Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2010, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2010, Blaðsíða 26
Illuga Jökulssyni var ekki skemmt þegar hann sá slána- legan ungling vera að snuðra í bakgarðinum hjá sér á dögun- um. Illugi spurði kauða í hvaða erindum hann væri og svar- aði hann á bjagaðri íslensku að hann væri að leita að einhverri Evu. Þetta tók Illugi ekki trúan- legt og sagði það vera augljóst að sláninn hefði eitthvað misjafnt í hyggju. Hann brá því á það ráð að setja upp hjá sér þjófavarnar- kerfi sem mun vonandi halda úti öllum þjófum í framtíðinni. „Ég sem alveg fullt fyrir fullorð- ið fólk, Viltu dick og svona. En ef mömmurnar eru eitthvað að kvarta yfir því þá geta þær hlustað á þetta lag,“ segir rapparinn Erpur Eyvindarson um lagið Pabbarnir sem er að finna á væntanlegri plötu hans. Í laginu rappar Erpur ásamt bróður sínum, Eyjólfi Ey- vindarsyni, betur þekktum sem Sesar A, og tveimur tíu ára tónlist- armönnum. Annar þeirra kallar sig Isaksen og hinn heitir Kiddi, en Isaksen rappar á meðan Kiddi er svokallaður taktkjaftur. Erpur segir engan dónaskap að finna í laginu heldur hvetji það ungmenni til þess að halda sig frá áfengi, standa sig vel í skóla og stunda ekki í einelti. Í texta hins tíu ára gamla Isaksen segir meðal annars; „Treð í mig ávöxtum og er duglegur í skóla. Þetta er vel séður hali því Blaz Roca ól hann. Kiddi og Isaksen sjáið okkur verða stóra. Á meðan þið drekkið bjóra erum við úti að hjóla.“ Isaksen heitir fullu nafni Trausti Már Ísaksen og vakti athygli þegar hann kom fram á hátíðinni Aldrei fór ég suður í vor. Í samtali við DV sagði hann það sinn helsta draum að rappa með Erpi og hefur sá draumur nú ræst. Fleiri óhefð- bundnir gestir verða á væntanlegri plötu Erps því þar er einnig að finna gamla brýnið Ragga Bjarna. Nokkur lög á plötunni hafa þegar náð miklum vinsældum svo sem Viltu dick, Keyrum þetta í gang og Við elskum þessar mellur. asgeir@dv.is Rapp fyRiR böRnin ÞjófuR hjá illuga Auðunn Blöndal og Egill „Gillz“ Einarsson voru á meðal áhorf- enda þegar bardagakappinn Gunnar Nelson sigraði hinn breska Eugene Fadiora á laug- ardag. Líkt og DV greindi frá á laugardag sigraði Gunnar þriðja bardagann í röð í fyrstu lotu með hengingartaki. Þeir Auddi og Gillz voru að taka upp efni fyrir þáttinn Audda og Sveppa en efn- ið verður sýnt á föstudaginn á Stöð 2. Þeir tóku viðtal við Gunn- ar og Fadiora sem og áhorfend- ur. Bæði Auðunn og Gillz eru miklir aðdáendur Gunnars en Gillz þekkir af eigin raun hversu harður í horn að taka Gunnar er. Hann pakkaði Gillz eftirminni- lega saman í þætti Audda og Sveppa ekki alls fyrir löngu. 26 fólkið 27. september 2010 mánudagur Ívar Guðmunds oG arnar Grant: 10 ára rappar á væntanlegri plötu erps eyvindarsonar: Hlupu undan nautum „Í grunninn er þetta ferðaþáttur en það fléttast margt inn í þetta eins og lífsstíll og heilsa,“ segir Ívar Guð- mundsson útvarpsmaður, sem með Arnari Grant og Þorsteini Gunn- ari Bjarnasyni leikstjóra vinna að gerð nýrra þátta sem munu hefja göngu sína á Stöð 2 í janúar. Í þátt- unum ferðast þeir til fimm borga og taka sér ýmislegt fyrir hendur á hverjum stað fyrir sig. „Við hitt- um alltaf einhvern Íslending sem býr á staðnum, fylgjum honum eft- ir og fáum að sjá hvað hann er að gera í borginni og hann sýnir okk- ur uppáhaldsveitingahúsin sín og staði. „Við hittum til dæmis Þorvald Davíð í New York, en hann er að læra í Julliard, Marín Möndu í Dan- mörku, Dag Sigurðarson, sem er að þjálfa handboltaliðið Füchse Berl- ín, og Agnar Sverrisson í London, en hann á veitingastaðinn Texture sem kosinn var besti nýi veitinga- staðurinn af samtökum veitinga- húsaeigenda í Bretlandi, þannig að við reynum að hafa þetta fjölbreytt og skemmtilegt.“ Þar sem Arnar og Ívar eru vel þekktir fyrir gott líkamlegt atgervi verða heilsutengdir molar ekki sniðgengnir í þáttunum. „Í þáttun- um skoðum við skyndibitamenn- ingu á hverjum stað fyrir sig, eins og pylsuna í Danmörku og indverska skyndibitann í London, smökkum hann og förum yfir hitaeingarn- ar og svona. Við hlaupum undan nautum á Spáni, förum í skylming- ar í Bretlandi og bandarískan fót- bolta í New York í fullum skrúða. Einnig förum við yfir hvernig hægt er að stunda hreyfingu í útlönd- um án þess að þurfa að fara í rækt- ina og fleira. Svo þetta verður mjög fjölbreytt og skemmtilegt, allavega fannst okkur mjög skemmtilegt að gera þættina.“ Spurður hvort vöðvarnir fái að njóta sín segir hann: „Við erum nú ekkert að gera neitt sérstaklega út á vöðvana en það kemur nú fyrir að það glitti aðeins í þá.“ hanna@dv.is Ívar Guðmundsson og Arnar Grant fara af stað með nýjan þátt í byrjun janúar á stöð 2. Þar munu þeir meðal annars hlaupa undan nautum á spáni, kryfja danskar pylsur og tala við danska grínist- ann Casp er Christensen úr Klovn Ívar og Arnar Hittu leikar- ann Casper Christensen úr Klovn í Köben Erpur Eyvindarson Hefur átt mörg vinsæl lög á árinu. Hinn tíu ára gamli Isaksen Rappar í laginu Pabbarnir á væntanlegri plötu Erps. 2 haRðiR hvöttu gunna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.