Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2010, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2010, Blaðsíða 12
12 fréttir 27. september 2010 mánudagur Nýr kafli er hafinn í sögu Bolung- arvíkur með opnun Bolungarvík- urganga. Göngin voru opnuð síð- astliðinn laugardag við hátíðlega athöfn. Bolvíkingar brostu breitt enda þungu fargi af þeim létt. Í sex- tíu ár hefur eina leiðin til Bolungar- víkur verið um Óshlíð. Þessi veg- ur hefur vakið óhug meðal fólks enda ekki verið greiðfær. Keyrt var meðfram snarbröttum klettum þar sem stórgrýti rigndi niður á hverj- um degi og fyrir neðan veginn var ólgandi hafið sem beið vegfarenda. Eitt verður þó ekki tekið af Óshlíð- inni að hún er ægifögur og útsýnið yfir Ísafjarðardjúpið og Jökulfirðina er óviðjafnanlegt. En eins og falleg rós þá var Óshlíðin þyrnum stráð og hefur tekið, svo vitað sé, líf þrettán vegfarenda á þeim tíma sem vegur- inn var í notkun. Tuttugu snjóflóðagil Ekki nóg með að stórgrýti lendi á veginum á hverjum degi yfir sum- armánuðina þá eru þekkt rúmlega tuttugu gil í Óshlíðinni sem reglu- lega falla snjóflóð úr. Það þótti full- reynt að reyna að verja veginn þegar ákveðið var að fara í framkvæmdir við Bolungarvíkurgöng. Öryggisnet og vegskálar hömluðu smágrýti í að enda á veginum en það gat enginn mannlegur máttur stöðvað kletta- björgin sem féllu efst úr hlíðinni og á veginn. Með hlýnandi veðurfari hefur það hrun aukist til muna og sáu menn ekki fram á að geta varið veginn mikið lengur. Sérstaklega í ljósi þess að á einum stað í hlíðinni var risastórt bjarg að gliðna í sundur. Heilt fjall á fleygiferð Bjargið er efst í Óshyrnunni, fjalli sem vakir yfir Bolvíkingum, og höfðu vísindamenn fylgst vel með því. Sprungan í bjarginu er um þrjá- tíu til fjörutíu metra löng og á tals- verðri hreyfingu. Sprungan er í sex hundruð metra hæð yfir sjó og því þarf ekki að spyrja að leikslokum þegar þessi hluti fjallsins gefur sig. Sprungan er tugir metra á dýpt og fyrir hverja tíu metra á dýpt fylgja um átta þúsund rúmmetrar af jarð- vegi. Því er talið að um 50 til 100 þúsund rúmmetrar gætu hrunið þarna niður þegar þetta gefur sig. Þrettán manns hafa farist á þess- um vegi í sextíu ára sögu hans en hann var opnaður árið 1950. Ós- hlíðin hefur því vofað yfir Bolvík- ingum eins og ægifagurt skrímsli öll þessi ár. Bolvískir foreldrar hafa þurft að horfa á eftir börnum sín- um fara veginn þegar þau hefja menntaskólagöngu sína í Mennta- skólanum á Ísafirði. Þetta er ótti sem hefur sótt að Bolvíkingum í sextíu ár og lýsir sér best með spurningunni um hvort ástvinirnir skili sér heim af þessum vegi að kvöldi dags. „Akið viðstöðulaust“ Bolungarvíkurgöng liggja á milli Hnífsdals og Bolungarvíkur. Lengi vel var skilti í Hnífsdal þar sem stóð: „Óshlíð – Hætta á niðurhruni 6 km – akið viðstöðulaust“. Þetta hefur verið gegnumgangandi umræða á meðal vegfarenda sem fóru Óshlíð- ina. Menn hafa lagt það í vana að horfa reglulega upp í hlíðina til þess að athuga hvort að það væri nokkuð að hrynja úr hlíðinni. Deildu menn jafnvel um það hvort væri betra að bruna einfaldlega eftir hlíðinni eða aka varlega. Eflaust var þó ávallt best að fara varlega og vona það besta því ökumenn gátu engan veg- inn gert sér grein fyrir því hvenær hlíðin lét á sér kræla, ekki frekar en keppendur í rússneskri rúllettu. Enginn söknuður Geir Sigurðsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði, lýsir Óshlíðinni hvað best í grein sem hann ritaði við opnun Bolungar- víkurganga. Þar segir hann grjót- hrunið í Óshlíðinni hafa verið óút- reiknanlegt. „Sérstaklega það sem kom ofarlega úr fjallinu, oft síðla sumars og nánast öll síðastliðin ár hafa orðið stór grjóthrun á þeim tíma. Til dæmis þegar 50 árunum Bolvíkingar þurfa með tilkomu Bolungar- víkurganga ekki lengur að vera hræddir við að ferðast út úr bænum. Göngin voru vígð um liðna helgi og lýkur þar með sextíu ára sögu Óshlíðarvegs. Ótrúleg gleði ríkti með þetta framfararskref og er horft fram á bjarta og óttalausa tíma í Bolungarvík. LÍFSHÆTTULEGUR VEGUR Á BAK OG BURT birgir olgEirsson blaðamaður skrifar: birgir@dv.is Þungu fargi er af okkur létt sem og örugglega af vegfar- endum. Fimm kílómetra röð Fjöldifólkslagðileiðsínaígegnumgönginþegarþauvoru opnuð.RöðinnáðifráBolungarvíkogígegnumgöngintilHnífsdalsengöngineru fimmkílómetraraðlengd.Mynd rEynir skArsgAArd Hamfarir í vændum SprunganíÓshyrnunnierátöluverðrihreyfingu.Efhúná endanumgefursigfaraum100þúsundrúmmetrarniðuráÓshlíðarveg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.