Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2010, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2010, Blaðsíða 29
mánudagur 27. september 2010 sviðsljós 29 Sorrí Letterman Leikarinn Joaquin Phoenix var gestur í þætti Davids Lett-erman í síðustu viku en þar baðst hann afsökunar á upp- þoti sem átti sér stað í þættinum ári áður. Þá var leikarinn gestur hjá Letterman og lét vægast sagt und- arlega og fólk velti því fyrir sér hvort Phoenix væri hreinlega genginn af göflunum. Hann tilkynnti að hann væri hættur í leiklist og að hann ætl- aði að gerast rappari. Nú er hins vegar komið í ljós að, eins og margan grunaði, um leik var að ræða. Phoenix var að gera leikna heimildarmynd eða „mocument- ary“ um sjálfan sig og rappferilinn ásamt Casey Affleck. Myndin heitir I’m Still Here og verður frumsýnd á næstunni. „Þú hefur tekið viðtöl við ótal manns þannig að ég gerði ráð fyrir því að þú myndir þekkja muninn á milli karakters og alvöru persónu,“ sagði Phoenix en Letterman vissi ekki frekar en nokkur annar hvað Phoenix var að bauka. „Ég biðst af- sökunar,“ bætti hann svo við. „Það var eins og þú hefðir runnið í heita- pottinum og lent á hausnum,“ sagði Letterman léttur þegar hann lýsti hegðun leikarans. KliKKaður? Ekki alveg, en nógu samt til að þykjast vera það í heilt ár. Joaquin Phoenix Bað Letterman afsökunar á hegðun sinni. Joaquin Phoenix biðst afsökunnar: Sýna SamStöðu Ashton Kutcher og Demi Moore standa þétt saman: Undanfarnar vikur hafa slúðurblöðin vestra verið uppfull af fréttum þess efnis að Ashton Kutcher hafi haldið framhjá Demi Moore. Meira að segja People Magazine sagði fréttir af því að hjónin ættu í erfiðleikum en blaðið þykir með þeim traustari í þessum bransa. Þrátt fyrir það voru hjónin mætt saman á Clin- ton Global Initiative í New York í síðustu viku. Þau voru þar til þess að kynna góðgerðarsamtökin sín DNA sem stendur fyrir Demi and Ashton. Þau eru að fara af stað með herferð, Real Men, og er mark- mið hennar að sporna við kynlífsþrælkun barna. Parið hefur þegar farið til Mexíkó, Rússlands og Haítí til að kynna herferðina. Stjörnur á borð við Ben Stiller og Snoop Dogg hafa meðal annars lagt þeim lið. Hjónin áttu fimm ára brúðkaupsafmæli um helgina og virðist sem sögurnar um framhjáhald séu annað hvort ósannar eða að Demi hafi fyrir- gefið eiginmanni sínum. K irstie Alley, sem er þekktustu fyrir hlutverk sitt í þáttun-um Staupasteinn, hefur sagt aukakílóunum stríð á hendur. Leikkonan hefur átt í vandræðum með þau undanfarin ár og grennst og fitnað á víxl. „Ég er búin að missa 25 kíló og mér líður betur en nokkru sinni fyrr. Stefni á 15 í viðbót,“ skrifaði Alley á Twitter-síðu sína. Alley hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin ár vegna þyngdar- og skapsveiflna en virðist nú vera búin að finna jafnvægi. Lítið sem ekkert hefur verið gerast í leiklistinni hjá Alley undan- farin ár en nú er hún væntanleg í aukahlutverki í mynd með þeim Jake Gyllenhaal og Jessicu Biel sem kallast Nailed. 25 KíLó farin Kirstie alley Hefur lést mikið eins og sjá má. Kirstie Alley segir aukakílóunum stríð á hendur: ashton Kutcher og Demi moore Áttu fimm ára brúðkaupsafmæli um helgina. www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.