en að eignast barnið. Faðir Lindu Rúnar greindist með krabbamein á sama tíma og hún varð ófrísk. Hann dó rúmum mánuði áður en barnabarnið kom í heiminn: Hann hjálpaði mér í sorginni „Ég var þriðja í röðinni af mínum nán- ustu vinkonum til að verða ófrísk og ég man ekki eftir því að hafa verið í ein- hverju sjokki yfir því,“ segir Linda Rún Skarphéðinsdóttir, sem eignaðist sitt fyrsta barn þegar hún var 18 ára. Í dag á Linda Rún þrjú börn, Hrafnkel Þorra 13 ára, Heiðdísi Hörpu 6 ára og Heklu Dís 18 mánaða. „Á þessum tíma fannst mér þetta ekkert óeðlilegt svo sem, en þegar ég horfi á 18 ára stelpur í dag finnst mér þær allt of ungar til að eign- ast börn enda eru tímarnir breyttir.“ Faðir Lindu veiktist á sama tíma og hún varð ófrísk. „Pabbi greind- ist með krabbamein og það litaði meðgönguna. Hann dó svo rétt rúm- um mánuði áður en sonurinn kom í heiminn,“ segir hún og bætir við að koma sonarins hafi hjálpað henni við að takast á við sorgina. „Ég vildi að pabbi hefði getað vitað að ég ætti von á strák og  sorgin vegna þess að hann fékk ekki að hitta barnabarnið er svo mikil. Það munaði svo litlu og að sjálf- sögðu óskaði hann þess sjálfur að fá að lifa það lengi að hann gæti hitt barnið.“ Linda Rún segir sambandið á milli hennar og sonarins gott. „Auð- vitað getur tekið á að ala upp táning þegar maður er sjálfur enn þetta ungur og finnst ekki svo langt síðan maður stóð sjálfur í þessum spor- um en það er ekkert sem við ráðum ekki fram úr. Hann eignaðist litla systur þegar hann var sjö ára og svo aðra sem fæddist í fyrra,“ segir hún, en tvö eldri börnin á hún með fyrr- verandi manni en yngstu dóttur- ina með núverandi manni sínum. Einnig á Linda níu ára stjúpdótt- ur sem kemur til þeirra aðra hvora helgi svo um stóra fjölskyldu er að ræða. Linda Rún segir ólíka lífsreynslu að eignast barn fyrir tvítugt og eftir þrí- tugt. „Þegar ég eignaðist yngstu dótt- urina vissi ég auðvitað hvað ég var að fara út í og var rólegri og afslapp- aðri enda aðstæður allt aðrar. Ég fékk samt aldrei á tilfinninguna að ég væri að missa af neinu þegar ég var með hann lítinn, hvorki böllum né djammi eða öðru því sem  krakkar á mínum aldri voru að gera, enda átti ég vinkon- ur sem voru líka með lítil börn,“ seg- ir Linda Rún og bætir hlæjandi við að hún sé búin að standa í barneignum næstum hálfa ævina. „Nú er ég líka búin. Það er, ég er hætt að eignast börn en auðvitað á ég eftir að koma þessum þremur gullmolum á legg,“ segir hún brosandi að lokum. indiana@dv.is Inga Þóra Þóroddsdóttir var 16 ára þegar hún hafði fundið rétta manninn: Móðurhlutverkið yndislegt „Það erfiðasta var að þurfa segja mömmu. Hún var öskureið í smá- stund en svo faðmaði hún mig og allt var í góðu,“ segir Inga Þóra Þórodds- dóttir sem eignaðist sitt fyrra barn þegar hún var aðeins 16 ára. Hún og kærastinn höfðu rætt um barneignir og Inga Þóra segir að ekki hafi verið um eiginlegt slys að ræða. „Þótt ég væri ung vissi ég að ég hafði fund- ið rétta manninn og mig langaði að eignast barn með honum,“ útskýrir Inga Þóra en hún og barnsfaðirinn eru ennþá saman og eiga tvö börn í dag. Karen Ísabel varð sex ára í gær en Andri Þeyr er 14 mánaða. Inga Þóra segir móðurhlutverk- ið yndislegt. „Þetta er æðislegt, ynd- islegra en ég hefði nokkurn tímann ímyndað mér. Auðvitað koma erfið- ir tímar inn á milli og maður er oft þreyttur en góðu tímarnir eru miklu fleiri. Ég viðurkenni samt að það var dálítið erfitt að vera bara 17 ára kom- in með slitinn maga og slappa húð en ég sætti mig við það með tíman- um enda fékk ég svo miklu meira í staðinn,“ segir Inga Þóra og bætir við að hún hafi misst samband við margar vinkonurnar enda komin á annan stað í lífinu en þær. „Á þess- um tíma var engin þeirra í barnahug- leiðingum og þær eru fyrst núna að koma með sín fyrstu börn svo við eig- um meiri samleið í dag. Ég missti af fullt af djammi en sé ekki eftir því. Ég hef alveg farið nokkrum sinnum út en það er ekki það sem ég hef áhuga á og mér er alveg sama þótt ég hafi misst af þessum tíma.“ Inga Þóra segist hafa upplifað það nokkrum sinnum að ókunnugt fólk trúði ekki að hún væri mamma. „Ég hef verið í búð með systur minni, sem er átta árum eldri en ég, þar sem fólk gerir ráð fyrir að hún sé mamma stelpunnar. Eins þegar við systurnar og mamma vorum á námskeiði var mamma spurð hvað hefði eiginlega farið úrskeiðis í uppeldinu hjá mér. Sú athugasemd særði mömmu ör- ugglega og maðurinn minn var líka frekar reiður þegar ég sagði honum frá þessu.“ Aðspurð hvort hún mæli með barneignum fyrir svona ungar stelp- ur hugsar hún sig um áður en hún svarar brosandi: „Þetta er voðalega gaman, en ætli það sé ekki skynsam- legast að bíða aðeins. indiana@dv.is Tilbúin Inga Þóra var aðeins 16 ára þegar hún og barnsfaðir hennar ræddu barneignir. mynD SIGTRyGGuR ARI JóHAnnSSon Alltaf með lítið barn Linda Rún segir allt annað að eignast barn fyrir tvítugt eða eftir þrítugt. Þegar hún hafi eignast sitt yngsta hafi hún vitað hvað hún væri að fara út í og verið rólegri og afslappaðri. Á myndinni er Linda með tvö eldri börn sín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.